Öll stóriðjuáform í uppnámi?

Áhrif fjármálakreppunnar og ofan í hana 50% gengisfelling er alltaf að koma betur og betur í ljós. Er staðan orðin sú að öll stóriðjuáformin eru komin í uppnám? Fær Orkuveitan lán fyrir þeim virkjanaframkvæmdum sem framundan eru hjá fyrirtækinu? Er einhver banki í stakk búinn til að lána þeim í dag? Ef banki eins og Glitnir fær ekki lán og ef Seðlabankinn getur ekki útvegað sér lánsfé nema með 6% “Íslandsálagi” fær þá Orkuveitan lán eða Landsvirkjun og hvaða vextir verða þá á þeim lánum? Ef lán fást er hagkvæmni framkvæmdarinnar horfin með slíkum vaxtakjörum?  

Er hætta á því í dag að einhverjum eða öllum stóriðjuáformum verði frestað um hálft ár, ár eða lengur vegna fjármálakreppunnar og “Íslandsálagsins” á lánin. Hún ætlar að verða okkur dýr, krónan, ef hún mun kosta okkur þá stóriðjuuppbyggingu  sem var í hendi. Eru menn tilbúnir til að fórna öllu fyrir það að vera hér með sjálfstæðan gjaldeyrir?


mbl.is Orkuveitan í kröppum dansi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband