Það er enginn búmaður nema hann kunni að barma sér.

Hvað ætli stór hluti af þessum fjármunum sem þeir telja sig hafa tapað hafi verið "loftbólupeningar"? Eða peningar sem búnir voru til með allskonar loftfimleikum til að hækka hlutbréfin í bankanum? Fyrir liggur að þessir menn reyndu að hækka gengi hlutabréfa Kaupþings með öllum ráðum. Til dæmis með því að lána vildarvinum og eigendum fé til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi með veði í bréfunum sjálfum.

Þannig svindluðu þeir upp verðið á hlutabréfunum og blekktu almenning hér heima og erlendis til að kaupa bréf í bankanum. Að ekki sé minnst á aðgerðir bankans þegar hann tók árum saman stöðu gegn krónunni og þar með Íslensku þjóðinni.

Þessi menn voru ekki að tapa fé. Þeir voru að tapa lofbólupeningum og froðu sem var í raun einskis virði.

Menn sem reka banka með þessum áherslum eru menn sem ég vil ekki eiga viðskipti við.

Vonandi að það verði góðir og grandvarir menn sem taka við rekstri Kaupþings í framtíðinni og reki bankann eins og á að reka banka.

Annað máltæki er á þennan veg: "Allt er það eins, liðið hans Sveins".

Víst er að  eigi sú von að ganga eftir þá verður að skipta út öllum stjórnendum í þessum Kaupþings banka niður í útibústjóra.

 

 


mbl.is Fengum langmesta höggið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband