Gott að lögreglunni stjórna góðir menn

Ég var að vona að mótmælin þróuðust ekki út í það að menn færu að grýta opinberar byggingar. Á stundum eins og þessum þá er það gott að það skuli vera rólegir og yfirvegaðir menn sem stjórna lögreglunni. Annars gætu svona mótmæli þróast út í slagsmál og átök.

Mitt hól í dag er til lögreglunnar. Þeir eru flottir að hafa ekki hleypt þessu upp í tóma vitleysu. Megi þeir bera gæfu til að halda næstu mótmælafundum á sömu nótunum á komandi vikum.


mbl.is Geir Jón: Lítið má út af bregða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það sem þú ert að tala um gerðist EFTIR að mótmælafundinum lauk og fólk var að tínast í burtu af Austurvelli. Þetta vissirðu ef þú hefðir verið þarna sjálfur. Nokkur ungmenni fóru að kasta eggjunum og sú uppákoma var ekki á vegum skipuleggjenda mótmælanna.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.11.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Lára Hanna

Mér dettur ekki í hug að ætla skipuleggjendum þessara þörfu mótmæla að þeir hafi eitthvað haft með þetta að gera.

Þess vegna ber að þakka lögreglunni að hafa ekki hleypt þessu upp.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.11.2008 kl. 19:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband