Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Krafa um siðbót og endurnýjun Sjálfstæðisflokksins

Ljóst er að mikil endurnýjun er að verða á Alþingi nú þegar tæpum helming þingmanna hefur verið skipt út. Fyrir tveim árum var fjórðungi þingsins skipt út. Á tveim árum hefur því orðið mjög mikil endurnýjun þingmanna.

Ljóst er líka að trúverðugleiki Sjálfstæðisflokksins hefur beðið mikinn hnekki og er niðurstaða kosninganna áfall fyrir flokkinn. Mikið starf er fyrir höndum hjá flokknum að endurvinna það traust. Tvær leiðir er hægt að fara:

  • Halda öllu óbreyttu innan flokksins og keyra á óbreytta stefnu og sömu forystumönnum og vonast til að í næstu kosningum verði fyrrum kjósendur flokksins búnir að gleyma bankahruninu og mútustyrkjunum.
  • Farið verði í siðbót og hugmyndafræðilega endurnýjun ásamt því að skipta út af framboðslistum flokksins því fólki sem var í forystusveit flokksins á síðustu árum í aðdraganda bankahrunsins og þáði mútustyrkina. Þetta fólk sem án efa hefur verið strokað mikið út af atkvæðaseðlum á ásamt Árna Johnsen að draga sig í hlé úr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn eftir það afhroð sem flokkurinn hefur nú beðið.

Verði síðari kosturinn valinn þá á flokkurinn góðan möguleika á að koma sterkur til leiks að fjórum árum liðnum.

Verði fyrri kosturinn valinn þá verða tvö framboð á hægri væng stjórnmálanna í næstu kosningum.


mbl.is Nýtt Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega hátíð

ÞingvellirÞað er hátíðarstund þegar gengið er til alþingiskosninga. Kosningadagar eru hátíðardagar. Almenningur í landinu fær þennan dag öll völd í sínar hendur. Þennan dag trúir þjóðin 63 einstaklingum fyrir þessu sama valdi næstu fjögur árin.

Þjóðin mun án efa velja þessa fulltrúa af kostgæfni í þetta sinn eins og hingað til.


Einkennilegasta kosningabarátta lýðveldistímanns?

Einhvern vegin þá hefur þessi kosningabarátta farið fram hjá mér. Það á að kjósa á laugardaginn og það er eins og kosningabaráttan sé varla hafin nú þegar henni er að ljúka.

IMG_1228 (2)Ég finn lítinn sem engan mun á málflutningi flokkanna. Allir ætla þeir að taka kreppuna á "hælinn" og leysa hana á einu eða tveim misserum og skapa á sama tíma tuttugu þúsund störf. Samfylkingin er reyndar með ESB spilið og Sjálfstæðisflokkurinn er sá eini sem ver óbreytt kótakerfi. Stjórnmálamennirnir okkar virka flestir ráðvilltir og trúverðugleiki þeirra hefur aldrei verið minni.

Flestir vita að það skiptir í raun ekki máli hvaða flokkar verða hér við stjórn næstu árin. Almenningur veit að það er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sem verður hinn raunverulegi stjórnandi næstu tvö árin eða þar til "prógrammið" þeirra er á enda runnið. All flestir eru einnig búnir að gera sér grein fyrir því að það mun taka okkur mörg ár að vinna okkur út úr þessari kreppu.

Eftir kosningar nú væri því eðlilegast að mynda þjóðstjórn allra flokka á þingi og kjósa síðan aftur að tveim árum liðnum þegar Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sleppir stjórnartaumunum.

Það er ekki sanngjarnt að leggja það á einhverja tvo flokka og ráðherra þeirra að gerast böðlar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins næstu tvö árin og fara í þann niðurskurð sem nauðsynlegur er. Allir flokkar á þingi ættu að taka á sig hluta af þeirri ábyrgð.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur tapar miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að bera fé á stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka.

Ljóst er að sá siður hefur tíðkast hér á síðustu árum og hugsanlega áratugum að fyrirtæki hafa verið að kaupa sér velvild stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna með því að leggja þeim til gríðarlegt fé í prófkjörum og kosningum.

Það að bera fé á stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka í þeim tilgangi að kaupa sér velvild er kallað á Íslandi að "styrkja" stjórnmálaflokka.

Þegar þessar upphæðir eru farnar að hlaupa á milljónum og milljónatugum þá er orðið "styrkir" yfir þessi fjárframlög farið að hljóma mjög einkennilega.

Nauðsynlegt er að siðbót fari fram í íslenskum stjórnmálum og íslenskri stjórnsýslu. Sjá t.d. þessar tillögur hér.

 


mbl.is Háir styrkir frá Baugi og FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kerfishrun framundan?

Að óbreyttu blasir við hrun í íslensku atvinnulífi. Byggingaiðnaðurinn er nánast stöðvaður, innflutningur hefur minkað um 30% til 50%, innflutningur á bílum hefur minnkað um 95%. Alsherjar kerfishrun virðist blasa við á næstu mánuðum og misserum með atvinnuleysi upp á marga tugi prósenta.

IMG_1235Tekjur ríkisins og sveitarfélaga eru að hrynja. Það eina sem fólk er að kaupa þessa dagana er matur og bensín á bílinn. Nýlega er búið að lækka virðisaukaskatt af matvöru úr 24,5% í 7%. Skattar af bensíni og olíu hafa einnig verið lækkaðir. Tæp tuttugu þúsund manns hafa horfið af vinnumarkaði og borga hvorki tekjuskatt né útsvar. Laun hafa lækkað verulega hjá þeim sem enn hafa vinnu. Skera þarf ríkisútgjöld úr 600 milljörðum í 400 milljarða. Og hvaðan eiga þessir 400 milljarðar að koma sem við þurfum til að reka ríkissjóð á næsta ári?

Hverjir svo sem það verða sem taka við stjórnartaumum eftir kosningar þá er verkefni þeirra gríðarlegt.

Mynd: Frá þverfellshorni, Esjunni.


Hættulegasta sport á Íslandi?

Jæja, þá er það en eitt útkallið í Esjuna. Það eru alltaf að eiga sér stað óhöpp í Esjunni, misalvarleg auðvita. Með reglulegu millibili berast fregnir af útköllum þar sem björgunarsveitir eða þyrlan er kölluð út vegna slysa sem átt hafa sér stað í Esjuhlíðum. 1979 fórust tveir menn ungir menn í snjóflóði vestan við Þverfellshorn. Fyrir tveim árum lentu þrír menn í flekaflóði á svipuðum slóðum en sluppu allir lítið meiddir.

IMG_1234

Á göngu minni upp á Esjuna á síðustu árum þá hef ég hitt fjölda manna sem hafa runnið, dottið eða lent í smá snjóskriðum í fjallinu. Sumir brotnað, aðrir sloppið með mar og skrámur.

Sé horft til þess mikla fjölda sem gengur Esjuna í viku hverri alla daga ársins þá er ekki að undra þá einhverjir misstígi sig eða detti illa. Allavega er ekki er hægt að kenna gönguleiðinni um. Vel gerður stígur teygir sig upp hlíðina og er verið að bæta hann á hverju ári. Þar eru erlendir námsmenn að verki. 

Nú er að fara í hönd vinsælasti tíminn í fjallinu. Gönguhóparnir sem eru að koma sér í form fyrir ferðir sumarsins eru byrjaðir að mæta og allir hinir auðvita. Um helgar fram á haust þá mun fjallið iða af fólki. Oft er nær samfelld röð af fólki upp fjallið. Það er maður við mann frá sjó og upp á Þverfellshorn. Á sunnudögum hittir maður meira af fólki í fjallinu en á Laugaveginum.

 


mbl.is Meiddist á Esjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löng djúp alheimskreppa framundan sem mun standa í mörg ár.

Þá liggur það fyrir. Kreppan er rétt að byrja og hún verður löng og djúp um allan heim. Þetta er ekkert sem leysist á þessu ári eða því næsta. Það mun taka okkur mörg ár að vinna okkur út úr þessu.

Mikilvægt er að fá þessar upplýsingar frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Með þessa vitneskju geta einstaklingar, félög, fyrirtæki og ríkisstjórnir búið sig undir það sem koma skal á næstu misserum og árum.

Nú þarf að grípa þau tækifæri sem gefast við atvinnuuppbyggingu og standa vörð um þau fyrirtæki sem hér eru starfandi.

 


mbl.is Svört spá frá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fækkum sendiráðum úr 17 í 6, skerum utanríkisþjónustuna niður um 80%.

Utanríkisþjónusta íslands er eins og bankakerfið okkar, allt, allt of stórt fyrir umfang og stærð þjóðarinnar.

IMG_1227 (2)Ég vil fækka sendiráðum úr sautján í sex. Ég vil halda sex sendiráðum. Í Kaupmanahöfn, Osló, Stokkhólmi, Brussel, Peking og Kanada.

Er þetta ekki passlegt umfang? Við höldum okkar gömlu sendiráðum á hinum Norðurlöndunum, í höfuðstöðvum ESB, eitt í Asíu og eitt í Ameríku. Höfum það í Kanada í ljósi tengsla okkar við gömlu byggðir okkar Íslendinga þar.

Hinum sendiráðunum verði lokað og allar eignir seldar. Starfsmönnum þessara sendiráða öllum sagt upp og þeim stórlega fækkað í ráðuneytinu hér heima.

Í þeim gríðarlega niðurskurði ríkisútgjalda sem er framundan þá er þetta það ráðuneyti þar sem 80% niðurskurður útgjalda mun engin áhrif hafa á hag heimila, einstaklinga, fyrirtækja né heldur þjóðarhag.

Útþensla utanríkisþjónustunnar síðustu ár hefur verið hreint bull. Það er orðið löngu tímabært að fara í stórfelldan niðurskurð á þeim vettvangi. Utanríkisþjónustan og starfsmenn hennar búa ekki til neina peninga, þetta eru ekkert nema útgjöldin.

Því meira sem við skerum niður í utanríkisþjónustunni því minna þurfum við að skera niður í menntamálunum.

Ég vil sjá forystumenn stjórnmálaflokkanna lofa okkur miklum niðurskurði í utanríkisþjónustunni nú í aðdraganda kosninganna.

Mynd: Frá Esjuhlíðum


Er búið að eyða láninu frá AGS í misheppnaða tilraun til að styrkja krónuna?

09Ég frétti í dag með "Kamik póstinum" að Seðlabankinn hafi frá áramótum eytt stórum hluta af láninu frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, AGS, í að styrkja gengi krónunnar.

Þessi tilraun er nú að mistakast, krónan hefur fallið gríðarlega á síðustu dögum. Peningarnir frá AGS eru horfnir og eftir stendur skuldin.

Ég bara spyr, veit einhver hvort þetta er rétt?

Grænlendingar / Inuitar kalla skinnskó sína Kamik. Þegar eitthvað fréttist með Kamik póstinum þá er það einhver sem kemur gangandi á skinnskónum sínum og segir frá. Enga staðfestingu er hægt að fá aðra en orð sögumanns, með öðrum orðum þetta eru sögusagnir. 

Mynd: Flugstöðin í Kulusuk. Hönnuð af íslenskum arkitektum og verkfræðingum.

 


Verður öllum háskólum utan Reykjavíkur lokað?

113_1346Gríðarlegur samdráttur er fyrirséður á útgjöldum hins opinbera á næsta ári. Heyrst hafa tölur eins og 30% samdráttur. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, AGS, ætlar að láta hné fylgja kviði. Í lok febrúar áttum við að fá greiðslu frá þeim númer tvö. Ekkert hefur sést til þeirrar greiðslu. 

Ljóst er að AGS vill sjá útgjöld ríkisins skorin hressilega niður og að tryggt verði að þjóðin standi við greiðslur af lánum sínum og skuldbindingum, þar á meðal Jöklabréfunum og Icesave.

Til að geta staðið við kröfur AGS þarf að grípa til grundvallar breytinga á rekstri hins opinbera. Hvernig á að leysa þetta í skólakerfinu? Hvernig er hægt að skera skólakerfið niður um 30%?

  • Verður að fækka í yfirstjórn allra framhaldsskóla og háskóla?
  • Verður að fækka skólum og sameina skóla?
  • Verður að fækka kennurum?
  • Verður að lækka laun kennara?
  • Verður að loka öllum háskólum utan Reykjavíkur?
  • Verður að sameina alla háskólans landsins í einn skóla og sameina allar deildir sem kenna lögfræði, viðskiptafræði, verkfræði o.s.frv á einn stað?
  • Verður að neita nemendum um aðgang að framhaldsnámi?
  • Verður að hætta kennslu í meistaranámi hér heima, standa vörð um grunnnámið og hvetja og benda nemendum á að fara í framhaldsnám erlendis?

Hvað er framundan hér á næstu tveim til þrem árum? Hvernig er hægt að skapa hér 20.000 störf um leið og ríkisútgjöld eru skorin svona hressilega niður?

Þessu verða frambjóðendur að svara nú í aðdraganda kosninganna. Um þessi mál hljóta þessar kosningar að snúast.

Ætlum við að ganga þessa götu sem AGS hefur lagt við fætur okkar? Höfum við tök á að snúa af þessari leið og hvaða valkosti höfum við þá?

Mynd: Nafnlaust gil rétt við Sultartanga.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband