Vinnum bug á kreppunni - Norræni Íhaldsflokkurinn

Byg penÞetta eru háar tölur, 13.280 manns atvinnulausir. Það versta er að það lítur út fyrir að atvinnuleysið muni aukast verulega. Ég spjallaði við legubílstjóra um helgina og spurði hvernig staðan væri hjá þeim. Hann sagðist hafa verið lengi í bransanum en aldrei hafi ástandið verið eins og nú. Staðan væri þannig að þeir væru í akstri 6 til 8 tíma á dag. Hitt væri bið.

Sömu fréttir fáum við allstaðar. Bílasala hefur dregist saman um 90%, sömuleiðis sala á fasteignum. Samfélagið er að stefna í meiriháttar hrun og engar áætlanir í gangi að auka framboð á vinnu og verkefnum. Sveitarfélögin halda að sér höndunum og ríkið er að fagna um þessar mundir árs afmæli "útboðsbannsins", en ríkið er búið að banna öll útboð á sínum vegum í nær heilt ár.

Allar þjóðir sem hafa tekist á við djúpar kreppur nota byggingaiðnaðinn til þess að keyra upp atvinnulífið með því að setja í ganga framkvæmdir. Það er skjótvirkasta aðferðin og eftir standa eignir sem verða hluti af þjóðarauðnum. Framkvæmdir í byggingariðnaði kalla á mikla afleidda þjónustu og umsvif. Það er þessi leið sem þjóðir heims hafa farið þegar þær hafa unnið sig út úr djúpum kreppum.

Alls ekki má fara þá leið sem síðasta ríkistjórn fór að skera byggingariðnaðinn niður við trog og hætta og fresta öllum framkvæmdum.

Ég vil fara sömu leið og Person, forsætisráðherra Svíþjóðar, og keyra byggingariðnaðinn í gang. Það kostar 5 milljarða á mánuði að halda byggingariðnaðnum gangandi. Því er spáð að í vor kosti atvinnuleysisbæturnar okkur 2 milljarða á mánuði.

Er ekki skynsamlegar að setja í gang byggingar á skólum, sundlaugum og íþróttahúsum, mannvirkjum sem við munum eiga og njóta um ókomin ár, í stað þessa að láta tvo milljarðar á mánuði gufa upp í atvinnuleysisbótum.

Skoðið þessar tillögur hér að leið til að vinna okkur út úr kreppunni.

 


mbl.is 13.280 á atvinnuleysisskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það sé ekki rétt að ríkisstyrkja byggingariðnaðinn.

1:  Byggingariðnaðurinn var orðinn allt of umsvifamikill.  Það eru hundruðir íbúða sem eru óseldar á höfuðborgarsvæðinu.

2:  Við viljum fá gjaldeyri inn í landið, því væri ekki ráðlegt að moka peningum í byggingariðnað þar sem það stoppar stutt og fer beint til útlanda til efniskaupa.

3: Það er ekki skynsamlegt að auka rekstrarþunga ríkisins með því að bæta allskyns stofnana byggingum á framkvæmdalistann. 

Þessi auknu útgjöld sem þú talar um virka einungis í skamman tíma en auka verðbólgu gríðarlega til lengri tíma.

Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 13:28

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Meðan það buðust lán á eðlilegum kjörum þá seldust allar íbúðir sem voru fullbyggðar. Frá því í október 2007 hættu bankar að lána í til kaupa á íbúðum og Íbúðalánasjóður var einn eftir á þeim markaði og hefur verið síðan. Þess vegna er þessir fjöldi íbúða til sölu í dag. Eftirspurnin var næg en það fengust engin eðlileg lán.

Í annan stað þá er það rangt að hér sé búið að byggja of mikið. þvert á móti þá vantar enn mikið af íbúðum. Á meðan það búa 2,7 íbúar per íbúð á Höfuðborgarsvæðinu en 1,8 í Kaupmannahöfn og 1,9 í Osló þá segir það okkur að hér vantar fullt af íbúðum fyrir unga fólkið okkar. Allt of margir búa enn á "Hótel mömmu".

Það er rangt að fjármunir sem fara í byggingariðnaðinn fari beint til útlanda til efniskaupa. Um 40% - 50% fer í vinnulaun og sjálfsagt önnur 20% í íslensk efniskaup eins og kaup á steypu og öðru efni framleiddu hér heim. Þegar keyptar eru byggingavörur erlendis frá þá er stór hluti af því kaupverði innlend þjónusta. Flutningur með íslenskum skipafélögum, álagning í verslunum sem felast í launum starfsmanna, húsnæðiskostnaði verslunarinnar, akstur vörunnar á byggingastað og auðvita hagnaður verslunarinnar sem verður eftir hjá söluaðila. Auðvita er ekki hægt að skapa nein störf nema einhverjum gjaldeyrir sé kostað til. Tveir milljarðar á mánuði í atvinnuleysisbætur er líka mikið fé fyrir ekki neitt.

Vissulega eykst rekstrarkostnaður opinberra aðila eigi þeir fleiri mannvirki. Mikið hagræði er oft "fylgikvilli" nýs húsnæðis. Þess vegna var t.d. ákveðið að ráðast í gerð eins stórs sjúkrahúss. Við eigum þess vegna ekki að óttast þennan rekstrarkostnað byggi menn nýtt og gott húsnæði eða endurnýja gamalt á þessum tímum.

Það eina sem við þurfum ekki að hafa áhyggjur af næstu fimm til tíu árin, Jóhann, er verðbólga. Vandamálið er samdráttur og verðhjöðnun. Þess vegna þarf að grípa til þessara aðgerða sem kynnt er í aðgerðaráætlun Norræna Íhaldsflokksins.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.2.2009 kl. 14:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband