Efnahagslífið um allan heim er að taka flugið á ný.

Hvar sem borið er niður þessa dagana þá er stóra myndin sú að efnahaglífið um alla heim er að rétta úr kútnum. Á þriðja ársfjórðungi þessa árs, á ársfjórðungnum sem markar ár frá bankahruninu, þá var hagvöxtur á öllum helstu efnahagssvæðum heimsins.

Skerjafjörður dHér á Íslandi en við fórum einna verst út úr efnahagshruninu þar er samdráttur í landsframleiðslu mikill, 6%, en minni er spár gerðu ráð fyrir, 9%.

Atvinnuleysi á árinu hefur verið minna, 7% - 8%, en spár gerðu ráð fyrir.

Ég held við Íslendingar megum vel við una hvernig okkur er að takast að snúa okkur út úr þessari djúpu kreppu.

Ef atvinnulífið nær að halda sjó með þessum hætti næsta árið og takist okkur að ná hér inn nýjum atvinnutækifærum, hvort sem það eru gagnaver, einkarekin sjúkrahús, álver eða hvað annað sem skapar hér nýjar tekjur þá er framtíðin björt.

Það þarf ekki mikið að koma til þannig að hér fari allt í gang á ný.

Eina hættan sem að okkur stafar í dag eru þau lán og þær skuldir sem Seðlabankinn og ríkið eru að taka og ætla sér að axla. Hér á ég við lánin sem Seðlabankinn vill taka hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, AGS, og síðan Ieesave skuldbindingarnar sem ríkið vill axla.

Ef við tökum á okkur Icesave skuldbindingarnar og tökum þessi lán frá AGS þá lítur staðan miklu verr út.

Ég óttast að Seðlabankinn sólundi þessum lánum sem tekin verða hjá AGS og Icesave skuldbindingarnar verði okkur óviðráðanlegar.

Fengi ég einhverju um ráðið þá yrðu ekki tekin frekari lán hjá AGS og innistæður Landsbankans bara tryggðar upp að 20.887 evrum per reikning. Þá værum við að standa við okkar alþjóðlegu skuldbindingar og engin gæti ásakað okkur um annað. Vitað er að eignir Landsbankans munu örugglega duga til að tryggja allar innistæður á öllum reikningum upp að 20.887 evrum þó þær dugi ekki til að tryggja allar innistæður að fullu eins og nú stendur til að gera.

Tökum ekki meiri lán hjá AGS og komum okkur út úr þessu Icesave máli án þess að það falli króna á skattgreiðendur á Íslandi.

Þá mun okkur farnast vel.

Við sem þjóð erum að taka of mikla áhættu með því að samþykkja Icesave í þeirri mynd sem nú liggur yfir Alþingi. Ef forseti synjar þá gilda lögin um Icesave frá því í sumar með öllum fyrirvörunum Alþingis í fullu gildi.

Stöðvum Icesave málið í núverandi mynd og skorum á forsetann að synja lögunum staðfestingar sjá hér: http://indefence.is/.

 

Mynd: Við Skerjafjörðinn, 1.11.09..

 


mbl.is Mikill samdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Ástæða þess að samdrátturinn er "aðeins" 6% en ekki 9% er að krónan er veikari en spár gerðu ráð fyrir.  Innlenda hagkerfið hefur helmingast frá 2007 eins og sést á tölum Hagstofunnar.  Útflutningur var 1/3 af landsframleiðslu 2004-2007 en er nú 1/2.  Þetta er ekki vegna þess að útflutningur hefur aukist að magni heldur hefur innlenda hagkerfið hrunið.   Krónan er eins og snjórinn, felur margt en á endanum hverfur.

Andri Geir Arinbjarnarson, 7.12.2009 kl. 15:06

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Rétt Andri, innlenda hagkerfið hefur farið illa út úr þessu hruni.

Það er athyglisvert sem þú bendir á að útflutningur er 50% af landsframleiðslunni í dag. Fáar ef nokkur þjóð getur státað af slíku hlutfalli að önnur hver króna komi frá útflutningi.

Land með svona miklar gjaldeyristekjur á ekki eiga í neinum vandræðum með að kveikja undir pottunum í innlenda hagkerfinu. Nú þegar bankakerfið er að komast í gang með nýjum eigendum þá sé ég ekki fram á annað en hér fari alla að krauma þegar á næsta ári.

Það eina sem getur fellt okkur eru lánin frá AGS og Icesave. Ef við tökum þessi lán og öxlum Icesave þá munu matsfyrirtækin gefa okkur mjög lélegar lánshæfiseinkunnir þar til lánin og Icesave eru að fullu greidd. Lánin frá AGS og Icesave þýða vaxtaokur á Íslandi næsta aldarfjórðunginn vegna þessa lága lánshæfismats.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.12.2009 kl. 15:37

3 identicon

Ekki gleyma skattaokri - austurþýsktmenntaða ráðgjafans - vart mun það hvetja duglegt fólk til að leggja á sig aukavinnu og svo lamar það hagkerfið á þann hátt að draga úr eftirspurn eftir vörum og þjónustu.

ólafur M. Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 17:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband