Góðar fréttir, útflutningur og Björk

Þetta eru mjög góðar fréttir. Góðu fréttirnar felast í því að útflutningur er að aukast. Þetta gerist þrátt fyrir gríðarlegan niðurskurð í þorskafla á síðast ári og þessu. 

Það að útflutningstekjur okkar skuli vera að aukast á sama tíma og mikill samdráttur er í þorskveiðum er fyrst og fremst að þakka uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi og tekjum sem sá útflutningur skapar. Hvernig haldið þið að vöruskiptajöfnuðurinn væri í dag ef álverið á Reyðarfirði og stækkunin á Grundartanga hefði ekki komið til?  

Björk og Sigurrós eru glæsilegir fulltrúar Íslands og frábært að við skulum eiga svona listamenn. Ég er hinsvegar algjörlega ósammála þeim í þeim áherslum sem þau vilja leggja í atvinnumálum. Sömu leiðis er ég algjörlega ósammála Vinstri Grænum í þeirra áherslum. Reyndar skal ég viðurkenna að ég bara skil ekki þetta fólk. 

Ég vil halda áfram á fullu uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Íslandi. Nú þegar tækifæri gefst að nýta ónotaðar orkuauðlindir okkar þá eigum við að grípa það tækifæri. Ef við nýtum þá möguleika sem okkur bjóðast nú til sölu á raforku þá verður staða okkar eftir sex til sjö ár sú að vöruskiptajöfnuður Íslands við útlönd verður hagstæður í áratugi eftir það.  

Það fjárhagslega sjálfstæði og þeir möguleikar sem það skapar okkur íslendingum sem þjóð að vera áratugum saman með hagstæðan vöruskiptajöfnuð við útlönd er algjörlega ómetanlegt. Ef Ísland og við íslendingar eru ekki fjárhagslega sjálfstæðir þá verðum við ekki til sem þjóð eftir 50 til 100 ár. 

Við eigum þess kost nú að tryggja þetta fjárhagslega sjálfstæði með áframhaldandi uppbyggingu virkjana og stóriðju. Þetta vil ég, ég vil virkja áfram og ég vil halda áfram að byggja álver og byggja upp annan orkufrekan iðnað hér.  

Sjávarútvegurinn getur á þessari öld aldrei orðið sú burðarstoð samfélagsins sem hann var á þeirri síðustu. Annað og meira þarf til og þetta “annað og meira” er í hendi ef við höfum vilja og þor til.   


mbl.is Dregur úr vöruskiptahalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Geir Sigurðsson

Mikið er ég sammála þér Friðrik, það óskiljanlegasta í þessari umræðu er að fólk skuli leggja fullkomlega löglega atvinnustarfsemi í einelti, ég hélt að það væri atvinnufrelsi á Íslandi sem tók mörg hundruð ár að öðlast. Er það kannski miskilningur? Það er kominn tími til að svara þessum sjálfskipuðu "besser wisserum" fullum hálsi að við erum búin að fá nóg af þessum atvinnrógi.

Guðmundur Geir Sigurðsson, 30.6.2008 kl. 15:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband