Stjórnlagaþing - Hér verði forseti að Franskri / Finnskri / Bandarískri fyrirmynd

Stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hér sé konungsveldi með sama hætti og er í Danmörk, Noregi og Svíþjóð. Ísland er hins vegar lýðveldi eins og Frakkland, Finnland, Rússland, Bandaríkin og lönd austur Evrópu. Þess vegna eigum við að aðlaga okkar stjórnarskrá að stjórnarskrám þessara lýðvelda og leita þangað að fyrirmyndum.

IMG_0065Öll ríki austur Evrópu settu sér nýjar stjórnarskrár þegar Múrinn féll fyrir um 20 árum. Þessi lýðveldi settu sér stjórnarskrá að Franskri / Finnskri fyrirmynd. Mikil þekking og reynsla er til í dag í Evrópu hvernig stjórnarskrár eiga að vera og hvernig mismunandi útfærslur á þeim hafa reynst. Þessa þekkingu eigum við Íslendingar að nálgast og nýta nú þegar við setjum okkur nýja stjórnarskrá.

Þar sem ekki er konungsveldi þá fer forsetinn með framkvæmdavaldið. Forsetinn er kosinn beinni kosningu og það er forsetinn sem skipar ráðherra. Ráðherrarnir sjá um daglegan rekstur ríkisins. Í Evrópu er skipaður verkstjóri fyrir ráðherrunum, þ.e. forsætisráðherra. Í Bandaríkjunum er forsetinn jafnframt forsætisráðherra. Í þessum lýðveldum þá kýs þjóðin sér forseta til að fara með framkvæmdavaldið og þingmenn til að fara með fjárveitinga- og löggjafarvaldið.

Ef þjóðin er ekki ánægð með störf ríkisstjórnarinnar þá er einfalt að breyta því með því að kjósa nýjan forseta. Ný forseti tekur þá við stjórnartaumunum og skipar nýja ráðherra. Forseti sem vill standa sig vel í embætti hann vandar valið á ráðherrum sínum og skipar fagmann í hvert rúm. Breytum við stjórnarskránni með þessum hætti þá munu í framtíðinni kunnáttumenn verða valdir til að stjórna Íslandi.

Aldrei aftur mun þá nýútskrifaður stúdent verða menntamálaráðherra, sagnfræðingur gerður að ráðherra bankamála og dýralæknir að fjármálaráðherra.

Einni spurningu þurfum við að svara er; hvort eigum við að velja Evrópsku leiðina eða þá Bandarísku, þ.e. vera með forseta og forsætisráðherra eða bara forseta. Undirritaður hallast að Evrópsku leiðinni. Þá þarf í raun bara orðalagsbreytingar á núverandi stjórnarskrá.

Eitt er ljóst. Verði gerðar breytingar á stjórnarskránni og hún aðlöguð að stjórnarskrám lýðveldanna í Evrópu þá mun það hafa í för með sér verulegar breytingar á stjórnskipun landsins. Völd flokkanna og forystumanna þeirra munu minnka verulega.

Öruggt má telja að flokkarnir og þingmenn þeirra muni setja sig upp á móti öllum breytingum á stjórnarskránni sem minnka völd þeirra. Slíkar breytingar munu ekki fara átakalaust í gegnum þingið eins og það er skipað í dag og hugsanlega aldrei komast þar í gegn.

Líklega þarf til ný framboð og nýtt fólk inn á þing til að koma síkum breytingum í gegn um Alþingi, þ.e. gera Ísland að alvöru lýðveldi og leggja niður það ráðherraræði sem hér hefur fengið að grassera allt of lengi með þekktum afleiðinum og stórtjóni.

Sjá nánar um Stjórnlagaþingið og stjórnarskrána hér: www.fridrik.info

Mynd: Gönguleiðin upp Esju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Við búum ekki við lýðræði- heldur lútum forpokuðum eginhagsmunapoturum.

það þarf að koma þessu kerfi af.

Kv, EA

Erla Magna Alexandersdóttir, 30.10.2010 kl. 18:01

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sammála.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.10.2010 kl. 18:06

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta fellur vel að mínum hugmyndum, takk fyir að taka þetta upp. Þetta og breytingar á kjördæmaskipuninni og persónukosningar ættu að verða stærsta málið. Þjóðaratkvæðagreiðslur ætti að nota í neyð.  En hefurðu skoðað mínar tillögur Friðrik? http://johanneslaxdal.blog.is/users/97/johanneslaxdal/files/stjornarskrar-uppkast.pdf

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.10.2010 kl. 18:45

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jóhannes

Það eru margir góðir punktar í þessi skjali sem þú vísar til.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.10.2010 kl. 18:57

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

þú færð mitt atkvæði

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.10.2010 kl. 19:05

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Velti þessu líka upp með nokkrum FB vinum í vikunni.

Niðurstaða mín er algjörlega á pari við þína, einkum vegna þess að Forsetinn myndi raða fólki sem hefði augljósa og skýrgreinda  hæfileika til að gegna fagembættum ráðuneyta.

Auk þess finnst mér takmörkun á setu á valdastól, lykilatriði til að sporna við óæskilegri spillingu sem skýtur rótum við þrásetu valdhafa.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.10.2010 kl. 19:25

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Jenný

Í flestum þessara lýðvelda þá er forseta heimilt að sitja tvö kjörtímabil. Kjörtímabilið getur verið frá 4, 5 eða 6 árum og er það ekki 7 ár í Frakklandi?

Sammála þér, það er mjög mikilvægt að forseti og ráðherrar sitji ekki lengur en tvö kjörtímabil. Eftir það eiga þeir að hverfa á braut og nýtt fólk að taka við daglegum rekstri ríkisins.

Mér finnst öðru máli gegna með þingmenn. Það er ekkert að því þó á þingi sitji menn lengur fái þeir til þess fylgi í kosninum. Þingið fer með fjárveitingar- og löggjafarvaldið og engin ástæða að setja reglur um hve legnig þingmenn eiga að sitja enda held ég að slíkar reglur tíðkist ekki í löndunum hér í kring.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 31.10.2010 kl. 13:56

8 identicon

Já, það hefur lengi verið galli þetta stjórnarskrárbrot að þeir sem koma efstir inn í þingkosningum mynda ríkisstjórn.

Ef ég mætti ráða, myndi ég aðskilja ríkisstjórnina og þingið, jafnvel þannig að ráðherrar megi ekki vera flokksbundnir. Það væri jafnvel hægt að kjósa til ríkisstjórnar samhliða þingkosningum, í persónukosningu og fólk boðið sig fram í ákveðin ráðuneyti.

Það er ekkert sem segir að forsetinn eigi að skipa ríkisstjórnina, þá má alveg gefa fólkinu það vald.
Hvað með að kjósa bæði til þings og ríkisstjórnar á 4ra ára fresti, en ekki á sama tíma, þannig yrðu kosningar í landinu annað hvert ár. Sveitastjórnarkosningar gætu þá farið fram samhliða annaðhvort þing eða ríkisstjórnar kosningum. 

H. Valsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 14:39

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Hörður

Í þessum lýðveldum þar sem forseti velur og skipar ráðherra þá eru þessir ráðherrar ekkert endilega valdir úr hópi þingmanna. Þegar það gerist að þingmaður er skipaður ráðherra þá segja hann af sér þingmennsku.

Forsetinn er valinn í persónukjöri. Í kosningum til þings kjósa menn flokka eftir þeim straumum og stefnum sem þeir aðhyllast.

Þetta ráðherraræði sem hér ríkir er afbökuð blanda af einhverskonar lýðveldi. Í fyrstu grein stjórnarskrárinnar segir "Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn". Engin veit hvað þetta orð og hugtak "þingbundin stjórn" þýðir. Um þetta orð og þetta hugtak hafa menn deilt frá því stjórnarskráin var sett. Okkar helsti fræðimaður á þessu sviði, Ólafur Jóhannesson, var ekki heldur viss um hvað þetta merkti.

Þetta hafa flokkarnir nýtt sér og sölsað undir sig öll völd á Íslandi og túlkað stjórnarskrána eins og þeim hentar. Núverandi fyrirkomulag tryggir að flokkarnir og klíkurnar á bak við þá hafa ná til sín öllum völdum í landinu og sett það vald er sett í hendur þeirra tveggja einstaklinga sem á hverjum tíma veita þeim flokkum forystu sem sitja í ríkisstjórn.

Núverandi stjórnarfar okkar byggir á því að lítið er gert með stjórnarskrána og ákvæði hennar.

Þessi í stað vísa ráðamenn til óskrifaðra "hefða, reglna eða venja sem hér tíðkast" þegar þeir útskýra framferði sitt fyrir þjóðinni.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 31.10.2010 kl. 15:35

10 identicon

Kærar þakki fyrir þetta Friðrik.

Þjóðin hefur sjálfsagt sjaldan verið eins áhugasöm um þessi mál og núna.
Ég myndi nú samt vilja sjá ráðherrasætin í persónukjöri. Ef breyta þarf heitum og fjölda ráðuneyta væri hægt að gera það í næstu kosningum.

H. Valsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 16:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband