Ábyrgist þjóðin öll innlán í bankakerfi sem er tíu sinnum stærra en þjóðarframleiðslan?

Fyrrverandi Forsætisráðherra gaf út þá yfirlýsingu í haust að öll innlán í Íslenskum bönkum væru tryggð og á ábyrgð Íslensku þjóðarinnar. Hefur Alþingi staðfest þessa yfirlýsingu með lögum?

Geta yfirlýsingar eins og sú sem þáverandi Forsætisráðherra gaf skuldbundið þjóðina? Geta slíkar yfirlýsingar skuldbundið þjóðina til að axla ábyrgð á öllum innlánum í bankakerfi sem var orðið tíu sinnum stærra en árleg þjóðarframleiðsla?

Er ekki nokkuð ljóst að þáverandi Forsætisráðherra var að lofa upp í ermina á sér? Hafði þáverandi Forsætisráðherra umboð til þess að skuldbinda þjóðina með þessum hætti og í raun að dæma hana til áratuga fátæktar í skuldafeni? Er það ekki Alþingi eitt sem hefur fjárveitingavaldið og getur skuldbindið þjóðina?

Hvað með öll hin innlánin í bankakerfinu. Icesave var bara eitt innlánsformið. Ætlar þjóðin að axla ábyrgð á öllum þeim innlánum í þessu risavaxna bankakerfi sem hér var?

Ekki er til króna í bönkunum til að standa við yfirlýsingar þessa fyrrverandi Forsætisráðherra. Ef tryggja á allar innistæður í öllum bönkunum þá er ljóst að það fé þarf að koma frá almenningi. Er það annað Icesave dæmi eða er það enn stærra?

Hversu háar ábyrgðir eru að falla á þjóðina vegna þessa loforðs þáverandi Forsætisráðherra að allar innistæður í Íslenskum bönkum eru tryggðar og þjóðin mun ábyrgjast þær?

 

 


mbl.is Hagstæð ákvæði Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Neyðarlögin voru brot á EES samningunum, minnir að í neiðarlögunum hafi verið ákvæði um að tryggja allar innistæður á Íslandi og útaf þeim lögum er samningahæfni okkar mjög takmörkuð og jafnvel að við sleppum vel með þessa ömurlegu Icesave samninga.

Ábyrgðin er öll okkar megin og Landsbankamenn ættu að vera í grjótinu enda sannfærðu þeir Hollendinga um að ríkið væri traustur bakhjarl við innlánin.Ef við ætlum að sleppa við að borga þá er það lágmark að við læsum inni "ábyrga" stjórnmálamenn, fyrrverandi forstjóra FME og Landsbankamenn meðan þeir sæta rannsókn.

Björn Halldór Björnsson, 23.6.2009 kl. 17:02

2 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Tilraun Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar til að verja yfirstéttina á Íslandi er okkur dýrkeypt og margfaldaði skaðan af bankahruninu...

Björn Halldór Björnsson, 23.6.2009 kl. 17:06

3 Smámynd: Þarfagreinir

Smá leiðrétting - Landsbankamenn sannfærðu Hollendinga og Breta að ríkið væri traustur bakhjarl við innlánin með fullri vitneskju, samþykki og þátttöku ríkisins. Fyrir þessu eru margar heimildir - en engar heimildir fyrir því að nokkur einasta hræða sem máli skipti hér á Íslandi hafi varað Hollendinga og/eða Breta við þeim möguleika að ríkið gæti ekki staðið undir tryggingum á þessum innlánum.

Þetta er hinn sorglegasti sannleikur í þessu annars almennt mjög svo sorglega máli.

Þarfagreinir, 23.6.2009 kl. 17:17

4 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Takk fyrir að leiðrétta mig Þarfagreinir.

Við getum ekkert verið að væla ef við tökum ekki á þessum málum. Okkur verður ekki sýnd nein vorkunn meðan stór hluti þjóðarinnar og stjórnmálamanna sjá ekki hversu stórtækur glæpur þetta er sem var framin af Íslenskum embættismönnum, stjórnmálamönnum og bankastarfsmönnum.

Við höfum stöðugt verið að þyggja og þyggja, -bótaþegar frá alþjóðasamfélaginustöðugt vælandi um undanþágur á öllu mögulegu vegna smæðar okkar. Við skulum aldrei gefa neitt til baka. Síðan skulum við tala niður til allra og láta sem við séum lögð í einellti ef það er ekki látið allt eftir okkur sama hversu illa við höfum látið. Íslendingar með mikilmennskubrjálæði eftir langvarandi minnimáttarkennd í hnotskurn. EES færði okkur mikla hagsæld þótt Davíð hafi eignað sér heiðurinn af því, vinnuvernd og neytendavernd. Við fórum illa að ráði okkar með ótýnda glæpamenn við stjórnvölinn sem vilja kenna EES um sín eigin skítverk. Aumingjar eru það.

Sýnir það að stór hluti þjóðarinnar er með siðblindu og víkingablóð í æðum, þeir voru jú ótýndir glæpamenn forfeður okkar...

Ég er engin landráðamaður þótt ég segi þetta, mér þykir vænt um landið mitt, ég ætla ekki að yfirgefa það og vonast til að geta tekið þátt í uppbyggingunni. En það þurfa að verða breytingar!

Björn Halldór Björnsson, 23.6.2009 kl. 17:50

5 Smámynd: Púkinn

...en þá hefðu stjórnvöld ekki heldur getað ábyrgst innistæður íslendinga í bönkum hér á Íslandi.   Það hefðu þýtt að þá hefðu allir þeir sem áttu eitthvað inni á banka tapað öllu umfram það sem innistæðutryggingin náði til. 

 Hefði átt að þurrka þannig út allan sparnað þess hluta þjóðarinnar sem á einhverja aura á banka - gjarnan eldra fólks sem geymdi ævisparnaðinn á reikningum - og hvað með innistæður fyrirtækja?

Málið er nefnilega að það voru ekki allir skuldugir upp fyrir haus.

Púkinn, 24.6.2009 kl. 13:36

6 Smámynd: Aron Ingi Ólason

"Hvað með öll hin innlánin í bankakerfinu. Icesave var bara eitt innlánsformið. Ætlar þjóðin að axla ábyrgð á öllum þeim innlánum í þessu risavaxna bankakerfi sem hér var?"

þetta er í raun eigna til færsla þar sem þeir sem eiga minna en 2milljónir greiða til þeirra sem eiga meira í formi hækkaðra skatta. Bara sama gamla sagan þar sem fátækari 90% borga til ríkari 10%. Svo tala menn um að lénsherra kerfið hafi verið afnumið. staðreyndin er sú að allt í senn þrælahald nýlendur og lénskerfin voru aldrei lögð af heldur bara skipt út fyrir efnahagslega hlekki ánauðar.

Aron Ingi Ólason, 25.6.2009 kl. 03:23

7 Smámynd: Aron Ingi Ólason

það hefði vel mátt hafa það inn í sérstökum lögum að fólk eldra en x væri hlíft.

Aron Ingi Ólason, 25.6.2009 kl. 03:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband