Rekum stjórnendur bankana frá útibústjórum og upp úr. Fyrr treystir enginn bönkunum.

IMG_1662 (2)Spillingin sem viðgengist hefur í bönkunum, hjá eigendum þeirra og stjórnendum virðist hafa verið mikil. Bankarnir hafa notað greiða og gjafir, lán og fyrirgreiðslur til að afla sér rekstrarfjár og viðskiptavina. Með greiðum og gjöfum, fyrirgreiðslum og lánum virðast þeir hafa náð heljatökum á okkar litla samfélagi. 

Sukk og óráðssía virðast hafa stjórnað för þar sem fé bankana var sólundað. Með því að bjóða viðskiptavinum, stjórnmálamönnum, fréttamönnum og embættismönnum í veiðiferðir og fótboltaleiki erlendis og svo framvegis þá voru bankarnir að kaupa sér velvild. Að kaupa velvild er ekkert annað en mútur.

Sú dapurlega niðurstaðan blasir við að stærstu eigendur bankana sem sátu í bankaráðum og stjórnendur bankana sjálfra virðast hafa haft lítið ef nokkurt vit á bankarekstri.

Við stöndum nú frammi fyrir því að í bönkunum sitja nánast allir sömu stjórnendurnir og tóku þátt í að keyra þá og síðan samfélagið okkar í þrot. Sama máli gegnir með Fjármálaeftirlitið. Þar var forstjórinn rekinn en aðstoðarforstjórinn var látinn taka við og ekki hreyft við neinum starfsmanni þar inni. Þetta vanhæfa fólk er nú að rannsaka sinn eigin þátt  í bankahruninu, eins gáfulega og það hljómar.

Quisling leiddi þjóðverja inn í Noreg og stjórnaði í þeirra nafni Noregi öll stríðsárin. Í lok stríðsins var hann tekinn til fanga, dæmdur til dauða og skotinn. Í framhaldinu eltu Norðmenn upp alla "Kvislinga", það er menn sem höfðu aðstoðað Quisling og þjóðverjana meðan á hernámi Noregs stóð. Þessa "Kvislinga" eltu Norðmenn uppi eftir stríð og drógu þá fyrir dóm eða drápu.

Á Íslandi eru eigendur bankana okkar "Quisling". Eva Joly og hennar lið mun vonandi elta þá upp. Við Íslendingar þurfum hins vegar að elta uppi okkar "Kvislinga", fólk sem aðstoðaði eigendur bankana við að féfletta þjóðina. Þessir "Íslensku Kvislingar", þeir sitja allir enn í sínum stöðum í bönkum landsins og í Fjármálaeftirlitinu. Það er óþolandi að þetta fólk sé enn að stjórna bönkunum okkar.

4% þjóðarinnar treystir bönkunum í dag. Það verður að taka á því máli.

Nú þegar allir bankar landsins eru orðnir ríkisbankar þá krefst ég þess að allir þeir sem sátu sem stjórnendur í þessum bönkum þegar bankahrunið varð, útibústjórar og upp úr, þeir verði reknir úr þessum störfum sínum fyrir þjóðina.

Á síðustu 2 til 7 árum var mjög miklu af okkar reyndasta bankafólkinu sagt upp störfum og skipt út fyrir ungt reynslulítið fólk. Þetta nýja fólk hefur verið sett í stjórnunarstöður sem það greinilega hefur ekkert ráðið við.

Endurráðum okkar reynda bankafólk og látum það stjórna þessum ríkisbönkum okkar og ráðum með því nýtt fólk til aðstoðar.

Fyrr næst engin sátt um bankana okkar. Það mun engin treysta bönkum með sama fólk þar við stjórnvölinn og leiddi bankana og þjóðina í þrot. Fólk sem tók þátt í öllu sukkinu og spillingunni, segjum því öllu upp störfum.

 


mbl.is Eigendur virðast hafa fengið há lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki verið meira sammála.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 04:54

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Flottur pistill! Þetta er akkúrat svona, enn núna er bara búið að skipta um "taktík" í spillingunni. Ekkert breytist að ráði.

Óskar Arnórsson, 12.3.2009 kl. 09:27

3 identicon

alegerlega sammála

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 10:13

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

SAMMÁLA!!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.3.2009 kl. 11:48

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Orð í tíma töluð.

Það er talað og malað en ekkert gert. ,,Tilmæli" stjórnvalda um að bankar og lánastofnanir sýni fólki virðingu og gangi ekki hart að því með innheimtu o.fl. er tómt bull

Guðmundur St Ragnarsson, 12.3.2009 kl. 15:40

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ditto.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.3.2009 kl. 20:24

7 identicon

Góður pistill um ógeðslega banka og spillt eftirlit. 

EE elle (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 23:46

8 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

1. Flestir, nánast allir, starfsmenn bankanna eru venjulegt, heiðarlegt og vammlaust fólk, sem hefur ekkert gert af sér, annað en að vinna vinnuna sína.

2. Að líkja fólki, sem hugsanlega á hlutdeild í efnahagsafbrotum og/eða einkaréttarlegri skaðabótaskyldu, við landráðamenn og samverkamenn nasista í Noregi, nær náttúrulega engri átt.  Ég þarf vonandi ekki að útskýra í hverju munurinn liggur.  Fólk sem étur upp svona málflutning án umhugsunar þarf eitthvað að skoða sinn siðferðilega áttavita.

3. Að sömu stjórnendur sitji í bönkunum og voru þar fyrir hrun er alveg kategórískt röng staðhæfing.  Öll bankaráð eru ný og allir bankastjórar einnig, og eins og frægt er orðið hafa t.d. nánast allir næstæðstu stjórnendur Kaupþings (því miður) yfirgefið bankann.  Að sama skapi er búið að skipta um stjórnarformann og forstjóra Fjármálaeftirlitsins.

Það setur að mér ugg við vaxandi öfga og brottfall hefðbundinna og góðra samskiptagilda í umræðunni.  Ef svona þvættingur á að varða leiðina til Nýja Íslands þá býð ég ekki í það.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 12.3.2009 kl. 23:57

9 identicon

Bankarnir voru ógeðslegir Vilhjálmur.  Eru ekki enn sömu millistjórnendur bæði í bönkum og fjármálaeftirliti?  Það skilst mér af fréttum.  Fólkið er ekki að ´éta upp svona málflutning´, heldur er fólki bara hálfóglatt og ólýsanlega illa svikið.  Og ef þú hlustaðir ekki á fréttir RUV í kvöld: Bara 4% fólksins í landinu treysta bönkunum!  Þannig að, að mínum dómi er pistillinn eðlilegur og líka það sem fólkið segir við honum.  Fólk er samt ekki það grænt að halda að allir sem vinni í bönkunum og eftirlitsstofnunum sé óheiðarlegt og svikult.  Við vorum ekki að skrifa um alla sem vinna þar.

EE elle (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 00:31

10 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Á síðustu árum hafa bankarnir veðsett þjóðina fyrir eftirfarandi: 

  • Banki í einkaeign, Landsbankinn, safnar á tveim árum yfir 1.000 milljörðum í útlöndum inn á innlánsreikninga sem Seðlabanki Íslands ábyrgist og þjóðin er ábekkingur. Hundruð milljarða munu falla á Íslensku þjóðina vegna þessa.
  • Útgefendur Jöklabréfa koma með hundruð milljarða inn í landið og setja í ríkisskuldabréf og inn á innlánsreikninga sem ríkið ábyrgist og þjóðin er ábekkingur. Bankarnir töpuðu öllu þessu fé. Hundruð milljarða eru nú að falla á Íslensku þjóðina vegna þessara Jöklabréfa þegar útlendingarnir kalla nú eftir sínu fé, fé sem var geymt í ríkisskuldabréfum eða á reikningum sem voru með ábyrgð ríkisins.
  • Fiskveiðiauðlindina er búið að skuldsetja fyrir 500 - 900 milljarða. Árlegar vaxtagreiðslur eru 70 milljarðar. Aflaverðmæti upp úr sjó 2007 voru 136 milljarðar. Þessi auðlind er sameign þjóðarinnar og þjóðin er því í raun ábekkingur á þessum skuldum. Ef útgerðin og bankarnir fara í þrot en erlendir lánadrottnar eru með veð í veiðiheymildunum, þá verður þjóðin að yfirtaka og borga þær skuldir vilji hún nýta auðlindina.

Það er ótrúlegt að bönkum í einkaeigan skuli hafa tekist að veðsetja þjóðina með þessum hætti.

Þeir menn sem þetta gerðu og þeir sem þetta heimiluðu eru ekki beint að reynast þjóð sinni vel. Þeir menn sem leyfðu sér að "gambla" með þjóð sína með þessum hætti eru ekkert annað en landráðamenn. 

Til upplýsinga fyrir þig, Vilhjálmur, þá er hópur mann nú að undirbúa slíka ákæru. Sjá hér og hér.

Þá má minna á eftirfarandi:

  • Komið hefur í ljós að bankarnir hafa lánað eigendum sínum óheyrilegar fjárhæðir sem nú eru allar tapaðar.
  • Komið hefur í ljós að bankarnir tóku stöðu gegn Íslensku krónunni sem varð sem til þess að hún féll sem aftur hækkaði verðbólu sem hækkaði vísitöluna sem aftur hækkaði öll íbúðarlán á Íslandi. Íslenskir bankar sem svona vinna sýna svo ekki verður um villst að þeim stendur nákvæmlega á sama um þjóðina. Þjóðin er féflett geti þeir grætt á því fé.
  • Bankarnir véluðu fjölda fólks með röngum upplýsingum að færa peningana sína af venjulegum innlánsreikningum í peningabréf.
  • Komið hefur í ljós að bankarnir aðstoðuðu eigendur sína og efnafólk að koma fjármunum undan skattlagningu á Íslandi fyrir í skattasjólum erlendis.
  • Fyrir utan ofangreinda skuldsetningu þá hefur almenningur og Lífeyrissjórði í landinu hefur tapað gríðarlegum fjárhæðum á hinum ýmslum fjármálagjörningum bankanna.

Svona má áfram telja upp syndir bankana.

Flestir, nánast allir, starfsmenn bankanna eru venjulegt, heiðarlegt og vammlaust fólk, sem hefur ekkert gert af sér, annað en að vinna vinnuna sína. Segir þú og ég tek undir það með þér og það geri ég af því að þú segir "Flestir, nánast allir".

Búið er að skipta út stjórnum og forstjórum í bönkunum og Fjármálaeftirlitinu. Eftir sitja "Kvislingarnir" sem aðstoðuðu eigendur bankana við féfletta þjóðina, þ.e. þeir sem eru ekki í hópnum "Flestir, nánast allir". Þessir starfsmenn bankanna tóku þátt í því að ræna og skuldsetja þjóðina þannig að það þarf meira en eina kynslóð Íslendinga til að borga þær skuldir. 

Af hverju í ósköpunum heldur þú að 96% þjóðarinnar treysti ekki bönkunum í dag. Heldur þú að þessi 96% þjóðarinnar sjái "starfsmenn bankanna sem venjulegt, heiðarlegt og vammlaust fólk, sem hefur ekkert gert af sér, annað en að vinna vinnuna sína."?

Þú og Geir Haarde og fleiri verðið af fara að vinna ykkur út úr þessum áfalli sem gjaldþrot bankana var fyrir ykkur og fara úr þessari afneitun og horfa á hlutina eins og þeir eru. 

Friðrik Hansen Guðmundsson, 13.3.2009 kl. 01:04

11 identicon

Um 600 - 700 milljarðar eru skuldir fólksins núna bara vegna ICE SAVE reikninga einkabankanna.

Og hvað mörg hundruð milljarða vegna jöklabréfa veit ég ekki. 

Plús allir milljarðarnir sem Friðrik kemur með að ofan.

EE elle (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 01:15

12 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Það sem ég sagði, stendur.  Ég er að gera athugasemd við form málflutningsins og öfgarnar í honum, sem mér finnst keyra um þverbak, sérstaklega kvislingstalið sem er beinlínis ósmekklegt, og svo auðvitað það að leggja til að reka fullt af fólki í viðbót úr bönkunum, "blanket" alla frá útibússtjórum og "upp úr" (erum við þá t.d. að tala um alla starfsmenn höfuðstöðva bankanna?)

Þú ert með rangar staðreyndir út um allt í málflutningnum.  Jöklabréf koma t.d. þessu máli ekkert við.  Ef útlendingar keyptu ríkisbréf af ríkissjóði þá komu þeir peningar inn í ríkissjóð, eins og alltaf þegar einhver kaupir ríkisbréf.  Jöklabréfin voru vond þróun en hún er á ábyrgð peningamálastefnu Seðlabankans, ekki bankamanna í einkabönkum.

Skuldir útgerðarinnar eru ekki bönkunum að kenna.  Rót vandans þar liggur í kvótakerfinu og ef einhverja á að draga þar til ábyrgðar þá eru það stjórnmálamenn í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki.

Svo sýnist mér þú á köflum rugla saman skuldsetningu bankanna og almennings, en skuldir bankanna eru ekki skuldir ríkisins eða almennings, nema í tilviki Icesave.  Icesave er vissulega mjög vont mál sem stjórnendur Landsbankans (NB ekki Glitnis eða Kaupþings) bera ábyrgð á en einnig Seðlabankinn, FME og fjármálaráðherra.

Annars hef ég lesið landráðakafla (X. kafla) almennra hegningarlaga og það er morgunljóst að ekkert af því sem hér gerðist heyrir undir hann, er reyndar langt frá því.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 13.3.2009 kl. 09:50

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vilhjálmur! Hættu þessari lýgaþvælu! Þú ruglar og grautar saman staðreyndum sem kemur ekki heim og saman.

Fyrir hvern ert þú að skrifa? Glæpamenn?

Óskar Arnórsson, 13.3.2009 kl. 13:16

14 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ekki ert þú að mæla með því Vilhjálmur að ekkert verði hróflað við bönkunum og að þeir verði reknir áfram með óbreyttu sniði? Á ekkert að bregðast við því að aðeins 4% þjóðarinnar treystir bönkunum? Það þýðir að einhverjir Alsheimersjúklingar og fólk sem ekkert hefur fylgst með fréttum hefur sagt í skoðunarkönnuninni treysta bönkunum.

Það finnst engin stofnun eða fyrirtæki hér heima né erlendis sem nýtur jafn lítils trausts og bankarnir okkar og þér finnst það bara í góðu lagi og ekkert eigi að hrófla við neinu. Þú er með "Geir Haarde syndrómið".

Heldur þú virkilega að hægt sé að halda hér áfram með þetta samfélag okkar og byggja hér upp á ný með allan almenning logandi hræddan við bankana og starfsmenn þeirra?

Jöklabréfin koma þessu máli ekkert við segir þú, hvernig stendur þá á því að almenningur á Íslandi þarf nú að greiða erlendum eigendum þessara Jöklabréfa rúmar 400 milljarða króna? Af hverju eru þessi Jöklabréf að lenda á þjóðinni? Af hverju eru eru eigendur Jöklabréfanna ekki að tapa sínu fé eins og aðrir lánadrottnar bankana?  Ef þú vilt fá svör við því lestu þessa grein hér.

Hvað varðar skuldir útgerðarmanna og þær sé útgerðarmönnum en ekki bönkunum að kenna þá er það beggja blands. Lestu þessa gein Kristins Péturssonar um þetta mál hér. Þar tóku bankarnir þátt í að yfirveðsetja kótann og lána til þeirrar yfirveðsetningar. Tóku "Sterling snúning" á kótanum með útgerðarmönnunum. Nú liggur Deutsche Bank með gríðarleg veð í Íslensku fiskveiðiauðlinginni og á hana nánast. Allur arður af nýtingu íslensku fiskveiðiauðlindinni næsta áratuginn og meira til mun renna til Deutsche Bank.

Allt þetta í boði íslensku bankana á síðustu 4 til 5 árum og þú er undrandi yfir því þó einstaka þung orð falli.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 13.3.2009 kl. 14:15

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef þú ert að tala til mín Friðrik þá ert á villigötum. 'eg vil að erlendir bankar taki yfir allt heila dótið í bönkunum.

Við erum jú komnir á alþjóðlega félagsmálstofnun hvort sem er. Þökk sé Sjálfstæðisflokknum. Vitna í mína eigin síðustu færslu.

Óskar Arnórsson, 13.3.2009 kl. 14:33

16 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Nei Óskar, ég var að svara Vilhjálmi.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 13.3.2009 kl. 19:39

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

ok Friðrik..

Óskar Arnórsson, 13.3.2009 kl. 22:24

18 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Friðrik, það er fjarri lagi að "ekkert hafi verið hróflað við bönkunum" og þeir séu "reknir með óbreyttu sniði".  Ef þú hefur ekki tekið eftir því, þá voru stofnaðir nýir bankar, með mun færri starfsmönnum en hinir fyrri, sem tóku yfir innlendar skuldbindingar og eignir gömlu bankanna.  Þessir nýju bankar eru í eigu ríkisins, með nýjar bankastjórnir og bankastjóra.  Að ætla að reka enn fleiri úr þessum nýju bönkum, fyrir engar sakir, er hrein firra.

Það er vitaskuld ekki skrýtið að fólk vantreysti íslenskum bönkum yfirleitt eftir það sem undan er gengið, og t.d. miðað við þá staðreynd að nýju bönkunum hefur ekki verið lagt til nýtt eigið fé. Einnig eru alls kyns blaðrarar óþreytandi að blogga um að skuldir ríkisins og nýju bankanna séu miklu meiri en þær í raun eru, sem dregur úr trausti og eykur tortryggni, og veldur tjóni í sjálfu sér.

Mynd þín af jöklabréfum er röng.  Toyota gaf út skuldabréf í íslenskum krónum og seldi belgískum tannlæknum og ítölskum ekkjum.  Það er Toyota sem er skuldarinn, ekki ríkið.  Síðan voru gerðir ýmis konar skiptasamningar sem enduðu m.a. á því að keypt voru íslensk ríkisskuldabréf og krónur lagðar inn í íslenska banka til að fá íslenska vexti.  Hluti af þessum kröfum töpuðust í gjaldþroti bankanna en eignir í íslenskum ríkisskuldabréfum hafa haldið sér.  Það eru einfaldlega peningar sem komu inn í ríkissjóð þegar ríkisbréfin voru seld í upphafi.  Hávextirnir voru síðan í boði Seðlabankans en þeir voru ekki einkabönkunum að kenna.

Mér ofbýður orðfærið og dónaskapurinn sem menn eru farnir að leyfa sér í umræðunni upp á síðkastið (sbr. t.d. ruddaskap Óskars hér að ofan, myndi hann þora að segja þetta við mig á götu?).  Tal um "kvislinga" og hreinsanir í bönkum er daður við öfga - prófun á markalínunum - og af því er nett-fasískur keimur, sem einhverjum hópi virðist núna finnast kúl og hipp (svona eins og einhverjum fannst á tímabili flott að lemja löggur).  Mér finnst þessi umræðuþróun vera afturför og færa okkur frá lausnum og að meiri vanda.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 13.3.2009 kl. 23:56

19 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Skuldabréfaútgáfa einkafyrirtækis eins og Toyota hefur ekkert með þann fjármálagjörning að gera sem heita Jöklabréf.

Þessi fjármálagjörningur, Jöklabréf, ganga út á það að erlendum fjárfestum er boðið að breyta evrunum sínum yfir í íslenskar krónur sem geymdar eru á hávaxtareikningum á Íslandi í ríkisskuldabréfum eða á innlánsreikningum viðskiptabankana. Þessir fjárfesta vonast til að græða fé í formi gengishagnaðar og vegna himinhárra vaxta sem þeim bauðst hér á reikningum með ríkisábyrgð.

Eins og þessi Jöklabréf hafa verið kynnt almenningi þá er og var það gert þannig að það er eins og erlendir bankar séu að gefa þessi Jöklabréf út upp á sitt einsdæmi og útgáfa þeirra hafi ekkert með íslensku bankana eða Seðlabanka að gera. Það er eins og erlendir bankar geti gefið út Jöklabréf að vild án þess að við Íslendingar höfum neitt með það að gera eða segja. Það er alrangt. Engin Jöklabréf eru gefin út nema fyrir tilstilli íslenskra banka og í mörgum tilfellum er útgáfan í samstarfi við Seðlabanka Íslands. Margt bendir til að þessi Jöklabréfaútgáfa sé og hafi öll verið að frumkvæði íslensku viðskiptabankana.

Þessi fjármálagjörningur, Jöklabréf er í eðli sínu flókinn. Tveir bankar taka þátt í honum, erlendur banki og íslenskur banki. Íslenski bankinn gefur úr skuldabréf í evrum, erlendi bankinn gefur út skuldabréf í krónum. Erlendi bankinn selur erlendum fjárfestunum þessar krónur fyrir evrur. Þessir erlendu fjárfestar passa vel upp á það hvernig þessum krónum þeirra er varið hér heima. Þeir kaupa fyrir krónurnar sínar ríkistryggð skuldabréf eða setja þær inn á innlánsreikninga sem eru að fullu tryggðir með ábyrgð ríkisins.

Með þessum Jöklabréfum var verið að selja tvennt:

  • Háa vexti 
  • Innlán sem voru tryggð af okkar skuldlausa ríkissjóði þar sem almenningur á Íslandi var ábekkingur.

Íslenski bankinn sem tekur þátt í þessar Jöklabréfaútgáfu fær í fyrsta lagi evrur fyrir skuldabréfin sem hann gefur út í evrum. Í öðru lagi aðstoðar hann hina erlendu fjárfesta að koma krónunum sínum fyrir heima. Þetta fé fór í innlán sem voru með ríkisábyrgð.

Þessar krónur, þetta fé sem þannig kemur inn í samfélagið og ber 12% til 16% vexti. Þetta fé þarf að setja á beit. Þetta fé var sett á beit hér heima og beitt hér til sjávar og sveita. Um tíma voru hér 700 milljarðar á beit á þessum okurvöxtu, samfélagið var allt nauðbeitt.

Íslenski bankinn sem tekur þátt í þessari Jöklabréfaútgáfu er með pálmann í höndunum. Hann fær evrur fyrir bréfin sín sem hann getur notað til áframhaldandi fjárfestinga og hann er að sýsla með krónurnar fyrir erlendu fjárfestana hér heima. Ef gefin eru út Jöklabréf fyrir 50 milljarða þá þýðir það að íslenski bankinn sem tók þátt í þeirri útgáfur er að sýsla með 100 milljarða.

Nú stendur þjóðin frammi fyrir því að bankarnir og Seðlabankinn eru búnir að tapa öllu þessu fé og erlendu fjárfestarnir vilja fá sitt fé til baka, fé sem þeir geymdu á ríkistryggðum reikningum. Nú er komið að Íslensku þjóðinni sem ábekking í þessum fjármálagjörningi að borga.

Mér skilst að nú kalli þessir erlendu fjárfestar eftir 400 milljörðum, þar af eru 270 milljarðar í ríkistryggðum skuldabréfum. 130 milljarðar eru þá í annarskonar innlánsformi sem ríkið / Seðlabankinn ábyrgist.

Mikil er ábyrgð þeirra manna sem tóku þátt í þessum fjárlamagjörningi sem þessi Jöklabréf eru og veðsettu þjóð sína með þessum hætti í þeim tilgangi einum að ná sér í rekstrarfé.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.3.2009 kl. 12:57

20 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ég nenni ekki að rexa við þig um þetta, Friðrik.  Ég þekki þennan markað ágætlega, hef verið virkur á skuldabréfamarkaði í 10 ár, setið í stjórnum stórra og smárra fyrirtækja sem nota innlenda og erlenda fjármögnun, og veit alveg hvað ég er að tala um.  Þú ert kominn með kannski 35% skilning á málinu og spinnur út frá því en kemst að rangri niðurstöðu.

Útlendingar eiga 200-500 milljarða í íslenskum skuldabréfum, þ.e. íbúðabréfum, ríkisbréfum og innistæðubréfum Seðlabankans.  Enn virðist unnið að kortlagningu þessara eigna í Seðlabankanum og hefði alveg mátt skýra það fyrr hversu stór nettóstaðan í reynd er.  Í öllum tilvikum er um að ræða bréf sem erlendu aðilarnir keyptu á sínum tíma, fyrir krónur, sem komu inn í ÍLS, ríkissjóð og Seðlabanka.  Allar kröfur á einkabankana, aðrar en innistæður, eru tapaðar að a.m.k. 90% og koma ekki ríkinu við.

Annars er óhætt að mæla með grein Gylfa Magnússonar á Vísindavef Háskóla Íslands um jöklabréf fyrir þá sem vilja kynna sér fyrirbærið á hlutlausan hátt.

En það gleður mig að þú reynir ekki að halda til streitu kvislings-talinu eða hreinsunum í bönkunum.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 14.3.2009 kl. 16:18

21 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Vilhjálmur.

Ég fór ekki í það að lýsa því hér fyrir ofan hvernig nákvæmlega hringurinn með Jöklabréfin er milli erlenda bankans, fjárfestanna og Íslenska bankans. Niðurstaðan er samt sú, eins og fram kemur í grein Gylfa Magnússonar að erlendi bankinn endar með evrur og sá íslenski með krónur. Ert þú ósammála mér og Gylfa varðandi það?

Þessar krónur sem þannig komu inn í samfélagið, keyptar fyrir evrur, þær voru settar í ríkisstyggð innlán. Það var lykillin að því að erlendir aðilar voru tilbúnir að kaupa krónur. Erum við ekki sammála um það?

Nú þegar erlendir eigendur þessa fjár vilja skipta þeim yfir í evrur þá getur Seðlabankinn það ekki, hann á ekki nógu mikið af evrum til þess. Ætli Seðlabankinn í dag að borga út þessi Jöklabréf þá þarf hann að kaupa evrur á markaði og borga með íslensku krónunni. Það mun þýða gríðarlega lækkun á krónunni því erlendis er hún einskis virði því enginn banki vill eiga eða versla með krónur. Það vilja menn ekki og því voru settar á gjaldeyrishömlur og þessar krónur sem þessir erlendu fjárfestar eiga hér heima frystar í landinu. Ert þú ekki sammála þessu?

Ef þetta hér að ofan er ekki rétt að þínu mati vinsamlega komdu með ábendingar þar um. 

Það getu hins vegar verið að við séum að rugla með hugtakið Jöklabréf. Þú nefnir hér að venjuleg fyrirtæki eins og Toyota hafi verið að gefa út skuldabréf í íslenskum krónum og selt erlendum fjárfestum. Toyota fékk þá evrurnar en erlendu fjárfestarnir fengu krónur sem þeir geymdu í ríkistryggðum innlánum.

Ef þú kallar slíka skuldabréfaútgáfu líka Jöklabréf þá höfum við verð að tala í kross. Þannig eru ef til vill fleiri að tala í kross. Fyrir mér eru Jöklabréf eingöngu bréf sem þrír aðilar koma að, íslenskur banki, erlendur banki og erlendir fjárfestar. Ég áttaði mig ekki á að íslenskt einkafyrirtæki eins og Toyota gæti í raun verið hreyfiaflið sem gæti komið slíkri útgáfu í gang.

Satt best að segja lítur þessi Jöklabréfaútgáfa enn verr út ef þessi Jöklabréfaútgáfa gekk að stórum hluta út á það að einkafyrirtæki á Íslandi voru að útvega sér evrur.

Með þessum Jöklabréfum var verið að selja tvennt:

  • Háa vexti 
  • Innlán sem voru tryggð af okkar skuldlausa ríkissjóði þar sem almenningur á Íslandi var ábekkingur.

Nú þegar bankarnir eru farnir í þrot og allur erlendur gjaldeyrir á Íslandi sem fyrirtæki og einstaklingar eiga er vel geymdur í skattaparadísum erlendis þá lendir það á almenningi á Íslandi á næstu áratugum að reyna að afla nægjanlegs gjaldeyris til þess að skipta þessum krónum sem þessir erlendu fjárfestar eiga yfir í evrur.

Ég spyr, finnst þér þetta bara í lagi?  Finnst þér í lagi að bankar og jafnvel einkafyrirtæki eins og Toyota geti selt erlendum fjárfestum aðgang að írskiskuldabréfum og öðrum ríkistryggðum innlánsreikningum fyrir hundruð milljarða og almenningur á Íslandi er ábekkingur?

Finnst þér í lagi að búnir séu til fjármálagjörningar eins og þessir sem gera ráð fyrir því að ef allt fer á versta veg þá fái erlendir fjárfestar sitt fé í öllum tilfellum til baka því íslenska þjóðin muni borga?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.3.2009 kl. 14:08

22 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Þegar ég segi Toyota þá meina ég alþjóðlega fyrirtækið Toyota með höfuðstöðvar í Japan, ekki P. Samúelsson í Kópavogi.

Það er ekki hægt að gera upp á milli innlendra og erlendra kaupenda ríkisskuldabréfa, innistæðubréfa Seðlabanka eða íbúðabréfa ÍLS.  Hvorir tveggja eru taldir velkomnir, og við höfum lagt talsvert upp úr því á síðustu árum að fá útlendinga til að kaupa íslensk skuldabréf.  En vitaskuld má deila um hávextina, sem voru í boði Seðlabankans, og ég hef talið peningamálastefnu hans allt frá 2003 vera mjög varhugaverða. En vextirnir eru ekki sök einkareknu bankanna.

Við erum sammála um að jöklabréfin eru óæskileg í of miklu magni.  Þau eru afleiðing peningamálastefnunnar sem hér var rekin, sem gerði krónuna að skotspæni alþjóðlegra vogunarsjóða og annarra sem stunda vaxtamunarviðskipti.  Krónan styrktist um of, og snöggt fall hennar var óhjákvæmilegt.  Það er fyrst og fremst agaleysi í hagstjórninni að kenna.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 15.3.2009 kl. 23:05

23 Smámynd: Óskar Arnórsson

NÝ KYNSLÓÐ viðskiptamanna; siðblindir (Psychopatar: kallað í réttarkerfinu geðvilla) spretta upp í viðskiptalífinu víða um heim ef marka má grein í viðskiptablaðinu "Fast Company". Greinin heitir "Is your Boss a Psychopath?" Þar er vitnað í 71 árs gamlan prófessor við UBC háskólann í Vancouver Kanada, Robert Hare. Hann er þekktur glæpasálfræðingur og hefur stundað rannsóknir á nýjum tegundum glæpa, viðskiptaglæpum. Hare hefur unnið náið með FBI og lýsir hann forstjórum á borð við Enron og World Com, hinum dæmdu, Bernard Ebbers og Andrew Fastow, sem siðblindum, kaldrifjuðum einstaklingum. "Þeim er sama um tilfinningar annarra. Í þessum mönnum finnst hvorki sektarkennd né eftirsjá. Þeir sjá ekki sársaukann sem að þeir hafa valdið öðru fólki og sjá ekki að þrátt fyrir að einstaklingar missi aleiguna hafi það haft eitthvað með siðleysi þeirra sjálfra að gera." Siðblindir raða svo öðrum "veikum" einstaklingum svo sem starfsmönnum, eiginkonum og kærustum í kringum sig. Alltaf er það fólk með lágt sjálfsmat. "Fólk á að haga sér vel og af virðingu gagnvart þeim. Leikarahæfileikar þeirra eru einstakir og þeir hrífa okkur með sér til þess eins að hafa okkur að leiksoppum," segir Hare, "þeir eru nefnilega svo "likable", Psycopatarnir! Þeir setja upp grímur og laða að sér fólk eins og í dáleiðslu. Þeir eru hjartalausir tækifærissinnar sem eins og listamenn laða fram myndir sem eiga sér enga stoð í raunveruleika heilbrigðs fólks. Þeim leiðast rútínur, þurfa stanslausa örvun og að eignast fleiri fyrirtæki, tæki og tól sem koma þeim hraðar en öllum öðrum á toppinn. Tilgangurinn er annar en okkur virðist í fyrstu nefnilega sá að ganga frá öðrum í leiknum, að sigra "leikinn"! Siðleysinginn er nefnilega ekki í viðskiptum, hann er í leik!! Mesta nautnin er að ná valdi á öðru fólki oft til þess eins að svívirða það síðar. Það er nautn fyrir þá að niðurlægja annað fólk, jafnvel þá sem að þeir þykjast elska. Þeir elska ekki, en þrífast á illskunni og hatrinu í sjálfum sér. Hare skilgreinir nýja kynslóð manna í viðskiptaumhverfi 21. aldarinnar. "Þeir eru snöggir, njóta almenningshylli en búa yfir eyðandi, rótlausum, samviskulausum, siðlausum eiginleikum sem koma þeim áfram í viðskiptum." Lygar, bakstungur, svik, undirförli, kvenfyrirlitning, sjálfhverfa og illska hafa engar merkingar í þeirra hugarheimi aðrar en þær að komast áfram á toppinn og eignast meira og ná lengra í viðskiptum. Þeir kaupa starfsmenn og konur og eru samkvæmt uppskriftinni, "Fast Company" mjög áhrifamiklir í því... þeir ná gríðarlegum árangri í að sannfæra hinn auðmjúka lýð um að þeir séu snillingar, að þeim sé treystandi og að þeir vinni af góðmennsku, en ekki græðgi."

Undirlægjurnar:

Lögfræðingar, endurskoðendur, forstjórar og dómarar sem og stjórnarformenn, stjórnir og fjölmiðlamenn leggjast undir siðblindingjana eins og auðmjúkir þjónar.

Það reynir verulega á samfélags- og siðferðisþroska þeirra sem ákveða að vinna fyrir, búa með eða giftast slíkum mönnum.

Martha Stout sálfræðingur hjá Harvard Medical School sem rannsakað hefur útmörk mannlegrar hegðunar segir að það sé frísku fólki ekki tamt að trúa að til séu menn svona langt frá því sem heilbrigður maður kallar að vera "góð manneskja".  Að einhver geti villt svona á sér heimildir, verið svona "illræmdur" en samt verið opinberlega virtur er óhugsandi frísku fólki.  Spennan og leikurinn hjá siðleysingjanum snýst um ánægjuna yfir því að særa og skemma fyrir öðrum. Þar til flett er ofan af þeim. Hann notar fyrirtækið sem tæki til þess að mata sjúkdóminn en hefur sjaldnast hagsmuni fyrirtækisins sjálfs í huga, né saklausra hlutabréfaeiganda þess.  Það skiptir ekkert annað máli en "illmennið" í honum sjálfum sem öskrar á spennu og viðskiptasigra.  "Láttu ekki hól og smjaður þeirra virka djúpt á þig!  Þeir eru að leika á þig. Þegar þeir setja á þig titil (svo sem framkvæmdastjóri, vaktstjóri, grænmetisyfirmaður, sölustjóri, fjármálastjóri, símastjóri eða bílstjóri) láttu það ekki á þig fá það er engin innistæða önnur en sú að þú þrælir þér út fyrir þá áfram.  Ef vald þeirra gengur út yfir það sem þér finnst heilbrigt, forðaðu þér. Taktu aldrei þátt í að mata sjálfhverfu og illsku siðleysingjans. Ef þú óttast manninn, ekki rugla því saman við virðingu!  Komdu í veg fyrir persónulegt heilsufarstjón og forðaðu þér en mundu að hann (psychopatinn) mun aldrei þola að sjá að þér líði vel hafir þú sýnt þann styrk að yfirgefa hann eða fyrirtækið. Hann mun gera allt til þess að rústa mannorði þínu," segir Martha.  Svona menn eru víða í viðskiptalífinu. Þú vinnur jafnvel fyrir þá eða ert svo óheppin að vera gift einum. Börn alkóhólista þurfa að vera sérstaklega á varðbergi því sjálfsmat þeirra er oft á tíðum brenglað.  Dæmt fólk eða ólánsfólk leitar að upphefð hjá svona psychopötum vegna eigin vanmáttar.  Psychopatar virka svo góðir og klárir og með því að drepa samkeppnina og stela og svíkja verða þeir oft efnamiklir. Þeir eru öflugstu rándýr viðskiptanna.  Þeir óttast ekkert, og drepa hiklaust þann sem ógnar þeim á enhvern hátt.  Sem dæmi um kalrifjaðan siðblindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma sögunnar. Rockefeller opinberaði sjúklegt ástand sitt með orðunum: "God gave me my money."! Það er einnig hægt að mæla með nákvæmari hætti ákeðinna manna innan Baugsmanna, og það eru líka til aðferðir að stilla þeim upp við vegg og láta þá skila öllu þýfi. Aðferðirnar sem hægt er að nota ætla ég ekki að fara inn á hér. Hef unnið við glæpamál í 25 ár í Svíþjóð og fanga bæði utan og innan fangelsa.   Já Vilhjálmur! Ég gæti sagt þetta við þig út á götu! Og hvar sem er. Ég skuldaði í gamla Glitni og er með pappíra upp á að ég sé skilamaður þar. Var búin að borga upp öll lán, nema yfirdrátt á tveim reikningum.  Þegar Nýji-Glitnir tók við var þeirra fyrsta verk að segja upp öllum yfirdrætti og var ekki að tala um að semja við þá. Þannig að ég fór bein á hausinn. Og þú talar og rökræðir eins og bjáni. Friðrik kemur með heilbrigð rök, enn ekki þú. Amen.

Óskar Arnórsson, 16.3.2009 kl. 03:20

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband