Góðar fréttir hafi samninganefndin gengið af fundi.

Það eru góðar fréttir hafi íslenska samninganefndin gengið af fund með fulltrúum Breta og Hollendinga.

IMG_0041Það var mál til komið að samninganefndina skipuðu menn sem láta ekki bjóða sér þann fautaskap sem Bretar hafa hingað til viðhaft í þessu máli.

Það var mál til komið að önnur sjónarmið og aðrir hagsmunir en þeir bresku og hollensku ráði för í samningum um þetta Icesave mál.

Það er vonandi að þessi frétt frá Bloomberg sé rétt. Þá hafa átt sér stað þáttaskil í þessum samningum.

Það er vonandi að ríkisstjórnin sendi ekki samninganefndina í fleiri samningaviðræður.

Það er vonandi að þjóðaratkvæðagreiðslan verði haldin og við fellum þennan Icesave samning þar með stæl. Þá hefur hvorki þing né stjórn umboð til að semja við Breta og Hollendinga á sömu eða svipuðum nótum og þessir samningar eru.

Það er vonandi að stjórnin leggi þetta mál til hliðar i framhaldi.

Vilji Bretar og Hollendingar halda fast í þá kröfu sína að sjómenn og bændur á Íslandi borgi tap þeirra sem gömbluðu með sitt fé á hávaxtareikningum Landsbankans þá verða Bretar og Hollendingar að óska eftir þeim viðræðum. Þær viðræður eiga þá að fara fram á Íslandi, gjarnan á Paterksfirði eða Bíldudal.

Þá á fyrst að ræða og semja um það tjón sem hér varð þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög og héldu því fram um allan heim að Ísland væri gjaldþrota. Þegar búið er að semja um það tjón þá má fara að ræða Icesave, ekki fyrr.

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetarsólstöðum.

 

 

 


mbl.is Íslendingar sagðir hafa gengið af fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður nokkuð til í þessu hjá þér.

Sigurður Haraldsson, 26.2.2010 kl. 10:34

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér fyrir Hannes, mínar skoðanir eru í sama fasa og það er tími til komin að okkar fulltrúar hæti að skríða og fari að standa í lappirnar. 

Það er augljóst að meirihluti stjórnarinar ætlar að kjósa gegn vilja þjóðarinnar, ég veit ekki hvernig maður á eiginlega að skilja það.

Hrólfur Þ Hraundal, 26.2.2010 kl. 14:09

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þetta er það sem heitir samningatækni. Næsti fundur verði þá haldin á Íslandi...ef enskir og hollenskir vilja...annars ekki.

Haraldur Baldursson, 27.2.2010 kl. 00:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband