ESB aðild, já takk.

Með inngöngu í ESB þá fengjum við þann aga í stjórn peninga- og efnahagsmála sem hér hefur skort um áratuga skeið. Með inngöngu í ESB og upptöku evru skapast hér sá stöðuleiki sem atvinnulífið og nú einnig samtök launafólks hrópa á. Það verður þá Seðlabanki Evrópu og Fjármálaeftirlit Evrópu sem munu tryggja hér fjárhagslegan stöðugleika á komandi árum.

Ljóst er að hefðum við verið í ESB hefðu bankarnir okkar ekki orðið gjaldþrota. Kostnaður okkar íslendinga að standa utan ESB og halda hér úti sjálfstæðum gjaldeyrir er slíkur að eftir stendur þjóðin nánast gjaldþrota. Er ekki mál að linni? Göngum í ESB, tökum upp evruna og byrjum hér nýtt líf, fátæk, skuldug þjóð en nú með styrkar stoðir sem hluti af öflugasta hagkerfi heims.
mbl.is Ítrekar að Ísland fengi hraðferð inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo  má ekki gleyma því að verðtrygging lána yrði afnumin, þannig að fólk sæi loksins húsnæðislánin sín borgast niður, svo myndi matvöruverð lækka (v/tolla)

ESB- Já TAKK

Solla (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 14:57

2 identicon

"Ljóst er að hefðum við verið í ESB hefðu bankarnir okkar ekki orðið gjaldþrota."
... þ.a. það hefur enginn banki innan ESB orðið gjaldþrota í þessari kreppu ??

Ég þarf meiri rök en þetta til að kvitta undir afsal á verðmætustu auðlindum landsins. En ég skal vera sammála því að umræðuna um ESB þarf að komast upp á hærra plan.

hmm (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:02

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Solla, það er alsendis óvíst, að Verðtryggingin verði aflögð, þósvo að við legðum af fullveldi og settum öll okkar ráð í hendur úitlendinga.

Friðrik, það hafa margir bankar í ESB verið ríkisvæddir með einum aeða öðrum hætti og EKKI neinn þeirra fengið svo marg marg tuggin ,,þrautarvararlán" hjá ESB.

ÞEttta er hjal og óráð í alla staði.

Agi smámyntkerfis er til víða, að vísu ekki sins örsmárrar eins og okkar en samt er u til lönd sem notast við sinn gjaldmiðil til heimabrúks, líkt og við gerðum en stærri myntir í utanríkisviðskiptum, líkt og við gerðum hér í eina.

Okkar ógæfa var, að vera í EES,, þar sem bann er lagt við hárri bindiskyldu og krafa um fjórfrelsið, svonefnda, sem er aleina orsök þessa mikla útstreymis fjármuna frá landi voru hin síðari ár.

Enn svakalegara gæti það orðið, líkt og íbúar víða í minni svæðum

Bjarni Kjartansson, 20.10.2008 kl. 15:15

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

ESB er með mestu spillingu í nokkurri stofnun þekktri í Evrópu. Svo segja þeir sjálfir. Balns myndi komast á atvinnuleysi sem myndi verða gifurlegt á Íslandi. Ég flokka ESB sinna í 2 flokka:

1. Þeir grandvaralausu, ekkert endilega auðtrúa, enn enn rökin fyrir ESB eru framsett af sérfræðingum í lýgi.

2. Þeir sem hafa áhuga á  að komast inn í ESB vegna þess að þeir munu hagnast á því á kostnað landsmanna sona, kalla ég landráðamenn.

Ég var með þegar Svíþjóð hrundi og bankar hrindu og allt efnahagslíf gekk úr skorðum. Hvað skeði þá.? Þá komu björgunarsveitirnar með Carl Bild í broddi fylkingar og sagði að því miður væru þjóðarskuldir svo miklar að eina leiðin væri að ganga í ESB. Krísan var heimagerð og allt bluff.

Það á að truða ESB upp á Íslendinga með því að pynta þá efnahagslega. Hatta þessum barnaskað og manna alla báta, vfara að skjóta hvali með "no limit" leyfi, leygja veiðileyfi til japana og Rússa á hvalveiðar og selveiðar.

Þá búum við til samninga aðstöðu. og þurfum ekki lán nema frá Rússum. Verum sjálfstæð og seljum ekki íslenska flaggið fyrir ekki neitt til ESB.

Með kveðju...

Óskar Arnórsson, 20.10.2008 kl. 15:20

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Bjarni, bankar í ESB hafa fengið mikla aðstoð frá Seðlabanka Evrópu og ríkisstjórnum viðkomandi landa sem hafa tryggt öll innlán þeirra. Bankar þar hafa ekki farið í gjaldþrot þar sem lánadrottnar eru að tapa fjármunum eins og hér. Öllum bönkum hefur verið bjargað þó eigendur þeirra margra hafi tapað sínu hlutafé að hluta eða öllu leyti. Ekkert annað land í heiminum er í dag að glíma við jafn gríðarlegan vanda og við. Þar fer saman gjaldþrot bankanna, 50% gengisfelling og svimandi hátt vaxtastig. Fyrirséðar eru fjöldauppsagnir og gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja. Ofan á allt er búið að gera okkur íslending sem þjóð að kennitölusvindlurum sem er af mörgum talinn svívirðilegasti hvítflibbaglæpurinn. Allt þetta fengum við fyrir það að vera með íslensku krónuna.

Að ræða síðan um bandalag sem ríki Evrópu hafa mynda með sér um frjáls viðskipti og samvinnu í efnahagsmálum eins og þú gerir Óskar er nánast ekki svara vert. Það verður að vera hægt að ræða þessi má á einhverjum skynsamlegum nótum. Að tala um landráðamenn og að verið sé að selja íslenska fánann ef við göngum til samstarfs um efnahagsmál við þær þjóðir sem gáfu okkur lýðræðið, færðu okkar fullveldið 1918 og hafa leyft okkur að vera sjálfstæð þjóð frá 1944 er út í hött. Þvert á móti mun það styrkja lýðveldið, tryggja fullveldið og við munum standa sterkari sem sjálfstæð þjóð ef við erum aðilar að þessu bandalagi. Er einhver að efast um að Frakkar eða Svíar séu ekki sjálfstæðar þjóðir? Hingað til sem áður fyrr fara þær sínu fram þó þær taki þátt í þessu bandalagi enda eru þær í ESB af fúsum og frjálsum vilja.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 16:06

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta er kópía af ræðu Carl Bilds 1990 í Svíþjóð. Þú þarft að vita eitthvað um ESB áður enn þú talar um ESB, Friðrik! Hvað er meðlimagjáld á ári fyrir Ísland? Hvað fáuum við mörg sæti í ESB og hvar? 1 sæti mest. Sá fulltrúi Íslendinga má ekkert ræða hagsmunamál Íslands. Hann má eingöngu ræða það sem er Evrópu fyrir bestu í heildina.

Þeú delerar bara Friðrik . ESB er ekkert skynsamt að neinu leyti og og ekkert til efni að ræða neytt á þessum svokölluðu "skynsamlegu nótum" sem þú talar um. Mér finnst þú bara vera ákáflega kurteis og með enga  kunnáttu um hvernig ESB virkar.

Væri bæri ekki nær að skila flagginu til Danmörku og biðjast afsökunbar á þessari fljótfærni 1944. Það hafi verið mistök! Verða bara eins og færeyjingar aftur. Að vísu tel ég víst að þeir hafi ekki áhuga á Íslendingum yfirleitt.

7da  hvert fyrirtæki er á leið í gjaldþrot í Danmörku. Atvinnuleysismet er slegið núna í Svíþjóð. ESB eru búnir að setja stór landsvæði og búskap í Norður Svíþjóð á hausinn.

Mörg fyrirtæki eru á leiðinni í gjaldþrot þar líka. ESB lánar kannski bönkum, enn ekki fyrirtækjum. ESM setti allan efnahag Svía í rúst, og var "kreppan" mikla kringum 1990 notuð sem ástæða til að plata þá inn í þetta fjármálaspillingakerfi sem kallað er ESB.

Þú ert alveg út á túni í kunnáttu í ASB og hvaða áhrif það hefði á Ísland. VFlokkurinn sem vill stefna að því að komast úr ESB er orðin stærri í Svíþjóð enn þeir sem vilja vera í bandalaginu.

Svíjar VORU sjálfstæðir, enn eru það ekki lengur. Ég by í Svíþjóð og þekki almennan móral gagnvart ESB. Það kemur ekkert af viti frá þér. Gætir alveg eins skrifað af auglýsingabæklingi fyrir ESB. Kynntu þér hina hliðina líka vinur...

Óskar Arnórsson, 20.10.2008 kl. 17:15

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég hef bæði búið og starfað um árabil í Danmörku og Grænlandi. Það er enginn að halda því fram að engir gallar fylgi aðild. Í mínum huga snýst aðildin ekki um að fá einhver áhrif eða atkvæði um málefni tengd viðskiptum og efnahagsstjórn. Mér er alveg sama þó við höfum þar bara eitt atkvæði, þar er nóg fyrir mig því utan bandalagsins höfum við ekkert atkvæði.

Gaman að þú skulir nefna þetta með Færeyjarnar og íslenska fánann. Ótrúlegt að nokkrum Íslending skildi detta í hug að flytja sendiráðið okkar í Kaupmannahöfn af þessum glæsilega stað á Hans Andersen Boulevard og inn í eldgamlat og ljótt pakkhús sem í dag er félagsheimili Færeyinga og Grænlendinga í Kaupmannahöfn. Aðkoman að húsinu eftir því, þarna er eina ómalbikaða gatan í Kaupmannahöfn með tilheyrandi pollum og stór óbyggð lóð í mikill órækt. Þessi gata verður aldrei malbikuð og það mun ekki rísa hús á þessari óbyggðu lóð meðan Íslendingar eru með sendiráðið sitt þarna. Aðkoman að sendiráði Íslands í Danmörku er vægast sagt til skammar. Til að bíta höfuðið af skömminni að þegar komið er að húsinu þá er flaggað saman fánum núverandi og fyrrverandi nýlenduþjóða Dana. Þeir glotta án efa við tönn margir Danirnir, horfandi upp á núverandi og fyrrverandi nýlenduþjóðirnar saman komnar undir einu þak í gömlu pakkhúsi. Pakkhúsi sem mun minna þessa þjóðir um aldur og æfi á hver herraþjóðin var. Og þó ein þeirra hafi stolið sjálfstæði sínu í skjóli ameríska hersins í lok seinni heimstyrjaldarinnar þá verða þessar þjóðir í augum þeirra sjálfra og í augum dana alltaf nýlendur Dana. Þrælslund nýlendunnar er svo rík að þeir vilja ekki vera með sjálfstætt sendiráð í Kaupmannhöfn, þeir vilja að Danir líti á þá sem ein af nýlendum. Þess vegna flytja Íslendingar sendiráðið sitt inn í nýtt félagsheimili í gamla pakkhúsinu með Færeyingum og Grænlendingum. Þar flagga þessar þjóðir saman fánum sínum og saman á taka á móti gestum.

Hvað hugsa erlendu gestirnir sem koma í heimsókn í sendiráðið Íslands og þurfa að keyra þessa koppagötu og ganga undir fánum Dana, Grænlendinga, Færeyinga og Íslendinga þegar þeir ganga inn í sendiráð Íslands í Danmörku. Yfir hurð Alþingisbúsins hangir svo skjaldamerki danska konungsveldisins.

Ég held við verðum að setja þjóðarstoltið og fánann í eitthvert samhengi. Við verðum að horfa til þess hvernig við í dag göngum um þá þá hluti sem við teljum vera tákn okkar sem sjálfstæðrar þjóðar áður en við förum á límingunum yfir því að ganga inn í efnahagsbandalag frjálsra þjóða. Opið bandalag sem enginn er neyddur til að vera í og allir geta gengið úr ef vill.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 18:22

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fyrst þú minnist á sendiráð. Consulateð í Bangkok er inn í sóðalegu skrifstofubákni, sem er bara eitt skrifborð með íslensku flaggi. Þar situr gömul Thailensk kona og það eina sem hún gerir er að vísa á Danska sendiráðið. Og Danska sendiráði sem er á stærð við 2 bæjarins bestu pulsusjoppuna er eitt það ótrúlegasta fyrirbæri sem ég hef séð.

Málið er að leyfið fyrir að koma sem túristi var tekið af Íslendingum um tíma vegna kvartana frá Thailendingum sem búa á Íslandi. Og það voru góðar og gildar ástæður fyrir þeim kvörtunum. Danir gengust í ábyrgð fyrir okkur svo nú eru Danir barnapíurnar okkar gagnvart hegðun okkar við Thailendinga sem eru ca. 800 talssins.

Til að komast í næsta alvöru sendiráð þarf maður að fara til Víetnam.

'i sambandi við ESB þá er það ekkert sem gengið er inn í og prófað í nikkur ár, og svo hætt við. Grænlendingar fóru út úr því enda ekkert á þeim að græða.  Ef kosið yrði í Svíþjóð í dag um ESB yrði það nei! Þeir eru búnir að upplifa áhrifin, atvinnuleysið og meðlimagjöldin er alveg gígantískur.

Hver skandallinn á fætur öðrum, innra eftirlit virkar ekki, peningum er stolið í milljarðavís og ég man ekki eftir neinum sem hafa þurft að fara og svara til saka fyrir þessi mál. ESB stjórnarskráin sem búið er að eyða milljörðum í að búa til er felld, og kemst ekki í gegn. Það er er eiginlega í gegn um þessa ESB Stjórnarskrá, að menn átta sig á hveð ESB ætlar sérþ Ríkisstjórnin verða að sjálfsögðu óþarfar í þessum löndum með tíð og tíma.

Ég spái ESB kreppu sem muni láta sjálft ESB hrynja. Viltu vera í bandalagi með tyrkjum? Ja, ekki ég!  Vil ekki vera of nálægt múslimum þó ég þekki nokkra heiðursmenn sem eru mislimar.

Ég tel ekki múslima vera með nein trúarbrögð frekar en Mein Kampf er ekki trúarrit. ESB aðild opnar allar leiðir fyrir múslima sem við þegar erum byrjaðir að fá vandamál með á Íslandi, lítil þó miðað við nágrannaríki okkar Dani, Norðmenn og Svía sem er orðið faraldur.

Mitt ráð er að vekja aathygli Breta, sem er með okkur í bandalagi í NATO, á að fljúga um hér eftir ekki langan tíma og "verja" lofthelgi okkar. 'Þeir eru búnir að setja okkur á lista yfir hryjuverkamenn, enn styðja aðild okkar að ESB!

Manna alla hvalveiðibáta eins og ég hef sagt áður, ráðherra geur út opinberlega að hvalir og selur verði veiddur þar til landið er orðið skuldlaust. Selja Rússum veyðileyfi hér líka. Það myndi vegkja heimsathygli og Bretarnir, Seðlabankarnir og Alþjóðasamfélagið fengju snarvitlausa umhverfis og hvalfriðunarsinna upp á móti sér.

Ganga úr Hvalveiðiráði, sem við fórum óvart inn í af því að einhver Svíji ýtti á vitlausan kosningatakka. Selja hvalkjöt fyrirfram til allra landa sem vilja kaupa...vinna sig úr þessari kreppu er besta ráðið, fiskiskipaflotin gæti gengið fuyrir hvalalýsi t.d. (var vélstjóri hér í gamladaga.)

Þarf ekki miklar breytingar til að láta dieselvélar ganaga fyrir þessu, eða bara hvaða olíu sem er.... ..  

Óskar Arnórsson, 20.10.2008 kl. 23:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband