83 dagar stuttur tími fyrir ný framboð

483463Öll hljótum við að vona að þessari starfsstjórn farnist vel að taka á þeim mikla vanda sem við nú stöndum frammi fyrir.

Um leið og þessi stjórn tekur við þá hefst kosningabaráttan fyrir kosningarnar sem á að halda 28. apríl n.k. Þessi tími hentar vel þeim flokkum sem nú sitja á Alþingi.

Erfiðari verður róður þeirra nýju framboða sem hafa verið að skoða möguleikann á að bjóða fram nýtt fólk með nýja stefnu. Þessir 83 dagar duga þeim ekki til að ganga frá málefnaskrá, útvega nauðsynlegt fjármagn, stilla upp á listum, safna undirskriftum og kynna stefnumál og frambjóðendur. Það að halda kosningar eftir 83 dag mun trúlega valda því að þessi nýju framboð munu eiga mjög erfitt uppdráttar. Þetta er ekki nægur tími til að gera allt það sem þarf að gera. 

Reglan að flokkar verði að fá minnt 5% atkvæða til að ná manni inn á þing sér svo um afganginn. Með því að láta kjósa svona fljótt eru gömlu flokkarnir að tryggja stöðu sína og völd á Alþingi.

Allt um Norræna Íhaldsflokkinn hér.

 

 


mbl.is Ný stjórn hefur 83 daga til stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Sigurðsson

Þessi stutti tími til kosninga er kominn frá VG því þeir halda að nú séu þeir stærstir flokka á íslandi.

Þið sem ætlið að stefna að nýju framboði verðið að taka hendur úr vösum og drífa af stað öflugri vinnu og kíla framboðið áfram, nú vantar okkur nýtt fólk með ferskar hugmyndir, hvíla gamla flokkaapparatið.

Skúli Sigurðsson, 1.2.2009 kl. 17:23

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sammála þér með að frestur fyrir ný framboð er stuttur. Ég er fylgjandi grundvallarbreytinum í undirstöðum samfélagsins með því að semja nýja stjórnarskrá og nýjar reglur um framkvæmd kosninga til Alþingis. Ég er þeirrar skoðunar að ný framboð séu ekki lausnin til að hafa áhrif til að knýja þær breytingar fram. Hef séð og margar tilraunir í þá veru og tekið þátt í tveim þeirra og þær hafa að mínu mati ekki haft erindi sem erfiði.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.2.2009 kl. 18:28

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Og síðan bítur þetta í rassgatið á VG því þeir fá enga 83 daga, eða er reiknað með að þinghald verði fram á kjördag.?

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 1.2.2009 kl. 21:12

4 identicon

Sammála...þessi stutti tími er til þess gerður að koma í veg fyrir ný framboð eða allavega gera þeim ákaflega erfitt fyrir.  Flestir flokkarnir eru komnir af stað í kosningabaráttu.  Það þarf tíma til að fyrir nýtt fólk sem ekki hefur áður átt hlut að stórnmálum að koma saman, finna sér farveg, mynda flokk, safna frambjóðendum, safna undirskriftum og bjóða fram heildstæða hugmyndafræði. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 21:54

5 Smámynd: Offari

Ef ný framboð fara ekki að koma með stefnuskrá sína er hætt við sama staðan verði valin aftur.  Í raun spái ég skammlífum ríkistjórnum næstu árin.  Þanig að þótt ekki náist að sjóða saman ný framboð núna verður alltaf hægt að kjósa aftur í haust.

Offari, 1.2.2009 kl. 22:57

6 identicon

Ég er sammála að tíminn er stuttur, en ég veit ekki betur en ein aðal krafan frá mótmælendum og þeim sem eru nú að pæla í nýju framboði hafi verið ,,kosningar strax".

Það er ekki bæði hægt að halda og sleppa.  Nú er bara að gera eins og það sem nýja ríkisstjórnin segist ætla að gera og láta hendur standa fram úr ermum.

En þetta er langt í frá auðvelt, það er ljóst.

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 09:11

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband