Engin offjárfesting í byggingaiðnaði

Það kemur á óvart að ekki skuli vera um meiri fjárfestingu að ræða sem liggur í ónotuðu íbúðarhúsnæði en sem nemur 73 milljörðum. Ég hélt þetta væru hærri tölur.

2.000 fullbúnar íbúðir sem kosta að meðaltali 36,5 milljón hver, kosta samtals 73 milljarða. Síðustu fimmtán ár hafa verið að seljast 1.500 til 2.500 nýjar íbúðir á ári og Íslendingum hefur fjölgað að jafnaði um 3.000 manns á ári á síðustu 10 árum ef horft er framhjá miklum innflutningi útlendinga á árunum 2005 til 2007.

biogas 1Lausafjárkreppan er sögð hafa skollið á í heiminum í júlí 2007. Íslensku bankarnir hættu allir haustið 2007 að lána almenningi til íbúðakaupa. Íbúðalánasjóður hefur verið einn á markaðnum síðan. Áður en það gerðist var ekki til ný fullbúin óseld íbúð á markaðnum. Allt sem byggt var, það seldist. Það vantað því ekki kaupendur á markaðinn haustið 2007 þegar bankarnir lokuðu skyndilega fyrir öll sín íbúðarlán vegna fjárskorts.

Fasteignamarkaðurinn hefur nú verið frosinn í tvö ár og menn leyfa sér kvarta yfir því að það skuli liggja fjárfesting í íbúðarhúsnæði sem samsvarar rúmlega eins árs þörf samfélagsins fyrir nýtt íbúðarhúsnæði. 

Mér er óskiljanlegt hvernig hægt er að fá það út að það þurfi að fjölga hér á Höfuðborgarsvæðinu um 22% til að þessi fjárfesting sem samsvarar 2.000 fullbúnum íbúðum nýtist.

Ef horft er til þess að hér á landi búa 2,7 einstaklingar í hverri íbúð en 1,8 í hverri íbúð í Kaupmannahöfn og 1,9 í hverri íbúð í Osló þá er ljóst að mikið þarf að byggja ef við ætlum að ná nágrönnum okkar í þessu efni. Ef við byggjum þannig upp hér að það búi af jafnaði 2,0 einstaklingar í hverri íbúð þá þyrftum við að byggja allt það sem er á skipulagskortum sveitarfélaganna frá Selfossi að Akranesi.

Nú eru stærstu árgangar Íslandssögunnar, á sínum tíma, árgangarnir frá 1985 til 1990 að koma inn á fasteignamarkaðinn. það er því ljóst að mikil þörf er fyrir nýjar íbúðir á Höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum og árum.

Þessi fjárfesting sem nú liggur í óseldu íbúðarhúsnæði rétt dugar fyrir einn af þessum fimm stóru árgöngum sem hér eru nefndir. Þetta er unga fólkið okkar sem er á milli 20 og 25 ára. Fólk sem engin er að gera neitt fyrir til að það geti stofnað sínar eigin fjölskyldur og eignast sitt eigið húsnæði.

Ég held það væri verðugra verkefni fyrir stjórnmálamenn í dag að finna leiðir til að hjálpa þessu unga fólki til að kaupa sér íbúðir en bölsótast yfir því að "framsæknustu og duglegustu" sveitarfélög landsins ásamt byggingaraðilum hafi verið að sinna sínum samfélagslegu skyldum og hafi verið á fullu að byggja íbúðir handa  þessu fólki.

Ótrúlegt er að stjórnmálamenn skuli nú vera að hæla sér að því að Reykjavíkurborg skuli ekki hafa tekið að fullu þátt í því samfélagslega verkefni að byggja yfir unga fólkið okkar.

Fyrst Reykjavíkurborg dró fæturna og hélt sig til hlés við það að byggja yfir unga fólkið þá varð einhver annar að gera það, ekki satt?

Næg er nú bölsýnin þó forystumenn okkar séu ekki að bera svona "bull" á borð fyrir okkur.

Mynd: Á Rangárvöllum

 


mbl.is 100 milljarða ónotuð fjárfesting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll

sem fyrrverandi sölumaður í bransanum velti ég því upp hvort verið er að tala um kostnaðarverð umræddra íbúða eða áætlað söluverð þeirra. Ef þessi tala sem nefir er meðaltalssöluverðmæti umræddrar íbúðar þá er hinn raunverulega umframfjárfesting í geiranum töluvert lægri. Þú ættir nú að þekkja þetta Friðrik, verandi í bransanum!

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 15:11

2 identicon

Þetta er mjög áhugaverður vinkill. Ég hef verið að halda því fram að langt væri í nokkuð af nýjum íbúðum seldust, reyndar húsnæði almennt, því gríðarlegt magn er af óseldu atvinnuhúsnæði. En ekki má gleyma að mikið er af tómum húsum víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Eitt er ljóst, ef haldið verður í sama framkvæmdaleiðangur og í góðærinu þá fæst ekki innlent vinnuafl. Svo, ef menn villja meira af útlendingum til starfa þá er gamla módelið ágætt, en er nokkur að hugsa þannig í alvörunni?

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 19:18

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jóhann

Ég er sammála þér í því að það mun ekkert seljast af húsnæði á næstunni. Tvennt þarf að koma til áður en fólk fer að kaupa og skipta um húsnæði.

  • Eðlileg lán og eðlilegir vextir á þeim
  • Vissa um öruggar tekjur og að fólk haldi vinnunni

Meðan hvorugt þessara skilyrða er uppfyllt þá kaupir engin neitt. En þegar það gerist þá brestur hér enn ein stíflan og allt fer á annan endann því þá verður komin svo mikil uppsöfnuð þörf hjá fólki að skipta um íbúð.

Það hafa mörg börn fæðst á síðustu tveim árum, eins eru það mörg dánarbú sem þarf að skipta upp, margir hafa gifst og skilið. Allar þessar breytingar í lífi fólks kalla oft á kaup eða sölu á íbúðum og húsum.

Það er ekki gott þegar fasteignamarkaðurinn er frosinn í mörg ár. Þegar svona stífla brestur þá verður allt vitlaust. Ég óttast þá verði aftur kallað til erlent vinnuafl o.s.frv.

Þettta má ekki gerast. Þess vegna verður að fara að gera eitthvað til að þýða upp þennan markað.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 1.10.2009 kl. 19:56

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband