Svisslendingar forhertir fjármálaglæpamenn

Við lestur þessarar fréttar þá áttar maður sig á því að Íslenskir bankamenn og Íslensk stjórnvöld eru eins og börn í samanburði við þá forhertu glæpamenn sem stýra og stjórna Sviss og Svissnesku bönkunum. Stjórnvöld í Sviss og Svissnesku bankarnir halda hlífiskildi yfir öllum þeim lögbrjótum þessa heims sem velja að geyma peningana sína í skjóli Svissnesku bankna og láta ríkisstjórn Sviss vermda fé sitt með kjafti og klóm.

IMG_1727Sviss hefur aldrei orðið að fullu hluti af Evrópu. Peningar spilla og Svissnesk stjórnvöld og bankamenn eru gjörspilltir og líta á það sem hlutverk sitt í lífinu að vernda glæpamenn sem geyma fé sitt í bönkunum þeirra. Þeir vilja ekki lúta lögum og reglum Evrópu og annarra réttarríkja en hafa valið sér það hlutskipti að standa utan við önnur réttarríki. Þeir hafa valið að þjónusta þjófa og glæpamenn.

Græðgi Svissneskra bankamanna hefur þó líklega borið þá af leið þegar þeir ákváðu að setja upp útibú í Bandaríkjunum til að auðvelda Bandaríkjamönnum að fela peningana sína fyrir þarlendum yfirvöldum.

Vonandi tekst Bankaríkjamönnum að brjóta á bak aftur þessa glæpamannabanka og bakhjarl þeirra, Svissnesku ríkisstjórnina.

Vonandi verður þetta til þess að tekið verði á öllum þeim skattaskjólum og aflandseyjum sem starfrækt eru víða um heim í skjóli stjórnvalda á þessum stöðum. Fyrir utan Svisslendinga fara þar fremstir í flokki hér í Evrópu, Bretar og Lúxemborgarar. Siðblindir bankamenn með spillt stjórnvöld sem sinn bakhjarl er ekki góð blanda.

Vonandi var það ekki Sviss sem menn horfðu á sem fyrirmynd hér fyrir nokkrum árum þegar þeir töluðu um að gera Ísland að fjármála- og bankaveldi.

Guði sé lof fyrir bankahrunið ef það kom í veg fyrir að Ísland endaði á botninum í samfélagi þjóðanna með þjóðum eins og Sviss.

Guð forði okkur frá því að bankamenn og þeirra fyrirmyndarríki verði á ný hafin til vegs og virðingar í Íslensku samfélagi.

 

 


mbl.is Vilja fresta réttarhöldum um UBS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þetta voru fyrirmyndir íslensku blóðsuganna. Vonandi ná Bandaríkjamenn að svipta hulunni af starfssemi bankanna og tengingunni við svissnesk yfirvöld sem hafa alltaf starfað utan laga og reglna alþjóðasamfélagsins.

Ævar Rafn Kjartansson, 13.7.2009 kl. 21:26

2 identicon

Guð sé lof fyrir bankahrunið ef það kom í veg fyrir að Ísland endaði á botninum í samfélagi þjóðanna með þjóðum eins og Sviss. Ég skrifa undir þetta !

Kannski kemur eitthvað jákvætt út úr þessum hremmingum þjóðarinnar. Við skulum allavega hreinsa almennilega til þannig að svona hryllingur komi aldrei aftur fyrir á Íslandi.

Ína (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 00:36

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Svisslendingar fara eftir sínum lögum.  Skattalöggjöfin þar er allt önnur.  Skattsvik flokkast ekki sem lögbrot t.d.  Hægt er að semja um skattinn sinn í Sviss eins og hvað annað.  Þeir líta á þetta sem atvinnugrein.  Þetta er vandamálið hjá þeim gagnvart öðrum löndum.  Svo hafa þeir kvóta fyrir fjármálaflóttamenn, þ.e. eignamikið fólk sem er á flótta undan eigin skattayfirvöldum getur sótt um "hæli" í Sviss.  Það eru víst þó nokkuð margir Ameríkanar og aðrir sem búa í Sviss en geta ekki yfirgefið landið því þá eiga þeir á hættu að INTERPOL framselji þá til síns heimalands.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 14.7.2009 kl. 09:24

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Andri, þú þekkir þetta. Að hugsa sér að ákveðnir aðilar skuli hafa litið til Sviss sem fyrirmyndarríkis.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.7.2009 kl. 12:19

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Góður pistill Friðrik!

Þurfum við ekki að fara að hittast - alltaf stutt í næstu kosningar! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.7.2009 kl. 12:57

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Þetta með Sviss er ekkert nýtt, þeirra skattalöggjöf er þeirra helsta "útflutningsvara" og hefur verið í áratugi.  Þeir eru líka með öfugt vandamál með sinn gjaldeyri.  Seðlabanki þeirra þarf stöðugt að selja frankann svo hann hækki ekki upp úr öllu valdi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 14.7.2009 kl. 21:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband