Frábærar fréttir um gagnaver í Reykjanesbæ.

Þeim fjölgar stöðugt góðu fréttunum. Á síðustu vikum þá hefur okkur borist hver góða fréttin á eftir annari. Nú er það frétt úr Reykjanesbæ þar sem Grafarvog dVerne Holding hefur fengið úthlutað 18 hektara landsvæði til að þróa og byggja gagnaver og tengda þjónustu.

Ljóst er að forráðamenn Verne Holding ætla sér stóra hluti fyrst þeir hafa óskað eftir þetta miklu landsvæði fyrir þá starfsemi sem þeir ætla sér að fara í gang með þarna.

Við hljótum að óska aðstandendum Verne Holding og Reykjanesbæ til lukku og óskum þeim velfarnaðar með það verkefni sem þarna er að fara í gang.

Mynd: Undir Gullinbrú, 1.11.09, Reykjavík.

 


mbl.is 180.000 fm fyrir gagnaver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott mál að Gagnaverið er orðin staðreynd. Sömuleiðis verksmiðjan sem verið var að hefjast handa með á dögunum sem mun breyta útblæstri gufuvirkjana og stóriðju í Metan

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.11.2009 kl. 02:27

2 identicon

Það væri nú gaman að vita hve margar jarðsprungur skila að landgöngu ljósleiðara og gagnaverið.

Er jarðskjálftahættan í Reykjanesbæ minnst? Er mikið misgengi á leið ljósleiðarans? Rafmagnið dettur út og getur verið rafmagnslaust á svæðinu í þó nokkurn tíma. Hve margar backup leiðir eru ef ein rafmagnslína slitnar (mastur hrinur)? Ég er ekkert endilega viss um að Reykjanesbær sé besti kosturinn í uppsetningu gagnavers. En hvad ved jeg?

nicejerk (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 15:46

3 identicon

Það er bara vonandi að það sé eitthvað á bakvið þessar fréttir. Ég er búin að fá alveg nóg af fréttum sem engin innistæða virðist vera fyrir og það eina sem á bak við þær virðist vera er athyglissýki þeirra sem um er fjallað. Hvað er annars að frétta af "The North Pole Wire" fréttinni sem þú lést blása upp án þess að nokkuð virðist hafa verið á bak við það.

Gunnar Guðjónsson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 16:21

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Gunnar

Auknar og hertar reglur um meðferð gjaldeyris stöðvaði það mál í sumar. Mínir samstarfsaðilar tóku í framhaldi ákvörðun um að setja kapalverksmiðjuna upp í Kanada.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.11.2009 kl. 17:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband