Lög á bankana, starfsmenn þeirra og eigendur.

Í lögum flestra landa er  að finna eftirfarandi lagaákvæði.

  • Bönkum er bannað að eiga í fyrirtækjum á samkeppnismarkaði.
  • Einstaklingar og fyrirtæki sem eiga meira en 1% til 2% í banka er bannað að eiga í öðrum fyrirtækum á samkeppnismarkaði.
  • Bankar sem eru fyrirtæki með ríkisábyrgð í formi þess að Seðlabankinn er lánveitandi þeirra til þrautavara er bannað að hagnast meira en sem nemur 15% af eigið fé á ári. Ef hagnaður er meiri á að minnka vaxtamun eða þjónustugjöld. Þannig er komið í veg fyrir að bankar féfletti almenning og fyrirtæki.
  • Starfsmönnum banka sem gegna stjórnunarstöðum er bannað að eiga hlutabréf í fyrirtækum á samkeppnismarkaði.

IMG_1664 (2)Ég skora á stjórnvöld að setja á bankana, starfsmenn þeirra og eigendur lög í líkingu við það sem hér er líst að ofan.

Óbreytt lagaumhverfi þar sem bankarnir eru sjálfir að gambla í kaupum á hótelum, byggingalóðum, fyrirtækjum og fasteignum er í raun fáránlegt.

Eins að stjórnendum bankana skuli vera heimilt að eiga fyrirtæki eða vera hluthafar í fyrirtækum sem eru í viðskiptum hjá þeim sjálfum. Að staðan skuli hafa verið þannig undanfarin ár og vera þannig enn að stjórnendur bankana hafi verið í aðstöðu til að útvega eigin fyrirtækjum eða fyrirtækjum sem þeir eiga hlut í fyrirgreiðslu og lán er einnig fáránlegt.

Verst er þó að eigendum bankana skuli vera leyft að eiga í öðrum fyrirtækum. Við sjáum hvernig það endaði. Kaupþing lánaði fyrirtækum eigenda sinna 500 milljarða.

Ekki bara er núverandi ástand ávísun á sukk, spillingu og ógætilega meðhöndlun fjár heldur eru allar líkur á að núverandi ástand hindri samkeppni. Það hlýtur að vera tilhneiging hjá bönkunum, starfsmönnum og eigendum þeirra að veita ekki bara eigin fyrirtækum "sérstaka" fyrirgreiðslu heldur líka setja steina í götu samkeppnisaðilanna.

Setjum ströng en réttlát lög á bankana.

Komum í veg fyrir aðra helreið í boði bankana, starfsmanna þeirra og eigenda.


mbl.is Gylfi: Fleira kom til hjá Straumi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik, góðir púnktar en það er ekki nóg að hafa lög ef ekkert er eftirlitið.  Sterkar eftirlitsstofnaðar með nóg starfsfólk er algjört skilyrði.  Svo er eitt sem vantar á Íslandi og lítið er talað um en það er "hver hefur eftirlit með eftirlitsaðilunum"  T.d. Hver hefur eftirlit með FME, Landlækni osfrv.  Í Bretlandi hefur fjármálanefnd þingsins eftirlit með FSA (þeirra FME) og getur kallað alla starfsmenn til sína og hefur aðgang að öllum gögnum.  Einnig getur nefndin sett af stað rannsóknir og sagt FSA fyrir verkum.  Þar er þingið æðri en ráðherrar.  Þetta er eitt meginvankantur á íslenskri stjórnsýslu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.3.2009 kl. 09:39

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þessir punktar þínir eru ekki síðri. Þetta hafði ég ekki hugsað út í. Auðvita á þetta að vera með sama hætti og þú nefnir.

Hvað í ósköpunum var Alþingi sem á að setja okkur lög og reglur að gera í öll þessi ár?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.3.2009 kl. 10:01

3 identicon

Friðrik, nú ertu búinn að skrifa fullt af góðum pistlum.  Og ert að skora á stjórnvöld sem er gott.  En hvað ef yfirvöld lesa ekki pistlana?  Þarf ekki að senda þeim pistlana í pósti/tölvupósti?

EE elle (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 10:35

4 identicon

Sæll,

Áhugaverðir punktar. Gætirðu sett inn linka á þessi lagaákvæði sem þú tilgreinir. Í fljótu bragði þá virðast allavegana fyrstu 3 punktarnir ganga lengra en evrópsku lágmarksreglurnar um starfsemi fjármálafyrirtækja. Ég hefði engu að síður gaman af því að geta skoðað þessi ákvæði beint þar sem þau eru til staðar.  

Þórarinn (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 14:30

5 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

Dittó, áhugaverðir punktar hjá þér Friðrik.  Ein einföld leið til að nálgast þetta er aðskilnaður banka.  Hef skrifað mikið um það á síðu minni, fæ hugsanlega eitthvað af þínum punktum "lánaða". Kveðja, Már

Már Wolfgang Mixa, 10.3.2009 kl. 17:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband