Tilgangur neyðarlagana engin eftir yfirtöku lánadrottna á Íslandsbanka.

Þjóðinni voru seld neyðarlögin á þeirri forsendu að það ætti að vernda eignir og skuldir okkar Íslendinga. Koma átti í veg fyrir að þær lentu í höndum erlendra aðila og þar með að erlendir aðilar eignuðust í raun Ísland. Samhliða þessu þá var í neyðarlögunum þær birgðar lagðar á almenning á Íslandi að hann átti að tryggja innistæður í bankakerfi sem var tíu sinnum stærra en árleg landsframleiðsla.

03102009119Þjóðinni var fyrir ári seld sú hugmyndafræði að þessi leið að setja neyðarlög væri miklu betri en láta bankana fara í gjaldþrot og þeir gerðir upp samkvæmt gildandi lögum um gjalþrot því þá myndu lánadrottnarnir eignast bankana. Það mátti ekki gerast. Auk þess væru innistæður þá aðeins tryggðar samkvæmt reglum um Tryggingasjóð innistæðueigenda.

Hver er svo niðurstaðan?

Við erum að fagna því í dag að erlendir lánadrottnar Glitnis skuli vera að koma sem eigendur að rekstri bankans. Loksins eru erlendir bankar að koma að bankarekstri á Íslandi og þeir munu koma hingað með þær hefðir, venjur og traust sem einkennir rekstur erlendra banka í einkaeign.

Þetta fáránlega loforð að þjóðin ætli að tryggja allar innistæður að fullu í þessu gríðarstóra gjaldþrota bankakerfi mun sliga þjóðina um ókomin ár. Þetta loforð hefur valdið þvílíkum misskilningi, misklíð og deilum við öll okkar nágrannaríki að engu tali tekur og eyðilagt orðspor okkar um allan heim.

Setning neyðarlaganna eru einhver svakalegustu mistök sem hér hafa verið gerð.

Ég óska starfsmönnum Íslandsbanka og landsmönnum öllum til lukku með það að hér skuli nú vera að verða til fyrsti "alvöru" bankinn á Íslandi.

Það fer nú ekki svo að það komi ekki líka eitthvað jákvætt og gott út úr þessu öllu þó í þessu tilfelli séu góðu hlutirnir að verða til þvert á vilja og tilgang neyðarlaganna.

Mynd: Hafnarfjall

 


mbl.is Íslandsbanki í erlendar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Alveg rétt hjá þér.  Við erum komin heilan hring í þessu máli.  Erlendir kröfuhafar hafa eignast bankana eins og alltaf lág fyrir en með gríðarlegum kostnaði fyrir skattgreiðendur.   

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.10.2009 kl. 16:08

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Kostnaður Andri, samfélagð er nánast gjaldþrota út af þessum neyðarlögum og afleiðingum þeirra. Niðurstaðan nú varðandi bankana er sú sama og ef þessi lög hefðu aldrei verið sett.

Ef bankarnir hefðu farið í gjaldþrot þá hefðu þessir lánadrottnar komið að rekstri þeirra fyrir löngu til að takmarka tjón sitt.

Tjón okkar Íslendinga hefði þá aldrei orðið svona gríðarlegt. Bretar hefðu þá heldur aldrei sett hryðjuverkalög á okkur og Kaupþing líklega aldrei fallið þó svo nýir eigendur hefðu líklega tekið við rekstri hans, þ.e. lánadrottnarnir, en það var einmitt það sem ekki mátti gerast. Út á það gekk allur "díllinn".

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.10.2009 kl. 16:22

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það er ekki hægt að hugsa um þetta, það er svo hræðilegt.

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.10.2009 kl. 16:35

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það á að ákæra þetta lið fyrir landráð, GHH, ríkisstjórn hans, útrásardólgana og þeirra hyski.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 15.10.2009 kl. 19:57

5 identicon

Stutt og greinargóð samantekt á 12-mánaða hringlandahætti.

Eftir stendur spurningin: Hefðu þessi fokdýru ósköp orðið EF stjórnmálamenn hefðu viðurkennt vanmátt sinn og kunnáttuleysi sl. haust?

Ef stjórnmálamenn gæti nú lært að leita til sér fróðari manna, þ.m.t. útlendra sérfræðinga, en það virðist vera tegund sem íslenskir stjórnarherrar og frúr forðast eins og heitan eldinn.

Sama ríkisstjórn og hunsaði aragrúa erlendra og innlendra sérfræðinga sem vöruðu við yfirvofandi hruni taldi sig hæfasta til að finna "lausnina". Núverandi ríkisstjórn er ekki hótinu skárri: Vísar hverjum sérfræðingnum eftir annan á bug.

Hvað er það í allt of mörgum íslenskum stjórnmálamönnum sem stoppar þá í að viðurkenna vanhæfni sína og leita til sérfræðinga eftir hjálp? Meira að segja eftir að hjartalínurit krónunnar hafði stoppað taldi ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar sig vera hæfasta til að koma kerfinu aftur í gang.

Við fáum að súpa seyðið af stærilæti þeirra.

Helga (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 22:57

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.10.2009 kl. 01:50

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Neyðarlögin áttu líka að koma í veg fyrir öngþveiti í bönkunum, en það hefði mátt tryggja með öðrum hætti. Já, neyðarlögin voru hrikaleg mistök og líklega andstæð stjórnarskránni einnig.

Sæmundur Bjarnason, 16.10.2009 kl. 02:35

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband