Er verið að mismuna erlendum innistæðueigendum með því að hafna Icesave?

 Haldi neyðarlögin þá liggur það fyrir að þrotabúið getur greitt erlendum innistæðueigendum að minnsta kosti 90% af því sem þeir áttu inni í bankanum þegar hann fór í þrot. Hefði Alþingi ekki sett neyðarlögin þá ættu Bretar og Hollendingar í besta falli von á að fá lágmarkstrygginguna, 20.887 evrur per reikning út úr þrotabúi Landsbankans. Það kostar 674 ma. Þessi 674 ma. lágmarkstrygging tryggir 50% til 55% af þeirri upphæð sem var sem innistæður í Landsbankanum. Um þessa lágmarkstryggingu snýst málatilbúnaður ESA gegn okkur, þ.e. að ríkið tryggi þessa lágmarksupphæð 20.887 evrur per reikning. ESA tekur ekki afstöðu til hugsanlegs mismununar milli innlendra og erlendra innistæðueigenda. 

Haldi neyðarlögin og innistæður verða forgangskröfur í búinu þá stendur þrotabúið innistæðueigendum til boða. Þeir fá þá að minnsta kosti 90% af sínum innistæðum greiddar. Hugsanlega 100% ef heimtur í þrotabúinu verða meiri. Nú eru sjálfir innistæðueigendurnir búnir að fá sitt. Þetta mál snýst um að skipta þrotabúi Landsbankans milli hins íslenska Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta, TIF, annars vegar og þeirra tryggingafélaga sem Landsbankinn keypti tryggingu hjá í Bretlandi og Hollandi til að tryggja til viðbótar 35.000 evrur á hverjum reikning og þess sem bresku og hollensku TIF sjóðirnir greiddu út umfram það.

Það sem verið er að fara fram á með Icesave samninginum er að Bretar og Hollendingar fá ekki bara 90% af sínum innistæðum heldur nærri 100%   +  vexti eins og Landsbankinn bauð á Icesave reikningunum   +   vexti á 674 ma. frá október 2009 til 2016 en þær vaxtagreiðslur fara minnkandi eftir því hvernig greiðslur berast úr búinu   +   greiðslur úr ríkissjóði og ríkisábyrgð á hugsanlegum eftirstöðvum af þessum 674 ma. ef okkar hlutur úr þrotabúinu sem er 51% dugir ekki til að greiða þessa lágmarkstryggingu að fullu. 

Það að ætla að krefjast þess að Íslendingar leggi til viðbótar þessum neyðarlögum fram ríkisábyrgð og íslenskir skattgreiðendur eigi að trygga þessum erlendu innistæðueigendum þessar innistæður að fullur finnst mér einfaldlega of langt gengið. Mér finnst nóg að gert með því að við höfum sett þessi neyðarlög og þar með tryggt þessu fólki að minnsta kosti 90% af þeim innistæðum sem það átti í Landsbankanum.

Við Íslendingar þurfum að bera kostnaðinn af því að hafa sett þessi neyðarlög um ókomin ár. Kostnaði sem felst í miklu vantrausti erlendra fjármálafyrirtækja á íslenska ríkinu. Þetta vantraust mun valda því að um ókomin ár verða þau lán sem okkur bjóðast með hærri vöxtum en ella. Fjöldi banka og fjármálafyrirtækja mun aldrei treysta sér til að lána aftur til Íslands því þeir segja: Ef bankakerfið þeirra lendir aftur í vandræðum þá stelur íslenska ríkið aftur öllum peningunum okkar og lætur sparifjáreigendur fá.

Þar fyrir utan þá er löng leið frá þeim bresku og hollensku innistæðueigendum sem tóku yfirvegaða ákvörðun að hætta sínu fé í erlendum netbanka sem bauð eina hæstu ávöxtun sem sést hefur í Evrópu frá stríðslokum. Banka sem var skráður í einu minnsta hagkerfi heims með einn ótryggasta gjaldmiðil í heimi. Þetta fólk tók yfirvegaða áhættu þegar það lagið sitt fé inn á Icesave reikninga Landsbankans.

það er löng leið frá þessu fólki og að launafólki og skattgreiðendum á Íslandi sem nú eru kallað til ábyrgðar og á að standa þessu fólki skil á því fé sem það tapaði þegar Landsbankinn fór í þrot. Íslenskt launafólk og skattreiðendur tók engar yfirvegar ákvarðanir í þessu máli og var grandalaust að þessar innistæður væru á þeirra ábyrgð.

Í ljósi þessa og í ljósi þess að við með neyðarlögunum erum að tryggja þessum erlendu aðilum að minnsta kosti 90% af þeim innistæðum sem voru í Landsbankanum, þá falla öll rök í mínum huga þess efnis að við eigum að samþykkja þennan Icesave samning til að koma í veg fyrir einhverja mismunun milli innlendra og erlendra innistæðueigenda.

Nánar um þetta hér í boði Reimars Péturssonar. Tekur 15 mín. og er skylduáhorf fyrir alla sem vilja kynna sér málin:

http://vimeo.com/21929491

 


mbl.is Aukning um 13 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Sæll Friðrik.

Ég hef ýmislegt við grein þína ða athuga, en hef ekki mikin ntíma til skrifa þér athugasemdir.

Þú segir:

Hefði Alþingi ekki sett neyðarlögin þá ættu þessir sparifjáreigendur í besta falli von á að fá lágmarkstrygginguna, 20.887 evrur per reikning.

hvaðan? Úr íslenska tryggingasjóðnum??

Það sem verið er að fara fram á með Icesave samninginum er að Bretar og Hollendingar fá ekki bara þessi 90% heldur 100%   +  vexti

Ég bara skil þetta ekki. Bretar og Hollendingar eru ekkert að "fara fram á" að fá 100% úr þrotabúinu. Þér gera kröfu í þrotabúið, alveg eins og íslenski tryggingasjóðurinn. Ef TIF fær fullar heimtur uppí sína kröfur, sem þar með minnkar snarlega útgjöld íslenska ríkisins, þá fá Bretar líka upp í sína kröfu. Ef eignir þrotabúsins duga ekki til, ja þá fá Bretar ekki heldur upp í sína kröfu, og þá fá þeir ekki bætt það sem þeir endurgreiddu Icesave reikningseigendum af innstæðum sínum umfram 20.877 EUR.

Það hefur í sjálfu sér ekkert með Icesave samninginn að gera. 

það er löng leið frá þessu fólki og að launafólki og skattgreiðendum á Íslandi sem nú eru kallað til ábyrgðar og á að standa þessu fólki skil á því fé sem það tapaði þegar Landsbankinn fór í þrot.

Þetta finnst mér í grunninn ómerkilegur málflutningur. Ekki bara af því ég þekki persónulega kunningja í Hollandi sem áttu peninga á Icesave. Ég ætla ekki að segja þeim ,"Hva, af hverju treystuð þið Íslendingum??"

Þar fyrir utan, þá fékk auðvitað íslenskt samfélag heilmikinn pening meðan allt lék í lyndi, eins og Gylfi Magnússon bendir á í mjög góðri grein:

Féð sem bankarnir dældu inn í íslenska hagkerfið skilaði sér líka í því að fjármunaeign landsmanna jókst um hátt á annað þúsund milljarða árin 2003 til 2009. Eftir sitja hús, virkjanir, vegir, jarðgöng, tónlistarhús, sundlaugar, hafnir og svo framvegis. Árið 2008 voru 8.340 Toyota Land Cruiser jeppar á landinu, sem myndu líklega kosta um 80 milljarða króna nýir. Svona mætti nær endalaust telja.

Íslenska launafólkið sem er svo "öðruvísi" en Icesave fólkið græddi á bönkunum og á alltof sterkri krónu, með tilheyrandi háum lanum, háum kaupmætti og hárri þjóðarframleiðslu. Þó svo þetta hafi verið ósjálfbært til lengdar.

Einar Karl, 6.4.2011 kl. 15:07

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Einar

Ef neyðarlögin hefðu ekki komið til þá hefðu kröfur íslenska tryggingasjóðsins og kröfur erlendu tryggingafélaganna sem Landsbankinn tryggði innistæður yfir þessum 20.887 evrum hjá, þær kröfur hefðu verið eins og hverjar aðrar almennar kröfur.

Ef við hefðum í þeirri stöðu ákveðið að tryggja allar innistæður á Íslandi að fullu og tekið fjármuni til þess úr þrotabúinu en Bretar og Hollendingar verið með sínar körfur áfram sem almennar kröfur þá værum við að heldur betur að mismuna. Þannig hélt ég reyndar til skamms tíma að staðan væri.

En þetta er ekki þannig. Neyðarlögin sem gera innistæður að forgangskröfum í þrotabúinu. Þessi neyðarlög mismuna ekki eftir þjóðerni. Innistæður Breta og Hollendinga er jafnréttháar íslenskum innistæðum skv. neyðarlögunum.

Samkvæmt Icesave samningnum þá fá Íslendingar 51% af þrotabúi Landsbankans til að tryggja að fullu þessar lágmarksinnistæður. það er áætlað að það kosti 674 ma. Í dag er gert ráð fyrir því að  það falli 32 til 47 ma. á ríkissjóð til að standa við þann samning. Með því erum ríkið að gangast í þá ábyrgð að tryggja lágmarksinnistæður að fullu.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.4.2011 kl. 15:42

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það sem þú ert að vitna í og Gylfi skrifaði um í grein sinni í Fréttablaðinu í dag, þar eruð þið að lýsa að mínu mati óábyrgri hegðan bæði íslenskra og erlendra banka.

Þessir erlendu og innlendu bankar og þessir erlendu innlánseigendur sem lögðu sitt fé í Range Rovera, tónlistarhús á Íslandi eða geymdu féð inni á hávaxtareikningum Landsbankans, þessir aðilar tóku allir yfirvegaða ákvörðun um hvernig þeir völdu að ávaxta sitt fé.

Gambl þessara erlendu banka og þessara erlendu innlánseigenda er ekki vandamál Íslenskra launþega.

Þar er ekki íslenskra launþega að greiða það sem þessir bankar og þetta fólk tapaði í viðskiptum sínum þegar íslenska bankakerfið hrundi með aðstoð breskra hryðjuverkalaga.

Ég las grein Gylfa Magnússonar með forundran í morgun. Ég skildi ekki nema hluta af röksemdafærslunni hjá honum og þegar hann byrjaði að rugla um Range Rovera þá hætti ég að lesa.

Ég mæli hins vegar með þessum pistil hér eftir Marinó G Njálsson. Þennan pistil skildi ég.

Hvernig sem fer tapar þjóðin.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.4.2011 kl. 15:55

4 Smámynd: Einar Karl

En þetta er ekki þannig. Neyðarlögin sem gera innistæður að forgangskröfum í þrotabúinu. Þessi neyðarlög mismuna ekki eftir þjóðerni. Innistæður Breta og Hollendinga er jafnréttháar íslenskum innistæðum skv. neyðarlögunum.

Jesús Pétur! Ef það skildi hafa farið fram hjá einhverjum þá voru almennar innstæður Landsbankans hér á Íslandi fluttar yfir í nýjan banka, en EKKI Icesave innistæður. Þær voru skildar eftir í þrotabúinu. Án nokkurra skýrra skilaboða frá Landsbankanum eða íslenskum stjórnvöldum hvað um þær yrði, utan óljósra skilaboða um að fólk gæti reitt sig á innstæðutryggingarsjóðinn.

Finnst þér það sambærileg meðferð??

Einar Karl, 6.4.2011 kl. 16:51

5 Smámynd: Einar Karl

úbs! vantar gæsalappir! Fyrsta málsgrein er tilvitnun í þitt svar, Friðrik, með feitletrun frá mér.

"Jesús Pétur! ..." er byrjunin á mínu svari.

Einar Karl, 6.4.2011 kl. 16:54

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Einar

Breskir innistæðueigendurnir þurftu að bíða í nokkra daga eftir að fá aðgang að sínu fé í DNG banka. Bretar tryggðu þessar innistæður upp að 50.000 GBP og Hollendingar upp að 100.000 EUR.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.4.2011 kl. 18:18

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Dómur í heildsöluinnlánunum, það er hvort stóru innlánin væru forgangskröfur féll í Héraðsdómi í síðustu viku.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.4.2011 kl. 18:19

8 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég þekki það ekki hvernig það er með þessi stóru innlán hvort og hve mikið þeir hafa fengið af sínu fé og hvort og hve mikið breski innlánstryggingasjóðurinn kom til móts við þá.

Skilanefnd Landsbankans gerði alla tíð ráð fyrir að tryggja þyrfti þessi innlán og þar með greiða þau úr þrotabúinu.

Haldi neyðarlögin og falli dómur í Hæstarétti á sama veg og í Héraðsdómi þá fá þessir stóru innlánseigendur að minnsta kosti 90% af sínu fé greitt úr þrotabúi Landsbankans.

Er það ekki bara ásættanlega niðurstaða?

Af hverju eiga skattgreiðendur að Íslandi að ganga í einhverjar ábyrgðir vegna þessa máls?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.4.2011 kl. 20:14

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

En auðvita er þetta rétt hjá þér Einar. Erlendir innlánseigendur sátu ekki við sama borð, sérstaklega ekki þessir sem áttu þessi heildsöluinnlán eins og það er kallað.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.4.2011 kl. 20:20

10 Smámynd: Einar Karl

Friðrik, þú segir:

"Breskir innistæðueigendurnir þurftu að bíða í nokkra daga eftir að fá aðgang að sínu fé í DNG banka. Bretar tryggðu þessar innistæður upp að 50.000 GBP og Hollendingar upp að 100.000 EUR."

Þetta var með peningum úr þeirra RÍKISSJÓÐUM. Um þetta snýst heila málið!! Íslenska ríkið þurfti ekki að taka fé úr ríkissjóði til að tryggja íslensk innlán, þau voru tryggð með því að þau voru tekin úr þrotabúinu og færð í nýjan banka, ásamt með eignum á móti, úr þrotabúinu.

Sem betur fer gripu ríksstjórnir til þessara ráða. Ekki gat íslenska ríkið mikið gert á þessum tímapunkti, né hafði skýr plön um hvað skyldi gera með Icesave innlánseigendur. Blöndum ekki heildsöluinnlánum inn í þetta. Icesave málið snýst ekki um þau, heldur um innlán einstaklinga sem var mismunað af íslenska ríkinu. Enska og hollenska ríkið hljóp undir bagga, sem betur fer. Þess vegna þurfti að semja við þau.

Einar Karl, 6.4.2011 kl. 23:27

11 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Rétt hjá þér Einar. Þeir lögðu til þetta fé.

En þó ekki allt. Landsbankinn var með tryggingu sem þeir keyptu og þessi trygging sá um að tryggja innistæður allt að 35.000 evrur umfram lágmarkstrygginguna 20.887 evrur.

Þessi trygging hlýtur því að hafa dekkað hluta af þeirri fjárhæð sem Bretar og Hollendingar lögðu út fyrir.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.4.2011 kl. 23:40

12 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Daginn eftir að íslenska ríkið setur neyðarlögin þá setja Bretar á hryðjuverkalög á fjármálaráðuneytið, Seðlabankann, Kaupþing og Landsbankann og frysti inni í Bretlandi gull- og gjaldeyrisvarasjóð ríkisins sem var geymdur í J.P. Morgan í London.

Íslenska ríkið er því ekki í standi til að gera eitt né neitt næstu vikurnar þar á eftir. Sök bítur sekan í þessu máli eins og oft áður.

Með gull- og gjaldeyrisvaraforðann í höndum Breta og báða stærstu bankana þá voru hendur Íslendinga bundnar og ekkert hægt að gera fyrir þessa innistæðueigendur.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.4.2011 kl. 23:48

13 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Financial Service Compensation Scheme er nafið á tryggingarfélaginu sem tryggði allar innistæður hjá Landsbankanum og Kaupþingi upp að 50.000 pundum. TIF tryggir upp að 20.887 evrum svo tekur þessi sjóður við upp að 50.000 pundum.

Sjá nánar þessa síðu hér.

http://www.fscs.org.uk/what-we-cover/products/investments/eea-top-ups/

Það kemur greinilega fram að bæði Kaupþing og Landsbankinn höfðu keypt sér tryggingar hjá þessum sjóð.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.4.2011 kl. 01:29

14 identicon

Þetta er svo rétt hjá Friðrik, en má bara ekki tala um. Svo spurningin er, af hverju vilja "já" menn segja "já". Hef aldrei getað fengið neitt rökrétt svar frá "já" mönnum.

Nei er eina svarið.

Kveðja.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 01:44

15 Smámynd: Einar Karl

Sigurður Kristján: með NEI verður Ísland fátækara. Svo einfalt er það. Kristalltært í mínum huga. Fyrir utan að hér ríkir þá stjórnalagakreppa, við erum land sem ekki er hægt að semja við, því enginn veit hver ræður, og ríkisstjórn og Alþingi er ekki treystandi til að standa við gefin loforð og gerða samninga.

Friðrik: Þegar Ísland setti neyðarlögin, voru send skilaboð til Bretlands og Hollands? Höfðu stjórnvöld rætt við þessi ríki um vanda sinn?? NEI, þau sendu sendinefndir til að ljúga því að hér væri allt í góðu stnadi, við réðum við vandann o.s.fr. Þau sögðu EKKERT hvað þau hyggðust fyrir með Icesave sparifé breskra og hollenskra þegna. Skiljanlega brugðist stjórnvöld í ríkjunum við.

Bretar settu lög á á íslenskt fé. Mjög skiljanlegt, enda streymdi það í stórum stíl af reikningum þaðan og til móður-ryksugunnar á Íslandi. Ætli hin svo kölluðu hryðjuverkalög hafi þegar upp er staðið hjálpað Íslendingum, með því að tryggja að meira sé eftir í þrotabúinu?

Einar Karl, 7.4.2011 kl. 08:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband