Það lítur vel út með þátttöku í kosningunni á morgun.

Það lítur vel út með þátttöku í kosningunni á morgun ef marka má þetta litla úrtak sem sýnt er í þessu fréttaskoti á mbl.is.

Comic_kverulantarÁríðandi er að komandi Stjórnlagaþing fái gott og skýrt umboð frá þjóðinni. Með því þá verða þær breytingar sem Stjórnlagaþingið vill gera, þær mun Alþingi ekki treysta sér til að standa á móti.

Við erum sem samfélag að kosta miklu til með því að efna til þessa Stjórnlagaþings. Eftir að hafa tekið þátt í þessum kosningum sem frambjóðandi þá er ég þess fullviss að þjóðin mun kjósa frambærilegt fólk á þetta þig og þetta Stjórnlagaþing mun koma með og leggja fram nýja og breytta stjórnarskrá sem mun verða þessu samfélagi mjög til framdráttar á komandi árum.

Það eina sem getur komið í veg fyrir það er að Alþingi og flokkarnir og þau hagsmunasamtök sem á bak við þá standa snúist gegn þessum breytingum.

Til þess að þær breytingar sem við viljum öll sjá, þ.e. aðgreining framkvæmda-, löggjafar-, og dómsvalds ásamt ákvæðum um eignarhald á auðlindum o.s.frv., til þess að þær nái fram að ganga þá þarf góða kjörsókn.

Mætum á kjörstað á morgun og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama.

Veitum Stjórnlagaþinginu fullt umboð til að laga og breyta stjórnarskránni.

 


mbl.is Ætlar fólk að kjósa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband