Álver á Bakka slegið út af borðinu?

Niðurstaða Skipulagsstofnunar virðist vera mjög afdráttarlaus. Álver á Bakka er nánast slegið út af borðinu. Mikil óafturkræf umhverfisáhrif, mikil aukning í útblæstri gróðurhúsalofttegunda og ekki víst að næg orka sé fyrir hendi.

Comic_kaldakolFyrir byggingakall eins og mig eru þessar niðurstöður áfall. Fyrir heimamenn hljóta þessar niðurstöður Skipulagsstofnunar líka að vera áfall.

Síðasta vor kynnti ég forystumönnum þessara sveitarfélaga þann möguleika að setja þarna upp verksmiðju sem framleiddi háspennukapla og sæstrengi. Fyrsta verkefni slíkrar verksmiðju yrði að framleiða 400 - 500 MW sæstreng og leggja til Bretlands. Slík verksmiðja myndi skapa jafn mörg störf per MW og álver. Verðið sem fæst fyrir rafmagnið á smásölumarkaði í Bretlandi er hins vegar fjórfalt hærra en fæst fyrir rafmagn til álbræðslu.

Heimamenn ákváðu í vor að halda sig við álverið.

Möguleikinn með kapalverksmiðjuna er enn opinn. Kaupendur á rafmagninu í Bretlandi bíða tilbúnir. Framleiðandinn sem leggur til allan vélbúnað til að framleiða kaplana, þ.e. verksmiðjuna bíður eftir hringingu. Það eina sem vantar er rafmagnið. Um leið og rafmagn fæst og sala er tryggð þá koma fjármögnunaraðilar að verkefninu.

Vilji menn setja upp kapalverksmiðju í stað álvers á Húsavík þá er síminn hjá mér er 551 3499.

 

 


mbl.is Umtalsverð umhverfisáhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður félagi.

Sigurður Haraldsson, 25.11.2010 kl. 14:09

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það væri nú alveg eftir öðru, að Íslendingar færu að virkja til að selja rafmagnið til atvinnusköpunar í Englandi og öðrum Evrópulöndum.  Það hlýtur að vera keppikeflið að nota alla innlenda orku til verðmætasköpunar og eflingar atvinnu hér innanlands.  Hér eru þúsundir vinnufúsra einstaklinga sem bíða eftir atvinnu og fyrir þá væri það hrein móðgun, að Íslendingar færu að skapa störf erlendis með íslensku rafmagni.

Axel Jóhann Axelsson, 25.11.2010 kl. 14:41

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Axel

Með slíkri verksmiðju skapast jafn mörg störf og ef orkan er nýtt til álbræðslu.

Af hverju vilt þú ekki nýta orkuna, skapa jafn mörg störf og í álveri og fá fjórfalt verð fyrir rafmagnið?

Arðinn af slíkri framkvæmd má á komandi árum nýta til lækkunar skatta eða setja á fót sjóð sem úthlutar fé til nýsköpunarverkefna.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.11.2010 kl. 16:11

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Verður þetta verksmiðja sem framleiðir rafmagnskapla næstu áratugi, eða einungis vegna þessa rafmagnssöluverkefnis til Bretlands?

Ef hægt er að selja rafmagnið á fjórföldu verði í Bretlandi miðað við það sem hér hefur verið gert, er eitthvað meira en lítið bogið við verðlagninguna hérna og þá hlýtur verðið hér að aðlagast að þessu "heimsmarkaðsverði" áður en langt um líður.

Ef bresk fyrirtæki geta keypt rafmang á svona háu verði, ætti að vera hægt að selja fyrirtækjum með starfsemi hérlendis orkuna á sambærilegu verði og fá þannig miklu meiri arð út úr orkunni og störfin í fyrirtækjunum og allt sem slíkum fyrirtækjum fylgir í kaupbæti.

Axel Jóhann Axelsson, 25.11.2010 kl. 20:12

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Axel

Þeir aðilar sem ég er í sambandi við eru að horfa til þess að framleiða hér "græna" kapla framleidda með grænni orku. Hann fer stækkandi þessi markaður sem vill nota "grænar" vöru og þeir vilja geta selt inn á hann. Þess vegna eru þeir að horfa til Íslands með staðsetningu á verksmiðjunni. Það er engin ástæða til að ætla annað en slík verksmiðja yrðu hér um ókomin ár.

Verðlagningin hér miðast við að verið er að selja rafmagn í heildsölu til stórkaupanda sem eru álbræðslurnar.

Verðið sem ég er að ræða um er smásöluverð inn á neytendamarkaðinn í Bretlandi / Evrópu. Markaður sem er í dag að greiða hæsta verð í heimi.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.11.2010 kl. 01:35

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband