Er fólkið okkar í fjármálageiranum allt skaddað eftir "Íslenska efnahagsundrið"?

Hvað hefur gerst í þessu samfélagi okkar? Er þetta siðblinda eða veruleikafirring eða hefur þetta fólk sem kom að þessum fjármálageira okkar á síðustu árum skaddast svona mikið að það er úr öllum tengslum við það sem almenningur í þessu landi metur rétt og eðlilegt?  

058Það segir mér engin neitt um það að það hafi ekki allir vitað af þessum tengslum þegar þessi bankaráðsmaður var settur í bankaráð nýja Kaupþings. Af hverju gera menn svona og setja þessa tvo einstaklinga í þessa stöðu? Og af hverju sjá þessir einstaklingar ekki að þetta er ekki í lagi?

Þessi kona hefði sjálfsagt verið flott í bankaráði nýja Landsbankans eða nýja Íslandsbanka og engin hefði gert við það nokkra athugasemd. Af hverju var hún ekki sett í þessa banka? Að setja hana í Bankráð Kaupþings þar sem fyrirtækið sem eiginmaður hennar er að reka, eitt umfangsmesta fasteignafélag landsins, er í milljarða viðskiptum er annað tveggja hreint og klárt dómgreindarleysi eða aðrar og verri ástæður liggja þar að baki.

Ekki ætla ég að vera með getgátur hverjar þær aðrar ástæður geta verið en nóg höfum við séð af tilraunum til yfirhylminga, þöggunar og hreinum og klárum lögbrotum þessa fólks sem vinnur í þessu spillta umhverfi sem búið er að afhjúpa að íslenski fjármálaheimurinn er.

Hvor heldur ástæðan sem er fyrir því að þessi bankaráðsmaður er settur í bankastjórn nýja Kaupþings þá er vera hennar þar óásættanleg í banka sem eru í eigu þjóðarinnar. Það hefði ekki verið hægt að argast yfir slíku ef bankinn væri í einkaeign nema þá sem hluthafi en bankinn er ekki í einkaeign. Hann er í eigu almennings og almenningur getur ekki treyst því að bankaráðið sé að gæta hagsmuna eigandans, þ.e.a.s almennings, þegar svona hagsmunatengsl eru milli eins af æðstu stjórnenda bankans og eins af stærstu viðskiptavinum hans.

Mynd: Áð í Fljótsdrögum, séð yfir á Stórasand.

 


mbl.is Skuldar milljarða og eiginkona forstjórans í bankaráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll.

sammála þessu hjá þér Friðrik og vil bæta því við að þessi "blessaða" kona hefði átt að spyrja sjálfa sig að því hvort eithverjir þræðir lægju að henni sem gerðu hana vanhæfa  í hlutverki bankaráðsmanns.

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 11:52

2 identicon

Þessi kona er klárlega ekki mjög klár fyrst hún hafði ekki vit á því að halda sig frá þessum banka!!!...Nema???

itg (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 17:41

3 Smámynd: Hjalti Tómasson

Hvað er til ráða fyrir okkur eigendur ?

Hvar liggja okkar möguleikar á að leiðrétta svona gjörninga ?

Það hefur verið mín skoðun frá upphafi að fá ætti erlenda aðila sem engin tengsl hafa inn í íslenska stjórnmála eða fjármála elítu, til að sjá um uppgjör og tiltekt á þessum ósköpum. Það virðist sem íslenskir stjórnmálamenn séu ekki hæfir, ýmist vegna tengsla sinna eða siðferðis, til að leiða þjóðina út úr þessum ógöngum. Það að sífellt skuli koma upp álitamál í skipun fólks í þessar stöður sínir að mínu viti að annaðhvort eru fulltrúar okkar ekki starfi sínu vaxnir eða þá að siðferði þeirra og réttlætiskennd er mjög ábótavant.

Hjalti Tómasson, 22.8.2009 kl. 11:40

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband