Blikur á lofti í stjórnmálum við áramót.

Þó ég hafi trú á því að þessi stjórn sitji út kjörtímabilið þá er eigi að síður ljóst að VG er hálf laskaður flokkur eftir afgreiðslu fjárlaga nú fyrir jól.

21122009320Vitað er að þó fjárlögin fyrir 2011 hafi verið erfið þá verða fjárlögin fyrir 2012 enn  verri.

Allar líkur eru á að þær tekjur sem reiknað er með að renni í ríkissjóð vegna aukinna framkvæmda að þær bregðist á næsta ári eins og þær brugðust í ár. Áframhaldandi niðurskurður á útgjöldum ríkisins er því óhjákvæmilegur á fjárlögum fyrir árið 2012.

Við hljótum öll að spyrja okkur, mun ríkisstjórnin koma fjárlögunum fyrir árið 2012 í gegnum þingið?

Verða og eru þingmenn VG tilbúnir til að taka þátt í áframhaldandi niðurskurði í næsta ári?

Ef ekki og ef Framsókn, Hreyfingin eða Sjálfstæðisflokkurinn eru ekki tilbúin að veita næstu fjárlögum brautargengi með atkvæði sínu eða hjásetu, þá fellur stjórnin á næsta ári.

Þrátt fyrir allar þessar vangaveltur þá spái ég því að stjórnin sitji út kjörtímabilið. Þingmenn "órólegu deildarinnar" í VG munu sjá til þess að stjórnin falli ekki. Þeir munu sjá til þess að fjárlög ársins 2012 verða samþykkt með einu atkvæði eins og nú.

Flýtur á meðan ekki sekkur.

Ég spái því að við sem stöndum að stofnun Norræna borgaraflokksins fáum næstu tvö ár til að búa flokkinn til þátttöku í næstu Alþingiskosningum.

Mynd: Gönguleiðin upp Esju.

 


mbl.is Steingrímur: Ekkert rætt við Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr stjórnmálaflokkur, Norræni borgaraflokkurinn

Eins og fram kemur í frétt á Eyjunni, sjá hér, þá hefur hópur manna unnið að stofnun nýs stjórnmálaflokks, Norræna borgarflokksins.

21122009318Meðal þeirra sem taka þátt í þeirri vinnu erum við í Norræna íhaldsflokknum, sjá hér.

Löngu er tímabært að flokkur sem aðhyllist gildi og lífsýn borgaraflokkana á hinum Norðurlöndunum verði valkostur á ný í íslenskum stjórnmálum.

Sjálfstæðisflokkurinn með sinn Thatcherisma og sterku bandarísku áherslur hefur skilið "Austurhvelið" á hægri væng íslenskra stjórnmála autt síðasta aldarfjórðunginn.

Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn heldur sig að mestu við áherslur bandarískra hægrimanna í vesturheimi þá er eðlilegt að hér á Íslandi verði til nýr flokkur hægrimanna sem er fulltrúi borgaraflokkana á hinum Norðurlöndunum í íslenskum stjórnmálum.

Hér hefur lengi vantað borgaralegan hægriflokk sem vill að Ísland gangi í ESB náist ásættanlegir samningar og Ísland skipi sér til framtíðar til sætis með frjálsum þjóðum Evrópu.

Íslensk stjórnmál verða betur stödd með slíkan flokk á þing. Þá verða hér tveir flokkar á hægri væng íslenskra stjórnmála:

Sjálfstæðisflokkurinn á "Vesturhvelinu" með sínar bresk / bandarísku áherslur og einangrunarstefnu

og

Norræni borgaraflokkurinn á "Austurhvelinu" með sínar norrænu áherslur og áhuga á frekara samstarfi við Evrópu.

Mynd: Gönguleiðin upp Esju.

 


Gleðileg jól.

Óska lesendum og bloggvinum gleðilegar jóla.

21122009317

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd: Gönguleiðin upp Esju 

 


Fólk sem hatar svarta sanda.

Mikil viðbrögð urðu við frumvarpi umhverfisráðherra þar sem lögð eru drög að því að koma einhverjum böndum á landgræðslu og skógrækt í landinu. Hingað til hefur andi "villta vestursins" ríkt í þessum málum. Það er, hver og einn gerir það sem hann vill.

21122009314Landgræðsla og skógrækt hefur hingað til gengið út á það að klæða eigi allt landið gróðri og það helst skógi. Til að ná þessu markmiði þá eru öll meðöl leyfð. Allt má nýta og allt má gera ef upp vex gróður.

Landgræðsla og skógrækt er líklega eina svið þessa samfélags þar sem hver og einn má gera það sem honum dettur í hug. Fyrir löngu er t.d. búið að koma böndum á okkur byggingakallana. Ekki fáum við að byggja það sem okkur langar til, þar sem okkur dettur í hug. Ekki er heldur hægt að flytja til landsins þær dýrategundir sem manni dettur í hug og byrja að rækta þær hér. Mér dettu í hug ferskvatnsrækja, "ferskvatnssteinbítur" og ýmsar aðrar fisktegundir sem án efa myndu þrífast hér í lækjum og vötnum. Sömuleiðis má nefna sauðnaut, héra, úlfa, hirti og elgi.

Þeir sem stunda landgræðslu og skógrækt er hins vegar heimilt að flytja til landsins hvaða tegundir sem er og dreifa fræjum af þessum erlendum tegundum þar sem þessu fólki dettur í hug.

Nú er ég ekki á móti skógrækt og landgræðslu. Ekki frekar en ég er á móti húsum og mannvirkjum. En hús og mannvirki eiga ekki heima allstaðar og þar sem hús og mannvirki eru sett niður þá þarf og á að gera það eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi. Sama á að gilda um landgræðslu og skógrækt, tala nú ekki um ef notaðar eru erlendar blómjurtir og trjágróður.

Sérstaklega er mér orðið sárt um svörtu sandana okkar. Þessar náttúruperlur sem gera Ísland að því sem Ísland er. Að aka í dag Mýrdalssand er er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem var hér fyrir áratug. Nú ekur maður á stórum hluta leiðarinnar í gegnum lúpínubreiður. Fallegasti hluti sandsins er sá hluti þar sem ekki eru lúpínur. Þar ræður fjölbreytt flóra íslenska holtagróðursins för. Þar er fjölbreytileikinn í fyrirrúmi og þar er sandurinn allur að gróa upp af sjálfdáðum.

Virkjunarsvæðin við Þjórsá og Tungná eru öll að verða undirlög af lúpínu. Hvað liggur svona ofboðslega á að dreifa lúpínu um þessa sanda? Þessir sandar gróa upp af sjálfu sér á nokkrum áratugum ef þessi svæði eru friðuð fyrir beit.

Og vita menn ekki að þessi mikla gróðurmoldamyndun á láglendi er til komin vegna svifryks ofan af fjöllum?

Vita menn ekki að þegar þessar rykagnir svífa um loftið þá binst t.d. kalí í loftinu við þessar rykagnir fyrir utan þá málma og snefilefni (fosfór, flúor, mangan) sem eru hluti af þessu svifryki. Þetta svifryk er áburður fyrir allan gróður á láglendi alveg á sama hátt og askan úr Eyjafjallajökli. Ef við sökkvum öllum þessum svörtu söndum í lúpínu á næstu áratugum þá hættir þessi sjálfvirka áburðargjöf. Hvað er fengið með því?

Ég vil friða þessa svörtu sanda okkar fyrir ágangi landgræðslu- og skógræktarfólks og fyrir beit.

Fyrir mér eru svartir sandar ekki forljótar eyðimerkur. Fyrir mér eru þetta náttúrperlur sem er eitt helsta einkenni okkar sérstaka eldfjallalands. Að breyta þessum svörtu söndum í lúpínuakra er eyðilegging á einu sérstakasta náttúrufyrirbæri landsins.

Og fyrir hverja er verið að rækta upp þessa sanda?

Erlenda ferðamenn?

Fólk sem hatar svarta sanda? Fólk sem fer á "límingunum" þegar það sér svarta gróðurvana sanda og fær þessa ofboðslegu þörf fyrir að rækta þá upp? Og eigum við að láta það ráða för?

Ég styð umhverfisráðherra í því að koma einhverju skipulagi á þennan málafokk.

Mynd: Gönguleiðin upp Esju

 


Maður ársins 2010, Ólafur Ragnar Grímsson?

Verður maður ársins 2010 sá Íslendingur sem tók við Nehru verðlaununum í janúar sl, einhverjum virtustu verðlaunum sem veitt eru í Asíu?

ÓRGEinungs tveim öðrum Evrópubúum hefur hlotnast sá heiður að fá þessi verðlaun. Það voru þeir Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar og Helmut Kohl kanslari Þýskalands.

Verður maður ársins 2010 sá Íslendingur sem varð við áskorun tugþúsunda Íslendinga í janúar sl. og neitaði Icesave lögunum staðfestingar og sparaði þjóð sinni þar með 400 til 500 milljarða króna? (Þessi fjárhæð samsvarar fjálögum íslenska ríkisins nú í ár.)

Ég spái því að þjóðin velji Ólaf Ragnar Grímsson mann ársins 2010.

 


Getur þetta verið, fagleg ráðning í utanríkisráðuneytinu?

Getur það verið að í utanríkisráðuneytinu eru menn byrjaðir að ráða faglega í æðstu embætti? 

21122009312

Hvað kom til að annar pólitíkus tók ekki við af þeim sem hætti sem framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands?

Var Engilbert Guðmundsson svo faglega sterkur umsækjandi að utanríkisráðherra treystir sér ekki, eins og staðan er í dag, að ganga fram hjá honum og ráða pólitískan vildarvin í starfið?

Eða er þetta vísbending um nýja og breytta tíma í íslenskri stjórnsýslu eins ótrúlega og það hljómar?

Við munum fljótt komast að því hvort hér er um stefnubreytingu að ræða þegar við fylgjumst með því hvernig ráðherrar skipa í embætti á næstu misserum.

 

Í hruninu og í framhaldi Rannsóknarskýrslu Alþingis voru afhjúpaðir miklir veikleikar í íslenskri stjórnsýslu.

Í einfaldaðri útgáfu má segja að stjórnsýslunni er og hefur verið stjórnað af pólitískum vildarvinum og fyrrverandi stjórnmálamönnum. Þessir pólitísku vildarvinir og fyrrum stjórnmálamenn hafa sýnt sig að vera í besta falli illa hæfir til að gegna þeim embættum sem þeir hafa sinnt og eru að sinna.

Hún er dapurleg sú niðurstaða að frá lýðveldisstofnun hafi nánast aldrei verið ráðið reynslumikið hæfileikafólk til að fara með æðstu embætti ríkisins. Illa menntaðir stjórnmálamenn og vildarvinir þeirra hafa leitt stofnanir og fyrirtæki ríkisins frá upphafi. 

Löngu er tímabært að gerðar verið róttækar breytingar á þessu fyrirkomulagi og fagmennska og fagleg vinnubrögð verði látin ráða för þegar skipað er í embætti.

Sameinumst um að henda þeim stjórnmálaflokkum og ráðherrum út af þing sem uppvísir verða að pólitískum ráðningum. 

Mynd: Gönguleiðin upp Esju.

 


mbl.is Ráðinn yfirmaður ÞSSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkin snúast gegn hinum frjálsa heimi.

Það fór þá þannig að það eru Bandaríkin sem leiða herförina gegn hinum frjálsa heimi sem orðið hefur til með tilkomu netsins á síðasta áratug. Hinum frjálsa heimi þar sem upplýsingar streyma frjálst milli landa á samtengdu neti sem nær í dag inn á hvert heimili þar sem er símasamband.

IMG_0081Það fór þá þannig að það eru ekki kommúnistastjórnir eða einræðisherrar þessa heims sem reyna að stöðva umræður og frjálst fræði upplýsinga um hinn frjálsa heim.

Nei, það eru Bandaríkin.

Einræðisstjórnin í Kína reynir að takmarka aðgang Kínverja að netinu með ýmsum leiðum og reynir að ritskoða þær umræður sem fara fram í Kína. Í Kína eins og í Sovétríkjunum fyrrverandi eru rithöfundar fangelsaðir fyrir skoðanir sínar. Í Kína hefur ný stétt manna bæst á lista þeirra sem eru fangelsaðir fyrir skoðanir sínar og það eru "bloggarar".

Bandaríkin hafa skotið þessum kommúnistaríkjum ref fyrir rass og eru nú að reyna að stjórna því hvaða upplýsingum og hvaða gögnum hinn frjálsi heimur skal hafa aðgang að.

Hver er munurinn á framgöngu Kína í máli kínverska friðarverðlaunahafans, Liu Xiaodo, og framgöngu Bandaríkjanna í máli WikiLeaks?

Í báðum tilfellum eru þessi heimsveldi að þagga niður í hinum frjálsa heimi þar sem táningafrelsi og mannréttindi eru leiðarljósið.

Málið er að Kínakallarnir eru þó heiðarlegir í sinni afstöðu. Við vitum hvar við höfum þá. Hjá þeim er samræmi í orðum og athöfnum.

Bandaríkjamenn segja eitt en gera annað. Þeir segjast vera boðberar frelsis og mannréttinda á sama tíma og þeir beita öllum brögðum, þar á meðal bolabrögðum til að stöðva hinn frjálsa heim.

Að Bandaríkin skuli grípa til yfirhylminga og kúgunar þegar umræðan fer að snerta þá of náið, með því þá hafa þeir þessa síðustu daga afhjúpað sig sem þennan falska boðbera "frelsisins".

Hvers konar "frelsi" er það sem Bandaríkin standa fyrir eftir síðustu aðför að WikiLeaks þar sem Bandaríkjastjórn beitir fyrir sig greiðslukortafyrirtækjum til að þagga niður í hinum frjálsa heimi?

Ætla íslensk stjórnvöld ekki að kalla bandaríska sendiherrann á sinn fund, lesa honum pistilinn og senda formleg mótmæli til Wasington vegna þessa?

Alltaf fjölgar þeim ástæðum sem valda því að við Íslendingar eigum að skilja að skiptum við þessa gömlu hernámsþjóð okkar og skipa íslenskri þjóð til borðs með frjálsum ríkjum Evrópu.

Mynd: Göngustígurinn upp Esju

 


mbl.is Hættir netárásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nánast sami samningur.

Eftir að hafa lesið yfir þau drög sem birst hafa á íslensku um Icesave 3 þá er mín niðurstaða sú að þetta er nánast sami samningur og þjóðin felldi í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrr á þessu ári.

IMG_0082Þetta er einnig niðurstaða hollenska fjármálaráðherrans skv. skýrslu sem hann sendi hollenska þinginu í dag, sjá hér

Við Íslendingar eigum eins og áður að ábyrgjast og greiða Hollendingum 1,3 milljarða evra og Bretum 2,35 milljarða punda. Alls um 626 milljarða króna. Eða eins og hollenski fjármálaráðherrann segir þá munu Íslendingar greiða allar Icesave innistæður upp að fullu. Hvað hefur breyst frá Icesave 2?

Allt er með sömu formerkjum og áður. Ísland er með þessum samningi að samþykkja að ábyrgjast og greiða Icesave að fullu. Til þess fáum við þrotabú Landsbankans. Við eigum eins og áður að bera ábyrgð á því ef þær eignir duga ekki til. Enda takið eftir að í fréttinni leggur "aðal samningamaður" Íslands áherslu á það að þessi samningur er til 37 ára.

Það sem hefur breyst frá því þjóðin hafnaði Icesave 2 er eftirfarandi:

  • Vextir hafa lækkað í 3,0% fyrstu 5 árin og því verða greiðslurnar lægri.
  • Gengið hefur styrkst og því hefur upphæðin sem við eigum að greiða lækkað í krónum.
  • Skilanefnd Landsbankans heldur því nú fram að meira fáist upp í eignir Landsbankans en áður en leggur samt mikla áherslu á að þeir hafi fyrir því enga vissu.

Að öðru leiti er þetta sami grautur í sömu skál.

Þá er athyglisvert það ósamræmi sem er í kynningu samninganefndarinnar á samningnum, sjá hér. Lesið er greinar 9 og 10 þar sem nákvæmlega er útfært og lýst hvernig greiðslur eiga að fara fram næstu 37 árin annars vegar og hinsvegar það sem fram kemur í grein 12 þar sem gefið er í skin að 50 milljarðar falli á ríkið og það eigi að klára allar greiðslur fyrir árið 2016. Þá er rætt er um "greiðslur" og svo aftur "greiðslur vaxta" þannig að ekki er hægt skilja við hvað er átt. "Greiðslur vaxta" eiga að hefjast strax en síðan er rætt um að "greiðslur" eigi að hefjast 20016?

Þá er það athyglisvert hvernig vextir munu hækka eftir 2016 úr 3% í eitthvað sem heitir "viðeigandi CIRR vexti". Öllum sem þetta les er ljóst að þeir vextir verða hærri en þessi 3%. Í þessum Icesave 3 samningi er gert ráð fyrir að á hverju ári í 37 ár verða greiðslur að berast frá skilanefnd Landsbankans og ríkissjóði til Bretlands og Hollands. Í 32 ár af þessum 37 verða vextir mun hærri en 3%.

Ég spyr því eru þessir 3% vextir fyrstu 5 árin bara eitthvað blöff?

Það sem í raun hefur breyst frá Icesave 2 og einhverju máli skiptir hefur í raun ekkert með samninginn að gera, án þess þó að ég sé að gera lítið úr lægri vöxtum fyrstu 5 árin, lögsagan færð frá Bretlandi til alþjóðadómstólsins í Haag o.s.frv, þá eru það fyrst og fremst utanaðkomandi þættir sem gera Icesave 3 hagstæðari en Icesave 2.

Í eðli sínu er þetta sami samningur.

Það sem hefur breyst er að gengið hefur styrkst og skilanefnd Landsbankans telur að nú fáist eitthvað meira upp í kröfur.

Og er ætlast til að ég samþykki þetta?

Mynd: Göngustígurinn upp Esju

 


mbl.is Býsna góð niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að loknum kosningum til Stjórnlagaþings

Að loknum kosningum til Stjórnlagaþings þá er ég ánægður með að hafa tekið þátt í þessum kosningum sem frambjóðandi. Við sem tókum þátt með því að bjóða okkur fram, við studdum með orðum og athöfnum þetta framtak.

Full ástæða er til að óska þeim sem náðu kjöri til hamingju.

Eins er ég ánægður með þann hóp sem valdist á þingið. Allt er þetta ágætlega þekkt fólk og það af góðu einu. Sex af þeim sem ég skrifaði á minn lista náðu kjöri.

Það er fyllsta ástæða að ætla að þær vonir og væntingar sem ég og aðrir hafa til þessa Stjórnlagaþings, að þær vonir og væntingar verði að veruleika.

Verður það svo að á þessum fullveldisdegi, 1. desember 2010, þegar við fögnum nýkjörnum fulltrúum þjóðarinnar á þing sem mun setja þjóðinni nýja stjórnarskrá, að þetta verði dagurinn þar sem við hefjumst handa við að byggja upp nýtt Ísland?

 


mbl.is Skuldir ríkissjóðs vaxa um 2,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dræm kjörsókn

Dræm kjörsókn er vissulega vonbrigði. Æskilegt hefði verið að væntanlegt Stjórnlagaþing hefði fengið sterkara umboð til að breyta stjórnarskránni.

Það breytir því ekki að þetta stjórnlagaþing mun fara fram og án efa verða til þess að löngu tímabærar breytingar á stjórnarskránni verða að veruleika.

 


Veitum Stjórnlagaþinginu fullt umboð til að breyta stjórnarskránni.

Til þess að þær breytingar sem við viljum öll sjá á stjórnarskránni, þ.e. skýrari aðgreining framkvæmda-, löggjafar-, og dómsvalds ásamt ákvæðum um eignarhald á auðlindum o.s.frv., til þess að þær nái fram að ganga þá þarf góða kjörsókn.

Mætum á kjörstað og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama.

 


Það lítur vel út með þátttöku í kosningunni á morgun.

Það lítur vel út með þátttöku í kosningunni á morgun ef marka má þetta litla úrtak sem sýnt er í þessu fréttaskoti á mbl.is.

Comic_kverulantarÁríðandi er að komandi Stjórnlagaþing fái gott og skýrt umboð frá þjóðinni. Með því þá verða þær breytingar sem Stjórnlagaþingið vill gera, þær mun Alþingi ekki treysta sér til að standa á móti.

Við erum sem samfélag að kosta miklu til með því að efna til þessa Stjórnlagaþings. Eftir að hafa tekið þátt í þessum kosningum sem frambjóðandi þá er ég þess fullviss að þjóðin mun kjósa frambærilegt fólk á þetta þig og þetta Stjórnlagaþing mun koma með og leggja fram nýja og breytta stjórnarskrá sem mun verða þessu samfélagi mjög til framdráttar á komandi árum.

Það eina sem getur komið í veg fyrir það er að Alþingi og flokkarnir og þau hagsmunasamtök sem á bak við þá standa snúist gegn þessum breytingum.

Til þess að þær breytingar sem við viljum öll sjá, þ.e. aðgreining framkvæmda-, löggjafar-, og dómsvalds ásamt ákvæðum um eignarhald á auðlindum o.s.frv., til þess að þær nái fram að ganga þá þarf góða kjörsókn.

Mætum á kjörstað á morgun og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama.

Veitum Stjórnlagaþinginu fullt umboð til að laga og breyta stjórnarskránni.

 


mbl.is Ætlar fólk að kjósa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álver á Bakka slegið út af borðinu?

Niðurstaða Skipulagsstofnunar virðist vera mjög afdráttarlaus. Álver á Bakka er nánast slegið út af borðinu. Mikil óafturkræf umhverfisáhrif, mikil aukning í útblæstri gróðurhúsalofttegunda og ekki víst að næg orka sé fyrir hendi.

Comic_kaldakolFyrir byggingakall eins og mig eru þessar niðurstöður áfall. Fyrir heimamenn hljóta þessar niðurstöður Skipulagsstofnunar líka að vera áfall.

Síðasta vor kynnti ég forystumönnum þessara sveitarfélaga þann möguleika að setja þarna upp verksmiðju sem framleiddi háspennukapla og sæstrengi. Fyrsta verkefni slíkrar verksmiðju yrði að framleiða 400 - 500 MW sæstreng og leggja til Bretlands. Slík verksmiðja myndi skapa jafn mörg störf per MW og álver. Verðið sem fæst fyrir rafmagnið á smásölumarkaði í Bretlandi er hins vegar fjórfalt hærra en fæst fyrir rafmagn til álbræðslu.

Heimamenn ákváðu í vor að halda sig við álverið.

Möguleikinn með kapalverksmiðjuna er enn opinn. Kaupendur á rafmagninu í Bretlandi bíða tilbúnir. Framleiðandinn sem leggur til allan vélbúnað til að framleiða kaplana, þ.e. verksmiðjuna bíður eftir hringingu. Það eina sem vantar er rafmagnið. Um leið og rafmagn fæst og sala er tryggð þá koma fjármögnunaraðilar að verkefninu.

Vilji menn setja upp kapalverksmiðju í stað álvers á Húsavík þá er síminn hjá mér er 551 3499.

 

 


mbl.is Umtalsverð umhverfisáhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er "þingbundin stjórn" þýðing á "semi-presidential"?

Af hverju sömdu höfundar stjórnarskrárinnar nýyrðið "Þingbundin stjórn"  og settu það nýyrði inn í fyrstu grein stjórnarskrárinnar? Af hverju notuðu þeir ekki hið vel þekkta orð "þingræði" yfir það stjórnarfyrirkomulag sem hér átti að vera? 

Fyrsta grein stjórnarskrárinnar hljóðar svo: "1.gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn?"

Á vísindavef HÍ sjá hér er að finna þessa tilvitnun: 

Comic_flokid"Hugmyndir hafa komið fram um að nefna þingræðisregluna skýrum orðum í stjórnarskránni, m.a. í stjórnarskrárfrumvarpi Gunnars Thoroddsens 1983 en í núverandi stjórnarskrá leikur vafi á því hvort orðalagið "þingbundin stjórn" feli þingræðisregluna í sér. [?] Ólafur Jóhannesson bendir réttilega á að orðalagið "þing­bundin" lögfesti ekki þingræðisregluna á Íslandi. Þá vaknar engu að síður sú spurning hvaða stjórnskipunarreglu höfundar stjórnarskrárinnar hafi ætlað sér að innleiða með þessu ákvæði. Hvergi í umræðum á Alþingi er að finna viðhlítandi skýringu á þessu orðalagi að öðru leyti en því að í athugasemdum með frumvarpinu er sagt að þessi grein geri "enga efnisbreytingu á þeirri skipan, sem nú er, svo langt sem hún nær." (Alþ. tíð. A, 1919: 104.)"

Konungsveldi Evrópu eru almennt með þingræði "parliamentary". Í BNA er forsetaræði "presidential" þar sem forseti og forsætisráðherra er eitt og sama embættið. Í Frakklandi og Finnlandi er hins vegar stjórnskipan sem kallast á ensku "semi-presidential". Yfir þetta hugtak er ekki til neitt orð á Íslensku.

"Þingbundin stjórn", er það þýðingin þeirra sem sömdu stjórnarskrána á "semi-presidential"? 

Í forsetatíð Sveins Björnssonar þá var stjórnarskráin túlkuð með allt öðrum hætti en nú. Í fyrstu ríkisstjórn hans sátu engir þingmenn. "Lýðveldi Sveins Björnssonar" var franskt / finnst lýðveldi. Í forsetatíð Sveins Björnssonar þá var farið að stjórnarskránni. Þá voru óskrifaðar hefðir og venjur ekki það sem var látið ráða för við stjórnskipun landsins eins og nú er.

Það sem hefur breyst frá forsetatíð Sveins Björnssonar er að þeir stjórnmálamenn sem settust á Alþingi eftir 1944 þeir byrjuðu að túlka stjórnarskrána eftir eigin höfði. Það gátu þeir gert því hér er engin Stjórnlagadómstóll.

Þannig náðu þeir að sölsa undir sig vald forsetans, heimtuðu að hann yrði óskilgreint "sameiningartákn", sviptu hann málfrelsi og settu í stofufangelsi á Bessastöðum. 

Raunveruleikinn varð síðan sá að framkvæmdavaldið hefur lent í höndum flokkana og eigendum þeirra. Fjórflokkurinn, ekki forseti, hefur farið með framkvæmdavaldið og skipað ráðherra.

Ég vil fá hér það lýðveldi sem við eigum að hafa skv stjórnarskránni, franskt / finnst lýðveldi. Lýðveldi þar sem framkvæmdavaldið er tekið úr höndum fjórflokksins og sett í hendur almennings. Lýðveldi þar sem almenningur kýs framkvæmdavaldið á fjögurra ára fresti. Lýðveldi þar sem almenningur getur skipt út forsetanum og öllum ráðherrum hans á fjögurra ára fresti og kosið sér nýjan forseta og fengið með honum nýja ráðherra.

Alþingi fari hinsvegar með löggjafarvaldið, fjárveitingarvaldið og hafi eftirlit með framkvæmdavaldinu.

Saman skipa forseti og 2/3 hlutar Alþingis dómara til að fara með dómsvaldið.

Þannig tryggjum við best þrískiptingu valdsins  sem var ein helsta krafa Þjóðfundarins þann 6. nóv. sl.

 


Veit engin hvað "þingbundin" stjórn er?

Veit einhver hvað þetta þýðir: "1.gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn?"

Comic_ekkitilneinsEkki vissi Ólafur Jóhannesson fyrr. lagaprófessor, forsætisráðherra og höfundur bóka um stjórnskipun Íslands, m.a. "Lög og réttur", hvað þetta þýddi.

Af hverju sögðu menn ekki bara: "Ísland er lýðveldi og stjórarfarið er þingræði"?

Hvað þýðir þetta nýyrði "þingbundin" stjórn? Af hverju að nota nýyrði?

Á vísindavef HÍ sjá hér er að finna þessa tilvitnun: 

"Hugmyndir hafa komið fram um að nefna þingræðisregluna skýrum orðum í stjórnarskránni, m.a. í stjórnarskrárfrumvarpi Gunnars Thoroddsens 1983 en í núverandi stjórnarskrá leikur vafi á því hvort orðalagið "þingbundin stjórn" feli þingræðisregluna í sér. [?] Ólafur Jóhannesson bendir réttilega á að orðalagið "þing­bundin" lögfesti ekki þingræðisregluna á Íslandi. Þá vaknar engu að síður sú spurning hvaða stjórnskipunarreglu höfundar stjórnarskrárinnar hafi ætlað sér að innleiða með þessu ákvæði. Hvergi í umræðum á Alþingi er að finna viðhlítandi skýringu á þessu orðalagi að öðru leyti en því að í athugasemdum með frumvarpinu er sagt að þessi grein geri "enga efnisbreytingu á þeirri skipan, sem nú er, svo langt sem hún nær." (Alþ. tíð. A, 1919: 104.)"

Þetta er eitt það merkilegasta sem ég hef lesið um stjórnarskrána. Okkar helsti sérfræðingur um stjórnskipun Íslands, Ólafur Jóhannesson fyrrv. lagaprófessor og forsætisráðherra taldi að það léki vafi á því hvort orðalagið "þingbundin" stjórn fæli í sér þingræðisregluna. Þessi efi hefur sjálfsagt ekki verið að ástæðulausu hjá Ólafi. Ólafur hlýtur að hafa vitað eitthvað meira um þetta mál en við leikmennirnir.

Af hverju völdu þeir sem sömdu stjórnarskrána að nota þetta nýyrði "þingbundin" stjórn í stað þess að segja einfaldlega að á íslandi væri "þingræði". Setning og orð sem allir vissu hvað þýddi og merkti?

Með því að nota þetta nýja orð "þingbundin" stjórn, lá þá ekki ljóst fyrir að skv. stjórnarskránni þá var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1944 að "þingræði" var EKKI sú stjórnskipan sem hér átti að ríkja?

Á þessu geta verið tvær skýringar. Annað hvort voru þeir sem sömdu stjórnarskrána á sínum tíma að rugla með orð og hugtök. Með öðrum orðum vissu ekki hvað þeir voru að gera. Eða þá að þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Ef þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera þá var ætlunin greinilega að koma hér á fót lýðræði að franskri fyrirmynd. Ef það var ætlunin þá þurfti að finna nýtt íslenskt orð yfir það sem þá ensku er kallað "semi-presidential". Það er, íslenskt orð yfir stjórnskipulagið eins og það er í Frakklandi og Finnlandi.

Og takið eftir að í athugasemdum um frumvarpið segir: "þessi grein geri enga efnisbreytingu á þeirri skipan og nú er" en á þessum tíma,1919, var ekki þingræði á íslandi. Konungur tilnefndi á þessum tíma ráðherra og ríkisstjórn. Sama gerði Sveinn Björnsson í sínu fyrsta ráðuneyti þegar Ísland laut enn stjórn stjórn Danakonungs á stríðsárunum.

Konungsveldi Evrópu er almennt með þingræði "parliamentary". Í BNA er forsetaræði "presidential" þar sem forseti og forsætisráðherra er eitt og sama embættið. Í Frakklandi og Finnlandi er hins vegar stjórnskipan sem kallast á ensku "semi-presidential". Yfir þetta hugtak er ekki til neitt orð á Íslensku.

Við hljótum að spyrja: Af hverju sömdu höfundar stjórnarskrárinnar nýyrðið "Þingbundin stjórn"  og settu það í stjórnarskrána þegar þeir sömdu hana? Af hverju notuðu ekki hið vel þekkta orð "þingræði" yfir það stjórnarfyrirkomulag sem hér átti að ríkja? Hvað vissi Óli Jó?

"Þingbundin" stjórn, er það þýðingin á "semi-presidential"? 

Að túlka stjórnarskrána með þessum hætti eins og ég geri hér hlýtur að hafa verið eins og eitur í beinum íslenskra stjórnmálaflokkanna á sínum tíma. Með því missa þeir framkvæmdavaldið úr sínum höndum og í hendur þjóðarinnar. Þjóðarinnar sem í beinni kosningu skiptir um forseta og þar með ráðherra eftir geðþótta. Það hefur engin íslenskur þingmaður áhuga á því. Hvorki þá né nú.

Frá því ég las stjórnarskrána "aftur" fyrir 3 til 4 árum þá rann þessi "sannleikur" upp fyrir mér. Stjórnmálaforingjar okkar frá lýðveldisstofnun hafa náð að túlka stjórnarskrána eins og þeim hentar af því að hér er engin Stjórnlagadómstóll. Þannig hafa þeir náð að sölsa undir sig vald forsetans, heimtað að hann verði sameiningartákn, svipt hann málfrelsi og sett í stofufangelsi á Bessastöðum. Með þessu hefur þjóðin misst mikils sem er hið beina lýðræði sem aldamótakynslóðin frá um 1900 gaf þjóðinni þegar við fengum sjálfstæði frá Dönum. Það beina lýðræði að kjósa handahafa framkvæmdavaldsins í beinni kosningu.

Raunveruleikinn varð síðan sá að framkvæmdavaldið hefur lent í höndum flokkana og eigendum þeirra. Flokkarnir, ekki forseti, hafa skipst á að fara með framkvæmdavaldið og skipa ráðherra.

Það er þess vegna sem sátt hefur verið um það á Alþingi frá lýðveldisstofnun að hreifa ekki við stjórnarskránni. Það er þess vegna sem allir okkar helstu stjórnmálamenn hafa frá því ég fór að fylgjast með upp úr 1970 sagt stjórnarskrána illa skrifaða, illa hugsaða og til bráðabyrgða. En er það svo og var það svo? Var hún ekki einmitt skrifuð til að koma böndum á flokkana og þingmennina og gefa þjóðinni sömu lýðréttindi og Frakkar hafa að geta kosið framkvæmdavaldið í beinni kosningu á fjögurra ára fresti?

Mín niðurstaða er sú að ég vil fá það lýðveldi sem við eigum að hafa hér skv stjórnarskránni, franskt / finnst lýðveldi. Lýðveldi þar sem framkvæmdavaldið er tekið úr höndum fjórflokksins og sett í hendur almennings.

Alþingi fari með löggjafarvaldið og fjárveitingarvaldið.

Saman skipa forseti og 2/3 hlutar Alþingis dómara til að fara með dómsvaldið.

Þannig tryggjum við best þrískiptingu valdsins  sem var ein helsta krafa Þjóðfundarins þann 6. nóv. sl.

 


Landinu skipt í tvö kjördæmi?

Ein af þeim hugmyndum sem fram hafa komið í aðdraganda Stjórnlagaþings er að landinu verið skipt í tvö kjördæmi.

Comic_blablaHér verði eitt landsbyggðarkjördæmi og annað kjördæmi fyrir höfuðborgarsvæðið.

Þessi kjördæmi verði með jafn marga þingmenn og jafnt vægi atkvæða. Oddamaður flyst á milli kjördæma á fjögurra ára fresti. Þannig fer landsbyggðin með meirihluta á Alþingi í eitt kjörtímabil og höfuðborgarsvæðið á næsta kjörtímabili.

Við verðum að horfast í augu við það að ef við ætlum að endurnýja stjórnarskána og uppfæra mannréttindakafla hennar þá er ljóst að ekki er hægt að mismuna landsmönnum eftir búsetu með þeim hætti sem nú er gert. Ekki frekar en ef kosningafyrirkomulagið væri þannig að atkvæði karla gilti tvöfalt á við atkvæði kvenna og nýbúa. Með núverandi fyrirkomulagi er verið að brjóta mannréttindi á stórum hluta landsmana.

Íbúar landsbyggðarinnar eru vanir að hafa "sína þingmenn". Að breyta landinu í eitt kjördæmi hentar því mörgum á landsbyggðinni ekkert sérlega vel og leggst ekki vel í marga.

Að skipta landinu í tvö kjördæmi, eitt landsbyggðarkjördæmi og annað á höfuðborgarsvæðinu, er kannski ágætis lausn og góð málamiðlun á milli þeirra sem vilja halda í óbreytta kjördæmaskipan og þeirra sem vilja gera landið að einu kjördæmi.

Mynd: Göngustígurinn upp Esju.

 


Umræðan og kosningabaráttan fyrir Stjórnlagaþingið að komast á skrið.

Þetta er mikið framtak hjá rúv að kynna alla frambjóðendur til Stjórnlagaþings á Rás 1 nú í vikunni fyrir kosningar. Allir frambjóðendur fá 5 mínútur til að kynna sig og áherslur sínar.

Þetta er einstakt framtak en þessar kosningar eru líka einstakar.

það er ekki eitt, það er og verður allt sögulegt við þessar kosningar og þetta þing.

 


mbl.is Talað var við nærri 500 frambjóðendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið í manninn en ekki boltann.

það var aðall íslenskrar knattspyrnu til skamms tíma að fara í manninn en ekki boltann. Sú hefð hefur mikið breyst á síðustu árum. Knattspyrnan hér heima hefur þróast mikið og þroskast.

Ekkert hefur hins vegar breyst hjá íslenskum fjölmiðlamönnum. 

Fjölmiðlamenn vaða ennþá í manninn en ekki boltann.

Lítið hefur breyst í íslenska fjölmiðlaheiminum og hvernig fjölmiðlamenn nálgast umræðuna. Allt er við það sama á þeim vettvangi og var á tímum Kalda stríðsins. Fjölmiðlamenn spila enn sinn bolta á mölinni á Melavellinum á sama tíma og samfélagið spilar sinn bolta á gerfigrasi í knattspyrnuhúsum.

Með einmitt svona vinnubrögðum þá eru frétta- og blaðamenn búnir að reka allt sómakært fólk út úr sviðsljósinu og út úr stjórnmálunum.

Ég held að fjölmiðlafólk þessa lands verði að fara að átta sig á því að í dag er hér allt annar veruleiki en var.

Fjölmiðlafólk, gefið þessu áhugafólki (eins og Marinó G Njálssyni) sem er að koma fram á sjónarsviðið, fólki sem er hvert með sínum hætti og hvert á sínu sviði að takast á við þetta mikla pólitíska og efnahagslega hrun, gefið þessu fólki grið.

 


mbl.is Ekki greint frá skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með þriðja dómstigið, Ögmundur?

Ögmundur var búinn að segjast ætla að koma á þriðja dómstiginu. Hvað breyttists?

Af hverju var hætt við þessar réttarbætur sem felast í því að hér verði sett á fót þriðja dómstigið eins og víðast hvar er í nágrannalöndum okkar?

Af hverju voru þessi nýju dómarar sem þarf hvort sem er að ráða og borga laun, af hverju voru þeir ekki settir inn í nýtt millidómstig? (Landsdóm, Þjóðdóm?)

Af hverju erum við Íslendingar með úrelt réttarkerfi sem á sér ekki samjöfnuð í hinum vestræna heimi?

Hér er ekki einu sinni stjórnlagadómstóll. 

Ríkisstjórn og þing kemst því upp með að túlka stjórnarskrána eins og þeim einu sinni hentar. Komi upp álitamál hvort lög eða lagagrein, samningur við erlend ríki eða aðrar stjórnarathafnir brjóti í bága við stjórnarskrána þá er mat þingmanna sem sitja í stjórn á hverjum tíma látið ráða. Í öðrum lýðveldum Evrópu þá úrskurða sérstakir stjórnlagadómstólar í slíkum álitamálum.

Afleiðing þessa að hér er engin stjórnlagadómstóll blasir við. Stjórnskipan Íslands er í engu samræmi við texta stjórnarskrárinnar enda sagði Sigurður Líndal fyrr. lagaprófessor í síðasta viðtali hans í rúv eitthvað á þessa leið:

"Það væri allt í lagi með íslensku stjórnarskrána ef það væri farið eftir henni."

Þetta er kjarni málsins. Þar er ekki farið eftir stjórnarskránni og það er tilgangslaust að þjóðin fari að setja sér nýja stjórnarskrá ef það verður ekki heldur farið eftir þeirri nýju.

Þess vegna verður að setja hér á fót stjórnlagadómstól. Sjá nánar þessa grein hér og í farmhaldi draga íslensku lögmannastéttina inn í nútímann og koma hér á fót millidómstigi að Evrópskri fyrirmynd. Millidómstigi sem Ögmundur sagðist fyrir örfáum dögum ætla að setja á fót.

Einhver bið verður á því að við Íslendingar fáum þær réttarbætur sem aðrar þjóðir njóta en nú er tækifærið með komandi stjórnlagaþingi.

Sjá heimasíðuna mína og þær réttarbætur sem ég vil að verði komið á samfara því að við fáum nýja stjórnarskrá.

Sjá hér: www.fridrik.info

 


mbl.is Dómurum fjölgað tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlagaþing - Ráðherrum vikið frá störfum

Sett verði skýrari ákvæði um ábyrgðir ráðherra og fyrir hvaða afglöp ber að vísa ráðherra úr starfi, t.d fyrir það að fara vitandi vits með ósannindi í ræðustól Alþingis.

Aðrar hefðir eru í lýðveldum Evrópu en í konungsveldum Evrópu með afsagnir ráðherra. Í lýðveldum eins og Frakklandi og Finnlandi þar velur og skipar forsetinn ráðherrana. Þessir ráðherrar þurfa eigi að síður að hafa traust þingsins. Missi þessir ráðherrar það traust þá verða þeir að segja af sér og forseti skipar þá nýjan ráðherra. Í lýðveldum Evrópu gerist það oft að forseti víkur ráðherra og skipar nýjan þó svo ekki hafi komið fram vantraust á ráðherrann í þinginu. Ef traustið milli þings og ráðherra er farið þá er ráðherrunum vikið og nýr skipaður.

Þá hefur það oft komið fyrir að ráðuneyti forsetans missir allt traust þingsins. Þá þarf forsetinn að skipta úr stórum hluta ríkisstjórnar sinnar og í sumum tilfellum allri ríkisstjórninni.

Í konungsveldunum eru ráðherraskipti ekki eins algeng. Ráðherrar koma þá úr þingmannahópnum og sitja sem ráherrar á þingi með sama hætti og hér hefur verið. Þetta fyrirkomulag hefur gengið ágætlega upp í þessum konungsveldum enda hafa þessi lönd öll stjórnlagadómstól sem stendur vörð um stjórnarskrána.

Hér heima hefur það verið eftirlátið þingmönnum og ráðherrum að ákveða og meta hvort lög, samningar við erlend ríki og aðrar stjórnarathafnir brjóti í bága við einstök ákvæði stjórnarskrárinnar. Í lýðveldum Evrópu og BNA er sérstakur stjórnlagadómstóll látinn úrskurða um slík vafaatriði.

Ástæða þess að stjórnskipunin á Íslandi hefur þróast í átt að einhvers konar "flokksræði" eða nánast "einræði", það er vegna þess að formönnum stjórnmálaflokkana sem stýra ríkisstjórninni á hverjum tíma hefur verið leyft í gegnum áratugina að túlka stjórnarskrána eins og þeim hentar. Engin hefur eða getur mótmælt eða kært það hvernig einstak ráðherrar eða þingið túlkar stjórnarskrána.

Þess vegna er svo mikil þörf á að stjórnarskráin verið endurskoðuð og með því lagður grunnur að nýrri stjórnskipan á Íslandi þar sem þrískipting valdsins að franskri / finnskri fyrirmynd er fest í sessi.

Sjá frönsku og finnsku stjórnarskrána hér á ensku:

Finnska stjórnarskráin

Franska stjórnarskráin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband