Niðurskurðurinn á fjárlögum fer í peningamarkaðssjóðina

Þeir fjármunir sem ríkið lagði inn í peningamarkaðssjóði bankana, þessir 83 milljarðar, það er nánast sama upphæð og nú á að skera niður fjárlög ríkisins um. 

Þessi niðurskurður á ríkisútgjöldum bitnar illa á mörgum. Ekki eru menn heldur beint sáttir við þær skattahækkanir sem þarf að ráðast í.

21082009080Þeir sem áttu fé í peningamarkaðssjóðum þegar bankarnir fóru í gjaldþrot fyrir ári, það fé tapaðist þá að stórum hluta. Bréf í peningamarkaðssjóðum eru forgangskröfur þegar gjaldþrota bankar eru gerðir upp þannig að eigendur þeirra hefðu að öllu eðlilegu fengið eitthvað upp í kröfur sínar hjá Kaupþingi og Glitni. Þeir sem áttu í sjóðum Landsbankans hefðu örugglega tapað miklu. 

Eins voru allar innistæður í bönkum yfir 20.778 evrur að mestu tapað fé fyrir ári síðan. Þeir sem áttu meira en 20.778 evrur á sínum reikningum voru í kröfuröðinni eins og hver annar lánadrottinn í komandi uppskiptum á þrotabúum bankana. Ljóst var að lítið myndi koma í þeirra hlut.

Fyrir ári síðan voru engir peningar til inni í bönkunum, allt fé þeirra var horfið, ótrúlegt verðhrun var á öllum mörkuðum, og þeir sem áttu og geymdu sitt fé í þessum bönkum voru búnir að tapa stórum hluta af þessum peningum sínum. 

Aðrir geymdu sitt fé annarstaðar en í bönkunum. Í atvinnurekstri, fasteignum, fyrirtækjum, lóðum og lendum og tap margra þeirra varð síst minna en þeirra sem geymdu sitt fé í bönkunum.

Þannig voru leikreglurnar fyrir hrun. Þannig var samfélagssáttmálinn fyrir hrun. Þannig verður samfélagssáttmálinn aftur eftir eitt ár þegar neyðarlögin falla úr gildi eftir tveggja ára gildistíma.

Það að ríkið skuli hafa breytt þessum leikreglum með setningu neyðarlaganna og tryggt allar bankainnistæður að fullu óháð upphæð og keypt bréf í gjaldþrota fyrirtækjum út úr þessum peningamarkaðssjóðum og þar með látið tap þessar innlánseigenda lenda á skattgreiðendum er einn ljótasti glæpurinn sem framinn var hér á landi í tengslum við þetta hrun.

Það er ekki skattgreiðenda að bera tap þeirra sem áttu og geymdu fé sitt í atvinnurekstri, fasteignum, fyrirtækjum, lóðum og lendum þó hér hefði orðið kerfishrun.

Það er ekki skattgreiðenda að bera tap þeirra sem áttu og geymdu fé sitt í bönkunum eða peningamarkaðssjóðum þó hér hefði orðið kerfishrun.

Hér er verið að slíta sundur samfélagssáttmálann. 

Þessum gjörningum á að rifta.

 


mbl.is 63 milljarðar í kaup úr sjóði Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband