Sjálfstæðismenn, kjósum nýtt fólk í efstu sætin í komandi prófkjörum um land allt.

Senn líður að prófkjörum í Sjálfstæðisflokknum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að ná árangri í komandi kosningum þá þurfum við stuðningsmenn flokksins að gera tvennt:

  • Skipta um forystumenn í öllum efstu sætum listans í öllum kjördæmum.
  • Ekki bara kjósa nýjan formann á Landsfundi heldur einnig nýjan varaformann og ritara. 

Nú horfir þjóðin til okkar landsfundarfulltrúa og stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og spyr hvernig við ætlum að axla okkar ábyrgð á þessu mesta efnahagshruni sem nokkur þjóð í Evrópu hefur mátt þola frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar.

Ég skora á félaga mína í Sjálfstæðisflokknum sem ætla að kjósa í prófkjörum á næstunni að sýna þjóðinni að við stuðningsmennirnir ætlum að axla okkar ábyrgð með því að kalla þessa trúnaðarmenn okkar til ábyrgðar.

Það gerum við með því að velja nýtt fólk í allar helstu trúnaðarstöður í flokknum.

Kjósum nýtt fólk í efstu sætin í öllum kjördæmum í komandi prófkjörum. Nú er tíminn til að gefa nýju fólki tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn á að leiða endurreisn Íslands með nýju fólki í forystu um land allt. Mikið af góðu fólki er að bjóða sig fram til forystustarfa fyrir flokkinn. Gefum þessu nýja fólki tækifæri. 

IMG_1645 (2)Kippum þingmönnum flokksins út úr þinginu og leyfum þeim að fóta sig á vinnumarkaðnum eins og hann er í dag. Leyfum þessum þingmönnum að finna á eigin skinni hvaða afleiðingar aðgerðir þeirra og aðgerðarleysi hafa haft.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvernig var það, fyrir forvitnissakir, varst þú ekki búinn að stofna nýjan stjórnmálaflokk til höfuðs Sjæalfstæðisflokknum?

Hjörtur J. Guðmundsson, 9.3.2009 kl. 07:21

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll.

Vegna þess stutta tíma sem er til stefnu fram að kosningum gefst nýjum framboðum ekki tími til að skipuleggja sig, safna meðlimum og fé til að bjóða fram.

Sjá nánar hér.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.3.2009 kl. 08:28

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég er sammála þessum hugmyndum Friðrik. Jafnframt þykir mér leitt að Norræni Íhaldsflokkurinn bjóði ekki fram. Ég tel það hafa verið áhugaverðan valkost fyrir fjölmarga hægri menn.

Hilmar Gunnlaugsson, 9.3.2009 kl. 21:40

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Takk fyrir svarið Friðrik. Þú ert s.s. einhvers konar sjálfstæðismaður á útleið, hefðir farið í framboð gegn Sjálfstæðisflokknum nú ef svigrúm hefði verið til og ert síðan að leggja okkur "félögum þínum í Sjálfstæðisflokknm" línurnar? :D

Gaman að þessu ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.3.2009 kl. 13:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband