Blikur á lofti í stjórnmálum við áramót.

Þó ég hafi trú á því að þessi stjórn sitji út kjörtímabilið þá er eigi að síður ljóst að VG er hálf laskaður flokkur eftir afgreiðslu fjárlaga nú fyrir jól.

21122009320Vitað er að þó fjárlögin fyrir 2011 hafi verið erfið þá verða fjárlögin fyrir 2012 enn  verri.

Allar líkur eru á að þær tekjur sem reiknað er með að renni í ríkissjóð vegna aukinna framkvæmda að þær bregðist á næsta ári eins og þær brugðust í ár. Áframhaldandi niðurskurður á útgjöldum ríkisins er því óhjákvæmilegur á fjárlögum fyrir árið 2012.

Við hljótum öll að spyrja okkur, mun ríkisstjórnin koma fjárlögunum fyrir árið 2012 í gegnum þingið?

Verða og eru þingmenn VG tilbúnir til að taka þátt í áframhaldandi niðurskurði í næsta ári?

Ef ekki og ef Framsókn, Hreyfingin eða Sjálfstæðisflokkurinn eru ekki tilbúin að veita næstu fjárlögum brautargengi með atkvæði sínu eða hjásetu, þá fellur stjórnin á næsta ári.

Þrátt fyrir allar þessar vangaveltur þá spái ég því að stjórnin sitji út kjörtímabilið. Þingmenn "órólegu deildarinnar" í VG munu sjá til þess að stjórnin falli ekki. Þeir munu sjá til þess að fjárlög ársins 2012 verða samþykkt með einu atkvæði eins og nú.

Flýtur á meðan ekki sekkur.

Ég spái því að við sem stöndum að stofnun Norræna borgaraflokksins fáum næstu tvö ár til að búa flokkinn til þátttöku í næstu Alþingiskosningum.

Mynd: Gönguleiðin upp Esju.

 


mbl.is Steingrímur: Ekkert rætt við Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Fjárlögin eru algjör steypa og hafa vafalaust verið útbúin af vitfirringum með teningakasti. Ríkissjóður er alveg gjaldþrota með botnlausan halla og þarf augljóslega að hækka skatta um tugi prósenta strax og reka þúsundir starfsmanna. Þá er nauðsynlegt að senda rikisstjórnina í heilaskimun og síðan í viðeigandi förgunarúrræði. Kannski er hægt að fá einhverjar tekjur af kvikasilfri úr hausnum á þeim ef ég reyni að láta mér detta í hug einhver raunhæf not af þeim.

Baldur Fjölnisson, 30.12.2010 kl. 08:57

2 identicon

Fjárlögin voru samþykkt 32:0. Mér finnst það afar merkilegur árangur að enginn þingmaður á Alþingi treysti sér til að greiða atkvæði GEGN fjárlagafrumvarpinu. Á næsta ári þarf augljóslega að skera meir niður, þótt það verði væntanlega ekki hlutfallslega jafn mikið og nú. Ég á samt ekki von á að niðurstaðan verði mikið öðru vísi að ári. Það er einfaldlega þjóðarnauðsyn að stöðva sem fyrst skuldasöfnun ríkissjóðs.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 20:40

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband