Hver er sannleikurinn um dráttinn á afgeiðslu láns AGS?

Mark Flanagan fulltrúi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS, í málefnum Íslands býður okkur Íslendingum upp á enn eina útskýringuna eða útúrsnúninginn á því af hverju dregist hefur í átta mánuði að afgreiða lán AGS til okkar.

IMG_3728Þeir sem bera ábyrgð á þessu máli hafa allir sína sér skýringu á þessum drætti. Allar stangast þær á.

Flanagan bendir í fumi og fáti, flani og gani, á alla aðra en sjálfan sig og AGS þegar blaðamenn ganga eftir skýringum af hverju AGS hefur dregið að afgreiða umsamin lán til Íslands í átta mánuði.

Ég hvet blaðamenn að fylgja þessu máli eftir og bera þessi ummæli Mark Flanagan undir hin Norðurlöndin og Jón Sigurðsson.

Annað hvort AGS eða hin Norðurlöndin eru að segja okkur Íslendingum rangt til um þetta mál.

Ef AGS er nú að reyna að snúa sig út úr þessu máli og rétta skýringin á drættinum er að þeir voru að knýja Íslendinga til að ganga að nauðasamningum Breta og Hollendinga í Icesave þá þarf að fá það staðfest.

AGS mun ekki geta þurrkað af sér þann handrukkarastimpilinn sem þeir fá á sig hér á landi með þessum vinnubrögðum sínum.

Ísland er stofnaðili að AGS og Alþjóðabankanum. Sem stofnaðili á okkar næsta skref að vera á næsta aðalfundi AGS að leggja fram tilllgögur um breytingar á starfi og skipulagi sjóðsins þannig að í framtíðinni þá verði komið í veg fyrir að ákveðnar þjóðir geti beitt sjóðnum fyrir sig með þeim hætti sem hér hefur verið gert.

Það er skylda okkar sem stofnaðilar að koma í veg fyrir að sjóðnum sé misbeitt í þeim löndum þar sem hann er kallaður til.

Svona vinnubrögð á ekki að líða.

Sé hins vegar Mark Flanagan að segja satt og rétt frá, þá þurfum við heldur betur að endurskoða allt okkar samstarf við hin Norðurlöndin.  

Mynd: Skálmárdalur

 

 


mbl.is Hver bendir á annan í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef til vill hefur ferð þeirra Sigmundar og Höskuldar til Noregs hreift við þeim sem réðu vinnubrögðum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.          Hver veit hvað hverjum er um að kenna,máske er það bara Efrópusambandsumræðan hér innanlands. 

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 14:36

2 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

ESB löngun ráðamanna er stóri vandinn!

Ef ríkisstjórnin hefði sett allt sitt afl, virkjað Íslendinga, erlenda vini, vandamenn og alla þá sem vilja Íslandi vel.

Nei ríkisstjórnin gerir ekkert sem getur tafið ESB hraðferðina. Vitringarnir við stjórnvölinn, sem hafa allt sitt á þurru hversu illa sem Ísland fer láta sér í léttu rúmi liggja hvað verður um Íslenskan almenning.

Ríkisstjórninni er einfaldlega ekki treystandi til að taka stór lán frá td AGS. Þeir að kröfu AGS hafa haldið uppi óraunhæfum vöxtum til að láta Íslandi blæða eins og þeir eru menn til. Vaxtagreiðslupeningarnir flæða úr landinu og fella krónuna.

Kolbeinn Pálsson, 30.10.2009 kl. 19:45

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Friðrik, þetta er ekkert mál.

Við erum með ríkisstjórn sem á ekki til vott af þjóðarstolt. Ríkisstjórnin samþykkti Svavarssamninginn sem hljóðaði m.a. uppá að:  " "Íslendingar" afsöluðu sér heimild til að óska sér griða" Ég treysti því að ríkisstjórnin hafi ekki skilið hvað þetta ákvæði þýðir s.k.v. þjóðarrétti.

En hugaðu þér hugarfarið sem býr að baki kröfu  um að ríkisstjórn hafni fyrir hönd þegna sinna að þeir geti óskað griða og að "þetta ákvæði sé ævarandi og óafturkallanlegt".

Sigurður Þórðarson, 30.10.2009 kl. 21:52

4 identicon

Sæll, Friðrik.  Finnst líklegra en ekki að orð Flanagans séu yfirskin.  Sambræðingur AGS, breta og hollendinga gefur tóninn varðandi verklag "alþjóðasamfélagsins", á hinn bóginn þurfum við sárlega vernd gegn okkur sjálfum þannig að íslenzk þjóð er í töluverðum vanda.

LÁ 

lydur arnason (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 03:01

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er endalaust verið að rugla okkur. Maður er steinhættur að taka nokkuð mark þessum aðilum.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 31.10.2009 kl. 09:37

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hver myndi ekki beita hverju sem hann getur  í svona málum. Beitum við ekki þvingunum og það á Alþingi og ef nærtækasta dæmið er tekið semsagt ESB umsóknin sem okkur var sagt að væri umsókn um viðræður og Össur  sjálfur breytti í umsókn um aðild. Eitt er víst það er engin að þvinga þetta AGS lán inn á okkur  og ég spyr hvar er afkoma/arður frá sjávarútveginum. Hann sést ekki í bókhaldi Íslands. 

Valdimar Samúelsson, 31.10.2009 kl. 13:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband