Ábyrgðarmaður númer tvö á Icesave situr enn í Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins

Forysta Sjálfstæðisflokksins fékk umboð Landsfundar að selja bankana í dreifðri eignaraðild. Lítið hefur verið gert með samþykktir Landsfundar og loforð gefin fyrir kosningar síðasta áratuginn.

Ótrúlegt er að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og ábyrgðarmaður númer tvö á Icesave reikningunum sem varaformaður bankastjórnar Landsbankans skuli hafa verið kosinn í Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og að hann skuli sitja þarna enn!

Að ekki sé minnst að tugmilljónagreiðslurnar sem gengu milli Landsbankans og Sjálfstæðisflokksins þegar hann var varaformaður bankastjórnar bankans og framkvæmdastjóri flokksins. Og maðurinn situr enn í Miðstjórn flokksins!

 


mbl.is Dýrt fyrir ríkið að selja banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Félagi Kjartan er "innMÚRAÐUR í spillingu hjá RÁNFUGLINUM...!"

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 9.7.2009 kl. 12:00

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er alveg í takt við það sem maður á von frá sjálfstæðisflokknum, það breytist lítið í þeirri átt. Því miður.

Arinbjörn Kúld, 9.7.2009 kl. 16:19

3 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Kjartan er einn af ríkustu mönnum landsins og valdamikill eftir því

Katrín Linda Óskarsdóttir, 9.7.2009 kl. 20:15

4 identicon

andlit spillingarinnar eru mörg í sjálfstæðisflokknum og er þetta eitt þeirra og vitnar best um "endurnýjunina" í FLokknum

zappa (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 09:27

5 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Já er það ekki stórkostlegt. Þrátt fyrir allt heldur sjálftakan áfram og vissir einstaklinar, þeir sem stjórnað hafa bakvið tjöldin halda áfram að mata krókinn!  

Þetta er viðbjóður! 

Baldur Gautur Baldursson, 14.7.2009 kl. 07:27

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband