Stjórnin hefur ekki umboð til að semja á óbreyttum nótum um Icesave.

Þetta nýjasta útspil Breta og Hollendinga í þessu Icesave máli var eins og við var að búast. Það liggur fyrir að Bretar og Hollendingar horfa eingöngu á þetta mál sem leið til að græða peninga á okkur Íslendingum með vaxtaokri.

IMG_0039Eftir að 25% þjóðarinnar skoraði á forsetann að synja Icesave-2 lögunum staðfestingar þá hefur þessi ríkisstjórn ekki umboð til að semja  á ný við Breta og Hollendinga á óbreyttum nótum. Ég kalla það óbreyttar nótur þegar engu er breytt í samningunum nema vöxtunum.

Við eigum að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu og fella þetta mál í henni. Í framhaldi eigum við að leggja málið til hliðar, hætta að ræða það og snúa okkur að öðrum verkefnum.

Bretum og Hollendingum er velkomið að óska eftir viðræðum einhvern tíma í framtíðinni vilji þeir enn að Íslendingar og þrotabú Landsbankans komi að þessum Icesave máli.

Í slíkum viðræðum, viðræðum sem Bretar og Hollendingar óska eftir, viðræðum sem þá eiga að fara fram á Íslandi, þá á að byrja á því að semja um það tjón sem hér varð þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög og héldu því fram í fjölmiðlum um allan heim að Ísland væri gjaldþrota. Þegar búið er að semja um þær skaðabætur og Bretar búnir að greiða þær, þá skulum við aftur fara að ræða Icesave, ekki fyrr.

Ég þykist vita að Bretar muni neita að borga krónu vegna þess tjóns sem hér varð þegar þeir settu á okkur hryðjuverkalög. 

Á sama hátt eigum við að neita að borga krónu vegna Icesave fyrr en við höfum fengið bætur fyrir hryðjuverkaárás Breta á okkur.

Er þetta ekki eðlileg og sanngjörn nálgun?

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum. 

 


mbl.is Vilja 2,75% álag á vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg 100% rétt. En svo er það annað mál hvort við eigum yfir höfuð að tala við hryðjuverkamenn.

Alexander (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 13:37

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þetta er nákvæmlega  rétt hjá þér, svona þarf að fara að þessu, hafðu þakkir fyrir.

Eyjólfur G Svavarsson, 22.2.2010 kl. 14:28

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband