Góð fjárlög fyrir alla nema byggingariðnaðinn

Eftir að hafa rennt yfir fjárlagafrumvarpið  og skoðað þann samdrátt sem boðaður er í útgjöldum einstakra ráðuneyta þá skal ég viðurkenna að ég bjóst við að sjá meiri niðurskurð. Ég átti von á mun meiri niðurskurði en þetta. Það er líka ljóst að síðasta ár, árið 2009 var mikið útgjalda- og þenslu ár.

biogas 2Það var náttúrulega tóm vitleysa hjá síðustu ríkisstjórn, sem lagði fram fjárlögin fyrir árið 2009, að gera litlar sem engar ráðstafanir í ríkisfjármálunum og reka ríkissjóð vísvitandi með þeim gríðarlega halla sem lagt var upp með og raunin varð á.

Auðvita átti strax að taka í taumana í fyrra haust og draga saman útgjöld ríkisins. Bankarnir féllu endanlega 6. október þannig að menn höfðu allt haustþingið til að aðlaga fjárlögin að raunveruleikanum. Þess í stað var ákveðið að leggja fram enn ein góðærisfjárlögin í upphafi kreppunnar. Það eina sem þetta gerir er að það verður erfiðara að vinna sig út úr kreppunni vegna hærri skulda og meiri vaxtabyrði.

Í þessum fyrstu kreppufjárlögum þá eru það að sjálfsögðu breiðu bök samfélagsins sem eru látin taka mestu og stærstu höggin í þeim samdrætti sem nú stendur fyrir dyrum. Þegar skoðað er hvar á að spara mest þá sjást nánast bara tveggja stafa prósentutölur við einn lið hjá flestum ráðuneytum og það er alltaf sami liðurinn. Þetta er liðurinn "Stofnkostnaður og viðhald".

Hann er í engu sparaður niðurskurðurinn hjá ríkinu þegar kemur að einhverju sem heitir verklegar framkvæmdir.

Á sama tíma og stjórnvöld kynna gríðarlegan niðurskurð í verklegum framkvæmdum þá reyna þau að tefja og stöðva þær fáu framkvæmdir sem þó eru enn í gangi hjá einkaaðilum og reyna að koma í veg fyrir að aðrar stórframkvæmdir fari af stað.

Það er ljóst að þriðja árið í röð mun ekkert blasa við nema áframhaldandi gjaldþrot og atvinnuleysi á Íslenska byggingamarkaðnum. 

Mynd: Íslenskt korn tilbúið til þreskingar.

 

 


mbl.is Líst illa á fjárlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

"breiðu bökin" sem þú talar um að eigi að taka á sig mestu og stærstu höggin í samdrættinum er fólk eins og ég - millitekjumanneskja sem aldrei hefur haft ofurlaun og alltaf borgað skatta og skuldir - og fær aldrei neinar "bætur".

Hjólin hætta smám saman að snúast - fólk rétt hefur tekjuafgang til að lifa af og þeir sem geta fara - þetta verður ekki vænlegt ástand. Held að fleiri en byggingariðnaðurinn fari illa út úr þessu.

Sigrún Óskars, 2.10.2009 kl. 13:50

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Sigrún

Það eru mörg þúsund manns sem hafa haft lifibrauð sitt af þjónustu í byggingariðnaðnum, faglært fólk og ófaglært. Þar fyrir utan er mikill fjöldi birgja og ýmiskonar þjónusta verkstæði og sérverslana. 90% til 95% af starfsfólki í þessum greinum er launafólk eins og þú sem hefur fyrir sínum fjölskyldum að sjá.

Allt hefur þetta verið að dragast saman og loka smá saman á síðustu tveim árum. Fjölmargir viðskiptavinir mínir eru hættir störfum. Vinnufélagar horfnir á braut til útlanda eða á leið þangað.

Niðurskurður til þessa málaflokks er í nýja fjárlagafrumvarpinu  í flestum ráðuneytum táknaður með tveggja stafa prósentutölu. Byggingariðnaðurinn er að fara hræðilega illa út úr þessu.

Ég ætla að vona að þú hafir rangt fyrir þér með það að fleiri greinar séu að lenda í því sama og byggingariðnaðurinn. Það má ekki leggja fleiri starfsgreinar í rúst með þessum hætti.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.10.2009 kl. 14:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband