Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stjórnlagaþing - Hér verði forseti að Franskri / Finnskri / Bandarískri fyrirmynd

Stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hér sé konungsveldi með sama hætti og er í Danmörk, Noregi og Svíþjóð. Ísland er hins vegar lýðveldi eins og Frakkland, Finnland, Rússland, Bandaríkin og lönd austur Evrópu. Þess vegna eigum við að aðlaga okkar stjórnarskrá að stjórnarskrám þessara lýðvelda og leita þangað að fyrirmyndum.

IMG_0065Öll ríki austur Evrópu settu sér nýjar stjórnarskrár þegar Múrinn féll fyrir um 20 árum. Þessi lýðveldi settu sér stjórnarskrá að Franskri / Finnskri fyrirmynd. Mikil þekking og reynsla er til í dag í Evrópu hvernig stjórnarskrár eiga að vera og hvernig mismunandi útfærslur á þeim hafa reynst. Þessa þekkingu eigum við Íslendingar að nálgast og nýta nú þegar við setjum okkur nýja stjórnarskrá.

Þar sem ekki er konungsveldi þá fer forsetinn með framkvæmdavaldið. Forsetinn er kosinn beinni kosningu og það er forsetinn sem skipar ráðherra. Ráðherrarnir sjá um daglegan rekstur ríkisins. Í Evrópu er skipaður verkstjóri fyrir ráðherrunum, þ.e. forsætisráðherra. Í Bandaríkjunum er forsetinn jafnframt forsætisráðherra. Í þessum lýðveldum þá kýs þjóðin sér forseta til að fara með framkvæmdavaldið og þingmenn til að fara með fjárveitinga- og löggjafarvaldið.

Ef þjóðin er ekki ánægð með störf ríkisstjórnarinnar þá er einfalt að breyta því með því að kjósa nýjan forseta. Ný forseti tekur þá við stjórnartaumunum og skipar nýja ráðherra. Forseti sem vill standa sig vel í embætti hann vandar valið á ráðherrum sínum og skipar fagmann í hvert rúm. Breytum við stjórnarskránni með þessum hætti þá munu í framtíðinni kunnáttumenn verða valdir til að stjórna Íslandi.

Aldrei aftur mun þá nýútskrifaður stúdent verða menntamálaráðherra, sagnfræðingur gerður að ráðherra bankamála og dýralæknir að fjármálaráðherra.

Einni spurningu þurfum við að svara er; hvort eigum við að velja Evrópsku leiðina eða þá Bandarísku, þ.e. vera með forseta og forsætisráðherra eða bara forseta. Undirritaður hallast að Evrópsku leiðinni. Þá þarf í raun bara orðalagsbreytingar á núverandi stjórnarskrá.

Eitt er ljóst. Verði gerðar breytingar á stjórnarskránni og hún aðlöguð að stjórnarskrám lýðveldanna í Evrópu þá mun það hafa í för með sér verulegar breytingar á stjórnskipun landsins. Völd flokkanna og forystumanna þeirra munu minnka verulega.

Öruggt má telja að flokkarnir og þingmenn þeirra muni setja sig upp á móti öllum breytingum á stjórnarskránni sem minnka völd þeirra. Slíkar breytingar munu ekki fara átakalaust í gegnum þingið eins og það er skipað í dag og hugsanlega aldrei komast þar í gegn.

Líklega þarf til ný framboð og nýtt fólk inn á þing til að koma síkum breytingum í gegn um Alþingi, þ.e. gera Ísland að alvöru lýðveldi og leggja niður það ráðherraræði sem hér hefur fengið að grassera allt of lengi með þekktum afleiðinum og stórtjóni.

Sjá nánar um Stjórnlagaþingið og stjórnarskrána hér: www.fridrik.info

Mynd: Gönguleiðin upp Esju.


Stórtónleikar í Grafarvogskirkju, 11. nóvember

Lionsklúbburinn Fjörgyn stendur fyrir tónleikum til styrktar Barna- og unglingageðdeild LSH og líknarsjóði Fjörgynjar í Grafarvogskirkju, 11. nóvember 2010, kl. 20:00.

Eftirtaldir listamenn koma fram og styrkja verkefnið:


Buddy Holly sönghópur (Ingó, Sjonni Brinks, Felix ofl.?)
Egill Ólafsson
Fjallabræður, kór
Gissur Páll Gissurarson 
Gréta Hergils
Gréta Salome fiðluleikari
Helgi Björnsson
Hörður Torfason
Jóhann Friðgeir Valdimarsson
Ómar Ragnarsson 
Óskar Pétursson og Guðrún Gunnarsdóttir
Páll Rósinkransson
Ragnar Bjarnason
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú
Voces Maskulorum

Kynnir: Felix Bergsson
Undirleikarar: Jónas Þórir, Þorgeir Ástvaldsson

Miðaverð: 2.500 kr.

Miðasölustaðir: 

N1; Ártúnshöfða - Bíldshöfða - Gagnvegi

Olís; Álfheimum - Gullinbrú - Norðlingaholt ( við Rauðavatn) 

Hjá höfundi þessa bloggs, Friðriki Hansen Guðmundssyni í síma 894 1949 eða pantið miða á netfanginu fhg@simnet.is.

Tryggið ykkur miða sem fyrst. Síðustu ár hafa allir miðar selst upp nokkrum dögum fyrir tónleika. 

Sjá nánar á heimasíðu Lionsklúbbsins Fjörgyn, Grafarvogi:
https://sites.google
.com/site/lklfjorgyn/

tónleikar 2010 veggspjald

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Vefritið Svipan tekur forystu í kynningu á frambjóðendum til Stjórnlagaþings.

Vefritið Svipan hefur tekið frumkvæðið og forystuna í kynningu á þeim sem bjóða sig fram til Stjórnlagaþings. Vefritið birtir á síðum sínum í stafrófsröð nöfn allra þeirra frambjóðenda sem hafa boðið sig fram.

Vefritið gerir meira en það. Öllum frambjóðendum er boðið að kynna sig á heimasíðu þess. Frambjóðendur senda inn helstu upplýsingar ásamt mynd og svara nokkrum spurningum. Þessar upplýsingar tekur vefritið saman og birtir með mynd á síðum sínum.

Hluti þeirra sem hafa boðið sig fram hefur þegar sent inn upplýsingar og svarað spurningum Svipunnar.

Í dag er vefritið Svipan komin með stærsta gagnabankann um þá sem bjóða sig fram til Stjórnlagaþings. Vilji kjósendur kynna sér þessa frambjóðendur þá er og verður Svipan vettvangurinn.

Sjá nánar hér: Vefritið Svipan

Stóru vefritin eins og mbl.is og visir.is verða að hugsa sinn gang ætli þau að halda í hylli netnotenda á komandi misserum.

Það dugir ekki bara að fylla þessa stóru vefrit með auglýsingum og hætta að þjónusta almenning og sinna því sem helst er í gangi. 

 

 


mbl.is 523 í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er frambjóðandi til Stjórnlagaþings

Í framhaldi af því að ég hef skrifað nokkra pistla á síðustu misserum sem tengjast stjórnarskránni og stjórnskipun Íslands og það að ég var valinn í þetta 1000 manna úrtak sem mun sitja Þjóðfundinn 6. nóvember næstkomandi þá ákvað ég að gefa kost á mér í framboð til stjórnlagaþingsins.

Það er sérstakt og í raun einstakt að fá tækifæri til þess að taka þátt í því að setja þjóðinni nýja stjórnarskrá.

Ég hefði gjarnan viljað taka þátt í því.

Pistlarnir sem ég skrifað og tengjast stjórnskipun Íslands eru hér:

Hef sett upp nýja heimasíðu í tilefni af þessu framboði, sjá:  www.fridrik.info.


mbl.is Skiptar skoðanir um stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skora á ríkisstjórn og Alþingi að stoppa þessa ósvinnu.

Það er ekki hægt að horfa aðgerðarlaus upp á að nú í október eiga að fara fram 250 nauðungaruppboð á íbúðum sem eigendur búa sjálfir í og eiga þar sitt lögheimili. 

IMG_0060Væntanlega hefur allt þetta fólk keypt íbúðir sínar í góðri trú og farið í greiðslumat hjá bönkunum.

Vegna glannaskapar í rekstri íslensku bankana þá verður hér hrun, allar forsendur bresta, atvinnumissir, launalækkanir, lán hækka um 40% (verðtryggð) til 100% (gengistryggð) og fjöldi fólks getur ekki staðið í skilum.

Þegar hafa á árinu um 1.200 fjölskyldur misst heimili sín og búist er við að á milli 2.000 til 3.000 manns bætist í þann hóp á næstu mánuðum og misserum. Öll þessi heimili eru full af börnum og unglingum.

Ég neita að trúa því að forsætisráðherra, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og aðrir ráðherrar og þingmenn ætli að halda áfram að sitja aðgerðarlaus og horfa á allt þetta fólk borið út úr húsum sínum vegna þessa forsendubrests sem hér varð.

Í skil ekki af hverju þessi mál eru ekki leyst þannig að ekki þurfi að koma til nauðungaruppboðs og útburðar. Það eru ótal leiðir til þess ef einhver einasti vilji er fyrir hendi. Hvað liggur svona ofboðslega á að losa þessar eignir. Lánin eru öll til 25 til 40 ár. Af hverju ekki frysta þessi lán í 4 til 6 ár eða bara borga af þeim vexti og lengja lánstímann í 60 til 80 ár eins og svo algengt er með fasteignalán á hinum Norðurlöndunum.

Af hverju finna menn ekki lausnir í dýpstu kreppu Íslandssögunnar þannig að ekki þurfi að bera öll þessi börn út á götu og setja foreldra þeirra í ævilangt gjaldþrota þar sem þau losna aldrei við skuldirnar?

Til hvers?

Eitt veit ég og það er að þessi fantatök bankana, nauðungaruppboð og fjöldagjaldþrot verða ekki liðin. Það mun aldrei verða fyrirgefið ef henda á öllum þessum fjölskyldum á götuna og allt þetta fólk gert gjaldþrota.

Það mun enda með því að þessar óeirðir munu stigmagnast og þá er það bara spurning um tíma hvenær kveikt verður í Alþingsihúsinu, Stjórnarráðinu, bankaútibúum eða aðrar byggingar verða brenndar.

Við vitum að fjármálaráðherra lofaði bankamönnum háum bónusum eftir því hve miklu þeir næðu út úr lánasöfnum bankana. Það er ljóst að bankamenn ætla sér feita bónusa.

Ég skora samt á þá og á sýslumenn og starfsmenn þeirra, ekki taka þátt í þessum aftökum. 

Segið bara NEI, við tökum ekki þátt í þessu.

Ég skora á ríkisstjórn og Alþingi að stoppa þessa ósvinnu.

Göngustígurinn upp Esju.



mbl.is „Viðhorf bankanna hafa breyst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju stendur Steingrímur J gegn lyklafrumvarpi Lilju Mósesdóttur?

Á annað ár hefur verið kallað eftir úrbótum fyrir þá sem verst hafa farið út úr hruninu. Því kalli svaraði Lilja Mósesdóttir fyrir rúmu ári þegar hún lagði fram frumvarp sem fékk fljótlega nafnið lyklafrumvarpið.

IMG_0059Þetta frumvarp er að hluta að bandarískri fyrirmynd og er í grunninn þannig að þeir sem lenda í því óláni að forsendur fyrir íbúðarkaupunum bresta, atvinnumissir, veikindi eða hvað annað sem veldur, þá getur fólk skilið lyklana eftir og labbað út úr eignum sínum án þess að verða persónulega gjaldþrota. Við skulum átta okkur á því að engin labbar út úr íbúðarhúsnæði sínu nema engir aðrir kostir eru í stöðunni.

Frekar en samþykkja lyklafrumvarpið vilja alþingismenn horfa upp á þúsundir einstaklinga missa íbúðahúsnæði sitt og horfa upp á þessa einstaklinga sitja áfram uppi með lánin sem þýðir að þetta fólk fer allt beint í persónulegt gjaldþrot. Blóðhundar bankanna fá síðan það verkefni að elta þetta fólk allt þeirra líf.

Þetta fólk keypti sínar eignir í góðri trú eftir að hafa farið í greiðslumat hjá bönkunum og stendur nú frammi fyrir gjaldþroti og ríkisstjórnin ætlar sér ekkert að gera. 

Ekki bara það, Steingrímur J kemur í veg fyrir að lyklafrumvarp Lilju Mósesdóttur nái fram að ganga.

Hverju haldið þið að bankarnir nái hvort sem er af þessu fólki eftir að það er orðið gjaldþrota?

Bankarnir eiga að taka þessar eignir yfir og búið. Það hefur engan tilgang að gera allt þetta fólk gjaldþrota, það bætir ekki stöðu bankana og þeir hafa af því engan fjárhagslegan ávinning að elta þetta fólk alla æfi þess.

Hvers vegna ætlar þú að senda allt þetta fólk í gjaldþrot Steingrímur?

Af hverju stendur þú gegn lyklafrumvarpi Lilju Mósesdóttur?

Mynd: Gönguleiðin upp Esju


mbl.is Auðmenn græða á uppboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipstjórinn sendur í sjópróf, áhöfnin sleppur.

Þetta er sögulegur dagur í dag, 28. september 2010. Hann er sögulegur vegna þess að þessi niðurstaða Alþingis breytir íslenskum stjórnmálum. Íslensk stjórnmál verða aldrei aftur söm.

IMG_0058Það að vera ráðherra verður aldrei aftur það ábyrgðarlausa glamor starf sem það hefur hingað til verið.

Það var orðið löngu tímabært að ábyrgð yrði tengd því mikla valdi sem ráðherrar hafa tekið sér á undanförnum áratugum af Alþingi og Forsetaembættinu.

Niðurstaða Alþingis í dag að ákæra forsætisráðherra en hlífa öðrum ráðherrum í ráðuneyti hans er Salómonsdómur.  

Rannsóknarnefnd Alþingis vann mikið og gott starf og skilaði af sér tímamótaverki sem var Sannleiksskýrslan. Um það voru og eru allir sammála. Í skýrslunni var lagt til að þrír ráðherrar yrðu ákærðir fyrir gáleysi og vanrækslu í starfi. Alþingi átti því engra annarra úrkosta en afgreiða þessa körfu Rannsóknarnefndarinnar.

Eftir að sérstök þingmannanefnd komst að sömu niðurstöðu og bætti reyndar fjórða ráðherranum við þá átti öllum að vera ljóst að einhver eða allir þessara ráðherra myndu sæta ákæru enda sigldi skipstjórinn og áhöfn hans þjóðarskútunni beint upp í Skarfasker svo af hlaust gríðarlegt tjón sem enn sér ekki fyrir endan á.

Eftir slíkt strand þá er það lágmark að fram fari sjópróf yfir skipstjóranum, er það ekki?

Það er engin ástæða fyrir skipstjórann, áhöfnina, aðstandendur og vini að fárast yfir slíkri niðurstöðu.

Það er venja á Íslandi að kalla þá sem sigla skipum sínum í strand fyrir sjópróf. Af hverju skildi slíkt ekki líka gilda gagnvart skipstjóranum á þjóðarskútunni?

Íslenskir skipstjórar hafa hingað til tekið slíku af æðruleysi.

Mynd: Gönguleiðin upp Esju

  


mbl.is Mál höfðað gegn Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög um ráðherraábyrgð úreld?

Nú hrópa þingmen að lög um ráðherraábyrgð séu úreld. Þau uppfylli ekki nýjustu ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu og rangt sé að ákæra ráðherra á grundvelli úreldra laga.

IMG_0057Af hverju voru þessir þingmenn ekki búnir að breyta þessu lögum fyrir löngu?

Er aðgerðarleysi, skortur á frumkvæði og vanræksla þau orð sem best lýsa því sem hefur verið í gangi á Alþingi síðustu áratugi?

Ef lög um ráherraábyrgð eru löngu úreld, hvernig er staðan þá á öðrum sviðum? Erum við hér með gamalt og úrelt lagasafn sem er í engum takt við löndin hér í kring um okkur?

Eru í gildi fullt af lögum sem ekki uppfylla þær skyldur sem við tókum á okkur þegar Ísland varð aðili að mannréttindasáttmála Evrópu?

Verður það gráglettni örlaganna að fyrstu ráðherrar Íslandssögunnar verða dæmdir fyrir vanrækslu í starfi eftir gömlum og lögnu úreldum lögum. Lögum sem þessir sömu ráherrar höfðu allir einn til tvo áratugi til að breyta. Vanræksla þeirra að breyta lögum um ráðherraábyrgð verður hún til þess að þeir verða dæmdir fyrir þá vanrækslu sem rakin er í Rannsóknarskýrslu Alþingis?

Eða vildu þessir forystumenn okkar hafa þessi lög óbreytt? Var það mat þessara forystumanna og þeir sem á undan höfðu gengið að svo torsótt yrði að sækja þá til saka eftir þessum gömlu lögum að þeirra persónulegu hagsmunum var best borgið með því að hafa þau óbreytt?

Annað hvort hefur þessum lögum vísvitandi aldrei verið breytt eða þessi lög eru enn ein staðfestingin á aðgerðaleysi þingsins, skorti þess á frumkvæði og að þingið hefur vanrækt skyldur sínar að setja okkur lög sem svara kalli tímans.

Mynd: Gönguleiðin upp Esju


Jón Gnarr vill Héraðsdóm Reykjavíkur burt

Ég er sammála borgarstjóra. Héraðsdómur á ekki heima á Lækjartorgi. Vegna þeirrar neikvæðu ímyndar sem hús sem hýsa dómstóla, fangelsi og lögreglustöðvar hafa almennt í hugum fólks, innlendra og erlendra, þá er það ekki til að lífga upp á miðbæinn að hafa þessa neikvæðu starfsemi á miðju Lækjatorgi.

Á Lækjatorgi á að sjálfsögu að vera starfsemi sem fólk sækir sér til skemmtunar og ánægju. Í þessu fallega húsi ættu að vera verslanir og kaffihús eða hótel. Eitthvað sem tengist lífi og listum en ekki deilum og lögbrotum, dópi og dauða.

Nú má ekki skilja mig þannig að ég sé á móti Héraðsdómi eða dómstólum. Þeir eru því miður nauðsynlegur hluti af okkar samfélagi eins og fangelsin og lögreglustöðvarnar. Við eigum að vera því fólki þakklátt, lögmönnum og dómurum, sem hafa valið sér að vinna með skuggahliðar samfélagsins. Einhverjir verða að vinna þessi störf.

Engin ástæða er samt til að hafa þessa starfsemi í hjarta borgarinnar.

Vonandi dettur engum í hug að hafa fangelsi á Lækjartorgi. Sú starfsemi þar sem verið er að dæma menn í fangelsi á ekki heldur heima þar.

Það er mikið af lausu húsnæði upp á Höfða og lausum lóðum uppi á Esjumelum og Hádegismóum. Þessi starfsemi væri vel komin þar.

Það mun líka birta yfir Þjóðleikhúsinu, Þjóðmenningarhúsinu og Arnarhváli þegar Hæstiréttur flytur þaðan sem hann er í nýtt og stærra húsnæði.

 


mbl.is Jón Gnarr: Héraðsdómur flytji sig annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstiréttur aftur orðinn eins og við þekkjum hann.

Ríkisvaldið pantar niðurstöður frá Hæstarétti og Hæstiréttur úrskurðar í samræmi við pöntun ríkisvaldsins.

Nú er allt aftur orðið eins og það var. Dómsvaldið aftur orðið hægri hönd ríkisvaldsins.

Ekkert hefur breyst á Íslandi.

 


mbl.is Staðfesti dóm héraðsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband