Strandar lánið frá AGS á endurreisn bankana en ekki Icesave?

Þær sögusagnir ganga að sá dráttur sem orðið hefur á afgreiðslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS, á láni númer tvö sem átti að afgreiða í febrúar, að þessi dráttur sé til kominn vegna þess að AGS hefur ekki fengið umsamin gögn um endurreisn bankana. 

Á meðan ekki er vitað með hvaða hætti á að endurreisa bankana og efnahagsreikningur þeirra liggur ekki fyrir og þar með uppgjör á milli nýju og gömlu bankana, þá komi ekkert lán frá AGS. Íslendingar verið að klára sína heimavinnu eins og um var samið áður en lán númer tvö kemur. Þessa heimavinnu eru Íslendingar ekki enn búnir að vinna. Þetta átti að klára í febrúar en er ekki búið enn.

29092009111Töfin á afgreiðslunni á láninu frá AGS sé því alfarið á ábyrgð Íslands og hafi ekkert með Icesave að gera.

Þá halda menn því fram að íslensk stjórnvöld séu að nota Icesave í þessu máli til að breiða yfir þá staðreynd að þau hafi ekki lagt fram þau gögn sem þau eiga að leggja fyrir AGS. 

Hér er verið er að nota sömu taktikk og þegar stjórnvöld lögðu Icesave samninginn fyrir þingið. Þá sögðu þau að öll gögn væru uppi á borðinu. Síðan þegar eftir var spurt þá týndu þau hvert fylgiritið af öðru upp úr pússi sínu.

Þennan leik er nú verið a leika á ný þegar stjórnvöld fullyrða að þau séu búin að afhenda öll gögn sem AGS hafi beðið um. Þetta sé ekki rétt, lán númer tvö verður ekki afhent fyrr en efnahagsreikningur bankana liggur fyrir og það hafi öllum verið ljóst frá því í nóvember í fyrra þegar samningurinn milli AGS og Íslands var undirritaður.

Íslendingar hafi fengið þau skilaboð á fundi sjóðsins í Tyrklandi að þeir ættu að fara heim og vinna vinnuna sína og síðan skyldu menn tala saman.

Af hverju fer ekki einhver fréttamaður og fær þetta á hreint hjá yfirmönnum AGS og spyr:

Er AGS að bíða eftir gögnum frá Íslandi um endurreisn bankana til að geta afgreitt lán númer tvö?

Við verðum að fá það staðfest hvort drátturinn á láninu frá AGS er vegna Icesave eða hvort það er vegna þess að dregist hefur að setja upp efnahagsreikning bankana.

 


mbl.is Ríkið leggi til mun minna fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta hangir allt saman, AGS, IceSave, og uppgjörið á milli Landsbankans og NBI hf. þar sem íslenska ríkið er að borga allt að 410 milljarða inn í þrotabú gamla bankans sem munu líklega ganga upp í IceSave skuldina. Meira um þetta í nýjasta pistli mínum, Flugeldahagfræði: hvernig á að fela 250 milljarða?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2009 kl. 22:19

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er góð spurning.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 14.10.2009 kl. 18:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband