Bretar ófyrirleitnir

Þeir eru ófyrirleitnir þessir menn í Breska fjármálaráðuneytinu sem svöruðu Morgunblaðinu því til að búið væri að semja um Icesave þegar málið er þannig statt að fyrir liggja drög að samningi sem Alþingi á eftir að staðfesta. Ef Alþingi staðfestir þessi drög þá er þetta orðið að samningi ekki fyrr. Þetta vita Bretarnir manna best enda löng hefð hjá þeim að Breska þingið hafni bæði samningum og lagafrumvörpum sem lögð eru fyrir það. Þessir menn eru því ekki að gera neitt annað en sýna okkur lítilsvirðingu.

En hverjar eru skyldur okkar í þessu máli?

  • Er það skylda okkar að tryggja 20.887 evrur á hverjum Icesave reikning?
  • Er það skylda okkar að tryggja allar innistæður að fullu?  

110_1085

Íslensk lög og reglur ESB gera ráð fyrir að við eigum að tryggja 20.887 evrur á hverjum reikningi.

Með því að við samþykkjum að tryggja 20.887 evrur á hverjum Icesave reikning og látum Breta og Hollendinga fá 50% af eignum Landsbankans erum við þá ekki að gera miklu meira en Íslensk lög og reglur ESB mæla fyrir um?

Bretar og Hollendingar ætla að nota þetta fé, 50% af eignum Landsbankans, til að láta innistæðueigendur í Icesave hafa. Hollendingar ætla að nota þetta fé til að tryggja 100.000 evrur per reikning og Bretar allar innistæður að fullu.

Landsbankinn er Íslenskt fyrirtæki og hann á að gera upp skv. Íslenskum lögum. Ef Íslendingar væru að fá allar eignir Landsbankans en ekki bara 50% af þeim þá myndu þær eignir fara langt með að dekka allan kostnað við að greiða út 20.887 evrur per reikning. Þá væru ekki af falla á okkur þessir 400 til 700 milljarðar sem fyrirséð er að munu falla á okkur vegna Icesave.

Af hverju eru Bretar og Hollendingar að fá 50% af eignum Landsbankans til sín?

Af hverju erum við að tryggja nánast allar innistæður að fullu þó okkur beri engar lagalegar eða siðferðilegar skyldur til þess?

Getum við nokkurn tíma staði undir því að tryggja allar innistæður að fullu í bankakerfi sem var tíu sinnum stærra en þjóðarbúið, bankakerfi sem er í dag gjaldþrota og fjárvana?

Þetta er ekki bara Icesave, þetta eru líka allir innlánsreikningar í hinum bönkunum hér heima. Kostnaður við að tryggja allar þessar innistæður nemur sem samsvarar landsframleiðslunni. Er forsvaranlegt að skuldbinda þjóðina næstu áratugina vegna þessa og hneppa hana þar með í fjötra fátæktar?

Eigum við ekki að stíga fram og segjast ætla að tryggja 20.887 evrur per reikning, hér heima og erlendis, og allar eignir Landsbankans verði notaðar í það. Við hljótum að hafna því að Bretar og Hollendingar fái til sín 50% af eignum Landsbankans til viðbótar við það að við tryggjum 20.887 evrur per reikning.

 


mbl.is „Það er búið að semja!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar eru að krefjast þess af okkur sé sú að ríkið ákvað í október að ábyrjgast að fullu innistæður hér heima fyrir. EES löggjöfin segir víst að það megi ekki mismuna fólki eftir þjóðerni. Enn sú aðgerð kostaði ekki nema ca. 1.400 miljarða, enn þeir peningar koma beint úr vösum okkar skttborgaranna. Enn svo má ekki bæta það tjón sem orðið hefur hjá íbúðareigendum, því það er ekki í mannlegu valdi að bæta það (skv. félagsmálaráðherra).

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 10:11

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Er sammála túlkun þinni hér að ofan. Bretar hafa ekkert við okkur að tala. Þeir eru búnir að semja. Til hvers höfum við Alþingi ef ekki er hægt að breyta þessu?

Ævar Rafn Kjartansson, 7.8.2009 kl. 10:11

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þið skiljð ekki undirstöðu atriðin. Það er búið að semja og skrifa undir fyrir hönd íslands með fyrirvara um að Alþingi samþykki ríkisábyrgð sem veitt er vegna lántökunnar. Það er ekki verið að samþykkja samninginn heldur lántökuna ef rétt er skoðað. Svo Bretar hafa rétt fyrir sér. Þetta eru engir amatörar.

Gísli Ingvarsson, 7.8.2009 kl. 10:43

5 identicon

Gísli segir í athugasemd fjögur: "Það er ekki verið að samþykkja samninginn heldur lánatökuna ef rétt er skoðað." Þá er hann að tala um umræðurnar á Alþingi Íslands.Er það ekki kjarni málsins?

Er samningurinn ekki afgreitt mál?  Skrifaði saminganefndin okkar fræga ekki undir hann fyrir okkar hönd?  Eigum við ekki bara eftir að finna leið til að standa við hann eða fá samningsaðila okkar til að lipra smávegis til í smáatriðum svo við þurfum ekki að borga Icesave brúsann í beinhörðum peningum á árinu?

Agla (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 12:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband