Bjargráðaáætlun og uppbygging með neyðarlögum.

Það sem mér finnst bráðvanta nú er Bjargráðaáætlun þar sem tilgreint er hvað sé framundan? Áætlunin þarf að vera í nokkrum áföngum og hana þarf að kynna eins fljótt og auðið er fyrir þjóðinni.  

Mjög mikilvægt að er að upplýsa með hvaða hætti nýju ríkisbankarnir ætla að sinna fyrirtækjunum í landinu. Skýr skilaboð verða að koma um það fyrir næstu mánaðarmót ef ekki á að ríða hér yfir holskefla uppsagna.  Hvaða fyrirgreiðsla verður í boði hjá bönkunum? Það frost sem verið hefur á fjármálamarkaði hér innanlands heldur það áfram eða munu nýju bankarnir koma með birtu, il og súrefni inn á markaðinn og halda hjólum atvinnulífsins gangandi?  Munu bankarnir lána 80% lán til kaupa á íbúðarhúsnæði eða verður bara í boði núverandi lánafyrirgreiðsla frá Íbúðalánasjóði? Verður gert sérstakt átak til gjaldeyrisöflunar.  

Síðast en ekki síst þarf að upplýsa hvað leið stjórnin ætlar að fara í gengismálum. Á að keyra áfram á flotgengisstefnunni, á að fara yfir í fastgengisstefnuna, á að taka upp evru? það verða að koma svör við þessu mjög fljótlega. 

Ég vil sjá forystumen ríkisstjórnarinnar fara að tala um þess mál. Ég vil og ég bara heimta að þessari umræðu áfalls, depurðar og sorgar verði snúið við og hún fari að fjalla um uppbyggingu, framkvæmdir og gjaldeyrisöflun. Ég vil að alþingi verði kallað saman eins og þegar neyðarlögin um bankana voru samþykkt og þingið samþykki ný neyðarlög. Í þessum nýju neyðarlögum verði samþykkt 20% aukning í fiskveiðum, að Landsvirkjun byrji á virkjunum í neðri hluta Þjórsá fyrir áramót, samþykkt verði stækkun og flýting á framkvæmdum í Helguvík, samþykkt verði olíuhreinsistöð í Kvestu og engar frekari hindranir verði settar fyrir álveri á Húsavík. Greidd verði leið allra þeirra sem áhuga hafa á að koma hingað og setja upp starfsemi sem skapar gjaldeyri.  

Þegar svona áfall ríður yfir þá þarf að fá þjóðinni í hendur fullt fang af verkefnum þannig að allir sjá að hér verður nóg að gera á næstu árum og allir sjá að við munum vinna okkur út úr þessu hratt og örugglega. Svefnlyf eru uppseld í landinu. Með slíkri Bjargráðaráætlun og neyðarlögum þá fyllist þjóðin bjartsýni og engin þörf verður á svefnlyfjum. Það verður að gefa þjóðinni tækifæri á að vinna sig út þess og þá á ég við í alvörunni að “vinna” sig út úr þessu. Ég hefði viljað að slík Bjargráðaráætlun yrði kynnt þjóðinni í næstu viku, það verður að létta þessum drunga sem hér hvílir yfir öllu. 

Nú á að tilkynna að hér sé skollin á vertíð og þörf sé fyrir allar vinnandi hendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband