Steingrímur eða AGS eru að blekkja

Annað hvort er Steingrímur eða Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, AGS, að blekkja.

21082009083AGS hefur hingað til haldið því fram að það vanti nauðsynleg gögn um stöðu bankana til þess að þeir geti afgreitt næsta lán til okkar.

Steingrímur heldur því hér fram að stjórnvöld hafi afhent öll gögn sem AGS hafi beði um.

Að það hafi verið niðurstaða fundar fjármálaráðherra með framkvæmdastjóra AGS í Tyrklandi að við höfum lagt allt fram sem við áttum að leggja fyrir sjóðinn getur ekki staðist. Eitthvað hlýtur að vanta fyrst sjóðurinn hefur ekki fyrir löngu tekið mál Íslands fyrir og afgreitt það. Engin ákvörðun liggur fyrir hvenær það verður gert.

Setur AGS það sem skilyrði að niðurstaða fáist fyrst í Icesave eða er það vegna þess að enn vantar göng um stöðu bankana?

Við hljótum að gera þá kröfu að þjóðin verði upplýst um það hvað það er sem vantar til þess að AGS afgreiði þetta lán.

Er vandamálið Íslensk stjórnvöld eða AGS?

 


mbl.is Gagnlegur fundur með AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Gagnlegur fundur!" Hversu vel þekkjum við þetta orðagjálfur sem segir nákvæmlega ekkert.?  Ámóta og"Líðan hans er eftir atvikum."

Árni Gunnarsson, 6.10.2009 kl. 22:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband