Auðvitað mátti ekki veita þessa ríkisábyrgð

Auðvitað lækkar skuldatryggingarálagið þegar ríkissjóður hættir við að veita ríkisábyrgð á 650 ma.  skuldbindingu upp á von og óvon að það takist að láta þrotabú Landsbankans standa undir Icesave.

Það voru margir sem héldu því fram að þetta tryggingarálag myndi hækka ef við höfnuðum Icesave. Margir héldu því fram að því meira sem við tökum af lánum og því meira sem við skuldbindum okkur með ríkisábyrgðum því auðveldara yrði og fá lán og kjör þeirra yrðu betri.

Nú þegar allt rykið sem var sáldraði upp í aðdraganda þessara kosninga er að falla til jarðar og menn byrjaðir að grilla aftur í gegnum gruggið þá kemur í ljós að ekkert hefur breyst.  

Auðvitað er það áfram þannig að því minna sem ríkissjóður skuldar og því minni ábyrgðir sem hvíla á ríkissjóði því betri eru lánakjörin. 


 


mbl.is Álagið hið lægsta frá hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fulltrúi olíufurstanna í Dubai í samninganefndinni, Lee C. Buchheit, sendur úr landi.

Aldrei skildi ég það að Alþingi valdi að gera fulltrúa olíuauðjöfranna á Arabíuskaganum að formanni íslensku samninganefndarinnar. Hverjum lukkuriddaranum á eftir öðrum hefur skolað hingað á land í kjölfar bankahrunsins. Lukkuriddurum sem hafa boðið stjórnvöldum þjónustu sína.

Að velja einn af þeim til að leiða íslensku samninganefndina var sérstakt. Enn sérstakara var að velja til starfans einn af fulltrúum olíuauðjöfranna á Arabíuskaganum. Sjá nánar þennan pistil hér frá því í febrúar 2010: Aðalsamningamaður Íslands einn af stóru hákörlunum í fjármálaheiminum.

Lee C. Buchheit situr í stjórn og starfar með stærstu fjármálafyrirtækjum heims. Fyrirtækjum sem lána Seðlabönkum heims fé. Lee C. Buchheit vinnur við það að gæta hagsmuna þessara fyrirtækja. Seðlabankar um allan heim eru þessi misserin að gæta hagsmuna sinna og þessara lánadrottna sinna, þ.e. fyrirtækjanna sem Lee C. Buchheit vinnur fyrir, með því að dæla fé skattborgaranna út í bankakerfið og eru þar með að gera skuldir bankana að skuldum almennings. Það er það sem Lee C. Bucheit starfar við.

Bjóst virkilega einhver við að fulltrúi olíufurstanna á Arabíuskaganum kæmi með samning um þetta Icesave mál sem yrði ásættanlegur fyrir okkur Íslendinga?

Bjóst virkileg einhver við því?

Það fækkar um einn lukkuriddarann á Íslandi þegar Lee C. Buchheit flýgur heim til Duabi eftir að þjóðin hefur sagt við þennan fulltrúa olíuauðjöfranna, "troddonum".

Lee C. Buchheit hverfur nú inn í blámóðuna í sögu þessarar þjóðar sem ein af stóru mistökunum sem stjórnvöld gerðu í kjölfar bankahrunsins.

 

 


mbl.is Sterk rök okkar í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur landsbyggðarinnar og hinna vinnandi stétta.

Úrslit kosninganna um Icesave er sigur landsbyggðarinnar og hinna vinnandi stétta.

Þegar ég mætti á kjörstað seinni partinn í dag þá gekk ég í fangið á þrem iðnaðarmönnum sem greinilega höfðu komið við á kjörstað á leið úr vinnu. Þeir voru alvarlegir og ákveðnir þegar þeir í vinnufötunum yfirgáfu kjörstað.

Þá vissi ég að þessi kosning var unnin.

 


mbl.is 57,7% hafna Icesave-lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir á kjörstað. Þetta er þitt val.

 Að mínu mati er tvennt sem stendur upp úr nú á kjördag:

Í fyrsta lagi að þá er ekkert himinn og haf á milli þessara tveggja valkosta. Báðar leiðirnar hafa sína kosti og galla. Hvort heldur valið er já eða nei þá mun þetta mál halda áfram að hafa mikil áhrif á samfélag okkar og efnahag. Mikil óvissa verður um efnahagslegar afleiðingar þessa máls hvort já eða nei verður ofaná. Í raun kristallast valið í fréttum gærdagsins. Þar mælir seðlabankstjóri með JÁ og Eva Joly mælir með NEI. Við vitum öll að hvoru tveggja er þetta mikið ágætis fólk og þó svo Seðlabankstóri sé undir hæl sinna atvinnurekanda þá væntum við þess að hann sé af heilum hug að mæla með JÁ. Við vitum að þau bæði eru að mæla með valkostum sem þau meta þann besta. Þess vegna er ekki hundrað í hættunni hvora heldur leiðina við förum. Báðar hljóta að vera ágætar fyrst þetta ágætis fólk er að mæla með sitthvorri.

Fólk á að drífa sig á kjörstað og kjósa. Sumir vilja meina að þegar allt kemur til alls þá sé þetta spurningin um að fólk kjósi annað hvort með höfðinu eða hjartanu.

Í öðru lagi þá hefur verið frábært að fylgjast með því hvernig þjóðin hefur tekið á þessu verkefni sem er að ákveða hvorn valkostinn á að kjósa. Facebook hefur hreinlega logað af umræðum um þetta mál. Ég sá eina færslu seinni partinn í gær. Þar sagði:

"Á síðast klukkutíma þá hafa komið 46 "stadusar" á Facebook hjá mér og bara 2 þeirra voru ekki um Icesave."

Netmiðlarnir loga af umræðum um þetta mál. Allstaðar er verið að skeggræða málin. Áhuginn er gríðarlegur. Prentmiðlarnir og sjónvarpið með sinn fréttaflutning er í þessari umræðu eins og bermál gærdagsins og er í raun ekki þátttakandi í þessari umræðu nema fyrir börn liðins tíma sem fylgjast ekki með á þessum netmiðlum.

Þessi mikla og upplýsta umræða sem hefur verið í gangi fyrir þessar Icesave kosningar hefði ekki verið möguleg fyrir 10 árum. Þá voru þessir netmiðlar ekki til. Þá hefðu stjórnvöld matað okkur í gegnum moggann, rúv og stö 2 á "sannleikanum".

Nú er allt breytt og stjórnvöld ráða í dag bara fjölmiðlum sem flytja bermál gærdagsins til þeirra sem ekki fylgjast með á netmiðlum nútímans.

Í kosningunni um Icesave 3 þá erum við að sjá lýðræðið á Íslandi taka nýja stefnu. Þjóðin er skemmtilega klofin í tvennt í álíka stórar fylkingar en allir eru ákveðnir að ræða sig fram til bestu niðurstöðu fyrir þjóðina. Með þessari gríðarlegu umræðu sem er í gangi og hefur verið í gangi þá er ljóst að þjóðin mun taka upplýsta ákvörðun í dag.

Hvort heldur já eða nei verður ofaná þá höfum við séð það að þjóðin er meira en tilbúin að stíga fleiri skref á þessar braut. Ræða sig fram til niðurstöðu að taka sínar stóru ákvarðanir í þjóðaratkvæðagreiðslum.

Er nýtt Ísland er að líta dagsins ljós?

Svei mér þá, ég held það. Mér finnst það frábært hvernig þjóðin er að leysa þetta verkefni.

 

 


Stjórnvöld haldin Stokkhólmsheilkenninu?

"Hinn 23. ágúst árið 1973 réðst Jan Erik Olsson vopnaður inn í Kreditbankann við Norrmalmstorg í Stokkhólmi í þeim tilgangi  að ræna bankann.

Lögreglan var kölluð á staðinn, tveir lögreglumanna komust inn í bankann. Jan skaut á þá báða, annar særðist, hinum skipaði hann að setjast niður og syngja lagið Lonesome Cowboy.

Síðan tók Janne fjóra gísla. Hann heimtaði að vinur hans yrði keyrður til hans og fór einnig fram á að fá byssur og þrjár milljónir sænskra króna. Að auki krafðist Janne þess að honum yrði útveguð skotheld vesti, hjálmar og sportbíll til undankomu.

Ein gíslanna, Kristin Ehnemark,  sagðist vera hræddari við viðbrögð lögreglunnar en við ræningjann. Hræddust var hún við að lögreglan myndi valda usla og ógna öryggi hennar sjálfrar. Ég rek ekki atburðarásina frekar hér. 

Við þennan atburð er svokallað Stokkhólmsheilkenni kennt. Þegar gíslar snúast á sveif með þeim sem halda þeim föngnum." (Tekið upp úr heimildum)

Daginn eftir að við misstum þrjá stærstu bankana okkar í þrot og ríkið tók þá yfir settu Bretar á okkur hryðjuverkalög. Hryðjuverkalög voru sett á fjármálaráðuneytið, Seðlabankann, Kaupþing og Landsbankann. Með því frystu þeir inni í London gull- og gjaldeyrisforða þjóðarinnar en hann var geymdur í J.P. Morgan í London.  Samhliða lýstu Bretar því yfir í alþjóðafjölmiðlum að Ísland væri gjaldþrota.  Vegna þessara vel undirbúnu efnahagsárásar Breta á Íslandi þá var skyndilega ekki einu sinni til gjaldeyrir á Íslandi til að kaupa eldsneyti eða lyf.  Slík staða hefur ekki komið upp á Íslandi síðan í Móðuharðindunum 1783.  Við þessar aðstæður féll gengi krónunnar um 50%.  Þúsundir fyrirtækja fóru lóðbeint í þrot og hér töpuðust gríðarleg verðmæti. Arfur heillar kynslóðar hvarf og 30.000 til 40.000 störf. Störf sem mun taka áratugi að búa til aftur. 

Í framhaldi lögðu Bretar  fram Icesave 1 samninginn. Samningurinn var hrein svívirða. Sambærilegur samningur hefur ekki verið  áður gerður milli Evrópuríkja. Það þarf að fara út fyrir Evrópu og tvær til þrjár aldir aftur í tímann til að finna sambærilegan milliríkjasamning. Þennan samning samþykkti þáverandi ríkisstjórn og þingmennirnir sem á bak við ríkisstjórnina stóðu.  

Kjarninn í þeim hópi þingmanna sem samþykkti Icesave 1 samninginn stendur í dag að Icesave 3 samningnum.

Þetta fólk kallar Breta í dag "VINAÞJÓÐ"  og reynir að telja okkar hinum trú um að það sé "siðaðra manna" háttur að leysa sín mál með samningum.

Það eru margir sem halda því fram að þetta fólk sem sat á þing í aðdraganda hrunsins og í hruninu og missti bankakerfið og Seðlabankann í gjaldþrot, fékk á sig hryðjuverkalögin, Icesave 1 nauðasamninginn og sat á þingi þegar eldar brunnu daglega fyrir utan þinghúsið og rúður þess margbrotnar í fyrstu byltingu Íslandssögunnar sem endaði með falli ríkisstjórnarinnar, þetta fólk hafi lent í slíku áfalli að það sé langt frá því búið að ná sér.

Það er hægt að kalla Breta ýmsum jákvæðum nöfnum en það er hreinlega sjúklegt að kalla Breta "vinaþjóð" og "siðaða menn" eftir það tjón sem þeir vísvitandi ollu hér og eftir þá nauðasamninga sem þeir hafa lagt fram og krafist að þjóðin undirgangist.

Eftir að hafa nú á þriðja ár hlustað í forundran á okkar helsta forystufólk berjast fyrir hverjum Icesave nauðasamningnum á eftir öðrum og um leið tala alltaf svona hlýlega um Breta þá hefur það loksins runnið upp fyrir mér.

Þetta fólk er allt haldið Stokkhólmsheilkenninu.

Við hin sem göngum heil til skógar eigum og verðum að taka fram fyrir hendurnar á þessu fólki.

Kjósum NEI á laugardaginn. 
 

 

 


mbl.is Augu umheimsins á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í málaferlunum um neyðarlögin þar er KR að keppa við Barcelona.

Hvort heldur menn velja já eða nei á laugardaginn þá fylgir báðum leiðum mikil áhætta. Hvort heldur niðurstaðan verður já eða nei þá er þetta Icesave mál rétt að byrja.

Verði nei ofaná þá fer væntanlega ferli í gang fyrir dómstólum. Hér má sjá Reimar Pétursson útskýra í máli og myndum hvað það hefur í för með sér : http://vimeo.com/21929491

Verði já ofaná og við veitum þessa ríkisábyrgð þá sitjum við næstu árin og fylgjumst með stærstu og öflugust fjármálafyrirtækjum og bönkum veraldar með færustu lögmenn heims á sínum snærum reyna að hnekkja neyðarlögunum fyrir Héraðsdómi og Hæstarétti. Vinni þeir ekki málin þar þá liggur fyrir að þeir munu reyna að fara með málið fyrir aðra dómstóla eins og Mannréttindadómstól Evrópu á grundvelli eignarréttarákvæðanna sem þeir telja að hafi verið brotin. Eins að neyðarlögin hafi verið túlkuð of frjálslega og tryggi of mikið af innistæðum. Sjá frétt þar um hér.

Hnekki þeir neyðarlögunum þá verður þrotabú Landsbankans ekki til ráðstöfunar upp í Icesave nema að takmörkuðu leiti. Þó við teljum okkur hafa góðan málstað að verja sem eru neyðarlögin og teflum fram okkar færustu lögmönnum gegn þeirra þá verður leikurinn í réttarsölunum ójafn. Það verður eins og við teflum fram KR en þeir Barcelona.

Þó við teljum okkur hafa góðan málstað að verja sem eru neyðarlögin þá veit engin hvernig þau málaferli enda. Það verður ekki ljóst fyrr en dómarinn flautar til leiksloka. Hvort það verða dómarar Hæstaréttar eða dómarar Mannréttindadómstóls Evrópu sem það gera mun koma í ljós.

Verði neyðarlögunum hnekkt og við búin að samþykkja að veita ríkisábyrgð á lágmarktryggingunni sem eru 674 ma. og lítið fé fæst úr þrotabúi Landsbankans þá verðum við að greiða bróðurpartinn af þessari upphæð úr ríkissjóði. Við erum að tala um upphæð sem samsvarar hálfri landsframleiðslunni sem þarf þá að greiða á næstu 37 árum.

Ég er gamblari en ekki svo mikill að ég þori að veðja 674 ma. á að KR vinni Barcelona þó málstaður okkar sé mjög góður, KR fái forgjöf og margir af okkar helstu knattspyrnusérfræðingum telji allar líkur á að KR vinni.

Menn skildu aldrei vanmeta Barcelona.

Þess vegna kýs ég NEI á laugardaginn.  Ég vil ekki að við veitum þessa ríkisábyrgð.

 


mbl.is Hverfur ekki þótt ríkisstjórnin fari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að mismuna erlendum innistæðueigendum með því að hafna Icesave?

 Haldi neyðarlögin þá liggur það fyrir að þrotabúið getur greitt erlendum innistæðueigendum að minnsta kosti 90% af því sem þeir áttu inni í bankanum þegar hann fór í þrot. Hefði Alþingi ekki sett neyðarlögin þá ættu Bretar og Hollendingar í besta falli von á að fá lágmarkstrygginguna, 20.887 evrur per reikning út úr þrotabúi Landsbankans. Það kostar 674 ma. Þessi 674 ma. lágmarkstrygging tryggir 50% til 55% af þeirri upphæð sem var sem innistæður í Landsbankanum. Um þessa lágmarkstryggingu snýst málatilbúnaður ESA gegn okkur, þ.e. að ríkið tryggi þessa lágmarksupphæð 20.887 evrur per reikning. ESA tekur ekki afstöðu til hugsanlegs mismununar milli innlendra og erlendra innistæðueigenda. 

Haldi neyðarlögin og innistæður verða forgangskröfur í búinu þá stendur þrotabúið innistæðueigendum til boða. Þeir fá þá að minnsta kosti 90% af sínum innistæðum greiddar. Hugsanlega 100% ef heimtur í þrotabúinu verða meiri. Nú eru sjálfir innistæðueigendurnir búnir að fá sitt. Þetta mál snýst um að skipta þrotabúi Landsbankans milli hins íslenska Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta, TIF, annars vegar og þeirra tryggingafélaga sem Landsbankinn keypti tryggingu hjá í Bretlandi og Hollandi til að tryggja til viðbótar 35.000 evrur á hverjum reikning og þess sem bresku og hollensku TIF sjóðirnir greiddu út umfram það.

Það sem verið er að fara fram á með Icesave samninginum er að Bretar og Hollendingar fá ekki bara 90% af sínum innistæðum heldur nærri 100%   +  vexti eins og Landsbankinn bauð á Icesave reikningunum   +   vexti á 674 ma. frá október 2009 til 2016 en þær vaxtagreiðslur fara minnkandi eftir því hvernig greiðslur berast úr búinu   +   greiðslur úr ríkissjóði og ríkisábyrgð á hugsanlegum eftirstöðvum af þessum 674 ma. ef okkar hlutur úr þrotabúinu sem er 51% dugir ekki til að greiða þessa lágmarkstryggingu að fullu. 

Það að ætla að krefjast þess að Íslendingar leggi til viðbótar þessum neyðarlögum fram ríkisábyrgð og íslenskir skattgreiðendur eigi að trygga þessum erlendu innistæðueigendum þessar innistæður að fullur finnst mér einfaldlega of langt gengið. Mér finnst nóg að gert með því að við höfum sett þessi neyðarlög og þar með tryggt þessu fólki að minnsta kosti 90% af þeim innistæðum sem það átti í Landsbankanum.

Við Íslendingar þurfum að bera kostnaðinn af því að hafa sett þessi neyðarlög um ókomin ár. Kostnaði sem felst í miklu vantrausti erlendra fjármálafyrirtækja á íslenska ríkinu. Þetta vantraust mun valda því að um ókomin ár verða þau lán sem okkur bjóðast með hærri vöxtum en ella. Fjöldi banka og fjármálafyrirtækja mun aldrei treysta sér til að lána aftur til Íslands því þeir segja: Ef bankakerfið þeirra lendir aftur í vandræðum þá stelur íslenska ríkið aftur öllum peningunum okkar og lætur sparifjáreigendur fá.

Þar fyrir utan þá er löng leið frá þeim bresku og hollensku innistæðueigendum sem tóku yfirvegaða ákvörðun að hætta sínu fé í erlendum netbanka sem bauð eina hæstu ávöxtun sem sést hefur í Evrópu frá stríðslokum. Banka sem var skráður í einu minnsta hagkerfi heims með einn ótryggasta gjaldmiðil í heimi. Þetta fólk tók yfirvegaða áhættu þegar það lagið sitt fé inn á Icesave reikninga Landsbankans.

það er löng leið frá þessu fólki og að launafólki og skattgreiðendum á Íslandi sem nú eru kallað til ábyrgðar og á að standa þessu fólki skil á því fé sem það tapaði þegar Landsbankinn fór í þrot. Íslenskt launafólk og skattreiðendur tók engar yfirvegar ákvarðanir í þessu máli og var grandalaust að þessar innistæður væru á þeirra ábyrgð.

Í ljósi þessa og í ljósi þess að við með neyðarlögunum erum að tryggja þessum erlendu aðilum að minnsta kosti 90% af þeim innistæðum sem voru í Landsbankanum, þá falla öll rök í mínum huga þess efnis að við eigum að samþykkja þennan Icesave samning til að koma í veg fyrir einhverja mismunun milli innlendra og erlendra innistæðueigenda.

Nánar um þetta hér í boði Reimars Péturssonar. Tekur 15 mín. og er skylduáhorf fyrir alla sem vilja kynna sér málin:

http://vimeo.com/21929491

 


mbl.is Aukning um 13 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei er besti kosturinn á laugardaginn.

Áttum okkur á því að ef við segjum NEI og ESA fer í gang með sitt mál á hendur ríkinu þá er ESA aðeins að fara fram á að við tryggjum lámarksinnistæðurnar á Icesave. Það kostar 674 ma. Eins og fram hefur komið þá eru til í þrotabúi Landsbankans í peningalegum eignum um 700 ma. Tapist þetta mál um lámarksinnistæðurnar og neyðarlögin halda þá bara borgar þrotabúið þessa kröfu og það fellur ekki króna á íslenska skattgreiðendur.

  

Icesave samningurinn gengur út að Bretar og Hollendingar fá 48% af þrotabúinu til að tryggja innistæður umfram þessar 674 ma. Þeir segjast hafa lagt út 500 ma. til að greiða út innistæður yfir lágmarkstryggingunni.

  

Með því að segja NEI eru Bretar og Hollendingar samt að fá 94% af sínum ýtrustu kröfum, haldi neyðarlögin og þeir leita eftir samningum í stað þess að fara í mál. Þá fá þeir um 1.200 ma. úr þrotabúi Landsbankans. Þar fyrir utan gætu málaferlin um neyðarlögin vel farið þannig að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja neyðarlög og tryggja lámarksinnistæður á Icesave reikningunum og greiðslumiðlun hér og nota til þess fé annarra kröfuhafa. Það sé hins vegar of langt seilst að neyðarréttur ríkisins til að tryggja hér greiðslumiðlum nái til þess að tryggja líka innistæður erlendra innistæðueigenda umfram lágmarkið. Að túlka neyaðrlögin þannig að þau nái einnig til erlendra innistæðna umfram lágmarkið er hugsanlega of langt gengið. Það hafi ekkert með greiðslumiðlun á Íslandi að gera. Kröfuhafar í gömlu bönkunum sem nú reyna að hnekkja neyðarlögunum munu án efa láta reyna á þennan flöt þessa máls. Vegna þess að það verður allt gert og allt reynt til að reyna að hnekkja neyðarlögunum þá má ekki veita þessa ríkisábyrgð. Það má ekki samþykkja Icesave.

    

Ef við segjum NEI og ESA fer í mál á þeim nótum sem ESA hefur lagt upp þá eru Bretar, Hollendingar og ESA bara að sækja þessar 674 ma. Mál ESA á hendur ríkinu er á forsendum þess að ESA vil að ríkið tryggja þessar lámarksinnistæður. Vinni Íslendingar málið þá fá Bretar og Hollendingar ekki krónu upp í þessa 1.200 ma. kröfu sína. Vinni ESA málið fá Bretar og Hollendingar 674 ma. upp í þessa 1.200 ma. kröfu sína.

  

Ef Bretar og Hollendingar vilja þá geta þeir gengið frá samningi við embættismenn fjármálaráðuneytisins fyrir hádegi á morgun að þeir fái 94% af sínum ýtrustu kröfum. Ástæðan að þetta mál fór fyrir þing og þjóð er að þeir heimtuðu til viðbótar við eignir þrotabúsins ríkisábyrgð á allan pakkann og einhverja 47 ma. til viðbótar sem þeir vilja að yrðu greiddar úr ríkissjóði. Þessir 47 ma. eru um 6% af þeirra heildarkörfum.

   

Segjum NEI og áður en við vitum af þá verða Bretar og Hollendingar búnir að gleyma öllu um einhver 6% og einhverja ríkisábyrgð. Þeir verða löngu búnir að semja við fjármálaráðuneyti, hirða þrotabúið og fá þar með 94% af sínum ýtrustu kröfum áður en til einhverra málaferla kemur.     

Þar fyrir utan, á meðan það tjón sem hryðjuverkalögin ollu hér á landi er óuppgert, þá á ekki að koma til álita að borga eina einustu krónu af skattfé almennings til Breta vegna þessa Icesave máls.

 


Lee Buchheit: Gríðarlegar fjárhæðir falla á ríkissjóð verði neyðarlögunum hnekkt.

Körfuhafarnir í þrotabúi Landsbankans sem eru mörg stærstu fjármálafyrirtæki veraldar vinna nú að því með færustu lögmönnum í heimi að reyna að hnekkja neyðarlögunum. Ef þeim tekst að hnekkja neyðarlögunum þá verða innistæður ekki lengur forgangskröfur í þrotabúi Landsbankans. Ef þessum aðilum tekst að hnekkja neyðarlögunum þá þýðir það að þessir aðilar munu fá stærstan hluta þrotabúsins í sinn hlut. Lítið fæst þá upp í Icesave innistæðurnar. Ef við samþykkjum Icesave samninginn þá erum við að ábyrgjast að greiða Bretum og Hollendingum Icesave óháð því hvort neyðarlögin halda.

Hver á að borga IcesaveÞessir aðilar eru að reyna að hnekkja neyðarlögunum fyrir íslenskum dómstólum með því að leggja til grundvallar stjórnarskrárvarinn eignarétt sem er skýr í íslensku stjórnarskránni annars vegar og í Mannréttindayfirlýsingu Evrópu hins vegar. Sjá þessa frétt hér og viðbrögð talsmanns þessara lánadrottna við dómi héraðsdóms um heildsöluinnlánin nú fyrir helgi:  Erlendir kröfuhafar: Dómur Héraðsdóms gegn stjórnarskránni. 

Vel getur farið svo að það verði fyrst þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp sinn dóm eftir 3 ti 5 ár að við vitum hvort neyðarlögin halda. Vel getur farið svo að þá fyrst vitum við hvort eignirnar sem eru í þrotabúi Landsbankans verða til ráðstöfunar upp í Icesave. Ef neyðarlögunum verður hnekkt þá vegna ríkisábyrgðarinnar, þá falla þessir 674 ma. sem það kostar að tryggja lámarksinnistæðurnar á Icesave reikningunum, þær falla þá að stórum hluta til á ríkissjóð. Það er að segja ef við samþykkjum Icesave samninginn þann 9. apríl nk.

Þetta staðfesti Lee Buchheit í viðtali í Silfrinu á sunnudaginn. Verði neyðarlögunum hnekkt sagði hann, þá falla gríðarlegar skuldbindingar á ríkissjóð. Lee Buchheit upplýsti líka að það er gert ráð fyrir þessum möguleika í Icesave samningnum. Hann sagði að menn hefðu reiknað með því að þetta gæti gerst. Þess vegna er gert ráð fyrir því í Icesave samningnum að það geti tekið ríkissjóð næstu 37 árin að greiða upp Icesave.

Þess vegna má ekki veita þessa ríkisábyrgð. Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.

Gerum okkur grein fyrir því að þetta Icesave mál er rétt að byrja hvort heldur þjóðin velur já eða nei á laugardaginn. Gríðarleg óvissa mun ríkja um afdrif þessa máls þar til dómur fellur fyrir Hæstarétti og hugsanleg í framhaldi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu hvort neyðarlögin halda. Sérstaklega mun þessi óvissa plaga okkur ef við samþykkjum Icesave og veitum þessa ríkisábyrgð.

Ég minni á að ef við höfnum Icesave 3 og neyðarlögin halda þá fá Bretar og Hollendingar vegna neyðarlaganna, 94% af sínum ýtrustu kröfum, þ.e. tæpa 1.200 ma.  Sjá þennan pistil hér:  Felli þjóðin Icesave 3 fá Bretar og Hollendingar samt 94% af sínum ýtrustu kröfum.

Ef við segjum NEI þá borgum við sjálf ekki neitt næstu árin og engin ríkisábyrgð verður veitt. Málið fer þá fyrir dómstóla og þá gefst tækifæri til að taka tillti til þess hvort neyðarlögin halda eða ekki. Eins gefst þá tækifæri, ef menn vilja, til að bjóða Bretum og Hollendingum aftur að samningaborðinu þegar réttaróvissunni um neyðarlögin hefur verið eytt.

  • Ef við segjum JÁ og neyðarlögin halda ekki þá falla gríðarlegar fjárhæðir á ríkissjóð og þjóðin verður skattpínd og sliguð næstu 37 árin að borga Icesasve.
  • Að samþykkja Icesave meðan það ríkir réttaróvissa um hvort neyðarlögin halda er óásættanlegt gambl.

Að segja NEI er eina skynsamlega leiðin út úr þessu klúðri.

 

 

 
mbl.is Vilja taka lán fyrir vöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Felli þjóðin Icesave 3 fá Bretar og Hollendingar samt 94% af sínum ýtrustu kröfum.

Ef þjóðin fellir Icesave 3 í komandi kosningum og neyðarlögin halda þá fá Bretar og Hollendingar samt 94% af sínum ýtrustu kröfum. 

  • Verði neyðarlögunum hins vegar hnekkt með einhverjum hætti á komandi árum og hafi þjóðin samþykkt Icesave 3 í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þá falla 674 ma. á ríkissjóð og þar með á skattgreiðendur á Íslandi.
  • Verði neyðarlögunum hnekkt með einhverjum hætti á komandi árum og hafi þjóðin hafnað Icesave 3 í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þá mun ekki króna falla á ríkissjóð vegna þessa Icesave samnings.

Með Icesave 3 samningnum þá er ríkið, þ.e. Alþingi, að veita ríkisábyrgð á  lágmarksinnistæðum, 20.887 evrum per Icesave reikning. Það kostar 674 ma. að greiða öllum innistæðueigendum þessar 20.887 evrur.

Samkvæmt Icesave samningnum þá fá Bretar og Hollendingar beint til sín 48% af eignum þrotabús Landsbankans. Það fá þeir að því þeir segjast hafa lagt út 500 ma. til að tryggja innistæður umfram þetta lágmark, 20.887 evrur per reikning.

Íslendingar fá 51% af þrotabúi Landsbankans til þess að tryggja þessar lámarkinnistæður, 20.887 evrur per reikning.  Skv. Icesave 3 samningnum fá Íslendingar 51% af þrotabúi Landsbankans upp í þessar 674 ma. sem það kostar að tryggja þessar lámarksinnistæður.  Málið er bara að þessi 51% duga ekki til að tryggja þessar innistæður að fullu. Í dag er okkur sagt að það vanti 47 ma. upp á. Þessa 47 ma. á því að taka úr ríkissjóði, þ.e. íslenskir skattgreiðendur eiga að borga 47 ma. vegna þessa máls.

Bretar og Hollendingar hafa sótt það mjög stíft að fá ríkisábyrgð á þennan Icesave samning. Í skjölum sem láku frá Wikileaks kom fram að breska og hollenska samninganefndin fékk þau fyrirmæli að þeim væri frjálst að semja um hvaða vexti sem er en undir engum kringumstæðum mætti gefa það eftir að falla frá ríkisábyrgð á samningnum. Af hverju sækja Bretar og Hollendingar þessa ríkisábyrgð svona stíft? Hvað vita þeir um þrotabú Landsbankans og neyðarlögin sem við vitum ekki?

Komi eitthvað fyrir þrotabú Landsbankans eða eignir hans rýrna með einhverjum hætti þá fær ríkið minna upp í þessa 674 ma. kröfu. Það fé verður þá að taka úr ríkissjóði.

Í dag vinna færustu og dýrustu lögfræðingar heims að því að finna leiðir til að hnekkja neyðarlögunum. Verði þeim hnekk með einum eða öðrum hætti þá verður þrotabú Landsbankans ekki til ráðstöfunar upp í Icesave. Þá falla þessir 674 ma. á ríkissjóð ef við höfum samþykkt Icesave 3 samninginn. Með því að samþykkja Icesave 3 samninginn þá  er íslenska þjóðin að ábyrgjast það að greiða Bretum og Hollendingum þessa 674 ma.

Með því að samþykkja Icesave þá erum við að skuldsetja þjóðina um 674 ma. Síðan mun koma í ljós hve mikið fæst úr þrotabúi Landsbankans og hvort neyðarlögin halda þannig að hægt sé að nýta þrotabúið til að greiða þessa skuld.

Okkur er sagt að í þrotabúinu séu um 1.200 ma. Þar af um 700 ma. í peningalegum eignum. Ef við segjum nei og neyðarlögin halda þá eru þessir 1.200 ma. til ráðstöfunar upp í þær kröfur sem verið er að gera vegna innistæðna í gamla Landsbankanum. Það er, þessar 674 ma. sem það kostar að tryggja lágmarksinnistæður og þessa 500 ma. sem Bretar og Hollendingar segjast hafa greitt vegna innistæðna umfram þetta lágmark. Kröfur sem verið er að gera vegna innistæðna eru því um 1.174 ma.

Ef ekki kæmi til þessi krafa Breta og Hollendinga að þeir fái ríkisábyrgð til viðbótar við væntanlegar greiðslur úr þrotabúi Landsbankans ásamt þessum 47 ma. þá hefðu Bretar og Hollendingar geta gengið frá þessi máli með embættismönnum fjármálaráðuneytisins. Þá hefði þetta mál aldrei þurft að fara fyrir þingið. Það er bara vegna þessarar kröfu um ríkisábyrgð og þessara 47 ma. að það þurfti að fara með málið fyrir þingið. Þingið hefur jú fjárveitingarvaldið og getur eitt skuldbundið þjóðina fjárhagslega.

  • Ef við segjum NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni og neyðarlögin halda þá gerist tvennt. Bretar og Hollendingar fá ekki þessa ríkisábyrgð og þeir fá ekki þessa 47 ma. sem eigi að koma úr ríkissjóði vegna þessa máls.
  • Ef við segjum NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni og neyðarlögin halda þá fá Bretar og Hollendingar eigi að síður 94% af sínum ýtrustu fjárkröfum. (Það er, þeir fá allt þrotabúið um 1.174 ma. mínus þessa 47 ma. sem til stendur að ríkisjóður greiði.)  Ef heimtur úr þrotabúinu verða betri þá fá þeir sínar fjárkröfur 100% greiddar.

Því hefur verið haldið fram að lánshæfi Íslands versni ef við höfnum Icesave 3. Af hverju ætti lánshæfismat Íslands að lækka þegar við erum að tryggja viðmælendum okkar, með neyðarlögunum, að minnsta kosti 94% af þeirra ýtrustu kröfum?

Því hefur verið haldið fram að við verðum að samþykkja Icesave til að standa við okkar alþjóðlegu skuldbindingar. Hvernig getum við verið að brjóta einhverjar alþjóðlegar skuldbindingar okkar gagnvart Bretum og Hollendingum ef þeir eru að fá að minnsta kosti 94% af kröfum sínum greiddar?

Auðvita eigum við ekki að taka þá áhættu sem fylgir því að veita þessa ríkisábyrgð þegar ekki liggur fyrir hvort neyðarlögin halda fyrir Hæstarétti.

Það er algjörlega óásættanlegt gambl að samþykkja ríkisábyrgð upp á 674 ma. á þessum Icesave samningi án þess að vita hvort neyðarlögin halda fyrir Hæstarétti.

----- o -----

Varðandi neyðarlögin sjálf þá vil ég benda á þessa pistla hér:

Kröfuhafar í þrotabúi Landsbankans munu ekki gefa 1.200 ma. eftir baráttulaust.

Þau ákváðu að ræna Deutche bank, Seðlabanka Evrópu, HSBC og alla hina bankana.

Íslendingar ræningjalýður í augum Evrópu?

Neyðarlögin stærsta rán í sögu Evrópu? 

Skjaldborg slegin um stærsta rán Íslandssögunnar

 

 


mbl.is Erlendir kröfuhafar: Dómur Héraðsdóms gegn stjórnarskránni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig getur skuldsetning ríkissjóðs upp á 674 ma. aukið lánshæfi hans?

Einhver ótrúlegustu rök sem ég hef heyrt ganga nú fjöllunum hærra í áróðri þeirra sem vilja samþykkja Icesave 3 samninginn. Því er haldið fram að það muni aðeins falla 47 ma. á ríkissjóð vegna þessa máls. Ekkert er hins vegar minnst á að Icesave 3 samningurinn gengur út á það að ríkið er að ábyrgjast lámarksinnistæður á þessum Icesave reikningum, þ.e. 20.887 evrur per reikning. Samkvæmt nýjustu upplýsingum þá kostar það 674 ma. að tryggja þessa lámarksinnistæðu á hverjum einasta Icesave reikning.

Samþykkjum við Icesave 3 þá þarf ríkissjóður að greiða þessar 674 ma. óháð því hvað fæst úr þrotabúi Landsbankans. Með því að samþykkja Icesave 3 þá er verið að skuldsetja ríkissjóð um 674 ma. Þessi dómur sem féll í dag að heildsölulán eru forgangskröfur verður til þess að minna er til skiptana úr þrotabúinu upp í þessa Icesave reikninga. Það þýðir að væntingar um að lítið sem ekkert muni falla á ríkissjóð samþykkjum við Icesave 3 eru gufaðar upp. Verði neyðarlögunum hnekkt nú í framhaldinu þá verður þrotabú Landsbankans ekki til ráðstöfunar upp í þessa 674 ma. sem er þá orðin að skuld ríkissjóðs við Breta og Hollendinga.

  • Því er svo haldið fram að með því að auka skuldsetningu ríkissjóðs um 674 ma. þá verði auðveldara að fá lán hjá erlendum fjármálafyrirtækum.
  • Því er svo haldið fram að þau lán sem bjóðast eftir að við eru búin að auka skuldsetningu ríkissjóðs um sem samsvarar hálfri landsframleiðslu að þau verða þá á lægri vöxtum en þau lán sem bjóðast í dag.

Hvernig geta eðlilega skynsamir menn haldið því fram að með því að auka við skuldir ríkissjóðs þá muni verða auðveldara að fá lán í útlöndum og þau lán verði þá á lægri vöxtum?

Auðvita verður miklu erfiðara að fá lán eftir að við höfum skuldsett ríkissjóð um sem samsvarar hálfri landsframleiðslunni, ríkissjóð sem þegar er yfirskuldsettur.

Auðvita verða þeir vextir sem ríkinu, opinberum aðilum og íslenskum fyrirtækjum bjóðast á næstu árum á hærri vöxtum ef við þann 9. apríl nk. samþykkjum að skuldsetja ríkissjóð um 674 ma.

Þetta er einfalt.

  • Því meira sem við skuldsetjum ríkissjóð því færri vilja lána honum.
  • Því meira sem við skuldsetjum ríkissjóð því hærri verða vextirnir á þeim lánum sem bjóðast.

Það er ljóst að það er fullt af fólki í þessu samfélagi sem er búið að missa algjörlega áttirnar í þessu máli.

Við skulum ekki láta þetta fólk segja okkur að með því að skuldsetja ríkissjóð um hálfa landsframleiðsluna þá verði auðveldara að fá lán í útlöndum og þau lán fáist á lægri vöxtum. Við skulum ekki láta þetta fólk segja okkur að hvítt sé svart og svart sé hvítt.

Kjósum NEI við Icesave og tryggjum hér á komandi árum að minnsta kosti óbreytta stöðu ef ekki betri í framboði á erlendum lánum og að minnsta kosti óbreytta vexti ef ekki betri vexti á þessum lánum.

 


mbl.is Heildsöluinnlán forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrifar Steingrímur upp á óútfyllta víxilinn hjá Geir Ólafs?

Fyrst Steingrímur er tilbúinn að láta þjóðina skrifa upp á óútfylltan víxil upp á hundruð milljarða fyrir Breta og Hollendinga þá hlýtur Steingrímur að vera tilbúinn að kvitta sjálfur upp á samskonar víxil fyrir Geir Ólafs.

432092A „Ritarinn hans tók við víxlinum. Ég býst við að Steingrímur skrifi undir hann fyrir mig,“ segir Geir Ólafsson, söngvari, um óútfylltan víxil sem hann afhenti í fjármálaráðuneytinu í dag og var ætlaður Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra. Gerir hann þetta til að benda á óréttlæti Icesave-málsins.

Færustu lögspekingar heims vinna nú að því að fá neyðarlögunum hnekkt. Verði neyðarlögunum hnekkt og innistæður ekki samþykktar sem forgangskröfur þá eignast kröfuhafar þrotabú Landsbankans eins og lög stóðu til fyrir setningu neyðarlagana. Verðmæti þess er um 1.200 milljarðar. Þessir aðilar munu ekki gefa þessa 1.200 milljarða eftir baráttulaust.

Verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi þá verða innistæður ekki lengur forgangakröfur í þrotabúum bankana. Innistæður eru þá tryggðar skv. gildandi lögum um Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta, TIF. Engin ríkisábyrgð er á innistæðum skv. lögum og reglum Íslands og ESB um innistæðutryggingar eins og Lárus Blöndal og helstu lögspekingar hér heima og erlendis hafa margoft bent á. Verði neyðarlögunum hnekkt hirða kröfuhafar þrotabúið eins og íslensk gjaldþrotalög gera ráð fyrir. TIF verður þá einn af kröfuhöfunum í þrotabú bankans og væntanlega nokkuð aftarlega í þeirri röð, t.d, fyrir aftan þá sem áttu í peningamarkaðssjóðunum.

Það þýðir að við getum ekki notað eignir þrotabús Landsbankans til að greiða Icesave nema að litlu leiti.

Ef við samþykkjum ríkisábyrgð á Icesave í komandi kosningu þá munum við þurfa að borga Icesave óháð því hve mikið fæst úr þrotabúi Landsbankans. Verði neyðarlögunum hnekkt þá fáum við bara lítinn hluta af þrotabúinu til að borga Icesasve. Ríkissjóður mun því sjálfur þurfa að greiða lang stærstan hluta þessara 670 til 1.200 milljarða sem Icesave krafan er. Það er að segja þessa 670 milljarða sem það kostar að tryggja lágmarksinnistæður 20.887 evrur per reikning og þá rúmu 500 milljarða sem Bretar og Hollendingar segjast hafa lagt fram til að tryggja innistæður umfram 20.887 evrur.

Þess vegna hafa Bretar og Hollendingar sótt það svo fast að fá þessa ríkisábyrgð. Þeir óttast að neyðarlögunum verði hnekkt. Ef það gerist þá vilja þeir hafa þessa ríkisábyrgð í höndunum. Vegna þessarar ríkisábyrgðar þá er það ríkissjóður sem þarf að borga Bretum og Hollendingum 670 til 1.200 milljarða verði neyðarlögunum hnekkt.

Verði neyðarlögunum hnekkt þá falla 670 til 1.200 milljarðar á ríkisjóð. Fyrsta dómsins um hvort neyðarlögin halda er að vænta frá héraðsdómi nú í vor. Ætli það verði þá ekki að ári sem von er á fyrsta hæstaréttardómnum um það hvort neyðarlögin halda.

Ég er gamblari en ekki svo mikill gamblari að ég þori að segja já við Icesave þegar ekki liggur fyrir niðurstaða frá æðstu dómstólum hvort neyðarlögin halda.

Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.

Það má ekki veita þessa ríkisábyrgð þegar ekki er vitað hvort neyðarlögin halda.

 


mbl.is Geir Ólafs afhendir Steingrími óútfylltan víxil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn synjar Icesave 3 og við það fer fasteignamarkaðurinn í gang.

Allar hagtölur á Íslandi hafa verið upp á við frá því forsetinn og síðan þjóðin hafnaði Icesave 2 samningnum fyrir um ári síðan.

Nú þegar forsetinn hefur synjað Icesave samningnum númer 3 staðfestingar hefur kviknað sú von að íslensk þjóð nái að bíta af sér þá skuldaklafa sem Bretar og Hollendingar vilja setja þjóðina í. Skuldaklafa sem engin veit hversu háir verða.

Um leið og þessi von vaknar þá fer fasteignamarkaðurinn í gang.  

Við vitum og finnum það að þjóðin er að brjótast út úr kreppunni.

Við vitum hvað við höfum og hvað við erum með í höndunum ef við höfnum Icesave 3.

Við vitum hins vegar ekkert hvað gerist ef við skrifum undir þennan óútfyllta Icesave víxil. 

Veðjum á óbreytt ástand. Veðjum á fasteignamarkaðinn sem eftir rúm 3 ár er að fara í gang. Veðjum á allt það sem við höfum í hendi og allt það sem er að gerast.  

Um leið og við samþykkjum Icesave og skuldsetjum þjóðina enn frekar þá mun lánshæfi ríkisjóðs minnka. Það þýðir að enn verra verður að fá lán erlendis og ef það fást lán þá verða þau með enn hærri vexti en nú bjóðast.

Höfnum óvissunni. Höfnum Icesave. 



mbl.is Líflegustu fasteignaviðskipti í 3 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kröfuhafar í þrotabúi Landsbankans munu ekki gefa 1.200 milljarða eftir baráttulaust.

Við verðum að gera okkur grein fyrir því að kröfuhafar í þrotabúum gömlu bankana sem eru öll helstu fjármálafyrirtæki heims eru nú með í gangi málaferli sem ætlað er að hnekkja neyðarlögunum.

Færustu lögspekingar heims vinna nú að því að fá neyðarlögunum hnekkt. Verði neyðarlögunum hnekkt þá eignast kröfuhafar þrotabú Landsbankans. Verðmæti þess er um 1.200 milljarðar. Þessir aðilar munu ekki gefa þessa 1.200 milljarða eftir baráttulaust.

Verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi þá verða innistæður ekki lengur forgangakröfur í þrotabúum bankana.

Það þýðir að við getum ekki notað eignir þrotabús Landsbankans til að greiða Icesave.

Ef við samþykkjum ríkisábyrgð á Icesave þá munum við þurfa að borga Icesave óháð því hvort hægt er að nota þrotabú Landsbankans til þess eða ekki. Verði neyðarlögunum hnekkt þá fáum við ekki krónu úr þrotabúi Landsbankans upp í Icesasve. Ríkissjóður mun samt þurfa að greiða þessa 1.200 milljarða sem Icesave krafan er. Það er að segja þessa 630 milljarða sem það kostar að tryggja lágmarksinnistæður 20.887 evrur per reikning og þá rúmu 500 milljarða sem Bretar og Hollendingar hafa lagt fram til að tryggja innistæður umfram 20.887 evrur.

Þess vegna hafa Bretar og Hollendingar sótt það svo fast að fá þessa ríkisábyrgð. Þeir óttast að neyðarlögunum verði hnekkt og ef það gerist þá verður að vera ríkisábyrgð á Icesave þannig að við neyðumst til að taka 1.200 milljarða úr ríkissjóði til að borga Icesave.

Verði neyðarlögunum hnekkt þá falla 1.200 milljarðar á ríkisjóð.

Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.

Það má ekki veita þessa ríkisábyrgð.


mbl.is Lánshæfismatið versnaði ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verði neyðarlögunum hnekkt falla 1.200 milljarðar á ríkissjóð.

Við skulum gera okkur grein fyrir því að ef málaferlin vegna neyðarlagana tapast og við samþykkt ríkisábyrgð á Icesave skuldbindingunni þá falla 1.200 milljarðar á ríkissjóð.

Ef þessi gjörningur Alþingis að breyta forgangsröðum krafna verður dæmdur ólöglegur og felldur úr gildi þá verða engir fjármunir teknir úr þrotabúi Landsbankans og þeir fjármunir notaðir til að greiða Icesave. Fyrrum lánadrottnar og núverandi kröfuhafar í þrotabúi Landsbankans eignast þá allt það fé sem er í þrotabúinu, eins og lög stóðu og standa til.

  • Gerum okkur grein fyrir því að það fé sem nota á til að greiða Icesave, því fé ætlum við okkur að stela með neyðarlögum af núverandi kröfuhöfum þrotabús Landsbankans. 
  • Gerum okkur grein fyrir því að Icesave samningurinn gengur út á það að þrír aðilar ætla að skipta á milli sín þýfi sem stolið var frá helstu fjármálastofnunum heims. 

Lítill fugl hvíslaði því að mér að ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar hafa sótt það svo fast að fá ríkisábyrgð á Icesave samninginn er að Bretar og Hollendingar gera ráð fyrir að neyðarlögin muni á endanum ekki halda. Þeir gera ráð fyrir því að íslenska ríkið muni á endanum tapa málaferlum vegna neyðarlagana. Það þýðir að það verður ekki hægt að nota þá fjármuni sem nú liggja og lágu inni í þrotabúum bankana til að tryggja innistæður hér heima og erlendis.

Þetta álit sem kom frá ESA að "líklega"myndu neyðarlögin halda var pantað álit af Bretum og Hollendingum til að róa Íslending og fá þá til að samþykkja ríkisábyrgðina.

Ég skil ekki hvað þingið er að hugsa þegar það samþykkir 1.200 milljarða ríkisábyrgð á skuldbindingu sem engin veit í dag hvort verður greidd úr þrotabúi Landsbankans eða fellur öll á ríkissjóð. 

Tapist málaferlin vegna neyðarlagana og við búin að samþykkja ríkisábyrgð á 1.200 milljarða Icesave samningi, í hvaða stöðu erum við þá?

Nei, fellum þennan Icesave samning í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ekki forsvaranlegt að samþykkja 1.200 milljarða ríkisábyrgð í þeirri von að málaferli vegna neyðarlagana vinnist. 

Ég er gamblari en ekki svona mikill.

 


mbl.is Meirihluti segist styðja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, ég vel dómstólaleiðina. Það geri ég áhyggjulaust.

Einfaldir útreikningar, sjá hér, staðfesta að útreikningar InDefence á kostnaði við dómstólaleiðina eru réttir. Með einföldum útreikningum er hægt að staðfesta að kostnaðurinn við dómstólaleiðina er af þeirri stærðargráðu sem InDefence reiknar hann.

Mín niðurstaða er því sú að:

  • Það er ekkert þannig að Icesave kosti 47 ma. eins og stjórnvöld halda fram.
  • Það er ekkert þannig að dómstólaleiðin kosti 500 ma. eins og stjórnvöld halda fram.

Það er hins vegar hægt að treysta tölunum frá InDefence. Sjá nánar hér. Þeirra mat er þetta: 

  • 75 ma. kostar það okkur ef við samþykkjum Icesave.
  • 140 ma. kostar það okkur ef við töpum dómsmálinu algjörlega.

Þetta eru hinir raunverulegu valkostir sem þjóðin stendur frammi fyrir.

Ég trúi að Lárus Blöndal fari með rétt mál varðandi réttarstöðu okkar. Ég trúi því að við annað hvort vinnum málið fyrir dómstólum eða verðum dæmd til að tryggja lágmarks innistæður upp á 20.887 evrur per reikning. Í báðum tilfellum mun ríkissjóður ekki þurfa að greiða krónu. Þrotabú Landsbankans á fyrir þessum dómi.

Ég trúi líka áliti þeirra lögspekinga sem lögðu fram sína umsögn um Icesave 3 fyrir fjárlaganefnd, þar sem fram kom að afar ólíklegt er að við verðum dæmd til að tryggja allar innistæður að fullu.

Ég er tilbúinn út frá þessum forsendum að fara dómstólaleiðina að gambla með það að geta hugsanlega lent í því að borga 140 ma í stað þess að þurfa með vissu að borga 75 ma. Með þessu er ég að gambla með 65 ma. (140 - 75 = 65 ma.)

Ég þykist líka vita að Bretar og Hollendingar eru EKKI tilbúnir að gambla í þessu máli með það undir að geta tapað 1.200 ma. Gerum okkur grein fyrir því að ef við vinnum málið fyrir Hæstarétti Íslands þá fá þeir ekki krónu. Tapi þeir málinu fyrir Hæstarétti Íslands þá tapa þeir 1.200 ma.

Gerum okkur líka grein fyrir því að ef við verðum dæmd til þess að tryggja lágmarks innistæður, 20.887 evrur per reikning, þá verður þrotabú Landsbankans gert að greiða Bretum og Hollendingum 630 ma. en það er kostnaðurinn við að tryggja þessar lágmarks innistæður. Það þýðir að Bretar og Hollendingar tapa 570 ma. miðað við fyrirliggjandi Icesave samning þar sem gert er ráð fyrir að þeir fái 1.200 ma.

Aðeins með því að þeir vinni málið og við dæmd til að tryggja allar innistæður að fullu fá þeir út úr dómsmáli eitthvað í líkingu við Icesave samninginn. Og hverjar eru líkurnar á því? 5% til 10%?

  • Löngu áður en Hæstiréttur Íslands fær málið í sínar hendur þá semja Bretar og Hollendingar og hirða sína 1.200 ma. úr þrotabúinu án þess að nokkur ríkisábyrgð fylgi eða greiðsla frá ríkinu. Með slíkum samningi fá Bretar og Hollendingar 94% af núverandi Icesave samningi.
  • Slíkan samning gætu þeir klárað fyrir hádegi á morgun með Steingrími J. Það þarf engin lög frá Alþingi til að ganga frá slíkum samning. Það er bara vegna þess að Bretar og Hollendingar vilja fá ríkisábyrgð og 75 ma. til viðbótar við það sem er í þrotabúi Landsbankans að þessi Icesave samningur fór aftur fyrir þing og þjóð.  

Tapi Bretar og Hollendingar þessu máli fyrir dómstólum þá tapa þeir 1.200 ma. Hverjar eru líkurnar á því? 20% til 30%? Myndu ríkisstjórnir Bretlands og Hollands þola það? Eru þessar ríkisstjórnir til í slíkt gambl?

Verði Íslendingar dæmdir til að greiða lágmarks trygginguna, sem margir telja líklega niðurstöðu, þá greiðir þrotabúið út 630 ma. Þá fellur ekki króna á íslenska ríkið. Þrotabúið á í dag í peningalegum eignum 700 ma. Bretar og Hollendingar tapa hinsvegar 570 ma. miðað við fyrirliggjandi Icesave samning. Myndu ríkisstjórnir Bretlands og Hollands þola það? Eru þessar ríkisstjórnir til í slíkt gambl?

Nei, löngu áður en málið fer í hendur Hæstaréttar Íslands þá verða Bretar og Hollendingar búnir að gleyma öllu um ríkisábyrgðir og einhverjum smá greiðslum úr ríkissjóði Íslands. Þeir taka þrotabúið og fá þar með 94% af sínum kröfum.

Já, ég er tilbúinn að fara dómstólaleiðina og með því gambla með 65 ma. Það geri ég áhyggjulaust.


mbl.is Samningsbrotamál líklegast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Versta niðurstaða úr dómsmáli 200 milljarðar.

Ingvi Hrafn á þakkir skyldar fyrir góðan þátt á ÍNN í gær með Lárusi Blöndal samningamanni í samninganefnd Íslands um Icesave. Eins var Lárus mjög góður og skýrði vel út þennan samning þannig að allir þeir sem á horfðu urðu miklu fróðari á eftir.

Það eina sem ég skildi ekki þegar ég horfði á þáttinn í gær var þegar Lárus fór að tala um þann kostnað sem gæti fallið á ríkissjóð, tapaðist málið fyrir dómstólum og við dæmd til að tryggja allar innistæður að fullu.

Þegar Lárus fór að tala um 300, 400 og jafnvel 500 milljarða vaxtakostnað sem gæti fallið á okkur færi dómsmálið á versta veg þá missti ég alveg áttirnar. 

Ég ætlað mér aldrei að fara út í það að vaxtareikna þetta dæmi en ef þessar útskýringar er það eina sem okkur býðst, tölur ekki studdar neinum útreikningum, þá á greinilega að setja það í hendurnar á almenningi að finna út úr þessu.

Til að reyna að skilja þessar tölur þá setti ég upp eins einfalt dæmi og hægt er út frá því sem við vitum.

  • Við vitum að allur Icesave pakkinn var, 09.01.2011, rétt rúmir 1.200 ma.
  • Við vitum að til að tryggja lámarksinnistæðu, 20.887 evru per reikning þá kostar það 630 ma.
  • Lárus Blöndal sagði okkur í gær að "peningalegar eignir" þrotabús Landsbankans eru um 700 ma, það er þrotabúið á í dag um 700 ma. í reiðufé.
  • Lárus Blöndal sagði okkur líka í gær að eins og staðan væri í dag myndi öllum greiðslum vegna Icesave ljúka fyrir 2016.

Fari málið fyrir dómstóla þá getum við valið tvær leiðir:

A) Borga þó svo dómsmál verði í gangi

B)  Borga ekkert nema við verðum dæmd til þess.

Við skulum gefa okkur að dómsmálið fari á versta veg og við eftir fjögur ár, 2015, verðum dæmd til þess að tryggja allar innistæður að fullu. Um 1.200 ma. munu þá falla með vöxtum á ríkissjóð. Segjum með 6% vöxtum frá og með árbyrjun 2010.

Leið A) 

Við veljum að borga og setja þrotabú Landsbankans upp í Icesave eftir því sem greiðslur berast þó svo dómsmálið sé í gangi. Þá lítur greiðsluflæðið út eins og sést á töflunni hér fyrir neðan. Vaxtakostnaðurinn verður 162 ma.

Icesave skuldin A

  • Á árinu 2010 falla á okkur 1.200 ma. Miðað við 6% vexti falla á árinu á okkur í vexti kr. 72 ma.
  • Á árinu 2011 þá greiðum við Bretum og Hollendingum það fé sem er til í þrotabúinu, 700 ma. Eftirstöðvar eru þá 500 ma. og vextir af 500 ma. á ári eru 30 ma.
  • Næstu fimm árin fram til 2016 koma þessir 500 ma. inn í þrotabúið, 100 ma. á ári. Vextir á eftirstöðvunum árið 2012 eru 24 ma., árið 2013 eru þeir 18 ma. svo 12 ma. og að lokum 6 ma. Samtals gera þetta 162 ma. í vexti.

Leið B)

Við veljum að borga ekki neitt úr þrotabúi Landsbankans vegna Icesave fyrr en við verðum dæmd til þess og gerum ráð fyrir því að það gerist 2015. Þá töpum við málinu stórt og þá fellur á ríkissjóð öll upphæðin, 1.200 ma. Þessi upphæð fellur öll á ríkisjóð með fullum vöxtum frá ársbyrjun 2010 og til ársins 2015. Þegar dómur fellur 2015 þá borgum við út það sem þá er til í þrotabúinu. Sjá töflu B) hér fyrir neðan. Ef við gerum þetta svona þá er vaxtakostnaðurinn 366 ma. Nú erum við farin að nálgast aðeins þær tölur sem Lárus Blöndal er að tala um.

En gleymum því ekki að þessir 700 ma. sem eru til í reiðufé í þrotabúinu í dag það fé hlýtur að vera geymt á vöxtum á einhverjum reikningum, í þýskum ríkisskuldabréfum eða eitthvað. Það fé hlýtur að safna vöxtum meðan við bíðum dóms og féð er í okkar vörslu. Við erum að fá um 2,5% vexti á gjaldeyrisforðann sem við tókum að láni hjá AGS og er geymdur í banka í BNA. Við skulum ætla að þrotabúið geti ávaxtað þetta fé með 3% vöxtum og þá lítur dæmið út eins og sést í töflu C). Vextirnir sem þrotabúið fær við það að greiða ekkert út og ávaxta féð er 171 ma.

Kostnaður ríkissjóðs vegna vaxta fyrir að borga ekkert fyrr en við verðum dæmd til þess er því 366 ma. - 171 ma.  =  195 ma.

Icesave skuldin

 

Hér er mjög einföld sviðsmynd af þeirri stöðu sem nú er uppi veljum við að hafna Icesave samningnum og fara dómstólaleiðina. Ég vil hafa alla fyrirvara á þessum útreikningum enda eru þeir eingöngu ætlaðir til að skynja stærðargráðu þess vaxtakostnaðar sem við stöndum frammi fyrir höfnum við Icesave og töpum málinu algjörlega fyrir dómi. Samkvæmt þessum einföldu útreikningum þá verður vaxtakostnaður okkar að fara dómstólaleiðina samt aldrei meiri en um 200 ma.

  • Íslendingar hafa alla tíð sagst vilja borga og ef við veljum leið A) í þessum málaferlum og byrjum strax að borga inn á Icesave það sem er til í þrotabúinu þá mun versta niðurstaða úr málaferlum kosta okkur þessa 47 ma. sem ríkið gerir ráð fyrir að falli á ríkissjóð plús vextir upp á  162 ma, samtals 209 ma.
  • InDefence metur þennan kostnað 140 ma., sjá nánar hér, enda gera þeir ráð fyrir lægri vöxtum en þessum 6% sem ég miða við. 

Ég get ekki skilið að versta niðurstaða fyrir dómstólum muni kosta ríkissjóð einhverja 500 milljarða eins og Lárus Blöndal vill halda fram.

Ég ítreka þá ósk mína að þessir útreikningar Lárusar / samninganefndarinnar verði lagðir fram svo menn eins og ég sem fyrirmunað er að reikna svona hluti út í huganum yfir sjónvarpsþætti, getum skilið hvernig þessir 500 ma. verða til.

Jafnframt vil ég benda á að ef við verðum dæmd til að tryggja lágmarksinnistæður, 20.887 evrur per reikning, sem að mati margra er líklegasta niðurstaðan í dómsmáli, þá mun það kosta 630 ma. Í þrotabúinu eru til í dag í reiðufé 700 ma. svo slík niðurstaða myndi ekki kosta ríkisjóð krónu. Slík niðurstaða í dómsmáli væri sigur fyrir okkur og fyrir þá sem vilja ekki borga krónu. Ég tala nú ekki um ef við vinnum málið og eigum ekki að greiða neitt. Fyrrum lánadrottnar Landsbankans sem nú bíða þess hvað kemur í þeirra hlut úr þrotabúinu myndu fagna þeirri niðurstöðu því þá verða þessir 1.200 ma. þeirra.

  • Bretum og Hollendingum mun sjálfsagt standa til boða á meðan málaferlunum stendur að taka þrotabúið upp í kröfur sínar en án ríkisábyrgðar og án þess að króna falli á almenning á Íslandi vegna þessa máls.
  • Slíkan samning þyrfti ekki að leggja fyrir Alþingi. Þetta geta embættismennirnir klárað því það er bara vegna kröfu Breta og Hollendinga um að fá aukalega 47 ma. og ríkisábyrgð að þetta mál endaði aftur fyrir þingi og þjóð. Bretar og Hollendingar gætu klárað þetta mál með Steingrími J fyrir hádegi á morgun ef þeir vildu.

Þeir hljóta að vega það og meta, Bretar og Hollendingar, hvort þeir vilja taka áhættuna af málaferlum og fá hugsanlega ekkert eða hirða þrotabúið og fá 96% af sínum kröfum.

Er þessi dómstólaleið ekki bara góð leið til að leiða þetta mál til lykta?

 

 


mbl.is Réttlætir ekki herferð Breta og Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave 3 kostar 25-230 milljarða. Dómstólaleiðin 0-140 milljarða.

Valið sem við stöndum frammi fyrir eftir að forsetinn synjaði Icesave lögunum staðfestingar er:

  • Icesave 3 sem mun kosta okkur 25 til 230 milljarða
  • Dómstólaleiðin sem mun kosta okkur 0 til 140 milljarða 

Ég vil benda áhugasömum á þessar umsagnir hér um Icesave 3.

Í umsögn InDefence er að finna eina matið sem ég hef sé á því hvað það mun kosta þjóðina ef dómstólaleiðin verður farin.

Þetta eru niðurstöður InDefende. Sjá töflu bls 49 í greinargerð þeirra:

  • 140 milljarða mun það kosta ríkið ef málaferlin tapast algjörlega.
  • 22 milljarða mun það kosta ríkið ef við verðum dæmd til að tryggja lámarksinnistæður, rúmlega 20 þúsund evrur per reikning.
  • 0 milljarða mun það kosta ríkið ef við vinnum málaferlin.

Þá er rétt að hafa eftirfarandi í huga:

  • 75 milljarða mun Icesave 3 kosta okkur að mati InDefence.
  • 25 til 230 milljarða mun Icesave 3 kosta okkur að mati að mati GAM Management.
  • 47 milljarða  mun Icesave kosta skv. stjórnvöldum.

Miðað við lögfræðiálitið þá er líklegasta niðurstaðan í dómsmáli að við verðum dæmd til að tryggja allar innistæður upp að rúmlega 20 þúsund evrum. Það mun kosta okkur 22 milljarða, að mati InDefence.

Í umsögn lögmannanna er talið mjög ólíklegt að við töpum málinu algjörlega og verðum dæmd til að tryggja allar innistæður að fullu en það mun kosta okkur 140 milljarða að mati InDefence.

Valið sem við stöndum frammi fyrir er:

  • Icesave 3 sem mun kosta okkur 25 til 230 milljarða
  • Dómstólaleiðin sem mun kosta okkur 0 til 140 milljarða 

Er þetta svo erfitt val, hafandi í huga að Bretar settu hryðjuverkalög á ríkissjóð og Seðlabankann og frystu með því inni í J.P. Morgan bankanum í London gull- og gjaldeyrisforða þjóðarinnar á ögurstundu og lýstu því síðan yfir í heimspressunni að Ísland væri gjaldþrota?

Er þetta svo erfitt val?

 

 


mbl.is Afar ólíkir kostir en síðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki byrjar hún vel kynningin á Icesave 3.

Ekki byrjar hún vel kynningin á nýjasta Icesave samningnum. Lárus Blöndal kemur fram með tölur í þessu viðtali um væntanlegan kostnað þjóðarinnar af Icesave 3 sem eru í engu samræmi við önnur gögn í málinu.

Í umsögn GAM Management sem lögð var fyrir þingið í janúar, sjá hér,  eru reiknaðar út nokkrar mögulegar sviðsmyndir vegna Icesave 3. Niðurstaða þessara sérfræðinga er að Icesave 3 muni kosta þjóðina 25 til 230 milljarða. Engir þeirra óháðu aðila sem reiknað hafa og metið væntanlegan kostnað þjóðarinnar af Icesave 3 hafa komist að sömu bjartsýnis niðurstöðu sem ríkisstjórnin og Lárus Blöndal eru að kynna, að Icesave 3 muni kosta ríkissjóð 47 milljarða.

InDefence reiknar þennan kostnað 75 milljarða, sjá hér

Þá segist Lárus bjartsýnn á að þrotabú Landsbankans muni duga fyrir Icesave.

Ljóst er að Bretar og Hollendingar deila þessari bjartsýni ekki með Lárusi. Teldu Bretar og Hollendingar að þrotabú Landsbankans dygði fyrir þessum skuldbindingum þá væru þeir ekki að sækja það svona fast að ríkissjóður gangist í ábyrgðir fyrir því sem þeir gera ráð fyrir að standi út af borðinu þegar þrotabúið er uppgert.

Ef Bretar og Hollendingar væru sammála þessu mati Lárusar að þrotabú Landsbankans muni duga fyrir Icesave þá væri þeir ekki að fara fram með þennan Icesave samning og þeir væru þá ekki að krefjast þess að fá ríkisábyrgð á samninginn.

Nú þegar forsetinn hefur vísað Icesave 3 til þjóðarinnar þá er mikilvægt að fram fari heiðarleg umræða um samninginn, kosti hans og galla.

Mikilvægt er að stjórnvöld og samningamenn leggi fram réttar upplýsingar og kynni raunsanna mynd af samningnum.

Það að koma fram með ótrúverðugar bjartsýnisspár og mála samninginn miklu bjartari litum en tilefni er til er ekki að hjálpa neinum í þessu máli.

 


mbl.is Skýrir kostir í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn sjálfum sér samkvæmur

Með því að synja aftur lögum um Icesave staðfestingar og vísa þeim til þjóðarinnar þá er forsetinn sjálfum sér samkvæmur. Hann notar nú sömu rök og sömu ástæður og hann notaði þegar hann vísaði Icesave 2 samningnum til þjóðarinnar.

Icesave 3 er í eðli sínu sami samningur og Icesave 2. Bara aðeins lægri vextir fyrstu árin. Þess vegna hefði það verið sérstakt að vísa bara Icesave 2 til þjóðarinnar en ekki Icesave 3.

Í þessu ölduróti sem hér hefur gengið yfir stendur forsetinn fastur fyrir, trúr sínum eigin rökum og fyrri ákvörðunum og lætur hótanir og heimsendaspár ekki villa sér sýn.

Fyrir þetta á forsetinn þakkir skyldar.  

----- o ---- 

Nú er komið að þjóðinni að hrinda af höndum sér fyrirætlunum stjórnvalda og erlendra ríkja að velta skuldum gjaldþrota fjármálastofnunar yfir á launafólk og skattgreiðendur á Íslandi.

Þessir stjórnmálamenn og þessi stjórnvöld eru búin að skuldsetja þetta samfélag nóg. Látum þessa stjórnmálamenn og þessi stjórnvöld ekki skuldsetja okkur enn frekar.

Göngumst ekki í ábyrgð fyrir skuldir gjaldþrota banka.

Höfnum Icesave 3 í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Forsetinn staðfestir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband