Hundamatur er ekki heldur hættulegur, bara ekki ætlaður til manneldis.

Ótrúlegar eru skýringar Ölgerðarinnar á sölu sinni og dreifingu á iðnaðarsalti til mötuneyta, bakaría og annarra matvælafyrirtækja. 

Að selja og nota vöru í matvæli, vöru sem ekki er ætluð til manneldis er glæpur gegn neytendum.

Það er ljóst að Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa hylmt yfir þessum glæp gegn neytendum árum saman.

Auðvita á að svipta þessi 91 fyrirtæki starfsleyfi sem hafa staðið að sölu, dreifinu og notkun á þessu salti eða beita þau háum fjársektum.

Auðvita á að reka forstjóra Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem hefur veitt Ölgerðinni starfsleyfi síðustu 13 ár og þar með samþykkt sölu og dreifingu á þessu salti.

 

Við vitum hins vegar öll að ekkert verður gert.

Við vitum öll að handhafar framkvæmdavaldsins og það fólk sem nú situr á Alþingi hefur hvorki burði eða getu til að taka á þeim miklu vandamálum sem eru í stjórnsýslunni og stofnunum ríkisins, vandamálum sem blasa við almenningi og kristallast í hverju málinu á eftir öðru svipuðu þessu saltmáli.

Hvað getum við neytendur gert?

Reynt að fækka sem mest gömlu hrunaþingmönnunum sem engu hafa breytt og ekkert gert frá hruni og kallað til nýtt fólk og nýja flokka í þingkosningunum eftir rúmt ár?

 


mbl.is Segir iðnaðarsaltið ekki hættulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1217308

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.1.2012 kl. 21:21

2 Smámynd: Elle_

Iðnaðarsalt getur verið skaðlegt mönnum.  Friðrik, ég setti inn comment.

Elle_, 15.1.2012 kl. 22:30

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Of mikið salt getur verið skaðlegt mönnum. Salt er ofnotað í matvælaframleiðslu á Íslandi. Þetta iðnaðarsalt sem allir eru að tala um er ekkert öðruvísi en t.d. salt sem hægt er að kaupa í stauk eða pakka í verslun.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.1.2012 kl. 07:06

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Vilhjálmur

Af hverju heldur þú að salt til matvælavinnslu sé 5 til 10 sinnum dýrara en salt ætlað til manneldis?

Ef þú telur virkilega að vegsalt og salt ætlað í framleiðslu á iðnvarningi (ekki matvöru) sé af sömu gæðum og salt ætlað til manneldis, þá held ég þú þurfir að lesa þér betur til.

Munurin á vegsalti og matarsalti er álíka og munurinn á hundamat og mannamat.

Hvoru tveggja er ágætt til síns brúks en ekki bjóða mönnum hundamat.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.1.2012 kl. 11:57

5 Smámynd: Dexter Morgan

Meinið er einmitt gjörspillt eftirlits og embættismannakerfi. Þetta á við á öllum stigum stjórnsýslunnar á íslandi, allt frá ráðuneytum niður í götusóparaflokkinn. Ef við losnum ekki við ALLA þessa kerfiskalla og konur þá á þetta efir að vera svona um langa framtíð. Nýtt fólk í forystu dugar ekki. Ekki nema þeir hinir sömu lofa því að losa okkur við alla óværuna á einu bretti, skipta um mannskap í öllum stöðum, alls staðar.

Dexter Morgan, 16.1.2012 kl. 13:15

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

"Af hverju heldur þú að salt til matvælavinnslu sé 5 til 10 sinnum dýrara en salt ætlað til manneldis? "

Þessi setning þín heldur  ekki vatni.

Industrisalt frá Azko Nobel er ekki vegsalt!

Hlustaðu á hádegisfréttir útvarpsins í dag, á Ole Cleemann sölustjóra Azko Nobel.

Iðnaðarsaltið frá Danmörku/Hollandi er líkast til hreinna en mest allt það salt sem t.d. er sett í bandarískan iðnaðarmat sem Íslendingar éta öll ósköpin af. 

Eina vandamálið með salt á Íslandi er að Íslendingar borða of mikið af því.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.1.2012 kl. 13:43

7 identicon

http://www.solino.pl/our-offer,chemical-industry,industrial-salt-brine,110,108

Í þessu iðnaðarsalti er t.d. vítissóti, kalín og kalsín. Undarlegt að VÖV vilji það á diskinn sinn.

Matthías (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 14:07

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Matthías þetta salt sem þú ert með tengil í er ekki sama salt og selt er af Ölgerðinni: For industrial purposes and winter road maintenance. Pólska saltlausnin er vegsalt. Reyndar eru ýmis hættuleg efni í öllu matarsalti, en í hverfandi litlum mæli, t.d. blý.

Borðar þú núðlur á kínverskum veitingastað á Íslandi máttu vera viss um að þú étur meiri vítisóta en í þessu vegsalti.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.1.2012 kl. 14:21

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Vilhjálmur

Rétt athugað hjá þér, þarna er misritun hjá mér. Þarna átti að standa:

Af hverju heldur þú að salt til manneldis sé 5 til 10 sinnum dýrara en salt ætlað til iðnaðar?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.1.2012 kl. 15:54

10 identicon

Svo sammála öllu þarna nema einu. Það var ekki fyrirtækið sem braut af sér heldur stjórnandi þess. það þýðir því lítið að sekta fyrirtækið því það mun bara lenda á neytendum, fyrirtækið mun velta sektinni út í verðlagið. Sökin er stjórnandans og ábyrgðina á hann að bera en ekki neytandinn.

En engu að síður hárrétt og það væri skemmtilegra ef stjórendur fyrirtækja á þessu landi fengu einhvern daginn að axla ábyrgð sína, þá fyrst kæmi hér eðlilegt viðskiptaumhverfi.

Einar (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 18:29

11 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Einar

Rétt hjá þér. Hér er ágætis grein í DV um það hvernig þeir í Kína taka á þessu svindli.

Fengu 13 ára fyrir að selja iðnaðarsalt sem matvæli

Nánar um þetta á heimasíðu RSC hér:

 Fake salt threatens public health measures

Samkvæmt þessu færi forstjóri Ölgerðarinnar í margra ára fangelsi væri Ísland á sama stað með sitt opinbera eftirlit á matvælaiðnaðnum og þeir í Kína.

Yfirlýsingar forstjóra Ölgerðarinnar um skaðsemi iðnaðarsalts og verðið á því í engu samræmi við þær upplýsingarnar sem er að finna á þessari heimasíðu RSC, Royal Society of Cemestry. Þar er því beinlínið haldið fram að iðnaðarsalt sé hættulegt heilsu manna og það kosti 1/10 af því sem salt til manneldis kostar.

Og einhvern veginn er það svo að ég trúi öllu því sem ég les á heimasíðu RSC.  Með öðrum orðum, ég trúi ekki orði af því sem forstjóri Ölgerðarinnar hefur verið að bera á borð fyrir þjóðina.

Eftir að hafa lesið þessa grein í DV og í framhaldi greinina frá RSC þá er ég hættur að kaupa vörur frá Ölgerðinni meðan þessi yfirstjórn situr þar.

Ég bara spyr hvað skyldi vera í bjórnum þeirra, appelsíninu og maltinu???

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.1.2012 kl. 22:12

12 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þeir kunna að segja frá þessu saltmáli Svíarnir:

Isländskt vägsalt blev matsalt

Friðrik Hansen Guðmundsson, 17.1.2012 kl. 06:39

13 Smámynd: Hjalti Tómasson

Neytendavernd er hugtak sem almenningur á Íslandi hefur haft lítið um að segja.

Við höfum að mestu leyti látið embættismennina okkar um að skilgreina það og er ekki að sjá að þeir hafi staðið sig betur á því sviði fremur en mörgum öðrum. Annars er ég sammála því sem kemur fram hjá Dexter hér að ofan þó ég vilji ekki ganga svo langt að kalla það spillingu. Kerfið hefur fengið að damla í þægindarammanum án þess að nokkur væri að skipta sér af. Menn verða værukærir og velhaldnir í stólunum sínum vitandi að enginn getur hróflað við þeim.

Þessu þarf að breyta því ég er viss um að það er nóg af góðu starfsfólki í opinbera geiranum sem myndi nýtast okkur vel ef stjórnunin lagaumhverfið væri í lagi. Stjórnmálamennirnir sem við treystum til að gera umhverfið þanig úr garði að hér ríki vesttrænt fyrirmyndarríki hafa hinsvegar verið full uppteknir af sjálfum sér og flokkunum sínum til að gegna störfum sínum fyrir umbjóðendur sína. Það þarf líka að breytast.

Maður lifir í voninni

Hjalti Tómasson, 21.1.2012 kl. 19:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband