Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ásættanleg skattheimta.

Haldi stjórnin þetta markmið sitt þá yrði það ásættanleg niðurstaða fyrir alla verði skattar svipaðir og árin 2005 til 2007, þ.e. milli 30% og 35%. Ég var farin að sjá fyrir mér að skatttekjurnar yrðu milli 40% og 50% af vergri landsframleiðslu.

Ef þetta verður niðurstaðan þá er ekki hægt að kvarta.

Það er hins vegar ljóst að auka þarf skattheimtu því verulegar skattalækkanir hafa verið á síðustu tveim, þrem árum og skatttekjur 2009 eru áætlaðar 25,9% af vergri landsframleiðslu.

 


mbl.is Skattar svipaðir og 2005-2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Norræna stjórnin"

Ef ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa fengið eitthvert nafn þá hafa þær verið kenndar við staðinn þar sem þær voru myndaðar. Síðasta stjórn var kölluð Þingvallastjórn af því að hún var mynduð á Þingvöllum. Stjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hétu svo sem ekki neitt en þar á undan var Viðeyjarstjórnin sem mynduð var í Viðey.

NorðurlöndinEf einhverjir þekkja þessa hefð þá eru það þau sem lengst hafa setið á Alþingi. Þeir tveir einstaklingar sem lengst hafa setið á Alþingi eru þeir tveir einstaklingar sem eru að mynda þessa ríkisstjórn, formaður Samfylkingarinnar og formaður Vinstri grænna.

Það er engin tilviljun að þessir tveir forystumenn völdu Norræna húsið til fundar og til þess að halda blaðamannafundinn þar sem myndun stjórnarinnar er tilkynnt. Norræna húsið var valið af kostgæfni til þess að vera vettvangur stjórnarmyndunarinnar. Þau hefðu getað valið úr öllum húsum landsins. Þau hefðu getað valið úr öllum eyjum landsins og öllum landshlutum. En nei, þau velja Norræna húsið. Þau velja Norræna húsið vegna nafnsins. Þau velja Norræna húsið vegna þeirrar skírskotunar sem nafn hússins hefur til þeirrar einstöku samfélagsgerðar sem er að finna í hinum Norrænu ríkjunum.

Í allar sögubækur munu fara þær upplýsingar að þessi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna var mynduð í Norræna húsinu.

Það verður ekki hægt að kalla þessa stjórn neitt annað en "Norrænu stjórnina". Það er mín trú að forystumenn ríkisstjórnarinnar ætlast til og vonast til að þessi stjórn verði kölluð "Norræna stjórnin" eða "Norræna velferðarstjórnin" .

Verkefni þessar stjórnar eru vægast sagt svakaleg. Ríkisstjórninni hljóta allir að óska velfarnaðar að takast á við þann gríðarlega vanda sem við blasir, óháð hvar í flokki menn standa.

HoltasóleyÞá er það er sérstak fagnaðarefni fyrir okkur í Norræna Íhaldsflokknum að hér skuli vera komin stjórn sem horfir til þeirrar þjóðfélagsgerðar sem við aðhyllumst og horfið verði af braut þess Thatcherisma og þeirrar Ameríkuseringu sem hér hefur verið í boðið Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins síðasta áratuginn.

Myndun þessarar "Norrænu vinstri stjórnar" hvetur okkur í Norræna Íhaldsflokknum til dáða og til að kynna almenningi á Íslandi áherslur Norrænu borgaraflokkanna. Minnum á að Danmörk hefur aldrei blómstrað sem nú og velferðarkerfið þar aldrei verið sterkara en þar hafa Dönsku hægriflokkarnir stjórnað síðasta áratuginn.

 


mbl.is Óbreytt stjórnskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið að ljúga endalaust að þjóðinni.

Það er búið að ljúga svo mikið að þjóðinni á síðustu misserum að þessar lygar norðanmanna er kærkomin áminning til okkar að trúa ekki öllu því sem fjölmiðlar bera á borð.

14Fyrir ári síðan fór þáverandi forsætisráherra ásamt föruneyti, seðlabankamönnum og útrásarvíkingum um alla heimsbyggðina til að fullvissa fjármálaheiminn í Evrópu og Bandaríkjunum að íslenska bankakerfið væri traust og gott. Allir þessir menn vissu þá að íslensku bankarnir stefndu beint í gjaldþrot.

Í byrjun september í fyrra fullyrðir forsætisráðherra að ríkissjóður Íslands sé skuldlaus. Ekkert minntist hann á að þjóðin var í ábyrgðum fyrir 1.000 milljörðum vegna Icesave og 600 milljörðum vegna Jöklabréfanna.

Í seinni hluta september í fyrra var forsætisráðherra spurðir að því undir miðnætti hvað væri í gangi og af hverju allir helstu forvígismenn Íslensku bankana streymu til hans í stjórnarráðið. Hann svaraði því eitthvað á þá leið að ekkert væri að gerast, hann ynni oft fram eftir á kvöldin. Hálfum mánuði seinna var allt Íslenska bankakerfið hrunið.

Þannig hefur hver lygaþvælan rekið aðra af hálfu stjórnvalda. Annað hvort er logið að okkur eða ekkert sagt og borið við bankaleynd. 

Þegar vorgalsinn grípur menn í sauðburðinum á björtum vorkvöldum fyrir norðan og þeir í gáska sínum ljúga að fjölmiðlum eins og forystumenn þjóðarinnar hafa gert í allan vetur þá ætlar allt um koll að keyra.

Ef lögreglan í landinu vill gera eitthvað varðandi rangar upplýsingar sem komið er til fjölmiðla þá á lögreglan að byrja einhvers staðar annar staðar en á Oddfellow reglunni á Akureyri.

 


mbl.is Ísbjörninn blekking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Köllum sendiherrann í London heim og lokum sendiráðinu.

Forsætisráðherra Breta veit hver goggunarröðin er á Íslandi, hver það er sem hér hefur öll völd og hver það er sem hér stjórnar. Breski forsætisráðherrann er því í viðræðum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hve hratt við Íslendingar eigum að greiða Icesave skuldirnar. Ljóst er að erlendis er litið svo á að þeir sem eiga kröfur á hendur Íslenska ríkinu, þeir snúa sér til AGS með þær kröfur, ekki til ríkisstjórnarinnar.

112_1288Það hefur verið með ólíkindum af fylgjast með því frá í haust hvernig Bretar hafa komið fram við okkur sem þjóð. Það var ekki hægt að sýna okkur meiri fyrirlitningu en þegar þeir settu hryðjuverkalög á ekki bara Landsbankann og Kaupþing heldur einnig Seðlabankann og frystu þar með inni gull- og gjaldeyrisforðann okkar. Þetta gull og gjaldeyrisforðinn er af einhverjum furðulegum ástæðum geymdur í London.

Mér er sagt að þetta gull sé að stærstum hluta komið frá Danmörku. Þetta sé "tannfé" Íslenska lýðveldisins, gjöf frá Danska kónginum. Nú liggja bresk stjórnvöld eins og ormur á þessu gulli og mun aldrei láta það af hendi fyrr en þau eru sátt við Icesave uppgjörið.

Ég hef á þessu bloggi kvatt til þess að við Íslendingar skerum niður utanríkisþjónustuna um 80%. Ég hef kvatt til þess að við fækkum sendiráðum okkar úr 17 í 6. Sjá m.a. þessa grein hér. Utanríkisþjónusta Íslands er eins og bankakerfið okkar, allt, allt of stórt fyrir umfang og stærð þjóðarinnar.

Ef einhvern tíma hefur verið ástæða til að spara og draga saman seglin hjá hinu opinbera þá er það nú.

Ef einhvern tíma hefur verið ástæða til þess að loka einhverstaðar sendiráði þá er það í dag í London.

Ég er ekki að tala um að slíta stjórnmálasambandi við Breta, bara kalla sendiherrann heim, loka sendiráðinu og selja allar eignir þess. London ætti að vera fyrsta af 11 sendiráðum sem við eigum að loka á næstu 12 mánuðum.

Hvort ætla menn að skera niður heilbrigðisþjónustuna eða utanríkisþjónustuna?

Auðvita á að skera utanríkisþjónustuna niður í það sem hún var fyrir 1960. Það mun enginn finna fyrir því.

 

Mynd: Þingeyrarkirkja.

 

 


mbl.is Hafa fengið nóg af Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rekum útlendinginn úr Seðlabankanum og Alþjóða gjaldeyrirssjóðinn úr landi.

Ég er með óbragð í munninum eftir að hafa lesið það sem fram kom á blaðamannafundinum með Seðlabankanum.

seðlabakiÞað er ljóst að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, AGS, er að herða tökin og beitir fyrir sig þessum norðmanni sem AGS krafðist að yrði gerður að Seðlabankastjóra þó svo það væri brot á Stjórnarskránni. Nú er þessi norski fjósamaður byrjaður að moka flórinn fyrir AGS. 

Tilgangur AGS með veru sinni hér á landi og tilgangurinn með veru þessa norðmanns í Seðlabankanum kom skýrt fram á þessum blaðamannafundi:

Gert er ráð fyrir verulegum niðurskurði útgjalda hins opinbera og að skattar verði hækkaðir, auk annarra tekjuaukandi aðgerða sem kæmu til framkvæmda í áföngum fram til ársins 2011. Gert er ráð fyrir að jöfnuður náist í rekstri ríkisins árið 2012 og að þannig skapist forsendur fyrir hægfara lækkun skulda ríkissjóðs.

Með öðrum orðum blóðmjólka á íslenska þjóð og leggja atvinnulífið í rúst í þeim tilgangi einum að þóknast hagsmunum erlendra lánadrottna. Tilgangurinn með þessum aðgerðum og veru AGS hér er bara einn og hann er að skapa forsendur til þess að ríkið geti farið að borga erlendar skuldir sínar innan þriggja ára.

Á þetta að vera aðal markmið efnahagsaðgerða stjórnvalda á þessum mestu krepputímum frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar? Að geta farið að borga af erlendum skuldum Seðlabankans 2012?

Þetta er að mínu mati alröng markmið og alröng nálgun. Þessi stefna Seðlabankans og AGS hefur það eina markmið að tryggja hag erlendra lánadrottna.

Ætlum við virkilega að láta hagsmuni þessara lánadrottna ráða för hér á næstu misserum og árum. Gleymum því ekki að það tók Kanadísku stjórnina fjögur ár að losa sig við þessa nábíta þegar þeir voru einu sinni komnir inn í Kanada og höfðu lagt landið næstum í rúst.

Markmiðið Seðlabankans með sínum aðgerðum eiga að snúa að því að viðhalda atvinnu og óbreyttu menntunar- og velferðarkerfi. Látum það hafa forgang og frystum allar greiðslur af öllum erlendum lánum í 3 til 4 ár þar til við erum búnir að vinna okkar út úr mesta áfallinu eftir bankahrunið.

Fram kom í máli norðmannsins að tólf mánaða verðbóla frá janúar 2008 til 2009 hefði verið 18,6%. Tólf mánaða verðbólgan frá apríl 2008 til 2009 er hins vegar 11,9% Þetta þýðir að verðbólgan hér á síðustu þrem mánuðum hefur verið 4% til 7%. Samt er stýrivextir ennþá langt yfir öllum sársaukamörkum, 13% og miklu hærri en þriggja mánaða verðbólgan. Að keyra með 13% stýrivexti er bara fáránlegt við núverandi aðstæður.

Tilgangur AGS og norðmannsins með þessum háu vöxtum er bara einn. Hann er sá að tryggja Seðlabankanum nægt fé svo bankinn geti greitt vexti af erlendum lánum sínum.

Okkar var seld þessi hugmynd að fá AGS hingað inn því okkur skorti erlent lánsfé. Lánið sem við áttum að fá í febrúar hefur ekki borist enn. Ef við getum lifað af þennan ársfjórðung án láns frá AGS af hverju getum við ekki lifað af allt árið?

Hendum AGS úr landi, hættum að brjóta stjórnarskrána með því að hafa útlending Seðlabankanum, hættum í 3 til 4 ár að greiða af erlendum lánum Seðlabankans, lækkum stýrivexti niður í 2% og hefjum uppbyggingu hér á landi í samstarfi við lífeyrissjóði landsmanna en ekki AGS. Þá um okkur vel farnast og við ná að vinna okkur hratt og öruglega út úr þessari kreppu.

 

 


mbl.is Umtalsverð vaxtalækkun í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kúgar stjórnvöld.

Þetta er hræðileg staða sem við eru í, að vera upp á Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, AGS, komin. Þessi sjóður er hér í þeim eina tilgangi að tryggja stöðu eigenda sinna sem eru Seðlabankar Evrópu og Bandaríkjanna. Þessir Seðlabankar eru að tapa óhemju fé á gjaldþroti íslensku bankana. Gjaldþrot Kaupþings er þriðja stærsta gjaldþrot í heimi. Gjaldþrot Glitnis það fimmta stærsta.

113_1388Að kalla AGS hingað og fá þeim yfirstjórn efnahagsmála og setja síðan útlending yfir Seðlabankann er einhver mestu mistök sem gerð hafa verið. Enda erum við að horfa upp á samfélagið ekki brotlenda heldur hrynja. Samdráttur í verslun og þjónustu er frá 50% til 95%.

Eini tilgangur AGS hér á landi er að sjá til þess að Seðlabanki Íslands greiði fulla vexti af sínum lánum og AGS mun sjá til þess að Seðlabanki Íslands greiði að fullu upp öll sín lán og ríkissjóður standi að fullu við allar sínar skuldbindingar. Af þessum lánum er þjóðin í daga að greiða okurvexti miðað við vaxtakjör á erlendum mörkuðum. AGS er að öðru leiti nákvæmlega sama um hvað annað gerist á Íslandi.

Við sjáum hvernig AGS vinnur, komið er fram í maí og greiðslan sem þeir ætluðu að koma með í febrúar hefur ekki borist enn. Hún hefur ekki borist því AGS er ekki sátt við það sem íslensk stjórnvöld eru að gera eða réttara sagt er ekki gera. AGS er að kúga stjórnvöld til hlýðni.

Sendum þessa fulltrúa Seðlabanka Evrópu og Bandaríkjanna til síns heima og tökum stjórn efnahagsmála í okkar eigin hendur. Við vitum þá í það minnsta að þær ákvarðanir sem verið er að taka, þær eru teknar með hagsmuni Íslensku þjóðarinnar í huga, ekki eins og er í dag þar sem hagsmunir erlendra lánadrottna eru látnir ráða. 

 

Mynd: Í Kerlingafjöllum.

 

 


mbl.is Þumalskrúfur og vinarklær AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áframhaldandi okurvextir í boðið AGS

Með AGS við stjórnvölinn og með Norðmanninn í Seðlabankanum þá er engin von til þess að vextir fari undir 12%-14% á næstu misserum.

113_1360Með þessu vaxtaokri fær Seðlabankinn fé til að borga vexti til erlendra lánadrottna bankans. Hvernig annars ætti Seðlabankinn af fá fé til að greiða vexti? Nota til þess skatttekjur ríkissjóðs?

Nei, fyrr leggur AGS og Norsarinn samfélagið í rúst en láta verða greiðslufall á greiðslu vaxta til erlendra lánadrottna, enda er AGS hér fyrst og fremst í þeim tilgangi að tryggja hagsmuni eigenda sinna sem eru Seðlabankarnir í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessum Seðlabönkum skuldar íslenska bankakerfið óhemju fé. Tap erlendra banka sem eru nú að tapa á gjaldþroti íslensku bankanna lendir með einum eða öðrum hætti á Seðlbönkum Evrópu og Bandaríkjanna.

Fulltrúi þeirra, AGS, fer með yfirstjórn allra fjármála á Íslandi. Ef stýrirvextir verða lækkaðir á Íslandi þá mun Seðlabanki Íslands ekki geta staðið í skilum við greiðslu á vöxtum til erlendra lánadrottna sinna. 

Afleiðingar þessa vaxtaokurs eru skelfilegar fyrir land og þjóð.

 

Mynd: Lind í Bjarnalækjabotnum.

 


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það svo að þessi alheimskreppa er rétt að byrja?

Hvað þýða þessar þrjár fréttir dagsins fyrir okkur Íslendinga?

  • Sex af nítján stærstu bönkum Bandaríkjanna stóðust ekki álagspróf Seðlabanka Bandaríkjanna.
  • Stýrivextir verða óbreyttir í Bandaríkjunum 0 til 0,25 því Bandaríska hagkerfið er enn að dragast saman.
  • Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur hækkað viðbúnaðarstig vegna Svínaflensunar í 5 af 6.

111_1161Ljóst er að það er langt í land að stærsta hagkerfi heims fari að rétta úr kútnum þegar 6 af 19 stærstu bönkunum eru í hættu og þurfa aukið fé eða ríkisaðstoð. Eins er hagkerfið þeirra enn að dragast saman. Ofaná þetta bætist það að öll hagkerfi heimsins eru að fara í hægagang vegna farsóttar sem er að breiðast út um allan heim.

Ef þessi heimskreppa er rétt að byrja og þessi svínaflensa verður eitthvað í líkingu við Spænsku veikina, þurfum við þá að grípa til einhverra sérstakra ráðstafanna? Hverjar ættu þær þá að vera? Hvernig á þjóðin og einstaklingarnir að búa sig undir 2 til 4 ára djúpa alheimskreppu? Kreppu sem er og verður í hinum vestræni heimi dýpst á Íslandi. 

Í hverju á að fjárfesta og hvað á að gera? Verða einhver vandræði á komandi misserum að fá keyptar vörur til landsins eins og lyf, olíur og mat? Hvað eigum við að gera, ekkert?

Nú er það ekki svo að ég er ekki að spá hér tómu svartnætti framundan. Alvarlegir atburðir hafa hins vegar átt sér stað og enn alvarlegri atburðir eru að gerast. Þess vegna eigum við að spyrja okkur þessara spurninga og í framhaldinu búa okkur undir það versta um leið og við vonum það besta.

Mynd: Merkigil


mbl.is Bandarískir bankar féllu á álagsprófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er gott að eiga kirkjuna að.

Það er eins og það herji á okkur hver plágan á fætur annarri. Uppskerubrestur í formi fjármálakreppu og hugsanlega er drepsótt að fara að ganga yfir. Eru plágurnar sjö að ríða yfir mannkynið?

111_1180Á þessum erfiðu tímum þá er það ein stofnun hér í þessu samfélagi sem mun standa alla þessa storma af sér. Þessi stofnun er kirkjan okkar og þau gildi sem hún stendur fyrir. Þangað og í það skjól leita nú margir.

Mjög hefur verið vegið að ríkiskirkjunni okkar, hinni Evangelísku Lútersku kirkju á síðustu árum. Þær árásir hafa komið úr mörgum áttum.

Það þurfti ekki nema einn kaþólikki að komast í ríkisstjórn og þar með var aflagður sá siður sem hér hefur verið uppi í meira en 500 ár að allir þeir sem kalla sig Íslendinga og hafa alist upp hér á landi hafa verið látnir læra kverið. Kaþólski menntamálaráðherrann afnam þetta og lét hætta þessari kennslu í grunnskólum landsins fyrir nokkrum misserum.

Þetta er það þyngsta högg sem kirkjan okkar hefur orðið fyrir frá því Evangelískur Lúterskur siður var tekinn upp hér á landi 1550.

Kaþólikkar, trúleysingar, múhameðstrúarmenn og margir margir fleiri vilja koma höggi á þessa kirkju okkar og þann grunn og þau gildi sem við byggjum íslensk samfélag á.

Það er því mikilvægara nú en nokkru sinni að standa vörð um kirkjuna.

Margt bendir til að það verið að stofna hér kristilegan frjálslyndan hægriflokk til að tryggja að það verið gert.

 


mbl.is Margir leita til kirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Svínainflúensan þegar komin til Íslands?

Í flugvélum Icelandair eru ekki bakteríu- og veirudrepandi loftsíur í loftræstikerfinu. Það þýðir að ef einn veikur einstaklingur var í flugstöðinni í Orlando áðan þegar Icelandair vélin fór í loftið þá eru allar líkur á að a.m.k, ein veira hafi borist inn í Icelandair flugvélina með einhverjum farþeganum. Ef ein Svínaflensuveira berst inn í flugvélina þá mun hún margfaldast á þeim 6 tímum sem flugið tekur. Í því lokaða loftræstikerfi sem er í þessum flugvélum þá er alltaf verið að endurnota sama loftið. Með öðrum orðum allir í flugvélinni smitast því í loftræstikerfi flugvéla Icelandair eru engar síur og filterar sem drepa bakteríur og veirur. Það kostar jú að hafa slíkan búnað.

IMG_1428 (2)Þess vegna er það talið að það séu lággjaldaflugfélögin og flugfélög eins og Icelandair sem eru þessa stundina að dreifa þessari flensu um allan heim. Engin sýni eru heldur tekin í vélunum til að rannsaka hvort vélarnar séu sýktar.

Ef sýktir farþegar koma frá USA og skipta um vél áður en haldið er áfram til Evrópu þá skilja þeir flugstöðina í Keflavík eftir smitaða. Eins væri flugvélin smituð og hún mun smita alla þá sem inn í hana koma. Engar kerfisbundnar rannsóknir eru í gangi hér á landi til að rannsaka þennan möguleika.

Smitið hefur þegar borist frá Mexikó til Kanada og Spánar á síðustu 5 til 10 dögum. Allar líkur eru á að Svínainfúensan sé þegar komin til Íslands með þeim flugvélum sem hér fara um.

 


mbl.is Búist við að helmingur þjóðarinnar gæti sýkst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband