Borgum Icesave með rafmagni til Bretlands gegnum sæstreng.

Ef niðurstaðan verður sú að það lendir á almenningi að greiða skuldir íslenskra bankamanna þá eigum við að reyna að snúa þessu Icesave máli okkur í hag þannig að þessir Icesave samningar verði okkur til gæfu, ekki ógæfu.

Ég leyfi mér því að kasta fram eftirfarandi til gamans en samt í fullri alvöru:

Kaplamyndir B_0001Erlendir samstarfsaðilar mínir hafa áhuga á að setja hér upp verksmiðju sem framleiðir jarðstrengi og sæstrengi. Ný gerð háleiðandi háspennustrengja með kjarna úr grafíti umvafinn áli hefur verið í þróun á undanförnum áratug. Þessa dagana er unnið við mælingar og prófanir á fyrstu köplum þessarar gerðar. Það eru meðal annars slíkir kaplar sem við viljum framleiða hér á landi auk hefðbundinna háspennukapla úr áli.

Þessi nýja tegund háspennukapla gefur gömlum draum okkar Íslendinga nýtt líf, þ.e. að selja raforku til Evrópu eða Bandaríkjanna gegnum sæstreng. Þó rafmagn sé sent með slíkum háleiðandi köplum langar leiðir þá er orkutapið óverulegt og margfalt minna en í hefðbundnum kopar- og álköplum. Þessi nýja gerð kapla er auk þess miklu nettari sem auðveldar mjög lagningu þeirra. Raforkuverð í Evrópu hefur hækkað mikið síðusta áratuginn og engar spár gera ráð fyrir þvi að það fari lækkandi. 60% raforkunnar er framleitt með gasi sem að mestu kemur frá Rússlandi. Rússar eru alltaf að hækka verð á gasinu en auk þess fara byrgðir af jarðgasi minnkandi í Evrópu.

Kaplamyndir A_0001Það sem við eigum að gera er að segja við Breta: Við getum ekki borgað ykkur með peningum en við getum borgað ykkur með rafmagni. Við leggjum til ykkar þúsund megavatta (MW) sæstreng, þið kaupið af okkur rafmagn og við notum þær tekjur til að borga Icesave.

Eftir 7 ár eigum við að byrja að borga af Icesave. Við höfum því 7 ár til þess að virkja þér 1.000 MW, reisa kapalverksmiðjuna og ná tökum á því að framleiða þessa háleiðandi kapla. Mínir samstarfsaðilar telja að slík verksmiðja gæti verið komin í gagnið eftir 2 til 3 ár. Með undirbúningi, samningsgerð og tímanum sem fer í að framleiða kapalinn, þá passar það fínt að við verðum tilbúin með rafmagn á slíkan kapal kominn á landi í Skotlandi eftir 5 til 7 ár. Bara þetta verkefni eitt að virkja hér þúsund megavött, reisa kapalverksmiðjuna og búa til þennan sæstreng, þessi framkvæmd ein og sér myndi þurrka út allt sem heitir kreppa á Íslandi.

Svartsýnustu spár gera ráð fyrir að Icesave skuldin verið með vöxtum um þúsund milljarðar eftir 7 ár, þ.e. um 4 milljarðar punda. Eitt þúsund megavatta sæstrengur til Skotlands með virkjunum kostar sjálfsagt um 2,5 milljarða punda. Ef ríki ESB leggja svona mikla áherslu á að Ísland standi við ESB tilskipunina að tryggja 20.888 evrur á hverjum innlánsreikningi þannig að bankakerfi ESB fari ekki í rúst, þá eigum við að fara fram á að þessar þjóðir í ESB láni okkur þessa 2,5 milljarða punda svo við getum virkjað og framleitt þennan sæstreng þannig að við getum borgað Bretum og Hollendingum.

Miðað við að kílóvattstundin kosti 40 krónur á Bretlandi (18 penní) þá eru tekjurnar af sölu á þúsund megawöttum af rafmagni á einu ári um 1,5 milljarður punda.

Látum ríki ESB lána okkur fyrir virkjunum og þúsund megawatta sæstreng til Bretlands. Látum Breta borga fyrir okkur Icesave með kaupum á rafmagni. Sæstrengurinn sér um að borga sjálfan sig og Icesave á átta til 10 árum. Þá eigum við sæstrenginn skuldlausan og Icesave er út úr myndinni og við Íslendingar höfum aldrei þurft að leggja fram eina einustu krónu. Sæstrengurinn mun síðan malla þjóðinni gull um ókomin ár.

Það eina sem við þurfum að gera er að segja við Breta:

Við getum ekki borgað með peningum en við getum borgað með rafmagni.

Steingrímur, síminn hjá mér er 894 1949.

 

 

 


mbl.is Vörðu ekki hagsmuni skattgreiðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Góð hugmynd, styð málið

Finnur Hrafn Jónsson, 25.6.2009 kl. 02:44

2 Smámynd: Hundur í manni...

Ja... mikill þremill , ha ?

Veit ekki.

Hmmm.

Ja hérna.

Hundur í manni..., 25.6.2009 kl. 03:11

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þá verðum við að virkja fleiri fallvötn,alltaf mótmæli vegna þeirra. Annars fín hugmynd.

Helga Kristjánsdóttir, 25.6.2009 kl. 03:16

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Friðrik,

Fyrir rúmlega tuttugu árum var hinn svokallaði "ofurleiðari" við það að verða uppgötvaður, framleiddur og settur á markað. 

Man þetta vel, því hjartað tók aukakipp, svona rétt eins og alltaf þegar ég sá að sérstaða Íslands (í þessu tilfelli gnótt af grænni orku) gæti nýst til þess að færa landið meira frá verstöðinni og nær því að verða sjálfbært á fleiri sviðum.  Þetta lognaðist og sofnaði út af, "orkutapið" of mikið í gegnum sæstreng og fleiri pessiskir úrtölumenn jörðuðu hugmyndina.  Fóru frekar í skjóli myrkurs og sömdu við álfyrirtæki um niðurgreidda græna orku, til að spúa flúori yfir Ísland og eintóm hamingju.  Og við höfum ekki einu sinni grænan grun um orkuverðið enn þá!

Fagna því þessari uppvakningarhugmynd, enda virðast okkur allar bjargir bannaðar, með slíkar mannleysur við völd, sem eru tilbúnir að samþykkja skuldaklafa, sem mun allt í senn: fækka Íslendingum niður í 250.000 á örfáum misserum, hækka meðalaldur þjóðarinnar um 10-15 ár á sama tímabili, og endanlega jarða sjálfstraust og dug okkar Íslendinga, allt fyrir örfáa glæpamenn, sem enn ganga lausir og liðugir með fullt af peningum, bíðandi á hliðarlínunni til að hoppa inn og "kaupa" restina upp á brunaútsölu.  Minni á að einn "sakleysinginn" hefur nú þegar lýst formlega yfir afturbatakomu sinni til landsins, og byrjaði ferilinn á að "kaupa" sælgætisverksmiðju á brunaútsölu.

Fyrirgefðu málæðið Friðrik, en mér er líklega þungt í skapi og töluverð reiði blossandi. 

Styð þessa hugmynd nú sem fyrr!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.6.2009 kl. 03:18

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

PS vona að þér sé dauðans alvara með þessa hugmynd og meinta samstarfsaðila.  Álstrenginn væri hægt að framleiða á Íslandi, og skapa þannig störf, metnað og dug!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.6.2009 kl. 03:27

6 identicon

Það er varla hægt að borga Hollendingum og Bretum í Pundum og Evrum ,við erum með mjög veikan gjaldmiðil .Eigum að greiða þeim   Xxxxxxxxxxxxxx?  evrur. Illskárra að utbúa hlutabréf í einhverri  Íslenskri starfsemi  ,orku, síma eða banka.Við förum á hliðina ef við eigum að blóðkreista út allan gjaldeyrinn okkar í hítinaer þó  illskárra að láta þá eignast í innlendri starfsemi með íslenskum hlutabréfum.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 08:02

7 Smámynd: Elle_

Athyglisvert, þó ég hafi ekki vit á því hvort það muni vera geranlegt.

Elle_, 25.6.2009 kl. 09:01

8 identicon

Mjög góð hugmynd! Vantar meiri svona hugsunarhátt þessa dagana!

Steingrímur Jón Guðjónsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 09:28

9 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Bravó. Ég styð þessa hugmynd, verst að stór hluti þjóðarinnar mun líta á þetta sem við séum að gefa útlendingum aðgang að auðlindum okkar, þótt þetta sé réttmætara en að gefa Alcoa afnot af þeim...

Björn Halldór Björnsson, 25.6.2009 kl. 10:25

10 identicon

Fín hugmynd hjá þér Friðrik og vert að skoða hana í þaula.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 12:11

11 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Spurningin er: Hvað, hvar og hvernig viltu virkja?

Ævar Rafn Kjartansson, 25.6.2009 kl. 12:13

12 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Ævar

Það er svo næsta spurning. Ég verð nú bara að viðurkenna að ég hef ekki mótað mér skoðanir á því. Við fáum sjálfsagt nægan tíma til að skoða það mál, ef við getum borgað Icesave með rafmagni en ekki þorski.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.6.2009 kl. 12:20

13 identicon

Góð hugmynd, sem þarf að vinna í.

En fyrst þarf að fella á Alþingi núverandi Icesafe bullið til að hún geti orðið að veruleika.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 12:24

14 Smámynd: Þórður Bragason

Jahá, einmitt.  Þetta væri nú bara snilld.  Ég kannast við fyrri tilraunir en bind þó vonir við að þróun ofurleiðara sé í takt við hækkandi orkuverð, t.d Rússagas eins og nefnt er.

Frábær hugmynd, fulla ferð, engar bremsur...

Þórður Bragason, 25.6.2009 kl. 12:29

15 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Frábært hjá þér. Og það er nóg af virkjanakostum. En skyldu ráðamenn hafa nógan kjark til að gera svona hugmynd að veruleika? Mér segir svo hugur, að það verði  stærsti vandinn. En við vonum bara það besta . . .

Ágúst Ásgeirsson, 25.6.2009 kl. 12:41

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hugmyndin er góðra gjalda verð, þó ég sé ekki með fullmótaða skoðun á henni. Það er mörgu ósvarað um t.d. hvernig orkunnar yrði aflað, hvar ætti að virkja, ítarlegt arðsemismat þyrfti að liggja fyrir o.s.frv. Eitt sem kemur þó strax upp í hugann er það, að vegna orkustefnu ESB yrði þessi leið hugsanlega aðeins möguleg að því gefnu að við stöndum áfram utan sambandsins. Annars er alltaf hætta á því að það verði farið að ráðskast með orkuverðið og ráðstöfun orkunnar, sem gæti sett áðurnefnt arðsemismat í uppnám miðað við núverandi forsendur.

Hvað varðar tæknilegu hliðina sé ég ekkert þessu til fyrirstöðu, miðað við það sem ég hef fylgst með úr vísindaheiminum hafa framfarir í rannsóknum á sviði rafleiðara verið gríðarlegar að undanförnu. Ofurleiðarar eru ekki orðnir raunhæfir í þessu sambandi fyrr en mönnum tekst að framkalla ofurleiðni við frekar hátt hitastig (>77°K = -196°C sem er suðumark fljótandi köfnunarefnis) en núverandi met er 133 K (?140°C) og efnin eru afar sérhæfð og þ.a.l. dýr enn sem komið er. Hugsanlega mætti þó ná þessu marki með hagkvæmari hætti ef mönnum tækist a nýta sér þann aukna þrýsting sem er á sjávarbotni við lagningu sæstrengja, en með hærri þrýstingi hækkar nefninlega suðumark kælivökvans sem er nauðsynleg forsenda ofurleiðni. Búast má við talsverðum framförum á þessu sviði á næstu árum.

Enn og aftur, prýðileg hugmynd sem verðskuldar fyllilega að vera tekin til athugunar.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2009 kl. 12:48

17 Smámynd: Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Stórglæsileg hugmynd. Það væri samt gaman að vita hverjir þessir samstarfsaðilar þínir eru? Er raunhæft að við gætjum byrjað strax eða er þetta eitthvað sem þarf að þróa í tugi ára fyrst? Ég er sammála þér að við eigum að fara virkja núna allt sem við getum virkjað.

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson, 25.6.2009 kl. 12:50

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Leiðrétting: 133 K = -140°C er núverandi met á því sem kallað er "háhita" ofurleiðni

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2009 kl. 12:50

19 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Klappa fyrir þessari hugmynd - hef sjáfur lagt svipað til við Össur Skarphéðinsson, þó ekki með það í huga að borga niður Icesave reikninga sem er jú hrein snilldar hugmynd hjá þér, svarið sem ég fékk þegar ég fór að tala um að koma Íslensku fjámálalífi á réttann kjöl með þvi að hefja útflutning á raforku til Evrópu, USA og jafnvel Afríku, var að hér væri einfaldlega ekki til næg orka :) lengra virtist það ekki ná.

Steinar Immanúel Sörensson, 25.6.2009 kl. 12:59

20 identicon

Sæll

Ég stoppaði á einu í þessari grein, þú gerir ráð fyrir 40kr (18 penní) á kílóvattstundina, sem er gríðarlega hátt. Greiðslur vegna rafmagns sem framleitt er úr rafmagni er nálægt 195€MWh í Þýskalandi og einhverjum fleiri ríkjum, þekki ekki hvernig það er í bretlandi. Mig minnir að vísu að ég hafi lesið nýlega að þetta orkuverð miðist við smáar virkjanir, undir 5 eða 10 MW og lækkar um fjórðung ef virkjunin er stærri.

Almennt heildsöluverð á rafmagni (framleitt með kolum eða gasi) er þó talsvert lægra, ég hef oftast heyrt ~3,5 evrusent á kWh.

Ef þessar tölur hjá mér eru nærri lagi (ég veit að þær eru ekki nákvæmar) þá byggir hugmynd þín í raun aðallega á því að dæla ~1,4 milljörðum evra árlega út úr niðurgreiðslukerfi ESB til styrktar umhverfisvænum orkugjöfum. Er það rétt skilið? Helduru að ESB eða einstök lönd innan þess samþykki slíkt?

Ekki misskilja mig, mér líst vel á þessa hugmynd, ef við getum fengið Breta eða ESB til að kaupa rafmagn af okkur á yfirverði og greitt þannig af Iceslave þá er það snilldar viðskiptahugmynd! Ef við fáum útflutta orku hinsvegar ekki niðurgreidda (ofgreidda) sem græna þá efast ég um að þetta sé lausn á Iceslave.

Davíð Örn Benediktsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 13:01

21 identicon

Sæll

í fljótfærni ritaði ég "Greiðslur vegna rafmagns sem framleitt er úr rafmagni " en það á að vera "Greiðslur vegna rafmagns sem framleitt er úr jarðvarma".

Tölurnar sem þú talar um eru ekki langt frá verðinu í Þýskalandi, þó helst til hærri.

Davíð Örn (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 13:06

22 identicon

Dettur þér í hug að Vinstri grænir og leppalúðarnir í Samfylkingunnigeti haft skilning á svona hugmynd? Þau vita ekkrert um hvað til þarf til að setja hugmynd í framkvæmd.Þau hugsa fyrst og fremst um að hvar sé hækt að koma höggi á þann sem kemur með nýja hugmynd fram og gera eins lítið úr honum eins og þau geta. Nema að þú hafir aðgang að þeim og getir látil líta út að þeir eigi hugmyndina þá kemst hún kanski í umræðu.

Guðmundur Gunnar (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 13:12

23 Smámynd: Ellert Júlíusson

Það má til jafns leggja að við eigum að borga Iceslave skuldir á ofurverði. Miðað við þetta myndu engir peningar skipta um hendur og þegar að kæmi að lúkningu þessarar skuldar þá mætti væntalega endurskoða verðið.

Það á að losa þessi álver úr landi, ekki síst í ljósi þeirra frétta að þessir óprúttnu aðilar hafa verið að nýta sér veika stöðu krónunnar til að hagnast. Nú baula náttúrulega einhverjir en það hefur ávallt verið mín skoðun að við séum að henda krónum fyrir aura þegar kemur að sölu rafmagns til þessarar starfsemi.

Ekki heldur fólk þó að þeir séu að gera okkur greiða með því að hafa þessi álver hérna? Mér finnst þessi hugmynd hljóma vel og ef þetta er raunhæft (ég er ekki í stakk búinn til að meta það) þá er þetta eitthvað sem á að skoða vandlega.

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 25.6.2009 kl. 13:18

24 Smámynd: Haraldur Baldursson

Miðað við frmareiknaða fólksfjölgun (sem að vísu Icesave reynir að slá duglega niður), þá þurfum við allt það rafmagn sem við getum framleitt. FGríðarlegt tap í flutningi rafmagns yfir langar leiðir er heldur ekki heillandi. Horfum frekar í áttina að fullnýtingu rafmagns á Íslandi, því þá skilar hver kílówattsstund okkur margfalt meira tilbaka.

Haraldur Baldursson, 25.6.2009 kl. 14:25

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég lýsi mig algerlega andvígan þessari tillögu Friðriks, hversu alvarlega sem hún kann að vera sett fram eða alls ekki. Um hana ritaði ég þessa vefgrein: 1000 megavatta ranghugmynd Friðriks Hansen Guðmundssonar – o.fl. um Icesave.

Jón Valur Jensson, 25.6.2009 kl. 14:29

26 Smámynd: Haraldur Baldursson

Síðan má ekki gleyma fjármagnskostnaði af því að byggja virkjanir, kapalverksmiðju og smíði og lagningu strengsins. ÁÐur en að framlegð kemur þarf að greiða þennan fjármagnskostnað allan, þannig að þá þarf að reikna inn í þetta dæmi, hversu langan tíma við þurfum að framleiða "ofaní" bretana og hver okka rorkuþörf verður að þeim tíma loknum. Verður þá næg orka afgangs til að selja frá okkur....því rekstur strengins þarf að bera sig, enda ksotnaður af rekstri sæstrengja.

Haraldur Baldursson, 25.6.2009 kl. 14:33

27 identicon

Stórgóð  hugmynd, hressandi að sjá einhvern koma með hugmyndir að lausnum í stað þess að vera alltaf að tuða um aðgerðaleysi stjórnvalda án þess að vera með neinar lausnir á málunum sjálfir.

Ef þessi hugmynd gengur upp hjá þér, þá verðum við ekki bara skuldlausir á 10 árum, heldur myndi þetta fjölga störfum töluvert í landinu á meðan framkvæmdum stæði, og svo yrðu alltaf einhver störf eftir eftir að framkvæmdum lyki.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 16:13

28 Smámynd: Rauða Ljónið

Ísland liggur svo langt úti í hafi að flutningskostnaður rafmagns um sæstreng gerir raforku frá Íslandi ósmkeppnishæfa, jafnvel á Bretlandseyjum, eins og margendurteknar úttektir á liðnum áratugum hafa leitt í ljós. Breytingar á því eru ekki í sjónmáli.

 

 

Launafli má líkja við froðu í bjórglasi.

Í þessum tilfellum er um að ræða allt aðrar spennustærðir en t.d. eru til stórnotenda. Línurnar þangað bera 240 þús. Volt í UK.. Það er stórmál að koma stórum línunum í sjó,

Ef koma á 240 þús. volta dreifikerfinu í sjó og, En það er ekki allur pakkinn. Sæstrengir auka launafl verulega, sérstaklega á lengri vegalengdum, hér er um að ræða um 700km á landi dreifukerfi og 890km. í sjó eða á milli 1690 til 1700 km. Launafl veldur miklu orkutapi. Það upphefst mikil orka við launaaflið í strengjunum. Ef allar stóru línurnar okkar verða settar í sæ samsvarar það því að öll orka Búrfells gufaði upp og meira til..

Launafli má líkja því við froðu. Á myndinni frá ABB er góð útskýring á því hvað launafl er.

Kv.Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 25.6.2009 kl. 16:52

29 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Flott hugmynd og sama má segja um þá hugmynd að koma á fót vatnsverksmiðju í sama tilgangi. Annars er ég á móti icesave. Hvenær má svo búast við aðgerðum hjá landráðahópnum okkar?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 25.6.2009 kl. 16:59

30 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Arinbjörn endurbætti þetta. Leggjum rafstreng og vatnsleiðslu til Tjallana. Take it or leave it!

Ævar Rafn Kjartansson, 25.6.2009 kl. 17:07

31 identicon

Vá! Þetta hlýtur að vera einhver sú arfavitlausasta hugmynd sem ég hef nokkurn tíma heyrt.

Hugmyndin um að selja raforku gegnum sæstreng er af sama tagi og að best sé að selja fiskinn úr landi algerlega óverkaðan og jafnvel ó

veiddan. Að bjóða bara erlendum ríkjum að veiða fiskinn okkar fyrir þóknun.

Raforka er auðlind sem eykur verðmæti sitt við nýtingu. T.d. eru útflutningstekjur vegna þeirrar raforku sem CCP notar mörgþúsund sinnum meiri en raforkunnar sem notuð er í álver og þar er orkan þó nýtt til framleiðslu á einhverju áður en hún er flutt úr landi í umbreyttu formi.

Að flytja raforkuna út gegnum sæstreng er eins og að gefa dýrustu auðlind landsins. Og hér talar maður sem er ekki skilyrðislaust á móti virkjunum heldur vill vega og meta virkjanakosti með tilliti til umhverfis-, samfélags- og efnahagsáhrifa.  

Ef menn töluðu um nýtingu og útflutning á fiskinum okkar eins og við tölum um nýtingu á orkunni, þá væru þeir sömu stimplaðir fáfróðir, illa upplýstir og ekki hæfir til umræðu. 

 Skoðið dæmið til enda.

 Bestu kveðjur,

Svavar Knútur

Svavar Knútur (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 17:52

32 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Þetta virðist sniðug hugmynd en þetta er fullkomin eyðing á landi vor. Rafmagnsþörfin er mismunandi eftir árstíðum og lónin tæmast á ótrúlegustu tímum með tilheyrandi uppblæstri úr lónbökkum o.s.frv. En Íslendingar eru geðklofa í afstöðu sinni til náttúru landsins, í aðra röndina er þeim skítsama um hana og þrá ekkert heitara en að fórna henni á altari græðginnar en í hina eru þeir hinir hreyknustu og fella tár undir angurværum þjóðsöng og fallegum náttúrumyndum (í sjónvarpi)

GRÆNA LOPPAN, 25.6.2009 kl. 17:59

33 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég tel ekki vert að henda hugmyndinni út um gluggann alls ekki....stóri dómur á þessa hugmynd og aðrar fellur í Excel. Ef þetta reiknar sig upp í að vera arðbært, þá er vert að skoða þetta. Sú skoðun myndi síðan leiða í ljós kosti og galla og að lokum vegast í samanburði við aðrar hugmyndir/framkvæmdir. Ef við til að mynd nú þegar hefðum sæstreng, væri það hægur leikur að selja orku, svo lengi sem það er á nægjanlega góðu verði.

Ég veit að þú Friðrik ert ekki að grípa þetta sem flugu úr lausu lofti, heldur ert að byggja þetta á úthugsuðum forsendum. Það eru síðan talsvert mörg skref eftir til að meta það hversu arðbær hugmynd sem þessi er.

Haraldur Baldursson, 25.6.2009 kl. 18:02

34 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Haraldur

það er mikið rétt Haraldur að þessar tölur þarf að vinna miklu nánar.

Við Bretana segjum við: Við getum ekki borgað ykkur Icesave nema með rafmagni.

Við löndin í ESB segjum við: Við getum ekki borgað Icesave nema þið lánið okkur fyrir virkjunum og 1000 MW sæstreng. Ef þið lánið okkur ekki og þá getum við ekki borgað.

Og er þetta nokkuð annað en blákaldur sannleikurinn?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.6.2009 kl. 18:09

35 Smámynd: Haraldur Baldursson

Icesave samningurinn má ekki verða lausnin og maður bíður með kökk í hálsinum eftir niðurstöðu Alþingis. Sjálfur sendi ég reglulega póst á alla VG þingmenn og biðla til þeirra að þau kjósi gegn samningnum...þetta verður afar tæpt...ég hvet alla sem gegn samningnum standa til að senda á þau póst á eftirfarandi netföng.. :

atlig@althingi.is,
alfheiduri@althingi.is,
arnithor@althingi.is,
asmundurd@althingi.is,
glg@althingi.is,
jb@althingi.is,
katrinja@althingi.is,
lrm@althingi.is,
liljam@althingi.is,
sjs@althingi.is,
svo@althingi.is,
tsv@althingi.is,
svandiss@althingi.is,
ogmundur@althingi.is,
bvg@althingi.is,
thback@althingi.is,
bjarkeyg@althingi.is

Haraldur Baldursson, 25.6.2009 kl. 18:17

36 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Varðandi þá sem líta svo á að við séum að gefa orkuna með þessu og betra sé að nýta orkuna hér heima þá vil ég benda á eftirfarandi:

Ef við komumst í þá aðstöðu að geta selt raforku beint inn á netið í ESB þá erum við að fá 8 til 10 sinnum hærra verð fyrir kílóvattstundina en við fáum fyrir hana í dag með sölu á rafmagni til álvera.

Raforkusala með sæstreng þar sem margfalt verð er greitt fyrir raforkuna myndi gjörbreyta raforkumarkaðnum hér heima. Spurningin væri ekki hvar er hægt að fá rafmagn. Spurningin yrði, hver fær að selja.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.6.2009 kl. 19:32

37 identicon

Þessi hugmynd þín Friðrik er afleit.  Það kostar tugi milljarða að leggja streng sem þennan og mikil töp eru á leiðinni.  Með þessu móti fengjum við einna minnsta virðisaukanna af orkunni og engin störf. Það er einnig frekar lítið eftir af orku sem hér á landi í magni sem skipti máli fyrir meginlandið.  Með þessu móti erum við hins vegar að grafa okkar eigin gröf. Reisum nokkrar virkjanir, tengjum Ísland í samband og yfirgefum landið.

 Þetta er dæmigerð hugmynd verkfræðings sem sér draumana í nýrri tækni. Tek það fram að ég er sjálfur verkfræðingur.

Örn Orrason (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 19:42

38 Smámynd: Hörður Halldórsson

Það verður að koma til ný tækni við byggjum enn á straumflutningstækninni frá 1900 í meginatriðum.Þyrftum ansi mikinn kopar .Er ný tækni í sjónmáli? Hvar er ofurleiðnin sem allir voru að tala um kringum 1988. Sjá .........................                               April 1986 - The term high-temperature superconductor was first used to designate the new family of cuprate-perovskite ceramic materials discovered by Johannes Georg Bednorz and Karl Alexander Müller

Hörður Halldórsson, 25.6.2009 kl. 19:53

39 Smámynd: Björn Heiðdal

Pant vera Danmörk en ekki Zimbabe eins og síðuhöfundur vill.  Hvar er virðisaukinn í því að selja raforku til fyrirtækja í Bretlandi? 

Björn Heiðdal, 25.6.2009 kl. 21:23

40 identicon

Verður ekki sólarorkan orðin ofaná áður en við kæmum þessu í framkvæmd ?

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 22:50

41 identicon

Fyrir þá sem tala um Excel má endilega benda á þessa bráðskemmtilegu stubbagrein hans Egils Helgasonar.

http://eyjan.is/silfuregils/2009/06/23/excel/#comments

Ég held það sé einmitt svona Excel svartigaldur sem hefur komið landinu okkar í þetta klandur upphaflega, því það er hægt að sanna hvað sem er með Excel

Bestu kveðjur,

Svavar Knútur

Svavar Knútur (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 00:29

42 identicon

ER HIN ÍSLENSKA ÞJÓÐ Í RAUN SKULDBUNDIN TIL ÞESS AÐ UPPFYLLA BLEKKINGAR LANDSBANKANS Á ERLENDRI GRUNDU Á LIÐNUM ÁRUM?

GÁTU ÞÁVERANDI FORRÁÐAMENN SAMFÉLAGSINS SAGT AÐ SVO SÉ ÁN SAMÞYKKIS ALÞINGIS?

ÞAR SEM BRETAR BEITTU OKKUR HRYÐJUVERKALÖGUM VEGNA ÆTLAÐRAR MISNOTKUNAR Á BRESKU FRIÐHELGI - VÆRI ÞÁ EKKI ÞÁ NÓG AÐ SEGJA OG ÞAÐ MEÐ REISN:

Þar sem Bretar beittu okkur íslendingum hryðjuverkalögum og hafa fryst tug miljarða eigna íslenskra banka í Seðlabanka Englands án vaxta.

Er þá ekki sjálfgefið að óska þess að Bretar leysi þessi ICESAVE mál í Bretlandi og Hollandi og noti til þess frysta sjóði Landsbankans í Englandi og ætluð eignasöfn Landsbankans þar og eða í Hollandi?

ER EKKI NÓG KOMIÐ AF SÖLU RAFORKU LANGT UNDIR HEIMSVERÐI - HVAÐ ÞÁ AÐ GEFA ORKUNA UM ÓKOMNA FRAMTÍÐ OG LÍKA FJÁRMAGNA FRAMKVÆMDINA? 

Jón Örn Arnarson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 00:36

43 identicon

mér finnst þetta frábær hugmynd og vonandi koma fleiri með hugmyndir, það er alltaf verið að tala um að koma upp nýjum fyrirtækjum , en endar svo í ÁLVERUM þar sem ÍSLAND fær 0,27kr (27 aura)fyrir KWst til ÁLVERA en önnur fyrirtæki á ÍSLANDI (Íslensk)eru að greiða 9,15kr+ leigu mælis og fl fyrir KWst og heimilin minnir mig 7,35kr fyrir KWst

rafmagn gætu Íslendinga framleitt, en það eru svo marga neikvæðar hænur í samfélaginu sem eru alltaf á móti öllu,

hver fann upp á harðkornadekkjunum (Íslendingur) sem var flæmdur frá Íslandi talin rugglaður, Ríkistarfsmenn (rannsókna ríkisins) flæmdu hann úr landi

hver fann upp á nýjum geymaskóm (rafgeyma bíla)(Íslendingur) sem var flæmdur frá Íslandi og hann seldi hugmyndina til Sænsku fyrirtæki, hann var einnig talin rugglaður , svona er ÍSLAND

Margar aðrar hugmyndir Íslendinga hafa ekki fengið hljómgrunn frá íslenska ríkinu og öðrum á ÍSLANDI 

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 01:05

44 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þú segir:

"60% raforkunnar er framleitt með gasi sem að mestu kemur frá Rússlandi. Rússar eru alltaf að hækka verð á gasinu en auk þess fara byrgðir af jarðgasi minnkandi í Evrópu."

Mig minnir að Rússar flytji ekki inn til Evrópu nema 25% of því gasi sem Evrópubúar nota. Það er gömul tugga að Evrópa sé snauð af auðlindum og flytji allt inn frá Rússlandi og að Ameríka sé rosalega rík af auðlindum. Lönd innan evrópusambandsins eru með um það bil helming af því gasi sem Bandaríkjamenn eiga en nota líka miklu minna af gasi en Bandaríkjamenn. Evrópa sem slík er mjög rík af náttúruauðlindum því Noregur og Rússland eru jú í Evrópu, að minnsta kosti hluti af Rússlandi. Sama með olíuna. Bandaríkjamenn flytja töluvert meira inn nettó en Evrópusambandið. 

En þetta er flott hugmynd hjá þér engu að síður en þá er líka eins gott að við séum ekki búnir að lofa allri orkunni okkar á spottprís til erlendra álfyrirtækja.

Jón Gunnar Bjarkan, 26.6.2009 kl. 05:21

45 identicon

 Við eigum að nýta okkar ódýru orku í að framleiða/skapa verrðmæti á Íslandi.

Við að flytja orku í gegnum sæstreng frá Íslandi til Bretlands, erum fáum við bara tekjur af orkusölunni. Ef við aftur á móti nýtum orkuna á íslandi og seljum hana til fyrirtkækis sem að framleiðir útflutningsvöru, þá fáum við tekjur af orkunni, útflutningsvörunni auk þess að skapa störf á Íslandi.

 Við að flytja orkuna beint út, erum við í raun og veru að selja af gæðum landsins mjög ódýrt!  

Hj (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 11:44

46 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þetta er jafn skelfileg hugmynd og þegar Jón Sigurðsson setti hana fram fyrir áratugum. Flytja alla orkuna úr landi í stað þess að rafvæða framleiðslu innan lands. Og hvað þarf margar Kárahnjúkavirkjanir í þetta dæmi? Hvar stöndum við nú eftir eina Kárahnjúkavirkjun?

Bendi á spurningar til Friðriks á elfur.blog.is.

María Kristjánsdóttir, 26.6.2009 kl. 12:13

47 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Spurningin er: Hvað, hvar og hvernig viltu virkja?"

Það yrði að virkja fyrir austan eða þá norðan.  Stysta leið til Evrópu. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2009 kl. 12:23

48 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Ómar

Sjá svar við þessari spurningu hér fyrir ofan númer 12.

Ég held við þurfum fyrst að sjá hvort áhugi sé fyrir slíkri launs hjá stjórnvöldum hér heima. Eins þarf þá í framhaldi að setja þessar kröfur/óskir fram við Breta og ESB. Ef þetta tvennt gengur eftir þá skulum við fara að ræða hvort þjóðin vill fara þessa leið og þá í framhaldi hvar eigi að virkja.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.6.2009 kl. 13:32

49 identicon

Þetta er nú það heimskulegasta sem ég hef lesið í langan tíma.

Heldurðu ekki að við myndum fá fleirir krónur fyrir hvert kW með því að nota það í að bræða ál og selja það til Bretlands?

En hvað með að bræða ál og búa svo eitthvað til úr því samkvæmt forskrift og selja til Bretlands?

Og hvað með að finna upp á einhverju nýju og sniðugu til að búa til úr áli, búa það til úr álinu sem við bræddum og selja það svo?

Að selja rafmagn er eitthvað sem rafmagnsfyrirtæki gera, heilu þjóðirnar verða að fá eitthvað verðugra viðfangsefni.

Næsta hugmynd takk!

Sverrir Bollason (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 14:22

50 identicon

Áður en þetta verður að veruleika verður að tryggja eignarhald þjóðarinnar á auðlindum.  Annars verða virkjanirnar seldar ásamt nýtingarrétti upp í hinar miklu erlendu skuldir fyrir spottprís.  Síðan sitja Íslendingar eftir með að eini arðurinn sem verður eftir í landinu verða sárafá störf við viðhald og rekstur orkumannvirkjanna.  Kosturinn við stóriðju er að hún skapar talsvert mörg vel launuð innlend störf.

 Þórður

Þórður (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 14:45

51 identicon

Dapurlegt dæmi um reddingar-eliment Íslendinga. Ætli það sé góð hugmynd láta frá sér hráefnið fyrir fyrsta stig virðisauka?

Lúlli (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 15:14

52 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er ekki endilega að sjá að hugmyndin sé í prinisppinu svo fráleit.

Það að það megi ekki flytja rafmagn beint út heldur verði að reisa verkjsmiðjur eða eitthvað hér og nota magnið í það - er það ekki bara eins og að segja að Noregsmenn ættu að nýta alla olíuna innanlands og það sé bara vitleysa í þeim að flytja hana út ?

Nei eg segi nú svona bara.

Annars hefur þessi hugmynd verið á döfinni annað slagi svo lengi sem eg man nánast.  Hingað tilheld eg að aðalfyrirstaðan hafi verið að slíkt mundi ekki svara kostnaði og kom þar inní spilaði magn orku sem hægt var að flytja um hvern kapal og orkutap vegna langrar vegalegndar o.s.frv.

En allt þróast náttúrulega.

Nú, svo hefur því heyrst fleygt að ESB sé að undirbúa það að "stela orkunni okkar" - og það hlýtur þá að gerast í gegnum kapla einhverskonar.  Tja, valla munu þeir dæla rafmagninu á risatanka hérna.  Trúi því varla.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2009 kl. 15:34

53 identicon

Svona við fyrsta kast virðist hugmyndi ekki svo afleit.  En þegar maður fer að hugsa, þá spyr maður, hvaðan á orkan að koma?

Er ekki algjört tabú að virkja hér á landi vatnsföll og jarðhita?  Eru ekki til fleiri samtök sem berjast kröftuglega gegn meiri virkjunum hér á landi?  Samtök þessi heita já umhverfissinnar.

Ef þessi hugmynd eigi að verða að veruleika, þá þarf að reisa hér annað hvort kjarnorkuver eða kolakynt raforkuver.  Er það betra en að virkja t.d vatnsorku?

Hugmyndin er ekki ósvipuð Versalasamningnum, en þá urðu Þjóðverjar að borga m.a. í mio. tonna af kolum og járngrýti.

Við ættum að rækta hér hass og borga Hollendingum með því fyrir IceSave.

Njáll B. Brynjólfsson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 15:45

54 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þeir sem tjá sig hér "hástöfum" um heimskulega hugmynd, reddingar-eliment og fleira ættu að leyfa okkur heimskingjum að heyra hvað þeim finnst um Icesave og þá tæru undirokunarkúgun sem á að leiða yfir landsmenn alla háa sem smáa, heimska sem gáfaða.

Þurfum að hrista okkur saman, ekki láta úrtöluliðið drepa alla frumkvöðlasprota og hugmyndir.

Heimskasta spurningin er sú, sem aldrei var spurð!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 26.6.2009 kl. 16:53

55 Smámynd: Einar Jón

Það er ekkert að marka þessar pælingar nema maður hafi grófa hugmynd um töpin í sæstrengnum.

Til að senda 1000MW, þurfum við þá að framleiða 1.100MW, 2.000MW, 10.000MW eða 100.000MW?

Einar Jón, 26.6.2009 kl. 20:11

56 identicon

Tja mér finnst að við eigum þá að virkja sjávarföllinn og vindorkuna. Ég var á spáni fyrir ekki svo löngu og sá ég þar í blaði að fólk furðaði sig á því hvers vegna ekki væri búið að setja upp vindmillur!

Núna er tíminn til að framkvæma!

Benedikt T (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 20:59

57 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í samb. við orkutöpin í strengnum þá gerði Iðnaðarráðuneytið skýrslu um efnið 1992 og þá var eftrfarandi orkutap nefnt  (eða það er kallað afltap en ég gef mér að um sama fyrirbrigði sé að ræða):

"Orkuflutningsgeta eins sæstrengs er 4.100 til 4.400 GWh á ári og afltapið 6–10%, hvoru tveggja háð því hvort landtakan verður í Skotlandi eða á meginlandi Evrópu."

http://www.althingi.is/altext/116/s/1195.html

En nú er verið að tala um fullkomnari og betri kapla svo við megum reikna með lægra orkutapi, býst eg við.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2009 kl. 22:03

58 identicon

Virkjanir sem eru langt komnar í undirbúningi hjá orkufyrirtækjunum eru samtals yfir 1000MW (Neðri Þjórsá 400MW, norðaustur land 400MW, Reykjanes 100MW, Hverahlíð 90MW, Bitra 135MW). Í rekstri eru sæstrengir yfir 500km með litlu flutningstapi (Noregur-Holland).

 Þetta er vel framkvæmanlegt. Hugmyndin er reyndar ekki ný en nú er rétti tíminn. Þetta er lausn á vandanum. Fjárlög SJS eru það ekki.

Kristjan (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 22:20

59 Smámynd: Jón Erlingur Jónsson

Einar Jón. Ef ætlunin er að fá 1000 MW upp á strendur Skotlands ættu 1100 MW frá Íslandi að vera meira en nóg. Orkutapið á leiðinni milli Noregs og Hollands (560km) um NORNED-sæstrenginn er einhvers staðar í kringum 4% að mig minnir.

Benedikt. Tek undir þér með vindorkuna. Hún er tilbúin til nýtingar. Sjavarfalla- og ölduvirkjanir eru hins vegar lengra inni í framtíðinni.

Það er mikil þörf fyrir endurnýjanlega orku í Bretlandi og meginlandi Evrópu til að minnka kolanotkun - og það liggur á (vegna gróðurhúsaáhrifa)! Ég held að Ísland gæti verið góður staður fyrir vindmillur og þær yrðu örugglega hluti af lausninni fyrir sæstreng. Vindmillurnar þurfa ekki að vera uppi á hálendi eða á viðkvæmum stöðum. Þær geta verið hvar sem er þar sem finnst góður meðalvindur, og æskilegt er að raflína og góður vegur sé í nágrenninu til að halda niðri kostnaði og umhverfisáhrifum.

Að lokum vil ég bera sæstreng saman við Hvalfjarðargöng.  - Það var ekki markmið Hvalfjarðarganga að þau næðu hámarksnýtingu fyrsta árið. Það er erfitt að vera tilbúinn með 1000 MW virkjanir um leið og strengurinn er tekinn í notkun. - "Verslunarmannahelgi" hjá sæstrengseiganda er þegar ónýtt orka er fyrir hendi við annan enda strengsins en orkuskortur við hinn endann. Sæstrengur hefði t.d. nýst vel þegar Blönduvirkjun var tilbúin en enginn kaupandi var fyrir orkuna hér á landi. NORNED-strengurinn kom í góðar þarfir strax við opnun því skömmu áður hafði háspennulína milli Noregs og Svíþjóðar bilað alvarlega, uppistöðulón Norðmanna fylltust í vorflóðum en orkan var lokuð inni engum til gagns.

Jón Erlingur Jónsson, 26.6.2009 kl. 23:13

60 Smámynd: Kommentarinn

HAHA góð pæling: "Ræktum svo HASS til að selja Hollendingum" Samt án gríns þá værum við að fá súper mikið fyrir KWh með því að selja rafmagn til gróðurhúsa sem rækta kannabis. Ég hef heyrt kanadabúa tala um það í gríni að kannabis sé stærsta útflutningsgrein kanada. Spurning hvort það sé ekki hægt að mixa löggjöfina aðeins til til að gera þetta mögulegt. Ég hugsa að bretar þurfi svo alveg jafn mikið af kannabis per íbúa og hollendingar svo við ættum að geta greitt þeim svona líka... Evrópubúar selja okkur vín svo við ættum bara að selja þeim þetta á móti... 

Kommentarinn, 27.6.2009 kl. 13:03

61 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

En hvað með að bjóða Alcoa sama raforkuverð og í evrópu og nota síðan þannn pening til þess að borga icesave. Nátturulega myndi Alcoa flæmast þá úr landi og er þá komin möguleiki að leggja þennan sæstreng til Breta. Þá þurfum við ekki að virkja neitt og notum Kárahnúkavirkjun í dæmið.

Brynjar Jóhannsson, 28.6.2009 kl. 00:48

62 identicon

Leggjum sæstreng og hættum að selja álverunum orku, seljum orkuna sem hefði farið til álveranna til englands.  Hef heyrt talað um að orkuverðið til álveranna sé 30 aurar á kílówattstundina. Þá fengjum við 133 sinnum hærra orkuverð fyrir orkuna sem við eigum nú þegar

Snorri Halldórsson (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 09:56

63 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jón Erlingur (62), mínar upplýsingar um Nordned sæstrenginn passa nokkuð við það sem þú nefnir varðandi orkutapið. Ég hef reyndar séð heldur hærri tölu og ef allt er talið með þá er orkutapið um 10 til 11%. Þetta er 700 MW, 580 km langur sæstrengur milli Noregs og Hollands. Sjá nánar hér: NordNed

Einar Hansson (56). Í einum Megavatti eru 1.000 Kílóvött. Þúsund megavött eru því 1.000.000 kílóvött. Ef ein kílóvattstund kostar 35 krónur þá lítur dæmið svona út:

35 kr/kw x 24 tímar x 365 dagar x 1.000.000 kw = 306.600.000.000 kr, þ.e 306,6 milljarðar. Þetta eru því 0,978 ár, þ.e. rétt tæpt ár.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.6.2009 kl. 16:20

64 Smámynd: Hjalti Tómasson

Góð hugmynd.

En hvað með að rafvæða markvisst allan þann iðnað og framkvæmdir hér á landi sem hægt er og hagkvæmt er að rafvæða og selja þá orku á niðursettu verði ( og þá í samkeppni við álverin ) ?

Myndi ekki koma fram sparnaður á móti í minni innflutningi á eldsneyti og aukinni samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja ?

Til að þetta geti orðið raunhæft þarf að taka alræðisvald Landsvirkjunnar yfir orkumálum til endurskoðunnar og tryggja að samningar um orkusölu séu gerðir með hag þjóðarinnar að leiðarljósi og þá er ég að tala bæði um erlenda sem innlenda kaupendur.

Á þennan hátt tel ég líklegt að selja mætti nálægt því raforkumagni sem þú talar um og um leið skapa gjaldeyristekjur en hefur þann kost framyfir að nýta orkuna hár innanlands, undir okkar stjórn og spara verulega lántökur erlendis frá.

Jafnvel gæti þetta leitt til lægra vöruverðs á ákveðnum vörum og hvetja til frekari notkunar á íslenskri framleiðslu sem svo aftur sparar enn meiri gjaldeyri ( semþá yrði hægt að nota til að greiða niður erlendar skuldir )

Þetta eru hugmyndir sem komu upp við lestur pistils þíns og athugasemda þeirra sem á eftir koma. Trúlega þarf að skoða þessar hugmyndir betur af mér lærðari og hæfara fólki en þetta er innlegg í umræðuna

Hjalti Tómasson, 1.7.2009 kl. 11:36

65 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Friðrik:  þetta er með betri hugmyndum sem ég hef séð í ástandinu!!

Þú byrjað færsluna á jákvæðni, líta verði til staðreyndann og finna bestu möguleikana í stöðunni!  Og það tekst þér.

Skilaboðin í blogginu eru ekki síður þau hversu jákvæðnin er mikilvæg - og skapandi!

Ljóst er hversu neikvæðnin er niðurdrepandi.

Takk fyrir þetta!

Eiríkur Sjóberg, 1.7.2009 kl. 19:13

66 identicon

Mikid lýst mér vel á thetta! :) Eitthvad sem tharf án efa ad skoda betur.
Ekki láta neikvaeda fólkid draga thessa hugmynd thína nidur, fardu lengra med thetta! ;)

Svandís (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 19:41

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband