Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 20. janúar 2010
Setja verður miklu strangari lög og reglur á bankana.
Núverandi lagaumhverfi þar sem bönkum og dótturfélögum þeirra er heimilað að vera á kafi í gambli í fasteignaverkefnum, fyrirtækjarekstri o.s.frv. það er ekki í boðleg staða.
Núverandi lagaumhverfi þar sem yfirmönnum og útibústjórum bankana er heimilt að vera hluthafar í fyrirtækum sem eru í viðskiptum hjá þeim sjálfum það er ekki boðleg staða. Að stjórnendur bankana hafi verið í aðstöðu til að útvega eigin fyrirtækjum botnlaus lán og fyrirgreiðslu, það er ekki boðlegt.
Núverandi lagaumhverfi þar sem stórum eigendum bankana er leyft að eiga fyrirtæki sem eru í viðskiptum við þeirra eigin banka, það er ekki boðlegt. Við vitum hvernig það endaði. Kaupþing lánaði fyrirtækum eigenda sinna yfir 500 milljarða. Allt þetta fé er að mestu glatað.
Núverandi lagaumhverfi er ávísun á sukk, spillingu og ógætilega meðhöndlun fjár. Eins hindrar það samkeppni. Það er sterk tilhneiging hjá bönkunum, stjórnendum þeirra og eigendum að veita eigin fyrirtækum "sérstaka" fyrirgreiðslu og setja um leið fótinn fyrir þau fyrirtæki sem eru í samkeppni við þessi fyrirtækja þeirra.
Ég skora á stjórnvöld að setja strangari lög og reglur á bankana, starfsmenn þeirra og eigendur. Lög og reglur í ætt við það sem víða tíðkast erlendis. Sjá þessa punkta hér:
- Bönkum og dótturfélögum þeirra verði bannað að eiga í fyrirtækjum á samkeppnismarkaði.
- Einstaklingar og fyrirtæki sem eiga meira en 1% til 2% í banka verði bannað að eiga í fyrirtækum á samkeppnismarkaði.
- Bankar sem eru fyrirtæki með ríkisábyrgð í formi þess að Seðlabankinn er lánveitandi þeirra til þrautavara verði bannað að hagnast meira en sem nemur 15% af eigið fé á ári. Ef hagnaður verður meiri þá er það skylda bankans að minnka vaxtamun eða lækka þjónustugjöld. Þannig reglur eru víða og með þeim er komið í veg fyrir að bankar féfletti almenning og fyrirtæki.
- Starfsmönnum banka sem gegna stjórnunarstöðum verði bannað að eiga hlutabréf í fyrirtækum á samkeppnismarkaði. Þannig reglur gilda t.d í Danmörku.
Komum í veg fyrir aðra helreið í boði bankana, starfsmanna þeirra og eigenda.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Rætt um eignarhald á bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 19. janúar 2010
Besta frétt dagsins: Kosið 6. mars 2010.
Því ber að fagna að kjördagur í þjóðaratkvæðagreiðslunni hefur verið ákveðinn. Því ber að fagna að þetta mál skuli lagt í dóm þjóðarinnar. Því ber að fagna að þjóðin skuli nú í fyrsta sinn frá 1944 ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðið mál. Lýðræðissinnar á Íslandi hljóta að fagna í dag.
Í fjölmiðlum hefur komið fram að margir áhrifamenn í samfélaginu vilja afnema þennan málskotsrétt forseta.
Sumir segja það hreint út að þeir vilja ekki að þjóðin geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslum.
Aðrir vilja hafa þjóðaratkvæðagreiðslur en setja um það mjög ströng lög og skilyrði hvað má fara í slíka kosningu og hvað ekki.
Enn aðrir vilja að hægt verði að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu en það verði þá gert í gegnum þingið og að þingmenn og þar með flokkarnir stýri því ferli og stjórni.
Þeir sem mest tjá sig um þetta mál og heimta breytingar, þeir tala illa um stjórnarskána, þeir tala illa um það fólk sem skrifaði og setti stjórnarskrána, þeir tala illa um þann grunn sem þetta samfélag byggir á.
Ég spyr á móti, er þessi málskotsréttur ekki bara vel komin þar sem hann er? Til hvers að breyta stjórnarskránni til þess eins að taka þetta vald frá forsetaembættinu og færa til þingsins? Fyrir hvern er verið að gera það? Er þjóðin eitthvað bættari með það?
Ég held við eigum að halda okkur við stjórnarskrána eins og hún er hvað þetta varðar. Við eigum að sýna mikla íhaldssemi þegar stjórnmálamen sem tímabundið gegna einhverjum áhrifastöðum fara að tala illa um stjórnarskrána og heimta að henni verði breitt hið snarasta.
Það er búið að sýna sig að stjórnarskráin okkar er að virka vel.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Kosið 6. mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 18. janúar 2010
Versalasamningurinn betri en Icesave og bar lægri vexti.
Eins ótrúlega og það hljómar þá voru vextirnir í Versalasamningnum lægri en vextirnir eru í Icesave samningnum. Í Versalasamningnum er kveðið á um að Þjóðverjar greiði 2,5% til 5,0 % vexti, sjá hér. Íslendingum er gert samkvæmt Icesave samningnum að greiða 5,55% vexti.
Versalasamningurinn sem undirritaður var 28. júní 1919 er einn af svívirðilegri nauðasamningur herðaðarsögunnar og af mörgum talin helsta ástæða þess að Nasistar Hitlers komust til valda 14 árum eftir undirritun hans. Hitler komst til valda m.a. vegna þess að hann neitaði að borga þetta bull.
Stríðsskaðabæturnar sem Þjóðverjum var gert að greiða eftir fyrri heimstyrjöldian, eftir að hafa drepið 4,6 milljónir manna og lagt norður og austur Evrópu meira og minna í rúst, stríðsskaðabæturnar hljóðuðu upp á 132 milljarða ríkismarka ($31,5 milljarða, £6,6 milljarða). Samkvæmt alfræðiritinu Wikipetia, sjá hér, þá er þessi upphæð í dag uppreiknuð miðað við verðbógu orðin árið 2007 að $400 milljörðum. Á þessum tíma, árið 1919, voru Þjóðverjar 58,5 milljónir, sjá hér. Það þýðir að samkvæmt Versalasamningunum var hverju mannsbarni í Þýskalandi gert að greiða á gengi ársins 2007, 6.800 USD per mann, þ.e. 4.700 evrum per mann.
Samkvæmt grein Dr. Jóns Daníelssonar frá 17.01.2009, sjá hér, þá eru Íslendingar að gangast í ábyrgð fyrir 2.4 milljörðum punda til Bretlands og 1,3 milljörðum evra til Hollands. Samtals nema þessar ábyrgðir um 4,0 milljörðum evra eða sem samsvarar 12.500 evrum per mann.
Miðað við útreikninga Jón Daníelsson út frá forsendum skilanefndar Landsbankans þá munu, vegna Icesave, falla með vöxtum 507 milljarðar króna á Íslendinga miðað við 88% fáist upp í forgangskröfur úr búi Landsbankans. Þetta gera 8.800 evrur per mann.
Án vaxta eru samkvæmt Jóni Daníelssyni að falla á okkur 120 milljarðar króna. Þetta gera 2.100 evrur per mann.
- Hvernig datt mönnum í hug að skrifa undir samning sem án vaxta skuldbindur hvern Íslending til að greiða tæp 50% af þeim stríðsskaðabótum sem Þjóðverjar voru dæmdir til að greiða í Versalasamningunum?
- Hvernig má það vera að framferði alþjóðlegs banka sem skráður var í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn verði þess valdandi að hver einstaklingur í heimaland bankans er dæmdur til að greiða með vöxtum tvöfalda þá upphæð sem þjóðverjar voru dæmdir til að greiða per mann í Versalasamningunum?
- Treystir nokkur dómstóll sér til að dæma okkur til að greiða með vöxtum tvöfalt það sem Þjóðverjar voru dæmdir til að greiða samkvæmt Versalasamningum?
Er hægt að láta síkt ranglæti yfir sig ganga?
Liggur ekki ljóst fyrir hvernig almenningur á að kjósa í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu?
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Lækkun lánshæfiseinkunnar gæti orðið afdrifarík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.1.2010 kl. 18:23 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 17. janúar 2010
Norskir ráðherrar komnir upp að vegg vegna Icesave?
Um leið og Norðmenn átta sig á því hvernig nauðasamningur þessi Icesave samningur er og þeim gerð grein fyrir framkomu Breta í málinu þá eðlilega blöskrar hinum venjulega Norðmanni.
Í góðri grein í Dagsavisen í Noregi í rekur Øystein Noreng, prófessor við Viðskiptaháskólann BI tildrög þessa máls.
- Hann bendir á þá meðvituðu áhættu sem innistæðueigendur tóku þegar þeir lögðu fé sitt inn á hávaxtareikninga í erlendum banka í einkaeigu sem var ekki með neina ríkisábyrgð á bak við sig.
- Hann bendir á að það var einhliða ákvörðun Breta og Hollending að greiða þessum innistæðueigendum út þessar innistæður langt umfram það sem lög og reglur kveða á um.
- Hann bendir á að Bretar felldu Landsbankann og Kaupþing með því að setja á þá hryðjuverkalög og frysta þannig eignir þeirra inni í Bretlandi.
- Hann bendir á að Bretar settu einnig hryðjuverkalög á Seðlabanka Íslands og Íslensk ríkið og fyrstu þar með inni gull- og gjaldeyrisforða þjóðarinnar sem geymdur var í banka á Bretlandi.
- Hann bendir á að réttarstaðan í málinu er þannig að Bretar geti alls ekki verið vissir um að vinna málið fari það fyrir dóm.
- Hann bendir á að alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga í þessu máli liggja hreint ekki fyrir.
Frá því Eva Joly birti grein sína í norska Morgunblaðinu, sjá hér og íslenskan úrdrátt hér, þá er ljóst að Norðmenn eru að átta sig á því um hvað Icesave nauðasamningarnir snúast. Ef marka má viðbrögð þeirra Norðmanna sem skrifuðu athugasemdir við þessar greinar þá er ljóst að almenningsálitið í Noregi er að snúast hratt með okkur.
Um leið og almenningsálitið í Noregi snýst þá átta Norðmenn sig líka á því að hinir eiginlegu handrukkarar Breta og Hollending í þessu máli, þeir sem hafa þvingað ríkistjón Íslands til að gangast undir þessa nauðasamninga, það eru þeirra eigin ráðherrar vegna þess að þessir norsku ráðherrar vilja tengja lánafyrirgreislu Noregs við að Íslendingar skrifi undir þennan nauðasamning.
Nauðsamning sem felur það meðal annars í sér að bótagreiðslur Íslendinga per mann verða hærri en þær bótagreiðslur sem Þjóðverjum var gert að greiða per mann eftir tvær heimstyrjaldir. Auk þess sem Þjóðverjar fengu 90 ár en ekki 14 ár eins og við til að greiða þessar bætur. Þar fyrir utan fengu þjóðverjar lægri vexti. Sjá nánar hér.
Stæði Íslendingum í dag til boða Versalasamningur þjóðverja í stað þessa Icesave samnings þá teldumst við góðir.
Ég spyr, fari þetta mál fyrir alþjóðlegan dómstól, eru þá einhverjar líkur á því að slíkur dómstóll dæmdi okkur til að greiða hærri bætur per mann en Þjóðverjar voru dæmdir til að greiða per mann eftir tvær heimstyrjaldir?
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á Vetrarsólstöðum.
![]() |
Norðmönnum ber að aðstoða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 16. janúar 2010
Falli Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu kallar það á nýjan og gjörbreyttan samning?
Fjármálaráðherra telur að prútta eigi um vexti verði gengið til nýrra samninga um Icesave. Martin Wolf, dálkahöfund hjá Financial Times, mælir með að Íslendingar leggi fram nýjan og betri samning verði gengið til nýrra samningaviðræðna. Himinn og haf virðist vera á milli þessara tveggja manna í afstöðu þeirra til þessa máls.
Fjöldinn allur af erlendum prófessorum, hagfræðingum, lögfræðingum, ritstjórum, dálkahöfunum, þingmönnum að ógleymdri Evu Joly, sjá þessa grein hennar hér og á norsku hér, hafa tekið upp málstað okkar Íslendinga og bent á það sama eða svipað og Martin Wolf.
Af hverju taka Íslensk stjórnvöld ekki undir sjónarmið þessara erlendu Íslandsvina og heimta nýjan og betri samning?
Hvað liggur á að fara meira og minna óundirbúin í samningaviðræður við Breta og Hollendinga á þessum tímapunkti? Það er búið að taka þetta mál úr höndum ríkisstjórnarinnar. Nú er þjóðaratkvæðagreiðslan framundan. Af hverju hættir ríkisstjórnin ekki að hugsa um Icesave og fer að sinna öðrum málum?
Af hverju fellum við ekki þennan Icesave samning í þjóðaratkvæðagreiðslu og skiljum þannig við málið í einhverja mánuði, misseri eða ár eða þar til Bretar eða Hollendingar óska eftir nýjum viðræðum?
Ef þjóðin fellir þennan Icesave samning er þá ekki búið að taka það umboð af ríkisstjórn og Alþingi að gera nýjan samning á óbreyttum nótum? Verður þá ekki að koma til nýr og öðruvísi samningur? Samningur sem er á þeim nótum sem allt þetta erlenda fólk er að ræða um?
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Leggi fram nýjan samning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 15. janúar 2010
Í tvígang hefur þjóðin sett ríkisstjórnum Samfylkingarinnar stólinn fyrir dyrnar.
Nú verða ráðherrar ríkisstjórnarinnar að taka sér tak og hætta að munnhöggvast við forsetann og hætta að fjargviðrast yfir því að hér eigi að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave lögin.
Vilji ráðherrar munnhöggvast við einhverja vegna synjunar forseta þá eiga þeir að munnhöggvast við þessa 60.000 Íslendinga sem undirrituðu áskorun til forseta Íslands að synja lögum um þennan hræðilega lélega Icesave samningi staðfestingar. Ráðherrar verða að fara að gera sér grein fyrir því að það voru 25% kjósenda á Íslandi sem stöðvuðu þessi Icesave lög.
Öllum á að vera ljóst að ef ekki hefði komið til þessi gríðarlegi fjöldi áskorana þá hefði forsetinn staðfest lögin. Engin þjóðkjörinn forseti gat hunsað áskorun 25% kjósenda í landinu. Ríkisstjórnin verður að gera sér grein fyrir því að það lifir enn glatt í glæðum búsáhaldabyltingarinnar þó í þetta sinn hafi byltingaraðgerðirnar komið fram sem fjöldaáskorun til forsetans.
Í janúar í fyrra stöðvaði almenningur ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks með eldi, hávaða í búsáhöldum og átökum við lögreglu. Í janúar í ár stöðvar almenningur ríkistjórn Samfylkingar og Vinstri grænna með því að neyða forsetann til að synja Icesave lögunum staðfestingar með 60.000 áskorunum og með eldi og rauðum reyk við athendingu þessara undirskrifta á Bessastöðum. Forsetinn var "brenndur inni" á Bessastöðum þennan dag.
Það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir forystufólk Samfylkingarinnar að hafa setið í tveim ríkisstjórnum, ríkisstjórnum sem hafa farið þannig fram að þjóðin hefur í tvígang á einu ári risið upp og sett þessum ríkisstjórnum Samfylkingarinnar stólinn fyrir dyrnar. Þar á bæ hljóta menn að endurskoða sína starfshætti.
- Góð byrjun væri að fara að ákvæðum stjórnarskrárinnar og halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu.
- Góð byrjun væri að taka þátt í því að móta hér nýjar lýðræðishefðir þar sem beint lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur eru hluti af nýjum stjórnarþáttum og koma til móts við kröfur búsáhaldabyltingarinnar um aukin áhrif almennings.
Fyrir forystufólki Samfylkingarinnar lauk Búsáhaldabyltingunni kannski þegar Davíð Oddssyni var velt úr Seðlabankanum. Fyrir þessum 60.000 Íslendingum sem skrifuðu undir áskorun til forsetans er Búsáhaldabyltingunni ekki lokið.
Forystufólk Samfylkingar, ekki ögra þjóðinni með því að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og leggja í þriðja sinn meira eða minna óbreyttan Icesave samning fyrir þingið.
Ef þið teljið að þið getið ekki náið betri samningum, saltið þá þetta Icesave mál í nokkur ár frekar en að ögra þjóðinni með því að leggja fram í þriðja sinn svona hræðilega lélega samninga.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Jóhanna: Skynsamlegra að leysa án þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 14. janúar 2010
Sænski forsætisráðherran skilur ekki um hvað Icesave deilan snýst.
Það er ljóst af ummælum forsætisráðherra Svíþjóðar og annarra forystumanna Norðurlandanna að þeir skilja ekki út á hvað þessi deila gengur. Þeim hefur greinilega ekki verið kynntur málstaður Íslendinga. Ef forsætisráðherra Svíþjóðar hefði lesið grein Sigurðar Líndals lagaprófessors í Fréttablaðinu í dag þá hefði hann ekki talað með þessum hætti. Sjá grein Sigurðar Líndal hér.
Ef forystumenn Norðurlandanna læsu einnig grein hollenska hagfræðiprófessorsins Sweder van Wijnbergen i nrd handelsblad, sjá hér og íslenskan úrdrátt hér, þá töluðu þeir ekki með þeim hætti sem þeir nú gera.
Það er ljóst að okkur Íslendingum hefur til þessa mistekist að upplýsa hin Norðurlöndin um hvað þetta Icesave mál snýst. Almenningur í Bretlandi og Hollandi, fræðimenn þar og ritstjórar eru hins vegar farnir að skilja út á hvað þetta mál gengur og þeim blöskrar framkoma sinna eigin forystumanna og krefjast réttlætis fyrir okkar hönd.
Nú þyrfti að þýða þessa grein hans Sigurðar Líndal yfir á sænsku, dönsku og norsku og senda hana ásamt gein Sweder van Wijnbergen á alla þingmenn og alla fjölmiðla í þessum löndum.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Reinfeldt: Ákvörðun AGS forsenda fyrir láni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 13. janúar 2010
Bretar jákvæðir að leysa Icesave deiluna með kaupum á rafmagni um sæstreng.
Nú gæti sú hugmynd sem varpað var fram í sumar að við Íslendingar eigum að bjóða Bretum að greiða fyrir Icesave með rafmagni um sæstreng, nú gæti sú leið orðið að veruleika.
Í það minnsta þá varpar Denis MacShane, þingmaður breska Verkamannaflokksins og fyrrverandi Evrópumálaráðherra þessari hugmynd fram sem leið að lausn í viðtali við rúv í morgun. Sjá frétt rúv hér: Ísland geti greitt með orku.
Ég ásamt innlendum og erlendum samstarfsaðilum höfum verið að skoða möguleikann á að reisa hér slíka verksmiðju. Við erum komnir það langt að eftirfarandi liggur fyrir:
- Áhugasamir kaupendur eru að rafmagni í Bretlandi, Hollandi og Noregi.
- Tæknileg lausn á gerð og legu sæstrengsins um Færeyjar til Skotlands liggur fyrir.
- Fjármögnun kapalverksmiðjunnar ásamt öllum búnaði, vélum og tækjum liggur fyrir.
- Fjármögnun á gerð Sæstrengsins liggur fyrir um leið og sölusamningar á rafmagninu liggur fyrir.
- Möguleiki er á að ganga samhliða frá fjármögnun á virkjunarframkvæmdum vegna virkjana sem framleiddu rafmagn á slíkan sæstreng.
- Okkur vantar 500 Mw til 1.000 MW af rafmagni.
- Okkur vantar að ríkisstjórn Íslands og Bretlands vinni með okkur að gera þetta mögulegt.
Þessi leið að lausn á Icesave deilunni hefur bæði kosti og galla.
- Gallinn er sá að hugsanlega má skapa hér fleiri störf með því að nýta þetta rafmagn hér heima í álver, gagnver o.s.frv.
- Ákveðnar umhverfisfórnir þarf að færa vegna virkjana.
Á móti koma kostirnir:
- Þessi leið að reisa hér það stóra kapalverksmiðju að hún ráði við að framleiða slíkan sæstreng, það er verkefni á stærð við að reisa hér meðalstórt álver. Störfin sem slík verksmiðja skapar eru álíka mörg. Kapalverksmiðjan sjálf þarf um 25MW.
- Við komumst í þá aðstöðu að geta selt rafmagn beint inn á smásölumarkaðinn á Bretlandi, inn á markað sem er að borga eitt hæsta rafmagnsverð í heiminum í stað þess að vera að keppa með rafmagnið á heildsöluverði á álmarkaðnum í samkeppni við Venúsavela.
- Ef við náum samningum um þetta við Bretana þá yrðu þau umsvif sem hér eru fyrirsjáanleg, að reisa verksmiðjuna, virkjanir og framleiða kapalinn, þau myndu rífa okkur upp úr þessari kreppu.
- Við myndum aldrei finna fyrir greiðslubrigðinni vegna Icesave. Hér væru nokkrar virkjanir sem möluðu allan sólahringinn næstu 15 árin sem myndu sjá um að greiða niður Icesave og stofnkostnaðinn af öllum framkvæmdum og sæstrengnum.
Þessi Icesave - Sæstrengs leið var kynnt í eftirfarandi pistlum:
- Icesave gæti orðið okkur happadráttur, 03.07.2009
Áður höfðu aðilar sem ég er í samstarfi við sýnt mikinn áhuga á að setja hér upp verksmiðju til að framleiða jarð- og sæstrengi. Sjá þessa fréttatilkynningu hér:
Þessum samstarfsaðilum mínum féllust síðan hendur eftir að gjaldeyrishöftin höfðu ítrekað verið hert og fóru og settu verksmiðjuna upp í Kanada. Þar eru þeir að fara í gang með framleiðslu á jarðstrengjum. Þeir eru þó enn að skoða möguleikann á að geta líka farið út í framleiðslu á sæstrengjum. Þannig kemur þessi hugmynd til að selja rafmagn til Bretlands um sæstreng, sæstreng sem við framleiddum hér á Íslandi.
Þessi hugmynd var kynnt fjármálaráðherra í sumar sem leið. Við höfum beðið svara síðan.
Allt er búið að vera á öðrum endanum eins og alþjóð veit og ótal spjót staðið á okkar forystumönnum þannig að það er engin leið að þeir geti svarað öllum þeim fyrirspurnum og ábendingum sem þeim berast á degi hverjum.
Nú hins vegar þegar breskur stjórnarþingmaður og fyrrum Evrópumálaráðherra, þetta er "þungaviktarmaður" sem tekur þetta mál upp og bendir á að þetta geti verið leið til að leysa þetta Icesae mál þá eru Bretar að rétta okkur sáttahönd og benda okkur á að þessi leið er fær og þeir eru tilbúnir í samstarf um hana.
Við eigum að keyra á þetta mál.
Steingrímur, síminn hjá mér er 894 1949.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.1.2010 kl. 18:12 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 12. janúar 2010
Eru áherslur ríkistjórnarinnar í ríkisfjármálunum boðlegar?
Áherslurnar í fyrstu fjárlögum þessarar ríkistjórnar eru einfaldar. Þær felst í því að hækka skatta, skera niður framkvæmdir og halda ríkisrekstrinum að öðru leiti óbreyttum.
Eftir höfðinu dansa limirnir og þetta plan hafa sveitarstjórnir um land allt tekið upp. Ríki og sérstaklega sveitarfélögin hæla sér af því að í mestu kreppu á Íslandi hafi þau ekki sagt upp einum einasta starfsmanni. Frekar safna þau skuldum. Það má safna skuldum til að standa undir rekstri en það má ekki taka lán til að fara í gang með arðbærar framkvæmdir.
Á nýliðnu ári var ríkistjóður rekinn með 150 milljarða króna halla. Í ár er ætlunin að reka ríkissjóð með 90 milljarða króna halla.
Þegar lesin eru yfir fjárlögin fyrir 2010 þá er ljóst að það eru fyrst og fremst framkvæmdir og viðhald sem skera á niður. Sama er uppi á teningnum hjá sveitarfélögunum. Bygginga- og verktakastarfsemin í landinu er látinn taka allt höggið í niðurskurði hins opinbera á árinu 2010. Fyrir tveim árum voru 17.000 manns starfandi í bygginga- og verktakastarfsemi. Í dag eru starfandi í greininni milli 2.000 til 3.000 manns og fer hratt fækkandi.
Á sama tíma hefur fáum ef nokkrum opinberum starfsmönnum verið sagt upp störfum. Í fjárlögum ríkisins fyrir 2010 er ekkert tekið á þeirri gríðarlegu útþenslu hins opinbera sem varð í góðærinu. Fyrir utan niðurskurðinn til framkvæmda þá fá ráðuneytin öll nánast sömu krónutölu til ráðstöfunar í ár og í metfjárlögunum frá 2009. Niðurskurðurinn í öllu heilbrigðiskerfinu er minni en niðurskurðurinn bara til vegagerðar.
Við erum að láta ríkið safna gríðarlegum skuldum, við erum að auka verulega skattheimtu á almenning og fyrirtæki, við erum að leggja heila atvinnugrein í rúst, allt til þess að geta haldið í útblásið ríkisbákn góðæristímans.
Eru þessar áherslur boðlegar?
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Nauðsynlegt að hækka skatta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 11. janúar 2010
Fellum Icesave þá verða Bretar, ekki við, að biðja um nýjar viðræður.
Nú þarf stjórn og stjórnarandstaða að ná saman um hvernig standa á að því að leiða þetta Icesave mál til lykta í ljósi breyttra tíma.
Bretar og Hollendingar líta svo á að þeir eru með samþykktan samning í höndunum. Það er vonlaust mál á núverandi tímapunkti að óska eftir nýjum samningaviðræðum jafnvel þó reynt verði tefla fram einhverjum sáttasemjara. Þetta var fær leið í haust, ekki nú.
Sú leið sem ég vil sjá stjórn og stjórnarandstöðu sameinast um er eftirfarandi:
- Við höldum hér þjóðaratkvæðagreiðslu og við fellum þennan Icesave-2 samning með sóma.
- Bretar og Hollendingar voru búnir að hafna Icesave-1 vegna þeirra fyrirvara sem þar voru. Ef við fellum Icesave-2 þá er engin ríkisábyrgð lengur til staðar á neinu.
- Vilji Bretar og Hollendingar fá slíka ríkisábyrgð á þeim lánasamningi sem þeir hafa þegar gert og undirritað við Tryggingasjóð innlánseigenda þá verða þeir að koma og biðja Íslensk stjórnvöld um viðræður um slíka ábyrgð.
- Í framhaldi af þeim mikla viðsnúningi sem er orðin í afstöðu heimsbyggðarinnar í þessu máli, samanber viðhorfin sem komu fram í Silfri Egils í gær, afstöðu allra helstu viðskiptablaða Bretlands sem halda því blátt áfram fram að Íslendingar eiga ekki að borga krónu, þá eiga Íslensk stjórnvöld að ganga treg til nýrra viðræðna um slíka ábyrgð.
- Látum Breta og Hollendinga hafa frumkvæði að því að hafa samband og óska eftir viðræðum. Vonandi bara að það líði eitt eða tvö ár þar til þeir hafa samband. Þá erum við komin út úr samstarfinu við AGS. Þær viðræður eiga þá að fara fram á Íslandi. Þær viðræður eiga í öllu falli ekki að fara fram á Bretlandi eða Hollandi.
- Í þessum nýju samningaviðræðum eigum við að taka inn viðræður um fjárhagstjónið sem hér varð þegar Bretar beittu hryðjuverkalögum í október 2008 á Seðlabanka Íslands, Kaupþing og Landsbankann og frystu allar eignir þessar banka inni á Bretlandi, þar á meðal gull- og gjaldeyrisforða ríkisins sem þar var geymdur. Það tjón má meta svipað og ef Bretar hefðu sent hingað sprengjuflugvélar og jafnað hálfa Reykjavík við jörðu. Okkur ber skylda til að krefjast bóta vegna þess tjóns sem hryðjuverkalögin hafa valdið, þar með talið fall Kaupþings. Gleymum því ekki að við veðjuðum á að Kaupþing myndi ekki falla. Seðlabankinn lánaði Kaupþingi stærsta lán Íslandssögunnar nokkrum dögum áður en Bretar felldu bankann með hryðjuverkalögum.
- Bretar láta Icesave niður falla. Á móti láta Íslendingar allar kröfur niður falla vegna þess fjárhagstjóns sem hér varð þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög.
Er þetta ekki sanngjörn og eðlileg leið til að ljúka þessu máli?
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Mjög gott skref |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook