Moody´s kokgleypir skammir Forseta Íslands

Auðvitað gat Moodys´s ekki lækkað lánshæfismat Íslands þó þeir hefðu viljað.

Eftir að skuldatryggingarálagið lækkað strax eftir NEI´ið í þjóðaratkvæðagreiðslunni þá gat Moody´s ekki annað en staðfest þetta mat þeirra lánastofnanna sem þeir þykjast vera að vinna fyrir.  Allt annað en staðfesting á þessu mati helstu fjármálafyrirtækja heims hefði endanlega svipt Moody´s öllum trúverðugleika. 

Með öðrum orðum Moody´s samþykkir og kokgleypir skammir forseta Íslands. 

Aldrei fyrr hafa matsfyrirtæki þessa heims verið rassskellt opinberlega með þeim hætti sem forseti Íslands rassskellti Moody´s á Bloomberg fréttaveitunni  og aldrei fyrr hafa þessi matsfyrirtæki bitið í gras með þeim hætti sem þau gerðu í dag.  Með þessu mati í dag þá eru dagar Moody´s og annarra slíkra fyrirtækja liðinn sem fyrirtækja sem menn treysta. 

Þetta mat Moody´s er jafnframt endanleg staðfesting á því að við sem kusum NEI, við kusum rétt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Flottur !

Gunnlaugur I., 20.4.2011 kl. 23:43

2 identicon

Da President pulls da strings behind the scenes man!

Leggjum niður forsætisráðherraembættið! Við þurfum ekki að halda uppi skraut og prjál flugfreyjuembætti! 

Gerum forseta Íslands að forsætisráðherra! 

Niður með Grýlu og Leppalúða! Niður með Grýlhönnu og Leppagrím!

En lengi lifi Rúdólfur hans Nikólásar!

LET FREEDOM RING! THE TRUTH IS MARCHING IN!

Pro-Joe (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 02:49

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er nefnilega málið Friðrik, það tekur langa tíma að byggja upp traust en það er fljótlegt að rústa því. 

Nú liggur vegur matsfyrirtækjanna, langur og mjór framundan þeim,  ef þau vilja vinna sér traust aftur.   

En hitt er vægt sagt sérkennilegt að við skulum bara eiga einn innlendan málsvara út á við sem virkar. 

Hrólfur Þ Hraundal, 21.4.2011 kl. 07:05

4 Smámynd: Gunnar Waage

laukrétt.

Gunnar Waage, 21.4.2011 kl. 09:49

5 identicon

Það hefði verið skrítið "bókhald" hjá þessum fyrirtækjum að lækka lánshæfismatið við auknar skuldir, sem vissulega hefðu orðið ef við hefðum asnast til að samþykkja samninginn... en ... við erum nefnilega engir asnar þessi þjóð.. - Og nú verður fróðlegt að sjá hvernig þetta stóð á Alþingi ætlar að leysa vanda þjóðarinnar - nú er ekkert Icesave nefnilega til að skýla sér á bak við ...

Anna Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 21:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband