Getur þetta verið, fagleg ráðning í utanríkisráðuneytinu?

Getur það verið að í utanríkisráðuneytinu eru menn byrjaðir að ráða faglega í æðstu embætti? 

21122009312

Hvað kom til að annar pólitíkus tók ekki við af þeim sem hætti sem framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands?

Var Engilbert Guðmundsson svo faglega sterkur umsækjandi að utanríkisráðherra treystir sér ekki, eins og staðan er í dag, að ganga fram hjá honum og ráða pólitískan vildarvin í starfið?

Eða er þetta vísbending um nýja og breytta tíma í íslenskri stjórnsýslu eins ótrúlega og það hljómar?

Við munum fljótt komast að því hvort hér er um stefnubreytingu að ræða þegar við fylgjumst með því hvernig ráðherrar skipa í embætti á næstu misserum.

 

Í hruninu og í framhaldi Rannsóknarskýrslu Alþingis voru afhjúpaðir miklir veikleikar í íslenskri stjórnsýslu.

Í einfaldaðri útgáfu má segja að stjórnsýslunni er og hefur verið stjórnað af pólitískum vildarvinum og fyrrverandi stjórnmálamönnum. Þessir pólitísku vildarvinir og fyrrum stjórnmálamenn hafa sýnt sig að vera í besta falli illa hæfir til að gegna þeim embættum sem þeir hafa sinnt og eru að sinna.

Hún er dapurleg sú niðurstaða að frá lýðveldisstofnun hafi nánast aldrei verið ráðið reynslumikið hæfileikafólk til að fara með æðstu embætti ríkisins. Illa menntaðir stjórnmálamenn og vildarvinir þeirra hafa leitt stofnanir og fyrirtæki ríkisins frá upphafi. 

Löngu er tímabært að gerðar verið róttækar breytingar á þessu fyrirkomulagi og fagmennska og fagleg vinnubrögð verði látin ráða för þegar skipað er í embætti.

Sameinumst um að henda þeim stjórnmálaflokkum og ráðherrum út af þing sem uppvísir verða að pólitískum ráðningum. 

Mynd: Gönguleiðin upp Esju.

 


mbl.is Ráðinn yfirmaður ÞSSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sammála þér í aðalatriðum en mér finnst nú samt skjóta skökku við að ráða mann í þetta starf sem er kominn fast að því að taka lífeyri. Hljómar eins og: Mig langar að koma heim er ekki eitthvað að gera handa mér !!?

Illa svikinn ef það er ekki einhver á fertugs- eða fimmtugsaldri sem gæti farnast vel í þessu starfi.

Sindri Karl Sigurðsson, 21.12.2010 kl. 13:17

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hugsaði það sama, en  þykist sjá stækkandi ljóstýru. 

Þeir sem eru komnir fast að lífeyri, geta fullvel skilað dýrmætu starfi.  

Auk þess þjónar slík ráðning markmiðum gegn þrásetu í embættum, sem einnig er veikleiki gagnvart spillingu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.12.2010 kl. 16:04

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég er alls ekki að segja að fólk sem komið er á einhvern ákveðinn aldur sé lakari til vinnu. Veit um þó nokkra, sem reyndar eru komnir yfir móðuna miklu, sem unnu í því síðustu 20 árin að kenna hinum yngri. Þeir hættu jafnvel upp úr áttræðu. Munurinn við þetta núna og það sem var þá er að fólk hættir um leið og það getur.

Reikna með að fullur lífeyrir fylgi að sama skapi með þeim sem eru ráðnir í starf líkt og þetta sem um ræðir í pistlinum og það finnst mér full dýrt fyrir 3 - 5 ára starf.

Sindri Karl Sigurðsson, 21.12.2010 kl. 18:16

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband