Víða klappað fyrir Íslandi og Forseta Íslands.

Þau viðbrögð sem ég hef orðið var við erlendis vegna ákvörðunar Forseta Íslands að hafna Icesave lögunum er almennt á jákvæðum nótum. Gildir það jafn um bankamenn í Kanada og hagfræðiprófessora í Danmörku. Menn segja þessa ákvörðun þá einu réttu í stöðunni.

18122009262Þá hef ég heyrt að menn hafi tekið þessari frétt með húrrahrópum og klappi í Arabaheiminum.

Það er ljóst að víða er nú horft til Íslands. Smáþjóðar sem stendur uppi í hárinu á stórveldum Evrópu. Smáþjóðar sem setur þessum löndum stólinn fyrir dyrnar og segir, hingað og ekki lengra.

Þessar stjórþjóðir verða nú að beygja sig fyrir þeim lýðræðislegu leikreglum sem eru í gildi hjá þeirri þjóð sem býr við elstu lýðræðishefð í Evrópu.

Þjóðir um allan heim munu nú fylgjast með þegar elsta samfellt starfandi þing í heimi tekur þetta mál og ber undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta mál hefur þegar vakið heimsathygli og það mun vekja enn meiri athygli þegar nær dregur atkvæðagreiðslunni. Þegar kosið verður þá verður Ísland á ný miðpunktur fjölmiðlaumræðunnar í heiminum.

Heimurinn allur mun fylgjast náið með hvernig þessi gamla lýðræðisþjóð mun afgreiða þetta mál. Og það verður ekki slæm landkynning að komast með þeim hætti í heimspressuna.

Heimsbyggðin öll mun fylgjast með þegar þjóðin sjálf verður látin taka ákvörðun um það hvort þessi breyttu lög taka gildi sem fella niður það efnahagslega skjól sem þjóðin hafði í þeim Icesave lögum sem þingið var búið að samþykkja í ágúst og forseti staðfesta.

Almenningur um allan heim er að fylgjast með þessu máli og hann mun fylgjast með hvernig atkvæðagreiðslan fer fram og hver niðurstaðan verður. Að þessu loknu verður án efa spurt víða um heim: Af hverjum fáum við ekki líka að kjósa um okkar erfiðu mál í beinni þjóðaratkvæðagreiðslu eins og Íslendingar?

Eitt er víst að við eigum víða vini og þeim fer ekki fækkandi eftir þessa neitun forsetans.

Mynd: Næst er fjallið Skriða, þá Skjaldbreiður. Efst til vinstri er Ok, fyrir miðju Þórisjökull, til hægri sést í Geitlandsjökul.  

 


mbl.is Kurteis og hófstillt mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Karl Snow wrote:
A small piece of text taken from Huffingtonpost 5th jan by Mr Sheldon Filger. Might be more relevant to Brits than we might or wish to think of.

“What is now occurring in Iceland is a foretaste of what may become more common throughout the developed world. Taxpayers have been told by policymakers that they must bear the financial costs of failed decisions made by private business, no matter how steep the price, or accept even more horrendous economic consequences. For the first time, an aroused public in at least one country has rejected the dictates being imposed by the political establishment.

No wonder that the Dutch and British governments reacted so swiftly with a condemnation of Iceland's citizens for having the audacity to think they have the right to exercise their democratic rights in deciding for themselves what is in the best economic interests of their nation.

As the global economic crisis continues, leading to more private business failures and demands by policymakers that taxpayers fund ever-larger bailouts, look for other aroused citizenry following in the footsteps of Iceland's

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 12:05

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Herra Ólafur Ragnar Grímsson gerði rétt hann sameinar þjóðina í réttlæti.

Sigurður Haraldsson, 6.1.2010 kl. 13:01

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú meinar að hafna eða samþykkja breytingartillögu við gildandi lög. Hvílík reysn

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2010 kl. 13:24

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hólmfríður. Þetta er ekki rétt hjá þér. Bæði Bretar og Hollendingar höfnuðu skilmálunum í lögunum frá því í ágúst. Það er fátt, sem bendir til þess að þeir muni samþykkja þá ef við fellum þessi lög í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því mun Icesave samkomulagið að öllum líkindum falla í heild ef þessari lagareytingu verður hafnað. Icesaave skuldin hverfur hins vegar ekki við það. Hún gæti meira að segja á endanum orðið tvöföld á við skuldina samkvæmt Icesave samkomulaginu og þar að auki tikkað á dráttarvöxtum.

Sigurður M Grétarsson, 6.1.2010 kl. 13:52

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

SAMSPILLINGIN, SA (Vilhjámur) & ASÍ (Gylfi) vilja inn í EB og ekkert má stöðva slíkt...lol..!  Þeir spila með EB gegn þjóð sinni "ítrekað" - sem betur fer sjá flestir nú að þeirra "lygar & blekkingar" eru ekki boðlegar.  Hlustum á okkar færustu hagfræðinga, hlustum á erlenda hagfræðinga eins og t.d. Michael Hudson (www.svipan.is) & Sweder van Wijnbergen prófessor í hagfræði við Háskólann í Amsterdam (www.eyjan.is og www.mbl.is ) en báðir taka undir þau varnarorð að þær "drápsklyfjar" sem SA, ASÍ, AGS, EB, UK, Holland & núverandi ríkisstjórn reyna að setja á okkar samfélag ganga ekki upp - auk þess sem þær birgðar eru "mjög ósanngjarnar" undir það tekur meira að segja almenningur í bretlandi...lol...! 

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 6.1.2010 kl. 14:26

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Vel skrifað, Friðrik.

Sigurður M., ég er sammála þínum skilningi: Icesave1 var ekki samningur, Bretar og Hollendingar felldu Icesave2 þingsamninginn og Icesave3 ber að fella. Eftir það er farið aftur að teikniborðinu og dómstólaleiðina.

Ívar Pálsson, 6.1.2010 kl. 14:26

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Umræðan öll er að snúast okkur í vil.

Bretar vilja nú skilja af hverju forsetinn hafnaði lögunum staðfestingar. Svörin sem þeir eru að fá gefa þeim innsýn inn í þetta flókna mál og þeir eru byrjaðir að skila af hverju forsetinn gerði það sem hann gerði.

Sjá þessa frétt hér á Channel 4 í Bretlandi og þetta líka fína viðtal við Steingrím J. Channel 4

Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.1.2010 kl. 14:35

8 Smámynd: Offari

mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

Forsetinn er vinur þjóðarinar.

Offari, 6.1.2010 kl. 16:01

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir þessa frábæru samantekt. Það væri óskandi að áróðursmaskína vinstriflokkanna á RÚV tæki slíkan málflutning til fyrirmyndar í stað þess að flytja okkur ógrundaðar og gremjufylltar hótanir úr ranni banksteranna.  Þeir birta jafnvel það neikvæðasta sem þeir finna úr bloggum og lesendabréfum frá meðaljónum, sem ekkert vit hafa á hlutunum, auk þess sem þeir eru áfjjáðir í að heyra hvað gervi-alþjóðastofnunin AGS og Darling hafa að segja, eins og það sé von á einhverju uppbyggilegu þaðan. 

Hverning væri að menn sneru saman bökum í þessari stöðu og létu kné fylgja kviði. Almenningur um allan heim stendur með okkur af því að hann óttast það fordæmi að vera gerður ábyrgur fyrir fjárhættuspili siðlausra peningastofnana í einkaeigu.  Þetta er ekki bara okkar prinsippmál.

Auðvitað er samninguinn með fyrirvörunum ekki í gildi heldur. Hann féll í gær, þegar þessi tók gildi fram að þjóðaratkvæðum. Það er engin leið að láta sem svo að eitthvað annað sé upp á teningnum.

Nú skulum við standa saman og kynna málstað okkar vel og rkilega erlendis. Ríkistjórnin er ekki að gera það, svo fólkið þarf að taka það að sér líka. Nú ættu In-defence að fá styrki fráokkur til að lobbya fyrir málstað okkar. Hamra berj járnið á meðan það er heitt.

Það hefur enginn á sannfæringu að við ættum að borga þetta nema trúarkölt samfylkingarinnar, banksterarnir á Wall Street og City of London og rottweilerar þeirra hjá AGS, sem eru nú eins og gráir hundar um víðan völl að reyna að fá menn til að loka fyrir lánalínur. Engum ætti svo að koma á óvart að matsfyrirtæki í eigu banksteranna hendi okkur í ruslflokk án fylgjandi raka. 

Við eigum í stríði við bankaelítuna, en ekki þessar þjóðir. Þetta er stríð án landamra, sem allir hugsandi og upplýstir menn standa með okkur í.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.1.2010 kl. 17:03

10 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sæll Friðrik

Vel skrifað. Langaði í framhaldi af því að vekja athygli á þessu:http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item319795/

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 6.1.2010 kl. 20:06

11 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hjartanlega sammála þér Friðrik og flestum hér.  Ég hef "djúpa" sannfæringu fyrir því að nú fari hjólið að snúast réttsælis.

Hann var kröftugri þessi umdeildi leiðtogi Íslands í svörum sínum í kvöld, maður hafði það sannarlega á tilfinningunni að barist væri með hjartanu.   Loksins hefur einhver risið upp, fyrir hönd Íslendinga.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.1.2010 kl. 06:12

12 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

kröftugri en sá sem sagði "maybe i should have" í Hardtalk þætti á BBC  (átti þetta að vera)

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.1.2010 kl. 06:14

13 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Fín grein. Nú þarf taka undir orða góðra manna um pólitíska samstöðu og nýja samninga á gölluðu regluverki ESB. Steingrímur og Jóhanna ættu að taka undir það og óska formlega eftir þungaviktarmanni sem sáttasemjara. Ef þau hins vegar nýta sér ekki þá pólitísku glufu sem nú er til staðar og ætla að halda áfram hræðsluáróðri sínum fram að atkvæðagreiðslu stuðla þau að óeiningu í landinu og munu þá verða flengd rækilega.

Sigurbjörn Svavarsson, 7.1.2010 kl. 10:32

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband