"Ráðherrann sem gerði dýrustu afglöp Íslandssögunnar"

482933Það er einkennileg tilviljun að Árni Matthísen skuli daginn áður en Mogginn birtir þessa frétt hafa tilkynnt að hann ætli ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingmennsku.

Ég trúi ekki á svona tilviljanir.

Mín tilgáta er þessi:

Árni og Geir vissu allan tímann af hverju Bretar settu hryðjuverkalög á Landsbankann og Seðlabanka Íslands. Bretar frystu með því gjaldeyris- og gullforða okkar sem geymdur er hjá þeim í hvelfingum Seðlabanka Bretlands. Þess vegna fór þáverandi ríkistjórn ekki í hart við Bretana. Þess vegna vildi ríkisstjórn Íslands ekki fara í mál við Bretana.

Árna hljóta að hafa borist af því fregnir í gær að Mogginn ætlaði að afhjúpa hann í blaðinu í dag sem "ráðherrann sem gerði dýrustu afglöp Íslandssögunnar". Þannig fékk hann ráðrúm til að láta það líta út að hann hafi sjálfur ákveðið að hætta í pólitík.

Enginn einstakur maður hefur unnið þjóð sinni jafn mikið tjón og Árni Matthísen ef þessi frétt Morgunblaðsins er rétt

Holtasóley 

Morgunblaðið fær Holtasóley dagsins frá Norræna Íhaldsflokknum fyrir að upplýsa þjóðina og afhjúpa þetta mál.

 

 


mbl.is Hryðjuverkalög vegna samtals Árna við Darling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ef hægt er að kalla eitthvað, afglöp í starfi, þá er það þetta. Ef ekki, eru afglöp í starfi hreinlega ekki til

Finnur Bárðarson, 27.2.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta er mjög athygliverð tilgáta hjá þér Friðrik.

hilmar jónsson, 27.2.2009 kl. 10:21

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta ern ú dálítið langsótt skýring Darlings. Þið hafið væntanlega eins og flestir íslendingar lesið útskrift á samtali þeirra Árna og Darlings. Þar kemur ekkert fram í máli Árna sem styður þessa skoðun eða getur gefið Darling ástæðu til þessarar túlkunar sinnar. Þvert á móti þá ítrekar Árni þar að Ísland muni fara að lögum og reglum í þessu máli.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.2.2009 kl. 10:36

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ert þú að gera að því skóna "Predikari" að fjármálaráðherra Breta hafi logið fyrir framan þingnefnd Breska þingsins?

Ert þú að gera að því skóna "Predikari" og ástæður þess að Breski fjármálaráðherrann lét setja hryðjuverkalög á Seðlabanka Íslands sé einhver allt önnur?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.2.2009 kl. 11:10

5 Smámynd: Terminator

Var búinn að hugsa nákvæmlega þetta sama og þú Friðrik þannig algerlega sammála.

Terminator, 27.2.2009 kl. 13:35

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þette er örugglega rétt hjá þér Friðrik, og þessi gjörningur Árna fellur undir lög um landráð....af gáleysi kannski...en landráð engu að síður.

Haraldur Davíðsson, 27.2.2009 kl. 15:21

7 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Skarplega athugað.

Sigurður Haukur Gíslason, 27.2.2009 kl. 15:29

8 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Oh, my Darling þarf ekkert að hafa logið neinu.  Viðbrögðin voru óafsakanlega groddaleg.  

 Það átti alveg að vera hægt að ræða málin við gamla vinaþjóð og nágranna.  Terrorista viðbrögðin voru til heimabrúks að ná í vinsælda prik þann daginn eða dagana.

P.Valdimar Guðjónsson, 27.2.2009 kl. 17:11

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

10. kafli hegningarlaga, í tilliti til landráða,88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.

Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.....þessa mætti nota á ýmsa nafngreinda bissnessskúrka...

Haraldur Davíðsson, 27.2.2009 kl. 18:32

10 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég held reyndar að Geir eða Árni hafi hringt úr Seðlabankanum í Darling og beðið þá að stöðva fjármagnsflutningana og það símtal sé hljóðritað í bankanum og það símtal hafi Davíð verið viðstaddur og hann hafi vitnað í það þegar hann sagði að það ættu fleiri símtöl eftir að birtast.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 27.2.2009 kl. 20:34

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

blessaður snúðu þér að nútímanum, þetta skeðí í gær eða hinn

Jón Snæbjörnsson, 27.2.2009 kl. 21:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband