Kjartan Gunnarsson, segðu þig úr Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Nú er komið í ljós að Landsbankinn var rekinn eins og glæpafyrirtæki. Þegar alþjóðlega bankaumhverfið hafði lokað á bankann í "Íslandskreppunni" vorið 2006 og hann gat ekki lengur framlengt líf sitt sem því að taka ný lán til að borga upp gömlu lánin þá greip bankinn til þess ráðs að veðsetja þjóðina og lokka með því almenning á Bretandi og Hollandi til að geyma sparifé sitt í bankanum.

063Til að tryggja aðgerðaleysi stjórnvalda borgaði bankinn tugi milljóna inn í flokksjóði stærstu stjórnmálaflokka landsins. Þegar ljóstrað var upp um þær svimandi greiðslur sem gengu til Sjálfstæðisflokksins frá Landsbankanum þá afhjúpaðist þá kaldi veruleiki að Landsbankinn hafið verið að kaupa sér velvild hjá forystumönnum flokksins. Ungur drengur sem tók við starfi sem framkvæmdastjóri flokksins á sama tíma og þessar tugmilljónagreiðslur voru lagðar inn á reikning flokksins var vikið úr starfi. Í framhaldi tók nýr formaður Sjálfstæðisflokksins ákvörðun um að flokkurinn skyldi endurgreiða mútugreiðslurnar. 

Fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins áratugina á undan og varaformaður stjórnar Landsbankans sagðist hafa verið að æfa Lögreglukórinn linnulaust síðustu ár og í engu getað sinnt starfi sínu sem framkvæmdastjóri flokksins vegna æfinganna. Hvað þá að hann hafi getað gengt starfi sínu sem varaformaður stjórnar bankans enda vissi hann ekki neitt hvað hafði gerst í bankanum frá því hann tók þar við varaformennsku.

Ungum dreng var fórnað, bakari var hengdur fyrir smið og er það Sjálfstæðisflokknum til skammar.

Ótrúlegt er að aðal ábyrðarmenn Landsbankans, formaður og varaformaður ásamt bankastjórum skuli ekki enn hafa verið ákærðir fyrir að hafa greitt mútur og bera fé á stjórnmálaflokka.

Svívirðilegast af öllu er þó þetta Icesave mál. Hvaða menn eru þetta sem veðsettu þjóð sína fyrir 1.500 milljarða á tæpum tveim árum? Hvernig menn eru þetta sem gambla með þjóð sína með þessum hætti? Er hægt að kalla slíka menn annað en Landráðamenn? Af hverju ganga slíkir menn enn lausir?

Af hverju situr ábyrgðarmaður númer tvö á Icesave, varaformaður stjórnar Landsbankans, ennþá í Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins?

Það síðasta sem fréttist af Kjartani Gunnarssyni var að hann var að rífa kjaft í Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins yfir því að einhverjir þingmenn flokksins kusu ekki eins og honum þóknaðist í ESB málinu.

Að tíu mánuðum liðnum. 29. maí 2010 verður kosið til sveitarstjórna. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn virkilega að hefja undirbúning þeirra kosninga nú í haust með ábyrgðarmann á Icesave númer tvö sitjandi í valdamestu stofnun flokksins, stofnun sem fer með vald Landsfundar milli þess sem Landsfundir eru haldnir? Finnst Sjálfstæðismönnum það bara í lagi? Er mér einum sem ofbýður?

Já, það verður styrkur í komandi kosningabaráttu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa slíkan mannkosta mann í æðstu trúnaðarstörfum. Mann sem hefur unnið þjóð sinni svo vel. Mann sem hefur fært okkur svo mikla gæfu og auðlegð og borið nafn okkur og orðspor um heim allan þannig að eftir hefur verður tekið. Það heilladrjúga starf sem þessi maður hefur unnið þjóð sinni verður öllum núlifandi Íslendingum ógleymanlegt enda einstakur mannkosta maður hér á ferð, heiðarlegur, grandvar og góður. Þeim verður seint ofþakkað þeim mönnum sem báru ábyrgð á og hleyptu Icesave af stokkunum.

Það er tær snilld að hafa slíkan mann í Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins nú þegar við Sjálfstæðismenn förum að undirbúa komandi sveitarstjórnarkosningar. Fátt mun auka meira fylgi okkar í komandi kosningum nema ef vera skildi að maðurinn léti tilleiðast og sitja í Miðstjórn fram yfir næstu Alþingiskosningar.

Já við Sjálfstæðismenn höfum margt að gleðjast yfir.

Sjá einnig hér:

Kærum þá sem veðsettu þjóðina fyrir Icesave reikningunum fyrir landráð

Axla þú þín skinn, Kjartan Gunnarsson.

Mynd: Sauðburður í Blönduhlíð.

 

 


mbl.is Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka góða grein. þþ

þþ (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 01:21

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já Friðrik þetta er sannarlega glæsilegt. Verst að aðeins einn aðili í landinu getur ákært fyrir landráð og það er sjálfur dómsmálaráðherra. En hvað getum við óbreyttir borgarar gert annað en tuðað á bloggsíðum???

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 22.7.2009 kl. 03:20

3 identicon

Heill þér fyrir þess grein. Ég kvelst yfir þessu máli og finnst það sorglegt að þessi maður skuli valinn í eitt áhrifamesta starf innan sjálfstæðisflokksins. Það er útilokað að byggja flokkinn upp aftur með þennan mann í ábyrgðastöðu. Ég hef skrifað það á mínu bloggi að ég ann mér ekki hvíldar fyrr en þessi maður þ.e Kjartan Gunnarsson er kominn út úr ábyrgðastöðu innan flokksins. Nú reynir á hvað við óbreyttir flokksmenn gerum og getum. Ég held að næsta skref verði að kalla saman fund í flokksfélögunum og bera þar fram vantraust á Kjartan og síðan skora á hann að segja strax af sér úr miðstjórn flokksins og öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Við verðum að fara rétta leið í málið. Ég lít svo á að við séum byrjaðir. Ef það á að byggja flokkinn upp verður að aflúsa hann af vondum siðum og hefðum. Sýnum okkur sjálfum að það erum við hinir almennu sjálfstæðismenn sem getu haft áhrif.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 11:32

4 identicon

Það að þið séuð enn "sjálfstæðismenn" segir meira en mörg orð um hvað ykkur finnst þetta í raun alvarlegt.

Ég held að meðal sjálfstæðismanninum sé slétt sama, það er alltaf það sama hjá sjálfstæðismönnum "hvað fæ ég?".

Málefnin (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 12:17

5 identicon

Já, Friðrik þetta er grafalvarlegt mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þegar að sveitarstjórnarmálum kemur verða afrek flokksins , sérstaklega í borginni, honum ekki til framdráttar. Þið ættuð alvarlega að íhuga að stofna nýan flokk með nýju fólki því að innan ykkar raða er auðvitað mjög margt hæft  og gott fólk.

En flokkurinn er það laskaður að hann mun eiga mjög erfitt uppdráttar því að spillingin og hrunið mun alltaf tengjast honum.

Sigurdur Ingolfsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 14:47

6 identicon

ég spái því að bæði Vinstri Grænir og Sjálfstæðisflokkurinn muni klofna í þessum erfiðleikum sem ganga yfir.  kannski munu framsóknarmennirnir í VG fara til síns heima í Framsóknarflokknum.  en ég held að Sjálfstæðisflokkurinn klofni í Langsum og Þversum.

við skulum hafa það í huga að í svona slæmri stöðu er brýnt að hafa sterka foringja sem leiða flokkana í gegnum púlið.  en ég get ómögulega séð neinn sterkann leiðtoga á þessu Þingi.

og Jóhanna missir tökin á sínu liði líka.

atvinnurekandi (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 23:24

7 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Því má Kjartan Gunnarsson ekki vera í forystu Sjálfstæðisflokksins? Mér finnst hann sóma sér þar vel, það er greinilegt að Sjálfstæðismenn hafa ekkert lært af þeim óförum sem þeir leiddu þjóðina út í, reka óábyrga stjórnarandstöðu og halda að þannig geti þeir fengið þjóðina til að gleyma því að þeir bera höfuðábyrgðina á hruni íslensks þjóðfélags á síðustu haustdögum.

Það er langt síðan Sjálfstæðisflokkurinn átti leiðtoga á við Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson.

Núverandi leiðtogar Sjálfstæðisflokksins ætla að fiska í gruggugu vatni, vera á móti öllu sem núverandi Ríkisstjórn vinnur að. Ámaður að trúa því að íslenskur almenningur ætli að láta Sjálfstæðisflokkinn leiða sig dýpra í fenið?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 23:55

8 identicon

Sorglega við Sjálfstæðisflokkinn er afneituninn.Þar á menn telja að þeir hafi ekkert gert rángt og þetta sé allt Samfylkingunni og Baug að kenna.

En þeir komu fótunum undir sölunna og að koma LÍ  í hendur óreiðumanna og þar sat Framkvæmdastjóri flokksins og tók ákvarðanir með öðrum sambandi við Icesave sem þjóðinn er að þjást fyrir og hvernig reynt er að hvítþvo Davíð oddsson manninn sem á stóran hlut á máli er til skammar.

Raunsær (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 23:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband