Nú er ég hættur að skilja ríkisstjórnina

Hvernig má það vera að "takist okkur ekki að ljúka Icesave-málinu nú alveg á næstunni mun það tefja og torvelda alla endurreisn, tefja fyrir vaxtalækkun, tefja fyrir afnámi gjaldeyrishafta, tefja fyrir gengishækkun og stofna lánshæfismati ríkisins í stórhættu"?

Icesave hefur ekkert með fiskveiðar okkar Íslendinga að gera.

Icesave hefur ekkert með landbúnað á Íslandi að gera.

Icesave hefur ekkert með ferðaþjónustu okkar Íslendinga að gera.

Icesave hefur ekkert með annan útflutning, iðnaðar- og álframleiðslu eða bara yfir höfuð atvinnulífið í landinu að gera.

23082009090Vöruskiptajöfnuðurinn er hagstæður um tugi milljarða í hverjum mánuði og það liggja tæpir tvö þúsund milljarða í bönkum landsins. Þó atvinnuleysistölur í prósentum séu háar þá eru þetta í raun örfáir einstaklingar sem eru atvinnulausir. Í öllu erlendu samhengi eru 15.000 til 20.000 manns örfáir einstaklingar. Lítið þarf til að koma öllu þessu fólki í vinnu.

Allt mun ganga sinn vanagang eins og á síðustu 12 mánuðum þó eitthvað dragist að ganga frá þessum nauðarsamningi um Icesave.

Ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, neitar að lána okkur þessa 4,6 milljarða USD, þ.e. um 600 milljarða króna vegna þess að Icesave er ekki afgreitt þá fagna ég því.

Að taka þetta lán frá AGS sem við ætlum að leggja inn á bankabók erlendis til þess eins að greiða af þessu láni vexti og til að geta sagt að nafninu til að við eigum stóran gjaldeyrisvarasjóð, þetta hef ég aldrei skilið.

Allar líkur eru á því að Seðlabanki Íslands, sem er nánast eins mannaður og hann var í aðdraganda hrunsins, muni sóa þessu fé öllu á nokkrum misserum í einhverju rugli við að verja krónuna.

Við eigum ekki að taka þetta lán frá AGS og við eigum að hætta samstarfi við þá stofnun og taka samningana um Icesave upp frá grunni. Þá eigum við að taka hér einhliða upp evru eða dollar og bjóða hér hagstæðar aðstæður fyrir erlendi fyrirtæki að koma og setja upp starfsemi sína.

Þá rífum við okkur upp úr þessari kreppu á örfáum misserum.

Ég held að forystumenn ríkisstjórnarinnar þurfi aðeins að róa sig og átta sig á því að AGS og Icesave er ekki upphaf og endir alls hér á Íslandi.

 

 


mbl.is Ekki séð fyrir enda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hjá óstjórninni hefur Icesave allt með ESB inngöngu að gera

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 12:43

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þó atvinnuleysistölur í prósentum séu háar þá eru þetta í raun örfáir einstaklingar sem eru atvinnulausir.

Þessi prósenta er í raun ekkert svo há ef miðað er við mörg lönd hér á plánetunni.

Ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, neitar að lána okkur þessa 4,6 milljarða USD, þ.e. um 600 milljarða króna vegna þess að Icesave er ekki afgreitt þá fagna ég því.

Alveg sammála þér hér, skil ekki hvernig meiri lántaka á að "bjarga" landinu, hverjar ætli afborganirnar séu af þessu láni? fyrir hverja % af vöxtum þá erum við að borga um 500 milljónir á mánuði.

Svo miðað við 4-5% vexti þá er þetta nóg til að borga atvinnuleysisbæturnar fyrir landið.

Allar líkur eru á því að Seðlabanki Íslands, sem er nánast eins mannaður og hann var í aðdraganda hrunsins, muni sóa þessu fé öllu á nokkrum misserum í einhverju rugli við að verja krónuna.

Sorglegt en líklegast rétt hjá þér, væri ekki betra að henda gleyma þessum lánum öllum, taka fallið á krónunni og lækka vextina, þá erum við ekkert að eyða öllum varaforðanum sem nú þegar er til í að borga spákaupmönnum og mörg lán kæmu eflaust út á því sama er varðar fall á gengi gegn lækkaðra vaxta.

Ég held að forystumenn ríkisstjórnarinnar þurfi aðeins að róa sig og átta sig á því að AGS og Icesave er ekki upphaf og endir alls hér á Íslandi.

Þetta er víst ESB stefnan, allt gert til að komast þangað inn, sama hvað það kostar.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.9.2009 kl. 12:48

3 Smámynd: Sævar Finnbogason

Það skiptir engu máli þó þú skiljir ekki ríkisstjórnina hún ræður engu um efnahagsmál núna, hún er í raun aðeins hér til þess að gefa efnahagsáætlun AGS lýðræðislegt andlit. Einmitt vegna þess að það dettu engum í hug erlendis að hægt sé að treysta íslenska seðlabankanum og stjórnvöldum. Gróft á litið eru tvær höfuðástæður fyrir þessu vandræðaástandi.

1 Íslendingar tryggðu allar innistæður í bönkum á landinu og stór hluti lánanna verður til vegna þess. Það voru dýr og alvarleg mistök sem verða ekki leiðrétt úr þessu.

2 Íslendingar eru með ónýtan gjaldmiðil verða að eyða stórum fúlgum í að niðurgreiða erlenda miðla svo hægt sé að halda uppi því gengi sem fólk hér getur lifað við. Til þess þarf varasjóð á banka.

Möguleg lausn væri að skipta yfir í annan gjaldmiðil strax.

Sævar Finnbogason, 27.9.2009 kl. 13:00

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það er fleira líkt með Íran og Íslandi en upphafsstafurinn.  Þeir eru með sína kjarnorkuáætlun og við með Icesave.  Alþjóðasamfélagið er í nöp við hvoru tveggja og notar efnahagslegar þvinganir á báðar þjóðir.  Þetta er búið að vera nokkuð ljóst í langan tíma en er rétt að renna upp fyrir stjórnvöldum hér.

Andri Geir Arinbjarnarson, 27.9.2009 kl. 14:22

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er ríkisstjórnin sem tefur fyrir endurreisn efnahagslífsins, með ráða- og aðgerðarleysi sínu og engin annar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.9.2009 kl. 16:08

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég skil þetta ekki heldur

http://siggisig.blog.is/blog/siggisig/

Sigurður Sigurðsson, 27.9.2009 kl. 18:12

7 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Friðrik.

Málið liggur ljóst fyrir við sem þjóð eigum ekki að borga þetta eða taka lán fyrir menn sem hafa stundað rányrkju á hendur þjóðinni okkar. Þetta eru landráðamenn sem bera að taka föstum tökum strax og dæma þá síðan til ævivarandi fangelsisvistar.

Davíð Oddsson sagði á sínum tíma að þjóðin ætti ekki að borga skuldir fyrir óreiðumenn það var fyrir löngu. Ég legg það til að fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði rekin úr landi. Þjóðin vill ekki láta kúa sig lengur burtu með þennan líð sem hagar sér með þessum hætti.

Okkur vantar stjórnenda eins og Davíð Oddsson til að hjálpa okkur. Þetta er maður sem gæti leitt okkur á rétta braut í lífinu.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 27.9.2009 kl. 20:42

8 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ég er sammála þér Friðrik að flestu leiti, en ég er ekki sammála því að við eigum að bjóða erlendum fyrirtækjum betri kjör en íslenskum. Þetta hefur verið gert undanfarin 50 ár með hörmulegum afleiðingum.

Við stöndum uppi með orkufyrirtæki sem eru svo skuldug að við neyðumst til að selja útlendingum hluti í þeim fyrir slikk.

Og það sem verra er, íslenskir stjórnmálamenn sjá ekkert fyrir sér til lausnar nema að treysta á stuðning frá útlendingum.

ESB styrkir, AGS lán, Magma sala, Alcoa , meiri lán til að virkja meira. o.s.frv.

Þeim dettur ekkert í hug sem við eigum að gera. Bara láta útlendinga koma með peninga og hirða svo arðinn af öllu saman.

Hugsið ykkur sönginn sem er byrjaður á Húsavík.

Við viljum álver, við viljum að ríkið taki meiri lán , ef ríkið vill ekki taka lán þá látum við erlenda aðila virkja.

Þessir menn eru brjálaðir.

Sigurjón Jónsson, 28.9.2009 kl. 09:31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband