Það verður að handsnúa efnahagslífinu í gang

Mótmæli qÞað verður að grípa til alvöru ráðstafanna til að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang. Um það eru allir sammála en ekkert gerist. Samfélagið sekkur dýpra og dýpra niður í öldudalinn.

Þó auglýst hafa verið nokkur útboð upp á síðkastið hjá Ríkiskaupum þá virðist útboðsbann enn verið í gangi hjá hinu opinbera. Einu fréttirnar sem berast þaðan eru af niðurskurði og launalækkunum. Ekki er það til að minnka atvinnuleysið.

Bankarnir hafa ekki enn fengið nauðsynlegt fjármagn til að teljast starfhæfir.

Krónan er ekki skráð á erlendum gjaldeyrismörkuðum.

Bankarnir eru að klúðra fyrirgreiðslunni hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum af því að þeir eru ekki komnir með nothæfan efnahagsreikning. Uppgjöri sem þeir voru búnir að lofa að hafa tilbúið nú um miðjan febrúar. Það tjón sem þetta bankafólk okkar er að valda okkur virðist bara halda áfram að aukast.

Allir eru sammála um að það verði að lækka vexti. Vaxtalækkun mun óbeint skapa flest störfin. Ekkert gerist.

Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar "beina þeim tilmælum" til banka að þeir mildi innheimtuaðgerðir. Fréttir berast um samfélagið að þar sé í engu slakað á. Þvert á móti virðast bankarnir vera að herða tökin. Þeir eru á fullu að hirða eignir af fólki og fyrirtækjum og senda síðan liðið gjaldþrot. Þeir virðast láta sig það litlu varða hvað stjórnmálamennirnir eru að segja.

Fréttir berast að stýrivextir í löndunum hér í kring séu komir niður undir núll og af umfangsmiklum aðgerðum til að auka atvinnu. Í Bandaríkjunum eru gríðarlegar fjárhæðir settar inn í byggingaiðnaðinn. Þannig skapast strax fjöldi starfa, starfa sem þurfa á þjónustu að halda um allt samfélagið. Hér heima standa óbyggð hús um allt. Af hverju er ekki veitt fé í að ljúka þeim og sköpuð þannig ný störf? Um næstu mánaðamót verða yfir 2 milljarðar greiddir út í atvinnuleysisbætur. Ef tveir milljarðar væru settir á mánuði inn í byggingaiðnaðinn væri hægt að stórfækka atvinnulausum og eftir standa eignir sem við munum nýta og njóta um ókomin ár.

Nú þarf að handsnúa gömlu dráttarvélinni í gang. Dráttarvélin getur dregið vörubílinn í gang og þegar vörubíllinn er kominn í gang þá fara hlutirnir að gerast.

Fjöldi aðila hafa lagt fram góðar tillögur að því hvað þurfi að gera til að rífa efnahagslífið í gang. Þar á meðal Norræni Íhaldsflokkurinn. Okkar tillögur er að finna hér.

 


mbl.is Alkul í bílasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband