Opinberir aðilar að drepa niður allt tengt byggingaiðnaði

Það er ljóst að það á ekki að skipta niður birgðunum jafnt á milli atvinnugreina í þessari kreppu. Sumum er ætlað að bera meiri og þyngri birgðar en aðrir. Svo eru það sumir sem eiga engar birgðar að bera. 

13Engum sem er í stéttarfélagi sem skamstafast BSRB hefur verið sagt upp störfum þó hér geisi dýpsta kreppa frá Lýðveldisstofnun. Á sama tíma er nær öllum framkvæmdum á vegum opinberra aðila slegið á frest. 

Vöxtum er haldið það háum að nánast engir hreyfa sig, hvorki við nýbyggingar, viðhald eða kaupa fasteignir. Þetta þykir mönnum allt í "gúddý" en að segja upp einum opinberum starfsmanni, nei, guð forði okkur frá því! 

Botnlaust atvinnuleysi, fjöldagjaldþrot og landflótti þykir hið besta mál og alls ekki neitt til að gera veður út af í starfsgreinum sem tengjast byggingaiðnaðinum.

Já, mönnum er ætlað misjafnt hlutskipti í þessari kreppu undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. 

Mynd: Flugstöðin í Kulusuk er Íslensk arkitekta- og verkfræðihönnun.

 


mbl.is 110 sagt upp í hópuppsögnum í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góður punktur Friðrik. Byggingariðnaðurinn og fasteignamarkaðurinn eru bræður. Báðir munaðarlausir í hátt í tvö ár núna.

Guðmundur St Ragnarsson, 6.8.2009 kl. 00:43

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ekki gleyma útboðsbanninu sem Geir Haarde og Árni Matthisen settu á í ársbyrjun 2006. Það bann hefur í raun aldrei verið afnumið.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.8.2009 kl. 17:48

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

BSRB er ekki stéttarfélag. Þetta eru samtök margra ólíkra stéttarfélaga... sum eru meira að segja ekki með opinbera starfsmenn í sínum röðum. Mitt stéttarfélag var með 1200 félaga fyrir kreppu en þeim hefur fækkað um rúmlega 120 frá því um mitt ár í fyrra eða um 10%.

Það er leiðinlegt að sjá fullyrðingar þarna sem standast ekki og sýna að höfundurinn er ekki með upplýsingar sem þarf til að skrifa svona pistil réttan.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2009 kl. 23:34

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jón

Er það ekki "hárfínt" matsatriði hvort menn telja Bandalag starfsmanna ríkis og bæja vera "stéttarfélag" eða ekki?

Það sem ég er að vísa til er sú pólitíska stefnumótun sem tekin var hér fljótlega eftir bankahrun að staðið skuli vörð um störf opinberra starfsmanna og að engum þeirra verði sagt upp störfum. Oddvitar Sjálfstæðismanna eins og Borgarstjórinn í Reykjavík er þar engin undantekning. Borgarstjóri hefur margoft líst því yfir og hælt sér af því að engum starfsmanni borgarinnar hafi verði sagt upp og það standi ekki til að segja neinum upp. Á sama tíma sker borgin niður framkvæmdir og viðhald án þess að blikka auga. Þessi niðurskurður hefur valdið og er að valda gríðarlegum atvinnuleysi og gjaldþrotum í greinum tengdum byggingariðnaðinum.

Ekki veit ég í hvaða stéttarfélagi þú er né hvort þessi fækkun starfsmanna er vegna uppsagna eða hvort ekki sé ráðið í störf ef menn hætta sökum aldurs eða af öðrum orsökum. Það er heldur ekki það sem ég er af fjalla um. Ég er í þessari grein að gagnrýna pólitíkina sem kosnir fulltrúar okkar eru að vinna eftir þar sem einstaklingum er mismunað eftir hvaða starfi þeir gegna og í hvaða "stéttarfélagi" þeir eru.

Svo má ekki ræða þessi mál, við byggingakallarnir eigum bara að "bera það sem okkur ber" og halda kjafti. Eru það ekki skilaboðin sem þú er að senda mér með þessum athugasemdum þínum?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.8.2009 kl. 00:04

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er ekki hárfínt atriði...BSRB eru heildarsamtök rúmlega 40 stéttarfélaga og hefur sömu stöðu og ASÍ á hinum almenna markaði. BSRB hefur ekki það hlutverk að gera karasamninga ... það liggur hjá einstökum stéttarfélögum innan sambandsins.

 Stéttarfélagið mitt hefur eigin kjarasamning og sjálfstæðan samningsrétt og við greiðum atkvæði um hann innan okkar vébanda. BSRB er fyrst og fremst stoðdeild þessara stéttarfélaga og rekur orlofsbyggðir og ýmsa aðra þjónustu fyrir félögin.

BSRB er alls ekki stéttarfélag og hefur enga stöðu sem slíkt ... og félögin innan þessar samtaka eru ólík og staða starfsmanna innan þeirra afar ólík og mismunandi.

Ég er ekki að senda nein skilaboð til þín önnur en þú farir rétt með...

Jón Ingi Cæsarsson, 7.8.2009 kl. 00:19

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Aðrar greinar fylgja fast hér á eftir eins og verslun og ýmiss þjónusta.  Þær greinar sem hafa orðið minnst undir eru:

Opinber störf

Ferðaþjónusta

Sjávarútvegur

Landbúnaður

Svo eru greinar sem blómstra sem aldrei fyrr og eru í rífandi uppgangi og þar trónir efst:  Útseld vinna lögfræðinga

Aðsókn að löfræðideildum "háskólanna" hlýtur að aukast nú. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.8.2009 kl. 16:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband