Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mánudagur, 22. febrúar 2010
Stjórnin hefur ekki umboð til að semja á óbreyttum nótum um Icesave.
Þetta nýjasta útspil Breta og Hollendinga í þessu Icesave máli var eins og við var að búast. Það liggur fyrir að Bretar og Hollendingar horfa eingöngu á þetta mál sem leið til að græða peninga á okkur Íslendingum með vaxtaokri.
Eftir að 25% þjóðarinnar skoraði á forsetann að synja Icesave-2 lögunum staðfestingar þá hefur þessi ríkisstjórn ekki umboð til að semja á ný við Breta og Hollendinga á óbreyttum nótum. Ég kalla það óbreyttar nótur þegar engu er breytt í samningunum nema vöxtunum.
Við eigum að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu og fella þetta mál í henni. Í framhaldi eigum við að leggja málið til hliðar, hætta að ræða það og snúa okkur að öðrum verkefnum.
Bretum og Hollendingum er velkomið að óska eftir viðræðum einhvern tíma í framtíðinni vilji þeir enn að Íslendingar og þrotabú Landsbankans komi að þessum Icesave máli.
Í slíkum viðræðum, viðræðum sem Bretar og Hollendingar óska eftir, viðræðum sem þá eiga að fara fram á Íslandi, þá á að byrja á því að semja um það tjón sem hér varð þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög og héldu því fram í fjölmiðlum um allan heim að Ísland væri gjaldþrota. Þegar búið er að semja um þær skaðabætur og Bretar búnir að greiða þær, þá skulum við aftur fara að ræða Icesave, ekki fyrr.
Ég þykist vita að Bretar muni neita að borga krónu vegna þess tjóns sem hér varð þegar þeir settu á okkur hryðjuverkalög.
Á sama hátt eigum við að neita að borga krónu vegna Icesave fyrr en við höfum fengið bætur fyrir hryðjuverkaárás Breta á okkur.
Er þetta ekki eðlileg og sanngjörn nálgun?
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Vilja 2,75% álag á vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 18. febrúar 2010
Allir hagvísar að batna eftir að forsetinn neitaði að staðfesta Icesave lögin.
Allir hagvísar eru að breytast til hins betra nú eftir að forsetinn synjaði Icesave lögunum staðfestingar. Nú einum og hálfum mánuði eftir að forsetinn neitaði að staðfesta Icesave lögin er gengið að styrkjast og skuldatryggingarálag ríkisins að lækka.
Það er byrjað að renna upp fyrir viðskiptalífinu hér heima og erlendis að forsetinn kom í veg fyrir að Íslandi yrði endanlega drekkt í skuldafeni þannig að umtalsverðar líkur voru á að þjóðin kæmist í greiðsluþrot á næstu árum. Þessi hætta leið hjá þegar ljóst varð að þjóðin ætlar ekki að taka á sig botnlausar skuldir vegna Icesave. Þegar þetta liggur fyrir þá byrja allir af fá aftur trú á Íslandi, íslenska ríkinu og íslenskum fyrirtækjum. Gengið byrjar að styrkjast og skuldatryggingarálagið að lækka.
Eðlilega. Hver hefur trú á samfélagi sem búið er að skuldsetja upp í rjáfur? Hver hefur trú á gjaldmiðli lands þar sem ætla má að 10% til 25% líkur eru á að landið fari í greiðsluþrot?
- Allar hrakspár ríkistjórnarinnar hafni þing og þjóð Icesave eru að engu orðnar.
- Allar heimsendaspár ríkisstjórnarinnar hafni þing og þjóð Icesave hafa sýnt sig að vera rugl og vanmat.
Samfélagið hefur bara styrkst og eflst við það að forsetinn fór að áskorun 25% kjósenda og synjaði Icesave lögunum staðfestingar.
- Auðvita fá allir trú á Íslandi, íslenska ríkinu og krónunni ef skuldir ríkisins eru hóflegar og allir vita að þjóðin getur með góðu móti staðið undir þeim.
- Auðvita missa allir trúna á Íslandi, íslenska ríkinu og krónunni ef skuldir ríkisins eru slíkar og allir vita að þjóðin getur illa staðið undir þeim.
Er ekki mál til komið að við sameinum öll um að fella þennan Icesave samning í þjóðaratkvæðagreiðslunni og snúum okkur síðan að öðrum verkefnum?
Er ríkisstjórnin ekki búin að eiða nægum tíma í þetta gæluverkefni sitt að hegna þjóðinni fyrir að hafa valið aðra til forystu síðustu áratugi? Hegna þjóðinni með því að skuldsetja hana upp fyrir haus vegna þeirra hræðilegu mistaka sem þessir pólitísku andstæðingar þeirra gerðu?
Er ekki mál að linni?
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Skuldaálag ríkisins lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 17. febrúar 2010
Aflaverðmæti upp úr sjó 106 milljarðar en skuldir 500 til 900 milljarðar?
Aflaverðmæti upp úr sjó fyrstu 11 mánuði síðasta árs var um 106 milljarðar króna. Skuldir sem hvíla á sjávarútvegnum eru nokkuð á reiki en eftir því sem næst verður komist liggja þær á bilinu 500 til 900 milljarðar króna.
Frá upphafi hefur kvótakerfið snúist um gríðarlegar veðsetningar og lántökur. Þeir sem eignuðust kvótann í upphafi eru meira og minna búnir að "kassera inn" hagnaðinn af þessari eignatilfærslu. Eftir stendur yfirveðsett atvinnugrein. Þeir sem keyptu af upphaflegu kvótaeigendunum, þeir eru einnig byrjaðir að selja sig út út greininni með sama hætti, það er ná hámarks verði fyrir aflaheimildirnar. Þannig viðhelds þessi gríðarlega skuldsetning í greininni og þannig mun þetta verða um ókomin ár að öllu óbreyttu.
Fyrir íslenska samfélagið þýðir þessi gríðarlega skuldsetning það að arðurinn af auðlindinni hann hverfur allur úr landi í formi fjármagnskostnaðar til þeirra erlendu banka sem hafa lánað íslenskum útgerðum og útgerðamönnum. Deutche bank er talin eiga milli 60% til 80% af þessum skuldum.
Hvort heldur talan er rétt, 500 eða 900 milljarðar króna sem sjávarútvegurinn skuldar þá hljóta vaxtagreiðslur í greininni á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs að hafa verið milli 20 til 40 milljarðar króna. Afalverðmæti upp úr sjó var eins og áður sagði 106 milljarðar króna. Allur arðurinn af sjávarútvegnum fer í að greiða vexti, það er ljóst.
Íslenskir útgerðamenn og sjómenn eru i dag í raun daglaunamenn sem eru að nytja helstu náttúruauðlind þjóðarinnar fyrir erlenda banka og fjármálastofnanir. Allur arðurinn af þessari náttúruauðlind okkar rennur í dag úr landi til erlendra banka og fjármálafyrirtækja. Eftir í landinu verða í mesta lagi einhverjar skatttekjur af vinnulaunum þessara manna.
Er ekki rétt að menn setjist niður og finni leið sem tryggir það að fólkið í landinu fái arðinn af auðlindinni, ekki erlendir bankar og fjármálastofnanir?
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Aflaverðmæti jókst á síðasta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 15. febrúar 2010
Auðvita verður að breyta verðbólgumarkmiðum Seðlabankans.
Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands að hér verði að hámarki 2% verðbólga er markmið sem bankinn getur aldrei náð nema tvennt gangi eftir:
- Verðbólga í helstu viðskiptalöndum okkar verði undir 2%
- Innlendar kostnaðarhækkanir, það er innlend verðbólga verði lægri en 2%.
Seðlabanki Íslands getur haft áhrif á stöðuna hér heima en ræður ekkert við það sem er að gerast erlendis.
Helmingur eða um 50% af þeim vörum sem notaðar eru til að mæla verðbólgu eru innfluttar. Það þýðir að ef verðbólga á ársgrundvelli í Evrópu og USA er um 4% þá þýðir það að innfluttar vörur frá þessum löndum hækka um 4%.
Þessi 4% hækkun á innfluttum vörum þýðir að verbólgan á Íslandi á ársgrundvelli verður 2% óháð því sem er að gerist hér heima.
Sem langtímamarkmið getur Seðlabankinn aldrei náð verðbólgunni niður í 2% ef verðbólga í Evrópu og USA er 2% til 4% nema hér heima verði stöðnun, þ.e. engar hækkanir á launum og landbúnaðarvörum. Þessu 2% markmiði sínu getur Seðlabankinn því aldrei náð í eðlilegu árferði. Ekki á meðan við erum með þessa krónu okkar.
Ef verðbólga í Evrópu og USA er að jafnaði um 4% yfir 10 ára tímabil þá veldur það því að öll verðtryggð lán á Íslandi hafa hækkað um 20% að raungildi. Lán Evrópubúa og Bandaríkjamanna hafa hins vegar rýrnað að raungildi um 40% á sama tíma. Mikill er kostnaður almennings á Íslandi við að halda hér úti þessum sér Íslenska gjaldmiðli.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Mæla með hærri verðbólgumarkmiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.2.2010 kl. 01:13 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 13. febrúar 2010
Aðal samningamaður Íslands einn af stóru hákörlunum í fjármálaheiminum?
Aðal samningamaður Íslands í væntanlegum samningaviðræðum um Icesave, Lee C. Buchheit, var kynntur í íslenskum fjölmiðlum sem "bandarískur lögmaður". Þessi maður er nú gott betur meira en einhver venjulegur bandarískur lögmaður.
Lee C. Buchheit situr í stjórn Essdar Capital. Essdar Capital er eitt stærsta og öflugasta fjármálafyrirtæki heims. Það er með aðsetur í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstabæmunum. Sjá nánar hér.
Á heimasíðu Essdar Capital er upplýst að eftirfarandi fyrirtæki eru meðal eigenda, sjá hér. Samkvæmt mínum heimildum eru þetta nokkur af stærstu fjármálafyrirtækjum heims.
- Capital Investment LLC (http://www.capitalinvestment.ae/ ) - (sem er risi meðal risa)
- Dubai financial Group LLC (http://dubaiholding.com/)
- Hydra Commercial Investments LLC (http://www.royalgroupuae.com/)
- Mazaya financial Investments LLC
Verkefni Essdar Capital eru á sviði ráðgjafar og fjármögnunar Seðlabanka og ríkisstjórna. Sjá nánar hér.
Aðal samningamaður Íslands í Icesave deilunni við Breta og Hollendinga gegnir m.a. þeirri stöðu í stjórn Essdar Capital að taka þátt í því að velja hverjir fá að setjast í stjórn Essdar Capital.
Hinn aðal samningamaður Íslands í væntanlegum viðræðum um Icesave er Kanadamaðurinn Don Johnston, fyrrverandi forstjóri OECD. Kanada er hluti af Breska samveldinu. Elísabet Englandsdrottning er æðsti þjóðhöfðingi Kanada. Don Johnston hefur í störfum sínum þjónað Kanada af trúfestu og þar með Bresku drottningunni. Gleymum ekki hinum gríðarlegu völdum bresku drottningarinnar. "The Royal Army" og hver einast hermaður í þeim her, heyrir persónulega beint undir drottninguna.
Íslenska samninganefndin sem heldur nú til fundar við Breta og Hollendinga eftir helgi er leidd af einum af stóru hákörlunum í fjármálaheiminum og manni sem þjónað hefur vinstri hendi bresku drottningarinnar um árabil.
Eru þetta réttu mennirnir sem við Íslendingar eigum að trúa fyrir hagsmunum okkar í samningum við Breta og Hollendinga um Icesave?
Eru þessir menn skipaðir í þessa samninganefnd til að koma vitinu fyrir Breta og Hollendinga eða forystumenn stjórnarandstöðunnar á Íslandi?
Eins og ég hef margoft bent á hér á þessari síðu þá vil ég að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Við fellum Icesave lögin með sóma. Síðan hættum við að ræða þetta Icesave mál. Vilji Bretar og Hollendingar samt halda sínum kröfum til streitu að bændur og sjómenn á Íslandi verði dregnir til ábyrgðar og látnir borga það sem tapaðist á þessum Icesave reikningum vegna gjaldþrots Landsbankans þá eigum við að láta Breta og Hollendinga óska eftir þeim viðræðum.
Þær viðræður á þá að halda á Íslandi og þá á fyrst að semja um bætur fyrir það tjón sem hér varð þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög og lýstu því yfir að Ísland væri gjaldþrota. Þegar búið er að semja um það tjón, þá má fara að ræða Icesave, ekki fyrr.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 12. febrúar 2010
Af hverju alltaf þessi leynd yfir öllu varðandi Icesave?
Af hverju er alltaf verið að halda sem mestu leyndu fyrir almenningi í þessu Icesave máli? Af hverju vilja menn halda samningsmarkmiðum Íslands leyndum í hugsanlegum nýjum viðræðum? Hverra hagsmuna er verið að gæta með því?
Að stjórnvöld vilji ekki upplýsa hver samningsmarkmið þeirra eru í hugsanlegum nýjum viðræðum um Icesave málið hljómar fyrir mér eins og hver annar barnaskapur. Staðan er fáránleg ef hún er sú að það hefur náðst pólitísk sátt á Íslandi um Icesave en það þurfi að fara með þessa sátt eins og um mannsmorð sé að ræða.
Slík vinnubrögð geta aldrei skilað neinni ásættanlegri niðurstöðu í hugsanlegum samningaviðræðum.
Ef þetta er að ósk Breta og Hollendinga og þeir eru að krefjast þess að "ekkert leki út" um hugsanlegar viðræður og íslensk stjórnvöld hafa samþykkt það að segja ekki frá neinu og "leka engu út", þá eru Bretar og Hollendingar búnir að vinna fyrri hálfleikinn í þessum nýju samningaviðræðum og það áður en þær hafa hafist.
Bretum og Hollendingum hefur þá tekist að sameina alla stjórnmálaflokka á Íslandi um það að gera leynisamning við þá. Leynisamning sem Íslensku þjóðinni verður kannski aldrei sagt frá hvernig raunverulega er. Þjóðin fær kannsi aldrei að sjá öll skjöl samningsins. Út á það ganga leynisamningar ekki satt? Til hvers annars að vera með þessa leynd? Þetta þekkja Bretar og Hollendingar. Þetta eru þeirra ær og kýr og hafa verið undanfarin fimmhundruð ár.
Stjórnvöld virðast ekkert hafa lært. Vinnubrögðin eru þau sömu, að halda áfram að sveipa allt það sem er að gerast í málinu leyndarhjúpi og vilja ekki gefa upp neitt um það hvað er í gang né hvað stendur til að semja um.
Þjóðin á bara að halda kjafti og borga.
Þessi vinnubrögð urðu til þess að nú um áramótin gerði 25% kjósenda uppreisn gegn stjórninni og setti henni stólinn fyrir dyrnar með því að krefjast þess í gegnum forsetaembættið að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Ríkisstjórnin virðist ekkert hafa lært. Sömu vinnubrögð og hafa verið viðhöfð hingað til, þeim er haldið áfram.
Mun þetta enda með þriðju uppreisn almennings gegn ríkisstjórnum Samfylkingarinnar á innan við tveim árum?
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Bað RÚV að birta ekki fréttina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Can we get The Treaty of Versailles, please?
The interest rates in the Treaty of Versailles signed 28. June 1919 was 2,5% to 5,0%. This is lower than in the Treaty of Icesave. In the Treaty of Icesave the interest rates are 5,55%.

I call it the Treaty of Icesave because the first Letter of Understanding was signed when British Terrorist Laws were in full action acting against Iceland. British Terrorist Laws were used to freeze the assets of two of the largest banks in Iceland, coursing the collapse of the rest of the bank system in Iceland and 50% devaluation of the local currency in October 2008. Terrorist Laws were also used to freeze the assets of the Central Bank of Iceland and to freeze the assets of the Icelandic Minister of Finance.
This meant that all the Gold and Foreign Currency Reserve the Icelandic state owned and had stored for decades in a bank in London, these assets were frozen in the hands of the British when Iceland signed the first Letter of understanding about Icesave. Because of the state assets were all frozen in London there was at that time, in Iceland, talk about shortages of foreign currency to pay for imported food, medicine and fuel. Iceland economic status was in ruin after this Births Terrorist Law attack against the nation. Iceland had already surrounded and pledged for mercy and to get access to its Foreign Currency Reserve. This was the situation when Iceland signed the ground laying documents for The Treaty of Icesave. The scale of the financial damage in Iceland caused by this British Terrorist Law attack was similar as if Britain had sent the Royal Air Force to Iceland and their bombers had leveled half of Reykjavik to the ground.
In The Treaty of Versailles the total sum of war reparations demanded from Germany after killing 4,6 million people and ruined most of North and East Europe, was around 226 billion Reichsmarks. In 1921, it was reduced to 132 billion Reichsmark ($33.0 billion, £6.6 billion). With inflation adjustment it is roughly equivalent to $400 billion US Dollars as of 2007 (Wikipedia). The year 1919 there lived 58,5 million people inside the border of Germany. According to the Treaty of Versailles every person in German had to pay 6.800 USD or 4.700 euro per person, (inflation adjusted to 2007). This was a sum that many economists deemed to be excessive because it would have taken Germany until 1988 to pay. Germany, under the control of Adolf Hitler, stopped these payments.
According to an article written by Dr. Jon Danielsson at London School of Economics, published 17. January 2010, he informs that the total amount Iceland is expected to guaranty because of Icesave is about 4,0 billion euro. If everything goes according to those now running the bankrupt bank, Landsbanki, it is expected that 88% of this amount will come from the bank. The rest is expected to come from the taxpayers of Iceland. With 5,55% interests over these 14 years and taking into account all the special aspects of the Treaty of Icesave, Dr. Jon Danielsson estimates that taxpayers of Iceland will in the end pay a total of 1,6 billion euro. This means Icelanders have to pay, with interest, 8.800 euro per person.
- What kind of people force a contract upon a nation that puts twice the amount of the war reparations put on Germany, according the Treaty of Versailles, upon todays modern citizens?
- How can it be that an international bank registered on the Stock Market in Copenhagen can cause the people in that country it has its home base, such a burden that each person in that country is doomed to pay twice the amount every person in Germany had to pay after 8,5 million dead and 21 million wounded in the First World War?
- Is there a court in this world that would have the nerve to sentence a natin into such a dept that every person in that nation is forced to pay in 14 years twice the amount every person in Germany was sentence to pay after the First World War?
- And what about the responsibility of those who put their money in to a foreign net bank that offered the highest interest rates ever seen in Europe from the end of the Second World War?
No nation should accept this kind of in judgment.
![]() |
Snýst um að gera einkaskuld opinbera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 10. febrúar 2010
Lestu stjórnarskrána Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Hvaðan kemur sú árátta margra þingmanna að vilja virða stjórnarskrána okkar að vettugi og telja sig ekki bundna af ákvæðum hennar?
Hvernig dettur þingmanninum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í hug að hann geti breytt kosningu sem kveðið er á um í stjórnarskránni að eigi að fara fram með ákveðnum hætti, ef forseti synjar lögum staðfestingar, að hægt sé að breyta slíkri kosningu í einhverja allt öðruvísi kosningu?
26 grein stjórnarskrárinnar hljómar svo:
"Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu." (Sjá stjórnarskrána í heild hér.)
Það er alveg skýrt samkvæmt stjórnarskrá að í slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu á þjóðin eingöngu að kjósa um það hvort þjóðin vill samþykkja lög eða synja lögunum staðfestingar. Samkvæmt stjórnarskrá á þjóðaratkvæðagreiðslan að vera einföld. Þjóðin segir já eða nei.
Hvernig getur nokkur þingmaður leyft sér að túlka þessa grein stjórnarskrárinnar með þeim hætti sem Sigmundur Davíð gerir þegar hann segir:
"Þá yrði kosið á milli laganna sem forsetinn synjaði staðfestingar og laga sem byggjast á hinum nýja samningi"
Með því að leggja til að þessari þjóðaratkvæðagreiðslu verði snúið upp í það hvort þjóðin vill samþykkja þessi lög eða einhver önnur lög, þá er verið að leggja til að brotið verði gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar.
Það er lámarks krafa að alþingmenn taki sér tíma og lesi stjórnarskrána og sýni þjóðinni þá lámarks virðingu að fara að ákvæðum hennar.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Vill kjósa um Icesave þótt nýr samningur verði gerður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 8. febrúar 2010
Ríkistjórnin vill ræna þjóðina réttinum að halda þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þá liggur það fyrir að ríkisstjórnin ætlar að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að hér fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave.
Þá liggur það fyrir að fjórflokkurinn ætlar að gera allt sem hægt er til þess að ná nýjum samningum við Breta og Hollendinga þannig að málið þurfi ekki að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna er verið að skipa nýja samninganefnd um Icesave.
Fjórflokkurinn virðist eiga auðvelt með að ná saman um að reyna að koma í veg fyrir þær lýðræðisumbætur sem hér hafa orðið í tíð núverandi forseta.
Lýðræðisumbætur sem felast í því að forsetaembættið veitir þjóðinni aðgang að synjunarvaldi forseta og að þjóðin geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslum um sín stærstu ágreiningsmál í gegnum forsetaembættið.
Með því að fjórflokkurinn kemur í veg fyrir að hér verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þá er fjórflokkurinn að reyna að setja þessum lýðræðisumbótum stólinn fyrir dyrnar.
Með því að fjórflokkurinn hefur aldrei viljað setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslur þá hefur fjórflokkurinn í raun verið að hunsa stjórnarskrá Íslands árum og átatugum saman. Sjá stjórnarskrána hér.
Með því að fjórflokkurinn hefur aldrei sett lög um þjóðaratkvæðagreiðslur þá hefur fjórflokkurinn reynt að koma í veg fyrir að hægt væri að virkja einn mikilvægasta þátt Íslensku stjórnarskrárinnar, það er að Íslendingar "komi saman á Þingvöllum" og kjósi þar um sín mál og leiði þau til lykta í atkvæðagreiðslu. Með ákvæðinu um synjunarvald forseta og þjóðaratkvæðagreiðsluna í stjórnarskránni þá var verið að tryggja okkur Íslendingum þennan forna lýðræðisrétt okkar.
Með því að fjórflokkurinn er nú að sameinast um að koma í veg fyrir að hér verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla eftir að forsetinn hefur synjað lögum staðfestingar þá er fjórflokkurinn enn og aftur að hunsa stjórnarskrá Íslands.
Fjórflokkurinn vill ræna þjóðina þessum fornu lýðræðisréttindum sínum að geta kosið beint um sín stærstu mál.
Löngu er tímabært að stokka upp samtryggingu þessara flokka og hrinda hér raunverulegum lýðræðisumbótum í framkvæmd.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Lee Buchheit verður ráðgjafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 5. febrúar 2010
Myljandi hagnaður af rekstri Íslands.
Fyrirtækið Ísland hefur verið að skila myljandi hagnaði í hverjum mánuði í tæpt eitt og hálft ár. Horft á stóru myndina þá er útlitið framundan á Íslandi fagurbjart.
Þessa góðu afkomu fyrirtækisins Íslands ber að þakka þeim fjárfestingum sem hafa átt sér stað í íslenskum atvinnurekstri undanfarin ár. Þegar fjárfestingar í atvinnurekstri, byggingaiðnaði og bílainnflutningi stöðvast eins og nú hefur gerst þá koma hinar vel reknu grunnstoðir útflutningsgreinanna í ljós. Um leið og arðurinn af útflutningnum er ekki tekinn að mestu í nýjar fjárfestingar þá um leið kemur þessi myljandi hagnaður sem er á rekstrinum af fyrirtækinu Íslandi í ljós.
Eina hættan í dag er ef þjóðin samþykkir þá skuldaklafa sem ríkisstjórnin vill leggja á þjóðina með þessum Icesave samningum. Þá breytist þessi fagurbjarta mynd sem framundan er í óvissu skuldaáþjánarinnar og lífskjaraskerðingu sem mun vara um áratugi meðan þjóðin glímir við að greiða af þessum Icesave skuldum.
Látum það ekki gerast. Samþykkjum ekki skuldir sem á hvern Íslending eru tvöfalt hærri en lagðir voru á þjóðverja í Versalasamningunum eftir seinni heimstyrjöldina.
Sjá: Versalasamningurinn betri en Icesave og bar lægri vexti.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Afgangur af vöruskiptum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook