Silfurskeiðin sem breyttist í taðköggul.

Í stað þess að börn þessara stofnfjáreigenda alist upp með silfurskeið í munni þá sitja þau uppi með taðköggul sem foreldrarnir reyna nú með öllum ráðum að ná úr munni þeirra.

Grafarog bForeldrar þessara barna berjast nú um á hæl og hnakka og eru að reyna að koma sökinni í þessu máli yfir á alla aðra en þau sjálf.  Þau vilja að lánin verði afskrifuð og bankinn látinn bera ábyrgð á því að að hafa veitt börnunum þessi lán. 

Ef þessi börn og unglingar hefðu með aðstoð foreldranna farið inn í bankann og rænt þessum 208 milljónum og eytt þeim þá væri þetta mál ekki tekið neinum vettlingatökum.

Fróðlegt verður að fylgjast með þessu máli, hver verður dreginn til ábyrgðar og hver verður látinn borga.

Hver verður látinn bera þetta tjón, bankinn, börnin eða foreldrarnir?

Mynd: Við Gullinbrú, Grafarvogi, 1.11.09.

 


mbl.is 31 barn átti í Byr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta svokallaða ,, Nóatúnsfólk " lætur greinilega stjórnast af meiri frekju og græðgi en gengur og gerist - aumingja börnin að alast upp við þetta.

Stefán (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 15:26

2 identicon

Að sjáfsögðu eiga þeir sem óskuðu eftir lánunum fyrir börnin sín að vera ábyrg, bjóðast til að greiða þessa smá aura, eins og þeim hefur eflaust fundist þeir vera þegar þau heimtuðu að fá þennan gjörning framkvæmdan í bankanum.Og að sjálfsögðu á að reka á stundinni, án uppsagnarfrest og greiðslu þá aðila í bankanum er komu nálægt þessu.

guðmundur Gunnar (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 15:31

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála No 2

Jón Snæbjörnsson, 5.11.2009 kl. 15:37

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við verðum látin bera þetta eins og annað.

Kveðja að  norðan.

Arinbjörn Kúld, 5.11.2009 kl. 16:32

5 identicon

Þetta kallast á enskri tungu; ''unmitigated gall'' og má þýða sem takmarkalaus frekja!  Sem og þetta er!  Það þarf að senda þessu gráðuga slekti réttu skilaboðin, sem eru að allir verða að standa skil gjörða sinna, ekki bara Lalli Johns sem fékk 10 mánuði á Hótel Litla Hrauni fyrir misheppnaða innbrotstilraun í Hveragerði nýlega! 

Þetta verður að klára samkvæmt lögum og reglum en ekki óskrifuðum lögum um aumingjadýrkun sem virðist eiga að gilda um hvítflibba krimma umfram almenna skattgreiðendur á þessari eyju sem má kalla Litlu Nígeríu norðursins norður í ballarhafi!

Halli (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 16:47

6 identicon

Einhversstaðar annarsstaðar en hér á landi hefðu einhverjir verið færðir út í járnum og jafnvel börnin tekin af foreldrum. Þvílíkt uppeldi.

ísland paradís stórglæpamanna, bananalýðveldi nr. 1

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 16:47

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Friðrik.

Það er rotið þjóðfélag sem finnst svona gjörningar vera í eðlilegir.  Sem betur fer gildir það ekki um okkur Íslendinga.  Flestum okkar blöskrar.  En kerfinu fannst þetta eðlilegt á sinn hátt, og hleypti þessu í gegn.  Núna er öllum ljóst að þetta kerfi var rotið.  Því hlýtur meginþungi baráttu okkar að vera sá að hindra slíkan hugsunarhátt, og afnema kerfi þar sem græðgin er hið eina viðmið á því sem má og því sem má ekki.

Um það hljótum við öll að vera sammála.  En mér finnst að fólk ætti að gæta að sér þegar það krefst refsingar yfir foreldrunum, jafnvel svipta þau forræði yfir börnum sínum.  Hverra hagsmuna er verið að gæta??????   Barnanna?????

Telur það einhver vera í þágu þessa barna að svipta þau heimilum sínum????  Eða þá fjölskyldu sinni????

Mér persónulega finnst rangt að börn missi heimili sín vegna þeirra hamfara sem skullu á landinu síðast liðið haust.  Skiptir engu þó foreldrarnir séu bjánaprik, græðgipúkar, atvinnulausir eða öryrkjar eða hvað annað sem veldur.  Á hamfaratímum á að vernda börnin, gefa þeim von og framtíð.

Foreldrar í fangelsi eða börn fjarri sínum fjölskyldum er ekki síðra siðleysi en það sem við fordæmum í þessum barnagjörningi Glitnis.

Og við megum ekki gleyma því að eitt sterkasta vopn þeirra sem vilja endurreisa hið gamla kerfi, er að kasta fram svona molum handa fólki til að hneykslast á, á meðan til dæmis þrælalög ICEsave renna ljúft í gegnum Alþingi. 

Við megum aldrei gleyma því hvað er höfuðmarkmið Andstöðunnar, "Nýtt og betra þjóðfélag".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2009 kl. 20:29

8 identicon

Þó seint sé tek ég undir með Ómari. 

ElleE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 13:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband